Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 20
20 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004
Disney og Pixar tilkynntu í vik-unni að fyrirtækin ætluðu að
fresta frumsýningu næstu teikni-
myndar sinnar frá nóvember 2005 til
júní 2006. Myndin heitir Cars en
teiknimyndir frá þessum fyrir-
tækjum hafa not-
ið mikilla vin-
sælda og er
nýjasta dæmið
The Incredibles. Frestunin er í anda
þess sem Steve Jobs, stjórn-
arformaður Pixar, sagði í síðasta
mánuði. Hann lét þau orð falla að
barnamyndir kvikmyndagerðarinnar
ætti að frumsýna á sumrin þegar
börn væru í sumarfríi en mynd-
diskarnir ættu að koma út fyrir jólin.
Ákvörðunin kom fjármálafræð-
ingum á óvart því með þessu er Disn-
ey að fresta því sem átti að vera mik-
ilvæg teljulind fyrir árið 2006. Í
kjölfar ákvörðunarinnar féllu hluta-
bréf í Pixar.
Disney hefur líka tilkynnt að nýrri
teikimynd fyrirtækisins, Chicken
Little verði frestað en hún verður
frumsýnd í nóvember 2005 í stað júlí
á næsta ári.
Í kjölfar ákvörðunar Pixar til-
kynnti DreamWorks að frumsýningu
Shrek 3 yrði frestað og er það gert í
sama tilgangi og Jobs lýsti hér að of-
an. Myndin verður frumsýnd í maí
2007 í stað nóvember 2006.
Samuel Goldwyn Films hefurtryggt sér dreifingarrétt í
Bandaríkjunum á myndinni Lila seg-
ir (Lila dit ça) og
verður hún frum-
sýnd vestra
næsta sumar.
Myndin er eftir
líbanska leikstjór-
ann Ziad Doueiri
og segir frá ungri
stúlku sem flytur
inn í arabahverfi.
Einn daginn man-
ar hún strák í að
líta upp undir pilsið sitt og með því
hefst kynferðisleg vakning.
„Þetta er ein kynþokkafyllsta
mynd sem ég hef á ævinni séð en það
sem sannfærði mig var hjarta og sál
myndarinnar,“ sagði Meyer Gottlieb,
framkvæmdastjóri Samuel Goldwyn.
Myndin er með nýliðunum Vahina
Giocante, Mohammed Khouas og
Karim Benhadou í aðalhlutverkum
en hún var frumsýnd á alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Toronto. Áður
hefur Doueiri gert myndina Vestur-
Beirút, sem fékk nokkra athygli, en
hún gerist í upphafi borgarastyrj-
aldar í Líbanon árið 1975. Doueiri
komst af stað í kvikmyndaheiminum
þegar hann starfaði sem kvikmynda-
tökumaður hjá Quentin Tarantino.
Mischa Barton, ein helsta ung-stjarnan úr þáttunum The
O.C. stendur í samningaviðræðum
um að leika í The Decameron. Um er
að ræða nýja mynd ítalska stórfram-
leiðandans, Dino
De Laurentiis,
sem gerð er eftir
samnefndri sí-
gildri bók frá
fjórtándu öld.
De Laurentiis
framleiðir mynd-
ina ásamt eig-
inkonu sinni
Martha en hinn
þekkti ítalski hönnuður, Roberto
Cavalli, ætlar að sjá um búninga.
Líklegt er að myndin verði tekin í
Flórens og Róm á næsta ári. David
Leland, einn höfundar Mona Lisa
lagar þessa sögu Giovanni Boccaccio
að hvíta tjaldinu og leikstýrir jafn-
framt myndinni.
Myndin fjallar um hóp ungra íbúa
Flórens, sem leita skjóls í sveitasæl-
unni á meðan svarti dauði hrellir
borgarbúa.
Erlendar
kvikmyndir
Mischa Barton
Quentin
Tarantino
The Incredibles.
Sjónvarpið hefur fært morð aftur inná heim-ilin, þar sem þau eiga heima,“ sagði AlfredHitchcock. Eflaust hefur hann sagt þettaum svipað leyti og hann fór sjálfur að
framleiða krimmasyrpu sína fyrir sjónvarp. Hann
hætti þó aldrei að myrða fyrir hvíta tjaldið á meðan
hann lifði, til allrar hamingju, því eigi morð heima
inná heimilunum átti list Hitchcocks sitt rétta
heimili í kvikmyndahúsinu.
Listamaðurinn Alfred
Hitchcock var í rauninni
uppgötvaður í Frakklandi. Í
Bretlandi og Bandaríkj-
unum var gjarnan litið á hann sem fremur létt-
vægan iðnaðarmann. Frakkar hafa löngum verið
lagnir við að sjá eitthvað annað en blasir við aug-
um, eins og þegar þeir fundu listamanninn í Jerry
Lewis sem þangað til hafði farið framhjá öðrum.
Þeir Frakkar sem umfram aðra tóku Hitchcock
uppá arma sína voru nýbylgjuleikstjórarnir svo-
kölluðu og einna fremstir á brimbrettinu voru
Francois Truffaut og Claude Chabrol, sem reyndu
að herma eftir.
Á nýliðinni kvikmyndahátíð Alliance Francaise í
Háskólabíói, sem gekk undir nafninu „Film noir“,
voru ein mynd eftir Truffaut og önnur eftir Chabr-
ol. Ég hafði ekki séð þessar myndir fyrr en nú en
hef lesið hinar lofsamlegustu umsagnir um þær eft-
ir erlenda kvikmyndafræðinga. Báðar eru þær
hylling til Hitchcocks, en í einhverjum neyðar-
legum hálfkæringi, sem sjálfsagt á að flokkast und-
ir húmor. Útkoman er sú að hvorug myndin er
fyndin og hvorug er spennandi. Þeir Truffaut og
Chabrol eru eins og viðvaningar að leika sér í dóta-
kassa fullþroskaðs meistara og kunna ekkert með
gullin að fara. Vivement Dimanche, svanasöngur
Truffauts frá 1983, er ótrúlega amatörísk og
klaufaleg í sviðsetningum og samtölum, illa leikin
af öllum nema Fanny Ardant, sem bjargar því sem
bjargað verður, og sagan, ja, sagan er bara
óskemmtilegt rugl. Chabrol er skömminni skárri í
Inspecteur Lavardin frá 1985 en það munar litlu;
myndin er yfirspenntur ys og þys útaf engu, þótt
örli á gamalkunnri ádeilu Chabrols á borgarastétt-
ina frönsku. Þetta er allt svo úrelt og aumt að furðu
sætir og meira í ætt við krimmafarsa en alvöru
sakamálamyndir.
Þótt sú hugsun læðist að manni að kannski séu
þessir sögufrægu frönsku nýbylgjuleikstjórar stór-
lega ofmetnir er fengur að því að fylla uppí eyður á
ferli þeirra. Hitt er svo annað mál að hvorki Vive-
ment Dimanche né Inspecteur Lavardin geta
flokkast undir „film noir“, sem á íslensku hafa verið
kallaðar „rökkurkrimmar“, „skuggamyndir“ eða
einfaldlega „svartar myndir“. Hugtakið er vita-
skuld franskt, en einkum notað yfir bandarískar
sakamálamyndir frá 5. áratugnum og fyrri hluta
þess 6., sem einkenndust af drungalegum frásagn-
arstíl, andstæðumiklu skuggaspili í lýsingu svart-
hvítrar myndatöku, örlagaþrungnum sögum af
spillingu, fólki sem elti ástríður sínar í glötun, og
var einatt lítill munur á þeim „góðu“ og þeim „illu“.
Ég sá helminginn af þeim átta myndum sem
franska „film noir“ hátíðin bauð uppá og engin
þeirra stóð undir þeirri flokkun. Hin nýlega Scénes
de crimes (2000) komst þó næst „film noir“, með
sínum hætti. Hún er fyrsta leikstjórnarverkefni
Fréderic Schoendoerffer og í rauninni ekki morð-
gáta heldur átakanleg lýsing á sambandi tveggja
rannsóknarlögreglumanna og hvernig persónuleiki
þeirra verður smám saman samdauna viðfangs-
efnum þeirra og starfsumhverfi, grotnar niður eins
og rotnandi samfélagið sem þeim er falið að rann-
saka. Fín mynd, sem leynir á sér, en „film noir“ er
hún varla. Og fjórða myndin, Le Poulpe (1998), var
ósmekklegt dellumakarí.
Í þeirri eyðimörk sem íslensk bíómenning er að
verða telst framtak Alliance Francais, sem virðist
starfa af miklum krafti þessi misserin, sannarlega
þakkarvert, þótt algjör óþarfi sé að skreyta sig með
fölskum fjöðrum á borð við „film noir“ þegar boðið
er uppá svo ólíkt úrval franskra sakamálamynda.
En frönsk morð eru kærkomin tilbreyting frá þeim
amerísku, sem sjónvarpið hefur fært inná heimilin í
landinu og ekki hafa borið sitt barr eftir að Hitch-
cock kvaddi sviðið.
Morð í frönsku myrkri
’Þótt sú hugsun læðist að manni að kannski séu þessir sögu-frægu frönsku nýbylgjuleikstjórar stórlega ofmetnir er fengur
að því að fylla uppí eyður á ferli þeirra.‘
Sjónarhorn
Eftir Árna Þórarinsson
ath@mbl.is
K
vikmyndaárið er hefðbundið, tím-
inn frá janúar til maí er jafnan
tíðindalítill og vor og sumar eru
tími laufléttrar dægrastyttingar.
Í fljótu bragði er tilfinningin sú
að 2004 verði nokkuð gott ár og
það sem af er hafa allnokkrir gullmolar flotið með
í afþreyingarflóðinu að vestan. M.a. Eternal
Sunshine of the Spotless Mind, The Manchurian
Candidate, The Incredibles, Spiderman 2, o.fl., þó
eru þær síst sigurstranglegri en mörg þeirra álit-
legu verka sem verða í kastljósinu síðar í mán-
uðinum. Þær eru þó enn
sýnd veiði en ekki gefin,
einhverjar eiga eftir að
bregðast vonum, aðrar og
jafnvel óvæntar að standa undir væntingum.
Nokkrar athyglisverðar myndir voru frumsýndar
í fáeinum húsum í síðasta mánuði en fá frekari
dreifingu er nálgast tímamörk Óskarsverð-
launanna. Sú aðferð er alkunn og er beitt þegar í
hlut eiga metnaðarfullar myndir sem teygja sig
sjálfar eftir áhorfendum með góðu orðspori. Í
þessum hópi eru hvað eftirtektarverðastar Find-
ing Neverland, Hotel Rwanda, Beyond the Sea,
Roy, Vera Drake (nýja Mike Leigh-myndin), A
Very Long Engagement/Un Long Dimanche de
Fiançailles, Maria Full of Grace/Maria, llena eres
de gracia (Kólumbía) og ekki síst Sideways, nýj-
asta mynd Alexander Paynes. Lítum nánar á
konfektmolana sem hefja göngu sína í desem-
bermánuði.
Closer
Leikstjóri: Mike Nichols. Aðalleikendur: Julia
Roberts, Jude Law, Natalie Portman, Clive
Owen.
Óvenju opinská og hreinskilin nærskoðun á nú-
tímalegum ástarsamböndum. Byggð á samnefndu
leikriti sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu undir nafn-
inu Komdu nær og segir af fjórum einstaklingum
af misjöfnu sauðahúsi. Hvernig þeir kynnast, hrí-
fast og svíkja hver um annan þveran áður en yfir
lýkur. (Frums. 3. des.)
The life aquatic with Steve Zissou
Leikstjóri: Wes Anderson (The Royal Tenen-
baums, Rushmore). Aðalleikendur: Bill Murray,
Owen Wilson, Cate Blanchett, Anjelica Huston,
Willem Dafoe.
Steve Zissou (Murray), heimsfrægur haffræð-
ingur, heldur í siglingu ásamt áhöfn sinni í leit að
hinum leyndardómsfulla, viðsjála og munnmæla-
kennda jagúarhákarli, sem varð félaga Zissous að
bana er þeir voru að vinna að heimildarmynd
skömmu áður. Með þeim í för er ungur maður
(Wilson), sem hugsanlega er sonur leiðangurs-
stjórans; glæsileg blaðakona (Blanchett), sem á
að skrifa svipmynd um Zissou, og fyrrverandi
eiginkona hans (Houston). Leiðangurinn lendir í
ótrúlegum hremmingum af völdum sjóræningja,
mannræningja og gjaldþrots, svo eitthvað sé tínt
til. Þess ber svo að geta að lagið „Starálfur“ af
Ágætis byrjun Sigur Rósar heyrist í myndinni.
(Frums. 10. des.)
Million dollar baby
Leikstjóri: Clint Eastwood. Aðalhlutverk: Hilary
Swank, Clint Eastwood, Morgan Freeman, Jay
Baruchel, Christina Cox.
Í kjölfar sársaukafulls skilnaðar hefur Frankie
Dunn (Eastwood) einangrað sig frá umheiminum
uns Maggie Fitzgerald (Swank) birtist í heilsu-
ræktinni hans. Hún er staðföst dugnaðarkona
sem hefur þraukað í gegnum mikla erfiðleika og
mótlæti. Umfram allt þráir hún viðurkenningu og
að sjá þann draum rætast að verða ósvikinn
hnefaleikappi. Til að byrja með tekur Frankie
ekki í mál að þjálfa Maggie en hún hefur sitt í
gegn. Smám saman kemur í ljós að þau eiga heil-
margt sameiginlegt og sterk vináttubönd mynd-
ast sem fleyta þeim í gegnum hrikalegri erf-
iðleika en þau hafa áður mætt í lífinu. (Frums. 15.
des.)
Spanglish
Leikstjóri: James L. Brooks (As Good as It Gets,
Broadcast News). Aðalleikendur: Adam Sandler,
Téa Leoni, Cloris Leachman, Paz Vega.
Menningarheimarnir rekast harkalega á þegar
ung og falleg mexíkósk kona (Vega) flytur ásamt
dóttur sinni inn á auðug hjón í Los Angeles
(Sandler og Leoni). Hinni nýráðnu ræstingakonu
til hvað mestrar skelfingar er ástúðin sem hún
mætir hjá sérvitrum húsbóndanum og elskulegri
konu hans. (Frums. 17. des.)
Lemony snicket’s a series
of unfortunate events
Leikstjóri: Brad Silberling. Aðalhlutverk: Jim
Carrey, Meryl Streep, Jennifer Coolidge, Jude
Law, Liam Aiken, Emily Browning , Timothy
Spall, Luis Guzman.
Fjölskylduvæn gamanmynd, byggð á barna-
bókum Daniels Handlers um þrjá unga mun-
aðarleysingja; Violet (Browning), Klaus (Aiken)
og Sunny, sem lenda í margvíslegustu lífsreynslu
í leit að framtíðarheimili. Þau flækjast á meðal
ættingjanna, lenda m.a. hjá hinum útsmogna og
kvikindislega Olaf greifa (Carrey), sem ætlar að
ræna þau arfi sem haldið er leyndum fyrir krökk-
unum. (Frums. 17. des.)
Kinsey
Leikstjóri: Bill Condon (Gods and Monsters). Að-
alhlutverk: Liam Neeson, Laura Linney, Chris
O’Donnell, Tim Curry, Timothy Hutton, John
Lithgow, Oliver Platt, William Sadler.
Mynd um líf hins heimskunna kynlífsfræðings
Alfreds Kinseys (Neeson), sem vann mikið braut-
ryðjandastarf í rannsóknum á kynlífshegðun
Bandaríkjamanna. Niðurstöðurnar birtust í bók-
inni Sexual Behavior in the Human Male (1948),
einu fyrsta ritinu þar sem gerð er vísindaleg út-
tekt á viðfangsefninu. Byltingarkennd störf
Kinseyhjónanna vöktu almenna hneykslun og
reiði meðal heittrúaðra á sínum tíma. (Fer í víð-
tæka dreifingu 22. des.)
The aviator
Leikstjóri: Martin Scorsese. Aðalhlutverk: Leon-
ardo DiCaprio, Cate Blanchett, Kate Beckinsale,
Jude Law, Adam Scott, Alec Baldwin, Kelli
Garner, Gwen Stefani, John C. Reilly, Danny
Huston.
Titilpersónan í nýjasta stórvirki Scorseses er
sjálfur hugvitsmaðurinn, kvikmyndagerðarmað-
urinn og goðsögnin Howard Hughes (DiCaprio).
Myndin spannar tímabilið frá 1930–1947, hefst
þegar Hughes er að leikstýra Hell’s Angels (einni
af uppáhaldsmyndum Scorseses) og lýkur í þann
mund sem báknið Blue Spruce fer í sitt eina
skammvinna flug. Þá var Hughes enn hrífandi
ungur maður sem gamnaði sér með kvennablóma
Hollywood, líkt og stjörnunum Katherine Hep-
burn (Blanchett) og Övu Gardner (Beckinsale).
(Frums. 25. des.)
Óskar á lokasprettinum
Oftar en ekki birtast rúsínurnar í pylsuenda
Hollywood í desember, mánuðinum sem kvik-
myndaframleiðendur telja æskilegastan til að
markaðssetja metnaðarfyllstu verkin sín: Þau
sem talin eru vænlegust til sigurs þegar kemur
að Óskarsverðlaunaafhendingunni og öðrum
uppskeruhátíðum ársins.
Eftir Sæbjörn
Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
Bill Murray sem Steve Zissou í The Life Aquatic of
Steve Zissou.
TÍMASETNINGAR ÓSKARS
27.12. ’04: Kjörseðlar sendir meðlimum Kvik-
myndaakademíunnar.
31.12. ’04: Verðlaunaárinu lýkur.
15.01. ’05: Lokadagur tilnefninga.
25.01. ’05: Tilnefningarnar kunngerðar.
12.02. ’05: Afhending vísinda- og tæknilegra
verðlauna í Regent-hótelinu í Beverly Hills.
22.02. ’05: Óskarsverðlaunaafhendingin
hefst kl. 17:00 (að staðartíma) í Kodak-
leikhúsinu í Hollywood.