Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004 ! Íþróttafréttaritarar og bók- menntagagnrýnendur eru ólíkt fólk. Gott fólk, yfir höfuð, en ólíkt. Og þó. Með stéttum þess- um er fleira líkt en halda mætti, jafnvel svo að til greina kæmi tímabundið að hleypa hvorum í annars störf. Lítum á dæmi. Á alþjóðlega rithöfundaþinginu í Mukkula í Finnlandi er jafnan á dagskrá viðburður sem situr lengur í gestum en flest framsöguerindin. Þetta er knatt- spyrnuleikurinn. Leikurinn, með greini og stórum upphafsstaf, er hin skrautleg- asta knattviðureign strigaskóaðra skálda og rithöfunda, en skipt er í lið með ein- földum hætti: „Finn- ar“ gegn „Restinni af heiminum“. Á hlið- arlínunni standa hláturmildir kollegar og æpa hvatningarorð, en fyndnust af öllu er samt beina lýsingin í hátalarakerfi þings- ins. Til hennar eru fengnir bókmennta- fræðingar og aðrir hugvísindamenn, svo úr verður heimspekileg túlkun atgangs- ins á vellinum: „Og þarna, úti við eystri kantinn stend- ur hávaxinn maður, eins og hann sé að bíða … Að honum þokast óvinaher. Nú dimmir.“ Eða: „Undarlegar eru flækj- urnar í vítateig, markvörðurinn þjáist af áhrifsfælni, varnarmenn hverfa í bec- kettska þögn og sjáið exístensíalíska vandann, hann magnast … Argentínska skáldið hefur skorað!“ Og: „Hér kemur skáldkona, hún geysist upp með knöttinn, hver veit hvaða ljóðlínur fara nú um hug- ann – er hún bergnumin af fegurð finnsku trjánna eða sér hún fallósentrískt samhengi í sókninni …“ Þetta er auðvitað snilld, þarna er nýjum hæðum náð í túlk- un og frásagnargerð. Enda löngu tíma- bært að veita áhorfendum lausn frá ein- hæfum íþróttalýsingum þar sem tögl og hagldir eru vinsælustu stíltilþrifin. Og þó. Hér ber þess að geta að málsnið íþróttafréttamanna – a.m.k. hér á landi – er skreytt óvenju miklu myndmáli, því auk þess að hafa tögl og hagldir ráða menn lögum og lofum, lúta í gras, bíta í skjaldarrendur, rísa úr öskustónni … Og þegar sóknarmenn eru á auðum sjó skell- ur jafnan hurð nærri hælum. Allt ber þetta vott um viðleitni til þess að viðhalda myndríku máli, gömlum orðtökum og fleiru. Hins vegar verður að segjast að mest eru þetta löngu dauðar myndhverf- ingar og lítill frumleiki á ferð. Því er það sem ráð væri að hleypa íþróttafréttariturum til starfa í kringum ritvöllinn til þess að svala, já, og efla, aug- ljósan áhuga þeirra á skáldskap og skap- andi hugsun. Þetta er tilvalið nú fyrir jól- in, þar sem stemmningin er svo lík því sem gerist í íþróttaheiminum að vanda- laust ætti að vera fyrir kappana að setja sig inn í málin. Allt kemur enda kunnuglega fyrir sjónir; listar eru reglulega birtir yfir efstu bækur og höfunda, rétt eins og í úr- valsdeildum helstu íþróttagreina. Skáldin koma misjafnlega sigurviss til leiks og út- tala sig um leikflétturnar í viðtölum – eða láta fátt uppi og hvetja fólk til þess að fylgjast með, tippa sjálft. Gefnar eru eig- inhandaráritanir í stöflum og sumir skrifa jafnvel undir samninga við ný fé- lög/forlög þegar minnst varir. Þarna er allt að gerast, íþrótta- fréttaritararnir gætu elt uppi másandi höfundana á milli upplestra og spurt í hálfleik um dagsformið, innri gerð verks- ins og óttann við helstu andstæðinga. Þeir gætu sett upp sjónvarpsþætti á borð við 4-4-2 eða Boltann með Guðna Bergs, þar sem virkilega væri rætt um efni og úrvinnslu útkominna bóka, góðir kaflar jafnvel lesnir aftur hægt, og verkin sett í samhengi við önnur verk, við tíðarand- ann, við úrvalsdeildir í öðrum löndum. Í sjónvarpi er enginn slíkur þáttur um bók- menntir, í besta falli hraðspóluð gagn- rýni, stjörnuviðtöl, eins og yfirborðs- kennd markasúpa. Já, ef aðeins bókmenntunum væri sinnt eins ákaflega og boltanum. Þetta er sem sagt ekkert grín. Allir myndu græða á starfskynningu bók- menntagagnrýnenda á íþróttavellinum og yfirtöku íþróttafréttaritara í jóla- bókaflæðinu. Að minnsta kosti í eitt skipti. Eina leiktíð eða svo. Ein æsi- spennandi jól. Glæsileg tilþrif Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Um fátt hefur verið meira talað síðustuvikuna en fyrirhugaða auglýsinguÞjóðarhreyfingarinnar í The NewYork Times þar sem komið er á framfæri mótmælum vegna stuðnings íslenskra ráðamanna við innrásina í Írak. „INNRÁSIN Í ÍRAK – EKKI Í OKKAR NAFNI“ segir í sjálfri fyrirsögninni, en strax á eftir fylgir almenn yf- irlýsing frá aðstand- endum Þjóðarhreyfing- arinnar: „Við, Íslendingar, mótmælum eindregið yfirlýsingu ís- lenskra stjórnvalda um stuðning við innrás Bandaríkjanna og ,,viljugra“ bandamanna þeirra í Írak í mars 2003. Með þeirri yfirlýsingu voru brotin íslensk lög, alþjóðalög – og íslensk lýðræð- ishefð.“ Grasrótarsamtök á borð við Þjóðarhreyf- inguna eru nýmæli í íslensku stjórnmálalífi og vona má að með þeim vaxi hið pólitíska aðhald, en heiftin sem einkennir málflutning margra and- stæðinga hreyfingarinnar sýnir svo ekki verður um villst hversu óvanir Íslendingar eru borg- aralegu og þverpólitísku andófi. Með þessu er ég ekki að segja að ég sé endilega sammála öllum baráttumálum hreyfingarinnar. Andstaðan við fjölmiðlalögin snerist til að mynda meira um þær leiðir sem stjórnvöld beittu til að koma þeim í gegnum þingið en um inntak sjálfra laganna. Í hinni nýju yfirlýsingu hreyfingarinnar eru lýð- ræðislegir stjórnarhættir íslenskra ráðamanna enn í forgrunni, en jafnframt má lesa út úr henni megna skömm á hernaðarbrölti og stríðsrekstri hvers konar. Þar kemur fram sú krafa að „nafn Íslands verði umsvifalaust tekið út af lista hinna ,,viljugu“ innrásarþjóða“ og því næst er íraska þjóðin beðin „afsökunar á stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak“. Þar sem lítil hefð er fyrir stríðsyfirlýsingum á Íslandi er kannski engin furða að staðföstum ráðamönnum hafi fatast flugið þegar þeir upp á sitt tvídæmi héldu í stríð án þess að fjalla um málið í utanríkismálanefnd Alþingis Íslendinga og gleymdu að bera ákvörðunina formlega undir Ríkisstjórn Íslands og Alþingi. Þetta er heims- sögulegur atburður því að hvorki fyrr né síðar í veraldarsögunni hefur komið upp sú sér- kennilega staða að haldið sé í stríð án þess að afl- að sé til þess allra tilskilinna leyfa. Á því hefur þó margt húsfélagið farið flatt í gegnum tíðina. Hætt er við að auglýsing Þjóðarhreyfing- arinnar í The New York Times muni draga fram í heimsljósið þá neyðarlegu staðreynd að líklega hefur Íslendingum mistekist að lýsa stríði á hendur Írökum. Þetta er auðvitað hálfleiðinlegt í ljósi þess að við helltum okkur út í baráttuna af fullum krafti fyrir tæpum tuttugu mánuðum og hætt er við að þjóðir með lengri hernaðarsögu muni undrast það vítaverða kæruleysi að láta málið drabbast svona niður í hátt á annað ár. Ís- lendingum til afsökunar má benda á að enginn virðist enn treysta sér til að upplýsa hvernig ákvörðunin var tekin. Meira að segja fréttaskýr- ingar dagblaðanna auka á ruglinginn eins og sést berlega þegar þvæld forsaga málsins er rakin. Andstæðingar Þjóðarhreyfingarinnar hafa varpað fram þeirri spurningu hvaðan forsvars- menn auglýsingarinnar hafi fengið vald til að tala fyrir hönd allra Íslendinga á alþjóðavettvangi? „Ekki í mínu nafni, kemur ekki til greina,“ segir Stefán Friðrik Stefánsson í harðorðri grein í vef- ritinu Frelsi og það kemur eflaust fáum á óvart að Staksteinahöfundur Morgunblaðsins tekur undir það sjónarmið. Rökin eru þau að rík- isstjórnir sem styðjast við lýðræðislega kjörinn þingmeirihluta hafi umboð frá þjóðinni. En það sem þessir líklegu flokksbræður (eða systkin) láta hjá líða að benda á er sú staðreynd að ráð- herrum er ekki fengið í hendur alræðisvald í öll- um efnum þó svo að þeir séu kjörnir á þing. Ég get þó tekið undir það sjónarmið Stefáns og Staksteins (eða Staksteinu) að rangt sé að birta yfirlýsinguna í nafni allra Íslendinga og ég myndi gjarnan vilja ganga lengra í gagnrýni minni. Ég held að það sé varhugavert að biðja írösku þjóðina afsökunar á stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak. Með því er í fyrsta lagi gefið til kynna að sú ákvörðun hafi verið lögmæt, að hún hafi verið tekin í umboði þjóðarinnar. Slíkt er álitamál. Í öðru lagi sé ég ekki hvernig hægt er að biðja afsökunar á broti fyrir hönd annars aðila sem sér reyndar ekki eft- ir neinu. Í þriðja lagi hefur stór hluti íslensku þjóðarinnar ætíð verið andsnúinn þessu stríði og ber því ekki siðferðilega ábyrgð á verknaðnum. Eina undantekningu mætti gera á þessari grund- vallarreglu. Ef afbrotið er framið af barni eða vanvita eiga forráðamenn vissulega að biðja brotaþola afsökunar en slíkt á vart við í þessu til- viki. Auglýsendur ættu því að einskorða sig við að lýsa því yfir að þeim þyki leitt að ráðamenn virði ekki íslensk lög og íslenska lýðræðishefð. Þeir geta líka sagt að þeir fylgi ekki ráðamönnum að máli, en þeir geta varla beðist afsökunar á gjörð- um sem teknar eru þvert á vilja þjóðarinnar. Með því eru þeir að taka á sig ábyrgð sem er einvörð- ungu í höndum ráðamanna. Ráðherrarnir mættu aftur á móti biðja þjóð sína afsökunar á því að fara út í óréttmætt stríð. Þeir mættu líka biðja Íraka afsökunar á þeim hörmungum sem dunið hafa yfir þjóðina á síðustu tuttugu mánuðum. Síðast en ekki síst ættu þeir að senda George W. Bush Bandaríkjaforseta afsökunarbeiðni fyrir að veikja einingu staðfastra þjóða með því reginkl- úðri að senda frá sér ógilda stuðningsyfirlýsingu. Ekki í okkar nafni! Fjölmiðlar Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is ’Þetta er heimssögulegur atburður því að hvorki fyrr né síðar í veraldarsögunni hefur komið upp sú sér- kennilega staða að haldið sé í stríð án þess að aflað sé til þess allra tilskilinna leyfa. Á því hefur þó margt húsfélagið farið flatt í gegnum tíðina. ‘ I Breska bókmenntablaðið Times LiterarySupplement hefur það fyrir sið að leita til nokkurra þekktra rithöfunda um að segja frá bókum sem þeim þykja merkilegastar á árinu. Mest áberandi í þessum óformlegu tilnefn- ingum höfundanna að þessu sinni eru tvær bækur. Cloud Atlas eftir David Mitchell, breska bókmennta- undrið sem kallað hefur verið Thomas Pynchon sinnar tíðar. Mitchell var spáð Bookernum í grein sem birtist í Les- bókinni á liðnu hausti en svo fór þó ekki. Í TLS fær hann mikið hrós frá ekki ómerkari les- endum en til dæmis A.S. Byatt og Paul Bind- ing. Hin bókin eru æskuminningar Richards Wollheim sem nefnast því skondna nafni Germs og komu út að honum látnum. Hún er sögð hrífandi, fyndin, afar sérstök og þykir minna á meistaraverk Prousts, Í leit að glöt- uðum tíma, án þess að vera með nokkrum hætti gamaldags. Meðal þeirra sem mæla með þessari bók eru bókmenntafræðingurinn Frank Kermode en hann segir hana undarlega og fallega skrifaða, einlæga en jafnframt íburðarmikla rétt eins og Rousseau væri skrif- aður af Proust. II Meðal annarra bóka sem höfundarnirnefna eru hin nýja og umtalaða skáldsaga bandaríska rithöfundarins Philips Roth, The Plot Against America. Suður-afríski nób- elsverðlaunahöfundurinn Nadine Gordimer segir að eftir að Bush var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna sé hægt að trúa sögu Roths um að Lindbergh hafi einu sinni verið kjörinn í embættið. Ástæðuna segir hún ekki vera þá að Bush aðhyllist nasisma. Ástæðan er sú að hún telur þá brennandi fylgispekt þjóðarinnar við valdamennina sem birtist í endurkjörinu, á meðan synir hennar og dætur koma heim í líkpokum hvert á fætur öðru og myndir birtast af limlestum líkum í Írak, hún telur slíka fylgispekt merki um ákveðinn sjúkleika. „Stórkostleg skáldsaga,“ segir Gordimer. III Í The New York Times Book Review frásíðustu helgi eru birtir listar yfir athygl- isverðustu bækur ársins að mati blaðsins. Í skáldsagna og ljóðaflokki eru auk Cloud Atlas og The Plot Against America meðal ann- ars nefndar Aloft eftir Chang-Rae Lee, The Amateur Marriage eftir Anne Tyler, The Falls eftir Joyce Carol Oates, I am Charlotte Simm- ons eftir Tom Wolfe, The Jane Austen Book Club eftir Karen Joy Fowler, smásagnasafnið The Lemon Table eftir Julian Barnes, Magic Seeds eftir V.S. Naipaul og smásagnasöfnin Men and Cartoons eftir Jonathan Lethem og Oblivion eftir David Foster Wallace. Neðanmáls Einu sinni fór ég í samkvæmi á Hringbraut 45, 4. hæð til hægri, en þá skildi rithöfund-urinn ekki eftir svarta rúskinnsskó fyrir utan dyrnar, svo eftirmál urðu samasemengin. Við fórum heldur ekki í leiki. Í Samkvæmisleikjum skapast mjög sérstakt rými þar sem lesandanum er sleppt lausum. Nákvæm staðsetning atburða bindur atburða- rásina rækilega við áþreifanlegan veruleika um leið og textinn kippir reglulega undan manni fótunum; höfundurinn hristir mann af sér þar til maður sér frakkalöfin hverfa fyrir húshorn á Bræðraborgarstíg. Samkvæmisleikir hefðu verið mjög ofarlega á mínum tilnefn- ingarlista fyrir bókmenntaverðlaunin og veiti ég þeim hérmeð mín prívat verðlaun áður en ég hef lesturinn í þriðja sinn í leit að týndum senum og persónum. Gunnþórunn Guðmundsdóttir Hér Nei, hún fékk ekki tilnefningu þetta árið, en það þarf svosem ekki að koma á óvart, Kristín Ómarsdóttir er ekki höfundur sem fellir sig vel að bókmenntatilnefningum. Hversvegna það er get ég ekki sagt til um, en einhvernveginn hefur tilhneigingin verið sú undanfarin ár að það er ákveðin tegund bóka sem passar inn í tilnefningaformattið og Kristín skrifar bara einfaldlega ekki þannig bækur. […] Kristín sagði í blaðaviðtali að þegar hún var yngri var hún dauðhrædd við orð eins og boð- skapur, en nú tæki hún því fagnandi og væri bara alveg til í að samþykkja að nýja bókin hennar væri full af boðskap. Enda er Hér full af boðskap, þetta er án efa skáldsaga sem deil- ir á stríð, fáránleika þess og tilgangsleysi. Við vitum aldrei hvaða stríð er í gangi, við vitum ekki hvar við erum stödd, við erum bara Hér, í dal sem stendur fyrir utan stríðið – eða hvað? Úlfhildur Dagsdóttir Bátur með segli og allt Á einu plani er Oddfríður ennþá lítil stelpa sem þráir viðurkenningu og ást foreldra sinna, en hún er líka ung kona sem er að finna sér stað í tilverunni og leita að eigin rödd og sjálf- stæði. Það er mikil einsemd og leit í textanum undir hrjúfu yfirborðinu og Gerður Kristný fer ákaflega vel með þennan þráð sögunnar; saga Oddfríðar hreyfir við lesandanum og snertir hann án þess að missa sig nokkurs staðar út í væmni (sem lesendur Gerðar hafa nú væntanlega ekki búist við) en um leið sér hann bresti hennar og húmorinn er aldrei langt undan. Kristín Viðarsdóttir www.bokmenntir.is Prívat verðlaun Morgunblaðið/Golli Er enn ekki kviknað á perunni?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.