Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004 Sýningar um landið allt Jessica segir að þróun hugmyndarinnar sem liggur að baki Listahátíð næsta vor, megi einnig rekja til þess að hún hafi þurft að finna rökrétta leið til að koma öllum þeim mörgu stöðum sem hýsa hátíðina á framfæri. Aðspurð segir Jessica að það hafi legið fyrir frá upphafi að um marga sýningarstaði yrði að ræða. En sýningin verður ekki einvörðungu á höfðuborgarsvæðinu, held- ur er ætlunin að vera einnig með viðburði úti á landi; í Hveragerði, við Skóga, í Vest- mannaeyjum, á Seyðisfirði, Eiðum, Akureyri og Ísafirði. „Ekki síst vegna þess að bæði stóru söfnin í Reykjavík, Hafnarhúsið og Listasafn Íslands, eru lögð undir sýningu Dieters Roth. Ég fór því strax að leita að húsnæði af öðru tagi, sem gæti hentað ýmsum listamönnum án þess að um stórar samsýningar á hverjum stað yrði að ræða. Ég vissi að við yrðum að brjóta sýn- inguna upp í einskonar „sýningareyjar“, og mitt hlutverk er að framkvæma það þannig að það hafi jákvæð áhrif í stað þess að vera vandamál. Ég ákvað því að margfalda áhrifin eins mikið og ég gæti. Þegar ég hafði kynnt mér viðhorf Diet- ers sjálfs til landsins sá ég líka að það þjónaði ekki endilega tilgangi að hafa sýninguna ein- göngu í Reykjavík – hann starfaði víða um land og hvers vegna ættum við að takmarka okkur við einn stað frekar en hann? Ég skoðaði því augljósar tengingar við t.d. Seyðisfjörð, þar sem hann vann töluvert, og síðan höfum við hjá Listahátíð haft samband við helstu menning- arsetur víðsvegar um landið. Auðvitað tak- markast þó möguleikar okkar af því hverjir eru í stakk búnir til að aðstoða okkur við uppsetn- ingu og framleiðslu sýninganna. En þess má geta í því sambandi að KB-banki er aðalstyrkt- araðili myndlistarþáttar Listahátíðarinnar.“ Jessica segist hafa haft orð Dieters, „more is more“ [eða „meira er meira“] í huga við þessa vinnu. „Tilraun okkar til að leggja allt landið undir tengist því að Ísland er sjálft eyja. Landið hefur landfræðileg mörk sem eru svo augljós að það virðist órökrétt að láta nokkuð annað en þau ráða ferð og teygja sýninguna út til jaðr- anna. Svo er eitt verkefna Dieters, sem vonandi verður til sýnis, tengt hringveginum en það snýst auðvitað um kortlagningu landsins – á áþekkan máta og við erum að reyna að kort- leggja í huga áhorfandans það sem þessir ólíku sýningarstaðir gætu staðið fyrir.“ Vandinn sem sýningarstjórinn stendur frammi fyrir er þó augljóslega sá að ekki munu allir áhorfendur eiga þess kost að heimsækja allar sýningarnar. „En það þýðir bara að ég verð að sjá til þess að þrátt fyrir að allar sýning- arnar séu þáttur í einni heild munu þær allar standa fyrir sínu sem sjálfstæðir viðburðir hvar svo sem þær eru.“ Aðferðin sem Jessica hefur valið þjónar auð- vitað einnig listheiminum hér á landi. „Við höfum viljað leggja áherslu á að samstarfið við einstaka aðila sé ekki einungis við tiltekna stofnun,“ segir hún, „heldur byggjast tengslin við hvern stað fyrir sig á ákveðinni samtvinnun. Við getum ekki bara sent listamann á staðinn og þröngvað sýn- ingu inn í það rými sem er fyrir hendi. Markmið okkar er að vinna með því fólki sem rekur stofn- unina á hverjum stað, til þess að búa til verkefni sem þjónar bæði sýn listamannsins og sýning- unni sem heild. Þetta snýst um samvinnu í mun breiðari skilningi en þeim að ég sé að bjóða lista- mönnum að taka þátt í sýningu sem verður dreifð um allt Ísland. Þetta snýst um vinnu með mjög ólíkum stofnunum, sem allar hafa ólíkar skoðanir á því hvað sýningin gæti snúist um – og þannig tekst okkur ef til vill að fitja upp á ein- hverju nýju hvað viðhorf til sýninga og hlutverks þeirra varðar. Óhætt er að segja að þessi hug- mynd; að láta sýningu ná yfir heilt land sé alveg ný af nálinni hér á landi – og sömuleiðis í al- þjóðlega listheiminum!“ fullyrðir Jessica hlæj- andi. „Ég man í það minnsta ekki eftir neinni annarri sýningu þar sem reynt hefur verið að vinna með svo marga staði samtímis. Yfirleitt er unnið með tvo eða þrjá sýningarstaði.“ Sýnir stöðuna gagnvart umheiminum Hún viðurkennir jafnframt að aðferðin end- urspegli líka í stærra samhengi stöðu Íslands gagnvart umheiminum. „Auðvitað eru kostir og gallar við allar út- færslur á svona stórum sýningum. Oft er það svo, ef við tökum t.d. nýlegt dæmi af Manifesto í San Sebastian, að þegar slíkar sýningar koma til einhverrar borgar taka þær yfir stærsta op- inbera sýningarrýmið á staðnum – stundum jafnvel tvö slík – og síðan eitthvert dæmigert vöruhús eða iðnaðarhúsnæði sem hægt er að líta á sem hlutlaust sýningarrými. Auðvitað finnst mér mikilvægt að vinna með þeim ís- lensku stofnunum sem eru fyrir hendi til þess að skapa samskonar orðræðu í samfélaginu og tilheyrir stórum sýningum eins og Manifesto; orðræðu er snýst um sýningarstjórn, um starfs- hætti samtímalista og einnig um ólíkar stofn- anir hér á landi því það eykur tilfinningu allra fyrir sjálfsímynd sinni. En frekar en að leita að yfirgefnu vöruhúsi í miðborg Reykjavíkur eins og gert hefur verið annars staðar, þarf í þessu tilfelli að skapa tilfinningu fyrir því hvernig all- ar þessar íslensku stofnanir standa, hver staða einstakra svæða er og hvernig hægt er að nýta sér alla þá möguleika sem þar liggja – ef til vill í fjölbreytileikanum sjálfum. Mig langar til að efna til samræðu á milli stofnana, hér innan- lands og einnig út fyrir landsteinana; það er nokkuð sem ég álít skipta máli á þessum stað og á þessari stundu. Þema sýningarinnar er Worktime – Lifetime – Materialtime [bókstaflega; vinnutími – líftími – efnistími] en Listahátíð hefur þýtt sem Tími – rými – tilvera. Jessica segir það nátengt lífs- viðhorfum og list Dieters Roth. „Ekki síst ólík- um túlkunum hans á tímanum sem hægt er að tengja vinnunni við listina, en einnig vinnu eins og hún horfir við okkur á hverjum degi. Líftím- inn er í raun sú hlið vinnu hans sem hægt er að heimfæra upp á marga þá listamenn sem valdir hafa verið til að taka þátt í sýningunni og hefur einnig haft mikil áhrif í umræðu um sam- tímalist; þ.e.a.s. þau óljósu mörk sem eru á milli verka listamanna og lífs þeirra. Mörkin á milli vinnustofunnar og persónulegs rýmis eru oft mjög óskýr, menn hafa jafnvel neitað að hafa vinnustofu, eða verið með margar í einu, þannig að líf þeirra og verk tvinnast saman án þess að hægt sé að greina eitt frá öðru – dagleg reynsla verður efniviðurinn í listsköpunina. Efnistíminn tengist hrörnun og hnignun eins og við þekkj- um hana í verkum hans, en einnig eins og hún kemur fyrir í lífshlaupi mannsins eða í land- fræðilegum skilningi. Þessi þrjú hugtök, sem eru öll tengd tím- anum, skapa mjög sérstaka nálgun á vinnuað- ferðir þær sem Dieter tamdi sér. Segja má að það hafi miðast við að grafa undan stöðugum eða stöðnuðum tilhneigingum okkar í tilver- unni.“ Óþarfi að falla inn í kerfi markaðarins Jessicu verður tíðrætt um löngun sína til að brúa bilið á milli kynslóða í tengslum við Listahátíð. „Ekki síst vegna þess að á mörgum þessara stóru sýninga sem þrífast úti í heimi er öll áherslan lögð á að sýna nýgræðingana; þá ferskustu og yngstu. Þesskonar starfshættir eru augljóslega að mínu mati nátengdir tím- anna tákni á markaðstorgi listanna; nýjunga- girni og ógnarstórum markaði fyrir hana. Mér var mikið í mun að forðast þessa tilhneigingu. Í ljósi þess að hér eru sjaldan sýndir svo margir listamenn í einu, fannst mér heldur ekki viðeig- andi að teygja sig einungis í áttina að ungum listamönnum á þeim forsendum einum að þeir eru ungir og hafa sýnt tiltölulega lítið. Það er óþarfi að falla inn í kerfi sem hefur hvorki verið skapað af listamönnunum né söfnunum, heldur einungis markaðinum. Mig langar ekki til að taka þátt í því.“ S ýningin á verkum Dieters Roth gegnir lykilhlutverki,“ segir Jessica Morgan, strax í upphafi samtals sem blaða- maður átti við hana síðast er hún var á ferð hér á landi, en auk starfsins hjá Tate er hún sýningarstjóri myndlistar- þáttarins á Listahátíð. „Hún svarar í raun þeim brýnu spurningum sem ætíð eru aðalvandinn í svona umsvifamiklu sýningarhaldi; þ.e.a.s. hver tilgangur sýningarinnar sé og hvað eigi að vera þar í brennipunkti. Maður þarf stöðugt að tak- ast á við þann vanda sem felst í því að setja svona sýningu saman og leita leiða til að hún veki áhuga umfram það sem allar stórar sýn- ingar gera – þannig að hún sýni fram á tengsl við samtímann umfram það sem felst í því að vera eingöngu að „tékka púlsinn“. Að sögn Jessicu standa allir sýningarstjórar frammi fyrir því að reyna að finna þema sem annars vegar tengist málefnum líðandi stundar, en hefur hinsvegar líka einhver tengsl við sýn- ingarstaðinn. „Sem utan- aðkomandi aðili má maður ekki þykjast hafa þekkingu til að bera um sýningarstað þar sem maður er ókunnugur, vegna þess að hann er yfirleitt óaðskiljanlegur frá verkum listamannanna. Mín lausn er því yfirleitt sú að horfa til listamannanna í leit að hugmynd er gæti lagt grunninn að sýningu. Það er varla til sú sýning sem ég hef stýrt sem hefur ekki sprottið upp úr samræðum mínum við lista- menn. Í þessu tilfelli er ég auðvitað að eiga orðastað við látinn listamann,“ segir hún og hlær, „en horfi samt til verka hans í leit að svör- um. Það hvernig hann hugsaði framleiðsluferli listaverka sinna sem hluta af verkinu sjálfu, ber merki um einstakt flæði og leiðir einnig til þess að sýning þeirra sem slíkra verði hluti af list- sköpuninni. Að mínu mati er þessi hugs- unarháttur enn meira viðeigandi nú en áður. Þegar ég virði verk Dieters fyrir mér sé ég einskonar skil sem verða á áttunda áratugnum, innan þess geira myndlistar sem tengdist hug- myndalistinni. Annaðhvort fóru verkin leið textans, skráningarinnar eða gagnrýni á skrán- inguna – áttu sem sagt rætur sínar í tungumál- inu, eða þá að þau þróuðust fremur í áttina að sjónarspilinu – performansinum. Að mínu mati eru verk Dieters ríkur þáttur í þeirri þróun, auk þess að snúast að miklu leyti um rannsókn á hlutverki sýningarrýmisins; á tengslunum á milli listamannsins, vinnustofu hans og sýning- arrýmisins. Sú rannsókn felur í sér tilraun til að brjóta niður múrana þarna á milli, en hún er einnig til þess fallin að auka meðvitund okkar um tilvist þessara ólíku rýma sem leika þó öll sitt hlutverk í listframleiðslunni. Dieter veltir því einnig fyrir sér hvert hlutverk áhorfenda sé, en í samhengi listar hans er viðvera og efn- iskennd manns sjálfs – sem áhorfanda – einnig stór þáttur í efniskennd verkanna. Hvort held- ur sem það tengist hlutum á borð við hrörnun eða bókstaflegri þátttöku í sjálfri listsköp- uninni.“ Jessica segir að henni finnist því verk hans vera mjög rökréttur upphafspunktur fyrir há- tíðina sem heild. „Ekki má heldur gleyma að vera hans hér hafði gífurleg áhrif á þróun ís- lenskrar listsköpunar. Ekki síst á viðhorf fólks til lista og viðhorf til listframleiðslunnar. Ég sé því sýninguna á verkum Dieters sem þunga- miðjuna í því sem ég er að gera. En þótt hún sé útgangspunktur snýst framhaldið, svo sem val á öðrum listamönnum til að sýna, ekki svo mikið um skyldleika við hann – ég hef engan áhuga á að varpa ljósi á hans verk með þeim hætti eða rekja bein áhrif hans. Mig langar fremur til að skoða þessa hugmynd – ekki bara í hans fram- leiðslu – heldur þá sem kom upp í listasögunni á þessum tíma og afhjúpaði enn einn mögulegan farveg fyrir listina, sem getur verið stökkpallur í sambandi við hugmyndir okkar um hana núna. Það má auðvitað segja að þar sem þessi hug- mynd eða stefna fól í sér svo mikinn fjölbreyti- leika, liggi beint við að nýta sér hana, en sá fjöl- breytileiki er þó ekki svo mikill að hún verði merkingarlaus.“ Tími – rými – tilver Jessica Morgan, sýningarstjóri hjá Tate Mod- ern í London, hefur þegar unnið að því um margra mánaða skeið að undirbúa Listahátíð í Reykjavík næsta vor, sem að stórum hluta er helguð myndlist. Hún hefur mótað þá hug- mynd sem nú er smátt og smátt að taka á sig mynd og miðast við að skapa þessari stóru myndlistarsýningu sérstöðu í alþjóðlega list- heiminum, þar sem nokkur umræða hefur verið um einsleita tvíæringa og gildi þeirra fyrir myndlistina yfirleitt. Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.