Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004 N útíma trúargagnrýni felur í sér að órökrétt hugsun, sem er á skjön við vís- indalega rökhyggju, liggi til grundvallar trúarþörfinni og þar með öllum trúar- stofnunum. Tvíhyggja helstu trúarbragða mannsins, þ.e. vonin um að eftir dauðann bíði einstaklingsins eilíft líf í fullkomnum heimi, nokkuð sem þýski félagsfræðingurinn Max Weber (1864–1920) kallaði heims- afneitandi ást (Liebesakosmismus), hefur verið aðalskotspónn trúargagnrýnenda. Rannsóknir trúar- bragðafélagsfræðinga og -mannfræðinga hafa hins vegar leitt í ljós að tvíhyggjan virðist eiga rætur sínar í þróun sem hófst á öllum helstu hámenning- arsvæðum gamla heimsins fyrir u.þ.b. 3.000 árum. Þetta var hreyfing sem barst um hinn „siðmenntaða“ heim næstu 2.000 árin og má segja að tilkoma Íslams hafi verið lokabirt- ing þessarar þróunar. Fyrir þennan tíma einkenndust trúarbrögð af einhyggju (mon- ism), þar sem heimurinn myndaði eina heild, sem enn má sjá í afskekktum trúarbrögðum. Til marks um þetta má nefna heimsmynd Chipewyan-indíána í Kanada og andatrú ým- issa veiði-flakkaraþjóðflokka. Tvíhyggjan sem mótar trúarhugmyndir okkar í dag virðist því eiga sér sögulegar rætur, þ.e. trúarbrögðin þróast. Samkvæmt hugmyndum bandaríska trúarbragðafélags- fræðingsins Roberts Bellahs hefur þessi þró- un falið í sér framför. Ef hins vegar litið er á þróun trúarbragða út frá kenningu Darwins um náttúruval, eins og þýski mann- og trúarbragðafræðingurinn Ina Wunn gerði nýverið, verður að hafna þessari framfara- hyggju. Franski sál- og mannfræðingurinn Scott Atran er einn þeirra sem styðja þessa skoðun. Hann telur að munurinn á andatrú (animism), algyðistrú (pantheism) og eingyð- istrú (monotheism) felist í innihaldi trú- arinnar á hið yfirnáttúrlega en ekki „í hug- fræðilegri gerð trúarinnar“. Það er því tákngerð trúarbragðanna en ekki trúarvit- und einstaklingsins sem þróast. Á þetta benti herra Sigurbjörn Einarsson biskup í tveimur opinberum háskólafyrirlestrum árið 1953, er hann nefndi „Upptök trúarbragða“. Sigurbjörn benti á að svo virðist sem mun- urinn er sjá má á frumbyggjum Amasón- frumskógarins og einstaklingum vestrænna samfélaga byggist „meir á mótun en mann- gerð, fremur á ytra sniði en innviðum … Sé þetta rétt … þá liggur nærri við að álykta, að djúpu stefin í kenndum og geði hafi verið nokkuð söm við sig þann aldur allan, sem mannkyn hefur verið uppi“. Þessar hugleið- ingar Sigurbjörns endurspegla nýjar hug- myndir um að sjálfs- og trúarvitund Homo sapiens hafi kviknað fyrir 40–60 þúsund ár- um, sem vekur spurninguna um hvað það var í lífeðlisfræði mannsins sem breytist á þessum tíma. Erfðafræðilega er maðurinn náskyldur simpönsum, en nýjustu rannsóknir sýna að 95% samjöfnuður er milli erfðamengja þeirra, meðan 99,4% samjöfnuður er á gen- um þessara tegunda. Þessi prósentumunur skýrist þegar haft er í huga að erfðamengið er samsett annars vegar úr genum og stjórnsvæðum þeirra, sem þola mjög illa stökkbreytingar, og hins vegar úr svokölluðu milliraða- eða drasl-DNA, sem er ekki eins viðkvæmt fyrir stökkbreytingum. Í þessu felst að meiri líkur eru á að lífvera deyi ef stökkbreyting á sér stað í einhverju af gen- um hennar en ef hún á sér stað á svæðunum milli genanna, því breytist DNA-samsetning þeirra hraðar en genanna. Þessi samjöfn- uður á erfðaefni manna og simpansa verður enn merkilegri þegar litið er til þess að sam- eiginlegur forfaðir þessara tegunda var uppi fyrir um 5 milljónum ára, sem þýðir að mun- urinn hefur verið að safnast upp á milljónum ára. Með þetta í huga má leiða líkum að því að sú erfðafræðilega breyting sem gerði okkur að mönnum hafi verið sáralítil því Homo sapiens varð til í Afríku fyrir aðeins 200 þúsund árum. Upphaf nútímamenningar mannsins nær aftur til loka síðustu ísaldar, fyrir 10.000 ár- um, er forfeður okkar tóku upp akuryrkju. En rætur hennar liggja enn aftar í tíma, fyr- ir um það bil 40–60 þúsund árum. Á þessu tímabili virðist sem forsendur menningar- innar, sjálfið og trúarþörfin, hafi kviknað. Nýjustu tilgátur um þessi efni benda til þess að fyrirrennarar Homo sapiens, eins og Homo heidelbergenis og Homo neanderthal- ensis, hafi hvorki búið yfir trúarvitund né haft eiginlega sjálfsvitund. Fornleifarann- sóknir sýna að ummerki um þessa eiginleika tengjast einungis menjum Homo sapiens frá því fyrir 40–60 þúsund árum og er í því sam- bandi talað um „menningarsprenginguna“. Í nýrri grein sálfræðinganna Marks R. Learys og Nicole R. Buttermore kynna þau hug- myndir sínar um að mannlega sjálfið sé sam- sett úr fimm „sjálfum“: 1. umhverfissjálf; 2. millieinstaklingasjálf; 3. útvíkkunarsjálf; 4. einkasjálf; og 5. hugtakasjálf. Samkvæmt túlkun þeirra á minjum Homo-tegundanna hafði sameiginlegur forfaðir manna og simp- ansa, sem uppi var fyrir u.þ.b. 5 milljónum ára, fullþroskað umhverfis- og milliein- staklingasjálf, illa þroskað útvíkkunar- og einkasjálf og ekkert hugtakasjálf. Útvíkk- unar- og einstaklingssjálfið jókst síðan smátt og smátt með hverri nýrri tegund og hafði Homo neanderthalensis, sem dó út fyrir u.þ.b. 35.000 árum, fullþroskað útvíkkunar- sjálf og vel þroskað einkasjálf. Hugtakasjálf- ið er Homo sapiens einn um að hafa. Ein grunnforsenda trúarbragða er leikur að hugtökum og táknum sem tegund er ræð- ur yfir hugtakasjálfi er ein fær um. Sam- kvæmt þessu urðu trúarbrögð mannsins ekki til fyrr en honum áskotnaðist hugtaka- sjálfið. Þetta er á skjön við hefðbundna skoðun mannfræðinga um að fyrri Homo- tegundir hafi einnig búið yfir trúarþörf og er í því sambandi bent á að Homo neander- thalensis átti það til að grafa dauða ætt- ingja. En eins og Ina Wunn benti nýverið á eru slíkar hugmyndir annaðhvort ávöxtur ákveðinna hugmynda sem voru ríkjandi þeg- ar rannsóknirnar voru framkvæmdar eða lit- aðar af hugmyndafræði. Hún bendir á, eins og Leary og Buttermore, að rannsóknir á menjum Homo habilis og Homo erectus sýni að þessar tegundir gátu ekki búið til flókin táknkerfi. Þrátt fyrir greinilega vits- munalega eiginleika Homo neanderthalensis eru greftrunarsiðir tegundarinnar þess eðlis að erfitt er að tengja það trú á líf efir dauð- ann. Forsendur þessarar vitsmunatilhneigingar innan Homo-ættkvíslarinnar eru stækkun nýbarkarins (neocortex) í heila, sem virðist hafa orsakast af valþrýstingi frá vanda- málum er fylgdu aukinni félagshegðun. En stækkun nýbarkarins ein og sér nægir ekki því að samband virðist vera milli flókins at- ferlis og flókinnar byggingar nýbarkarins. En í ljósi þess að hinn sáralitli erfðafræði- legi munur sem er á mönnum og simpönsum hefur verið að safnast upp á 5 milljón árum er nokkuð ljóst að enn minni munur hlýtur að hafa verið á erfðaefni mannsins og Homo neanderthalensis. Af þessu má álykta að varla hefur verið um miklar genabreytingar að ræða er leiddu til þess að manninum áskotnaðist „hugtakasjálfið“. Hugsanlega hafði umhverfið sem maðurinn valdi bein áhrif á þessa þróun enda væri það í sam- ræmi við þá viðteknu skoðun að samspil gena og umhverfis móti einstaklingsbreyti- leika er varðar heilastarfsemi og atferli. Þetta tengist aftur nýjum rannsóknum sem sýna að möguleiki heilans til breytinga (brain plasticity) á lífsleið einstaklingsins er miklu meiri en áður var talið. En nýjar sam- anburðarrannsóknir á genatjáningu, þ.e. DNA-mRNA-prótein-ferlið, í mönnum og öpum benda í allt aðra átt. Í rannsókn sænska erfðafræðingsins Svantes Pääbos og félaga á genatjáningu í lifur, blóði og heilaberki manna, simpansa, órangútan og rhesusapa, sem birtist árið 2002 og hefur síða verið endurtekin a.m.k. einu sinni, kom í ljós að í lifur og blóði þess- ara tegunda var greinanleg genatjáning (magn mRNA, sem stjórnar röð amínósýra í próteinum) mjög svipuð, eins og við var bú- ist. Öðru máli gegndi um heilann. Í ljós kom mikill munur á genatjáningu í heilum manna og simpansa, meðan genatjáningu í simp- ansaheilanum svipaði mjög til tjáningarinnar í órangútan- og rhesusöpunum. Þetta bendir til þess að aukin genatjáning í heila, en ekki breyting á DNA-röð genanna, hafi drifið stækkun nýbarkarins og þar með vits- munaþróunina innan Homo-ættkvíslarinnar. Þessi niðurstaða hefur mikla þýðingu því eins og sameindalíffræðingurinn Edwin McConkey hefur bent nýlega á; „ef enginn munur hefði fundist hefðum við öll þurft að taka námskeið í frumspeki og bókstafstrúað- ir einstaklingar væru dansandi á götum úti“. En hvað gerist í heilanum þegar við verðum fyrir trúarlegri reynslu? Nýjar rannsóknir með PET- og fMRI- heilamyndatöku sýna að hvirfilsvæði (par- ietal) nýbarkarins hafa ásamt öðrum svæð- um hans eitthvað með sjálfið að gera. Í ljósi þess að talið er að sjálfs- og trúarvitundin hafi kviknað á sama tíma í manninum er at- hyglisvert til þess að líta að hvirfilsvæðið virðist einnig vera nátengt trúarvitundinni. Þetta kom nýlega fram í rannsókn þýskra vísindamanna á sex mjög trúuðum ein- staklingum og sex trúlausum. Í rannsókninni áttu trúuðu einstaklingarnir það sameig- inlegt að 23. Davíðssálmur var mikilvægur í „frelsunarferli“ þeirra. Enn fremur kenndu þeir allir við sama einkarekna framhalds- skólann sem byggði val kennaranna á trúar- skoðunum þeirra. Að þessu gefnu gáfu vís- indamennirnir sér að sexmenningarnir mynduðu einsleitan hóp. Trúlausu sexmenn- ingarnir stunduðu allir nám í raunvísindum við þýskan háskóla. Til þess að framkalla viðbragð í heila viðfangsefnanna voru þau látin lesa þrjá texta, sem framkalla áttu hlutlaust viðbragð, gleði- og trúarviðbragð, meðan PET-tækið skannaði heila þeirra. Í ljós kom að þegar trúuðu einstaklingarnir lásu fyrsta vers 23. sálms, „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“, ljómuðu medial parietal-, dorsolateral prefrontal- og dorsomedial frontal-svæði nýbarkarins, en er hinir trúlausu lásu textann gerðist ekkert. Þetta gefur til kynna að „trúarleg reynsla gæti verið vitsmunaferli [cognitive process], sem á upptök sín í taugamynstri sem við fæðumst með“. Nú liggur næst við að spyrja af hverju þessi svæði ljóma bara hjá trúuðum ein- staklingum þegar lesið er úr Biblíunni. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsóknar sem gætu skýrt þetta að einhverju leyti. Þekkt er að heilaboðefnið serótónin gegnir lyk- ilhlutverki í stjórnun og myndun tilfinn- ingaháðs atferlis. Ennfremur hafa PET- rannsóknir sýnt að breytileiki á þéttleika 5-HT1A-serótónínviðtakans, í heila heil- brigðra einstaklinga, getur verið tvöfaldur. Með þessa vitneskju að vopni könnuðu Jacquelin Borg og félagar hvort serótónín- kerfið hefði eitthvað með andlega reynslu að gera. Í tilrauninni, sem byggðist á 15 heil- brigðum karlmönnum á aldrinum 20–45, var þéttni 5-HT1A í nýberki, hippocampus og raphe í heila þeirra könnuð og hvort fylgni væri milli hennar og svara þeirra við spurn- ingunum í einhverjum af sjö skapgerð- arflokkum Skapgerðar- og persónu- leikaskrárinnar (Temperament and Character Inventory): Skapgerðarþættir (taldir vera arfgengir): nýjungagirni, forðast hættur, mikilvægi hróss og þrákelkni. Persónuleikaþættir (taldir stjórnast af umhverfi): sjálfsstjórnun, samstarf og sjálfs- yfirskilvitleiki (self-transcendence). Í ljós kom að einungis var um að ræða fylgni, og það mikla, milli svara við sjálfs- yfirskilvitleikaspurningunum og þéttni 5-HT1A; því minni sem þéttnin var þeim mun sterkari voru andlegir þættir ein- staklingsins. Ofangreindar rannsóknir virðast gefa til kynna að hvorki menningarlegar né fyr- irframgefnar skýringar á trúarþörf manns- ins nægi til þess að skýra hana. Það er eitt- hvað í líffræði mannsins sem gerir hann móttækilegan fyrir frumspekilegum skýr- ingum og vangaveltum og virðist trúarþörfin því að einhverju leyti vera manninum í blóð borin. Ef sú er raunin virðast hugmyndir gagnrýnenda trúarbragða um að þau byggist á órökréttri hugsun ekki eiga við eins skýr rök að styðjast, eins og mannfræðingurinn Pascal Boyer benti nýverið á í bókinni Religion Explained (2001). Það er manninum eðlilegt að trúa! Þetta er hugmynd sem hef- ur verið að gerjast meðal sál- og mannfræð- inga á undanförnum árum, sem felur í sér að trúarþörfin byggist á „óvenjulegri notkun á venjulegum vitsmunaferlum til að sýna inni- lega og kostnaðarsama hollustu við heima og guði, sem þeim stjórna, er ganga gegn venjulegu innsæi“. Svona kemst Scott Atran að orði í bókinni In Gods We Trust: The Evolutionary Landscape of Religion. Hann bendir ennfremur á að „hugmyndafræðileg- ur grundvöllur trúarbragða byggist, eins og menningin sjálf, á innbyggðum, mjög sér- hæfðum, algildum vitsmunasviðum [uni- versal cognitive domains] eins og alþýðusál- fræði, alþýðulíffræði og alþýðueðlisfræði, sem er þróunarfræðilegur heimanmundur allra manna“. Það virðist því harla ólíklegt að vísindunum takist að drepa trúarvitund- ina úr almenningi, enda veitir vitneskjan um að trúarvitund okkar eigi sér rætur í aukinni próteinframleiðslu í heila fáum, ef nokkrum, andlega hugarró á köldu vetrarkvöldi. Á trúarþörfin rætur í aukinni próteinframleiðslu? Hvað gerist í heilanum þegar við verðum fyr- ir trúarlegri reynslu? Rannsóknir sýna að það er eitthvað í líffræði mannsins sem gerir hann móttækilegan fyrir frumspekilegum skýringum og vangaveltum og virðist trúar- þörfin því að einhverju leyti vera manninum í blóð borin. Ef sú er raunin virðast hugmyndir gagnrýnenda trúarbragða um að þau byggist á órökréttri hugsun ekki eiga við skýr rök að styðjast. Eftir Steindór J. Erlingsson steindor@akademia.is Höfundur er vísindasagnfræðingur. Trúarleg uppljómun heilans Lestur á orðunum „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“ fram- kallar þessar ljómanir í heila strangtrúaðs einstaklings, en ekki í heila trúleysingja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.