Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Jim Smart Vélar tímans nefnist nýjasta skáldsaga Péturs Gunnarssonar sem er jafnframt þriðja bindið í sagnaflokki hans Skáldsaga Íslands. Í þessari grein er varpað ljósi á samhengið í höfundarverki Péturs en þar kemur sagnaflokkurinn í rökréttu framhaldi af eldri verkum. Í honum hefur Pétur sett sér það verkefni að gera okkur Íslend- ingum kleift að skilja betur hver við erum. Sagnaskáld Íslands F yrir örfáum misserum hlotnaðist mér sú ánægja að lesa allt höfundarverk Péturs Gunnarssonar frá upphafi. Tilefnið var að bandarísk ritröð um rithöf- unda heimsins ákvað að helga eitt af bindum sínum íslenskum bókmenntum. Var mér falið að fjalla um bækur Péturs og skrifa nokkuð langa ritgerð um höfundarferil hans. Það er ekki oft sem tækifæri gefst til að skoða allt verk höfundar sem þegar hef- ur afkastað miklu. Greip ég það fegins hendi því mér lék forvitni á að sannreyna grun minn um að Pétur væri einn af athyglisverðustu iðk- endum skáldsöguformsins sem skrifa á íslensku um þessar mund- ir.Pétur kvaddi sér hljóðs árið 1976 sem skáldsagnahöfundur með bók- inni Púnktur, púnktur, komma, strik. Síðan eru skáldsögurnar orðnar tíu talsins, að ónefndum þýðingum, ritgerðasöfnum og ljóðabókum. Í öll þessi ár hefur hann verið óþreytandi við að prófa nýjar leiðir í ritun og samningu verka sinna. Nýlega kom út eftir hann Vélar tímans, þriðja bókin í flokknum Skáldsögu Íslands, sem er ekki síður frumlegur en fyrri sögur Péturs.  4 Eftir Torfa H. Tulinius | tht@hi.is Pétur Gunnarsson Laugardagur 11.12. | 2004 [ ]Myndlist á Listahátíð | Dieter Roth, On Kawara, Ólafur Elíasson, Thomas Hirschhorn | 6Trú og vísindi | Líffræði mannsins gerir hann móttækilegan fyrir trú | 10Bækur | Dómur um ævisögu Halldórs Laxness, samtal við Einar Má og fleira | 11–19 LesbókMorgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.