Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004 | 13 INGÓLFUR Guðbrandsson sætti Íslendinga við Ís- land. Hann opnaði suðurgluggann. Hann var orðinn þjóðkunnur tónlistarmaður þegar hann tók að greiða götu landa sinna til að komast suður á bóginn. Á eftir fylgdi hvort tveggja: lífshátta- og hugarfars- bylting hér á norðurslóð. Það var ótrúleg upplifun fyrir þann, sem orðinn var miðaldra eða eldri, að komast allt í einu, og það með auðveldu móti, til fjar- lægra landa sem fæsta hafði órað fyrir að þeir mundu nokkru sinni augum líta! Orðið »ferðaskrif- stofa« varð nýyrði í daglegri umræðu manna á með- al. Alllöngu síðar, þegar ferð til Miðjarðarhafsins taldist ekki lengur til stórviðburða í lífinu, færði for- stjórinn út landmörk sín og lagði heiminn undir. Þar með gafst Íslendingum tækifæri að ferðast til fjar- lægustu landa jarðar. Heimsmyndin sjálf blasti við. Samhliða ferðaskrifstofurekstrinum starfaði Ing- ólfur sem fyrr að tónlistarmálum. Hann hafði stofn- að Pólýfónkórinn og stjórnaði honum ætíð, fór með hann til annarra landa þar sem efnt var til stór- tónleika frammi fyrir kröfuhörðum áheyrendum í framandi umhverfi. Þar sem hann var sjálfur í miðri hringiðu viðburðanna felur hann öðrum að rekja þá sögu. Fyrst er til að taka að Bjarni Bragi Jónsson segir frá Ítalíuför Pólýfónkórsins og Sinfóníunnar 1977. »Nokkrum árum áður,« segir Bjarni, »eða upp úr 1970 hafði kórinn verið stækkaður nánast tvöfalt. Kórskólinn var þá stofnaður sem tæki til þess að hefja góða en lítt reynda söngkrafta upp á það stig að þeir verðskulduðu að stilla raddir sínar saman við hreinan tón hins skólaða og slípaða kjarna kórsins frá fyrri árum hans.« Minnir Bjarni á fyrri ferðir kórsins til Norðurlanda og Bretlandseyja, svo og á flutning stórverka hér heima. En hópurinn, sem þarna hélt til Ítalíu, taldi alls tvö hundruð og fimmtíu manns! Bjarni kveður förina hafa tekist með miklum ágætum og vakið óskipta athygli. Ferðinni lauk svo með veglegu samkvæmi í Lignano þar sem söng- stjórinn var sérstaklega heiðraður. Spánarför, sem farin var 1982, varð líka sann- kölluð sigurför. Með í ferð var ungur blaðamaður, Arnaldur Indriðason. Lýsir hann í þaula þeirri ferð, hljómleikunum og viðtökunum sem voru hvarvetna frá- bærar. Kveður hann Spánverja vart hafa trúað að þar væri áhugafólk en ekki atvinnumenn á ferð. Meðal verka á söngskránni var Edda Jóns Leifs. Að sögn blaðamannsins vakti flutningur hennar eftirtekt, og hana hvergi smáa. Jón Leifs var þá síst í hávegum hafður hér heima. Almenn- ingur leit á hann eins og hvern annan skapstyggan og sérvitran Húnvetn- ing, haldinn óhóflegu sjálfsáliti og þráhyggju. En þar átti því blessaða almenningsáliti eftir að skjátlast ald- eilis hrapallega. Stofnandi og stjórn- andi Pólýfónkórsins vissi betur! Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður getur einnig um þessa ferð kórs og hljómsveitar, minnir á að samtímis hafi verið háð á Spáni heimsmeist- arakeppni í knattspyrnu. Hafi Spánverjum verið í mun að fá til sín sem flest listafólk á sama tíma til að upphefja þann stórviðburð. Sigurdór var þá far- arstjóri hjá Útsýn. Það var engin tilviljun að Ingólfur Guðbrandsson valdi sólarströnd Spánar sem fyrsta áfangastað Út- sýnar. Landið var friðsælt og lítt snortið af ágangi túrista. Mönnum gafst því kostur á að kynnast þjóð- inni eins og hún hafði lifað um ár og aldir þarna við Miðjarðarhafið blátt. Verðlag var enn svo lágt að meðalmaðurinn fann sig í sporum stórefnamanns. Og síðast en ekki síst – þarna skein sól svo til alla daga! Hinu gerði afkomandi víkinganna sér ekki alltént jafnljóst að þarna mundi hann hitta fyrir rótgróna menningu sem lýsti sér ekki síst í allt að eðlislægu sjálfsöryggi og háttvísi, og það hjá öllum stéttum þjóðfélagsins. Í upphafskaflanum, Undir sól að sjá, lýsir höfundur áhrifum þeim, sem umhverfið hafði á landann sem þarna var staddur í fyrsta sinn: »Upplifunin er sterk. Þetta er Íslendingum nýr og ókunnur heimur nema af lestri bóka […] Þeir sem héldu að Íslendingar væru í fremstu röð menn- ingarþjóða skipta um skoðun og sjá stöðu þjóð- arinnar í nýju ljósi.« Þegar svo farið var út að borða og skemmta sér kom viðmótið og viðurgerningurinn ekki síst á óvart: »Alúð og kurteisi skín af hverju andliti, mótað af lífsneista og óbældri lífsgleði, en þjónustan er veitt af þeirri reisn og þokkafullu stolti, sem er þjóðareinkenni Spánverja.« Það var því bæði sjálfsagt og nær- tækast að þetta mikla rit skyldi hefjast á nokkrum köflum um þessar fyrstu ferðaslóðir Útsýnar. En viðlíka fróðleik er þarna að finna um flestöll lönd vítt og breitt um heim. Lýst er gögnum og gæðum lands, þjóðlífi og þjóðháttum, menningu, listum, trúarbrögðum, stór- borgum og öðrum merkisstöðum, dag- lega lífið er skyggnt með glöggu gests auga, farið er ofan í söguna, ekki síst listasöguna, að ógleymdum þeim tæki- færum sem ferðamannsins bíða, þess sem hyggst njóta lífsins með hófsemi og auðmýkt við samleik listar, mannlífs og náttúru eins og góðum heimsborgara sæmir. Meðal stórborga, sem sér- staklega eru kynntar, má nefna Sevilla, Granada, Flórens, Róm, Prag, New York, Buenos Aires, Rio de Janeiró, Cape Town, Bangkok og Singapúr. Enn- fremur er svipast um í þeim borgum Þýskalands þar sem stórmenni klassískrar tónlistar lifðu og störf- uðu. Engu landsvæði né borg er svo lýst að Ingólfur Guðbrandsson hafi ekki margoft verið þar sjálfur og kynnt sér hvaðeina sem þar má teljast áhugavert og markvert. Fróðleikurinn í þessu mikla Stefnumóti við heiminn er yfir heildina litið ótæmandi nánast. Stíll höfundar ber með sér að þar fer listamaður sem þekkir mátt orðsins til að tjá hugblæ og innsæi ekki síður en hið hlutlæga og áþreifanlega. Sjálfur er hann lífslistamaðurinn sem einatt finnur sig í að blanda geði við fólk af ólíkum stigum og þjóðum, og þar með einn þeirra sem hvað sterkastan svip settu á íslenskt menningarlíf á síðari hluta liðinnar aldar, breyttu Íslandi, endurskópu íslenskt þjóðlíf svo það verður aldrei framar samt. Hér með er hann að leggja fram heildaruppgjör þessa ævistarfs síns, nið- urstöðuna af sinni fjölþættu reynslu. Með hliðsjón af gerð og útliti hefur ekkert verið til sparað að bók þessi yrði sem best úr garði gerð. Myndirnar skipta hundruðum, flestallar í lit, þar að auki fjölmörg landakort sem nauðsynleg eru til að hafa full not af textanum. Umbrot og prentvinnsla hefur tekist með ágætum, bæði hvað varðar myndir og texta. Í fáum orðum sagt – mikið rit og marg- þætt. Mikið rit og fjölþætt BÆKUR Alfræði Ævintýri um víða veröld eftir Ingólf Guðbrandsson. 255 bls. Útg. Heimskringla. Reykjavík, 2004. Stefnumót við heiminn Ingólfur Guðbrandsson Erlendur Jónsson Dóttir ávítarans er eftir Lene Kaaberbøl. Þýð- andi er Hilmar Hilmarsson. Dóttir ávít- arans (Skamm- erens Datter) fjallar um Dínu, ellefu ára telpu, sem hefur erft auga og hæfileika móður sinnar. Með augnaráðinu einu saman fær hún jafnvel harð- svíruðustu afbrotamenn til að horf- ast í augu við misgjörðir sínar. Móðir hennar er kölluð í Dúnark- virkið til að upplýsa fjöldamorð í kastalanum. Þar lendir Dína í slagsmálum við varðmenn og dreka – og kynnist loksins jafnöldru sinni sem þorir að horfast í augu við hana. Bækurnar um dóttur ávít- arans hafa komið út í 17 löndum og er vinsældum þeirra líkt við Harry Potter. Útgefandi er PP-forlag. Bókin er 224 síður. Útsöluverð kr. 2.390. Nýjar bækur Hrói höttur er kominn út á hljóðbók. Rúnar Freyr Gíslason leikari les þýð- ingu Stefáns Júl- íussonar. Sagan gerist á Englandi er kon- ungurinn, Rík- harður Ljónshjarta, er víðs fjarri í krossferð og aðalsmenn fara sínu fram. Hrói er sannkölluð hetja sem ásamt mönnum sínum Litla Jóni, Tóka munki og fleirum í Skír- isskógi berst fyrir réttlæti í landi þar sem ógnarstjórn fógetans í Nottingham ríkir. Hrói hjálpar þeim kúguðu og fátæku gegn yf- irvaldinu, lendir í mörgum óvænt- um ævintýrum og ann ungfrú Maríönnu hugástum. Þetta er sann- kölluð spennubók með ævin- týrabrag. Útgefandi er Hljóðbók.is. Bókin er um 120 mínútur. Verð kr. 1.990. Lína Lang- sokkur er eftir Astrid Lindgren. Vala Þórsdóttir leikkona les þýð- ingu Sigrúnar Árnadóttur. Lína á Sjón- arhóli er skemmtilegasta, ríkasta og sterk- asta stelpa í heimi. Hún getur lyft heilum hesti, ráðið við stæðilega lögregluþjóna og bundið tvo þjófa í einu á höndum og fótum. Tomma og Önnu leiðist aldrei eftir að Lína flytur á Sjónarhól með apa, hest og fulla tösku af gullpeningum. Hún finnur stöðugt upp á einhverju sniðugu og hikar ekki við að framkvæma það. Stund- um er fullorðna fólkinu nóg boðið þegar það sér til hennar. En Lína lætur það ekki á sig fá, enda ætlar hún sér að verða sjóræningi þegar hún er orðin stór. Útgefandi er Hljóðbók.is. Bókin er um 210 mínútur á lengd og er á þremur geisladiskum. Verð kr. 2.190. Myrkraverk er eftir Elías Snæ- land Jónsson. Dularfullir at- burðir gerast hjá fjölskyldu sem á stórt fyrirtæki í Reykjavík. Var dauði eiginkon- unnar slys? Eða er bíræfinn morðingi að nýta sér leyndarmál fortíðarinnar til að fela lævíslegt morð? Leikstjóri er Ásdís Thoroddsen. Með helstu hlutverk fara Hjalti Rögnvaldsson, Hanna María Karls- dóttir og Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir. Útvarpsleikhúsið, samstarf RÚV- rásar 1 og Hljóðbókar.is. Útgefandi er Hljóðbók.is. Hljóð- bókin er um 70 mínútur að lengd. Verð kr. 1.949. HEIMSPEKINGURINN Leibniz er líklega helst almennt þekktur að þeim endemum að vera fyrir- mynd Voltaires að doktor Altungu í Birtingi, en Altunga hafði þá kenningu að ekki einungis lifðum við í hinum besta heimi heldur beinlínis hinum allra besta sem hugsanlegur væri. Rök Altungu fyrir þessari bjartsýni á lífið og tilveruna voru þau, að Guð hefði skapað heiminn og þar sem Guð væri alls megnugur, algóður og fullkominn væri ekki mögu- legt að til væri betri heimur en sá sem þessi full- komna vera hefði skapað. Stundum eru bjartsýnir og jákvæðir menn hafðir að háði og spotti með því að þeim er líkt við doktor Altungu, og þá er átt við að jákvæðnin sé hugarórar vegna þess að hún sé ekki í samræmi við raunveru- leikann. Með öðrum orðum, að vera altunga er að vera skýjaglópur, lifa í blekkingu og loka augunum fyrir því hversu hörmulegur heimurinn í rauninni er. Að vera altunga er að sjá ekki sannleikann. En þessi skilningur á afstöðu Leibniz byggist á tiltekinni skilgreiningu á hugtakinu „sannleikur“, og hún er á þá leið að það sé satt sem er í samræmi við hinn áþreifanlega veruleika. Enda er þessi skil- greining á sannleikshugtakinu jafnan nefnd „sam- ræmiskenning um sannleikann“. Það er alveg óhætt að fullyrða að þessi skilningur á sannleiks- hugtakinu sé sá útbreiddasti og almennasti, að minnsta kosti nú á dögum. Skilningur Leibniz á sannleikshugtakinu, svo sem hann birtist í Orðræðu um frumspeki, er dálít- ið öðru vísi. Það má eiginlega segja að hjá Leibniz snúi sannleikshugtakið alveg öfugt við samræm- iskenninguna. Skilningur Leibniz á hugtakinu sannleikur felur í sér að það sé satt sem er í sam- ræmi við fyrirfram gefið hugtak eða skilgreiningu. Eins og til dæmis þegar maður fullyrðir að Benz sé hinn eini „sanni“ bíll, eða að einhver sé „sannur“ vinur. Satt er samkvæmt þessu ekki spurning um að orð og setningar samræmist hinum áþreifanlega veruleika, heldur öfugt, að hinn áþreifanlegi veru- leiki samræmist fyrirfram gefnu hugtaki – eða að hinn áþreifanlegi hlutur uppfylli þau skilyrði sem kveðið er á um í skilgreiningunni sem fólgin er í hugtakinu. Háðsglósur Voltaires um Leibniz – eða Altungu – áttu sér því í rauninni rætur í mis- skilningi, eða vanþekkingu, Voltaires á heimspeki Leibniz. Því að það er alls ekki sjálf- gefið að sannleikshugtakið eins og Leibniz (Altunga) skil- ur það sé tómt rugl, og í þess- um efnum á hann sér marga sporgöngumenn í heimspeki, eins og til dæmis Hegel og hughyggjuna, og það er sterkur endurómur af þessum hugmyndum í rök- greiningarheimspeki 20. aldar. Manni dettur ef til vill í hug að spyrja hvor hug- myndin um sannleikann (samræmiskenningin eða hughyggja Leibniz) sé hin rétta. En það er eig- inlega óþörf spurning vegna þess að þessar tvær hugmyndir þurfa sennilega ef nánar er að gáð alls ekki að útiloka hvor aðra. Sannleikshugtakið ein- faldlega hefur þessar tvær hliðar (ef ekki fleiri) og eiginlegur skilningur á hugtakinu felur í sér að maður átti sig á því að hugtakið er með þessum hætti tvírætt, og að maður geti kannað það frá báð- um hliðum. Tvær hliðar sannleikans Kristján G. Arngrímsson BÆKUR Heimspeki eftir Gottfried Wilhelm Leibniz í íslenskri þýðingu Gunnars Harðarsonar og með inngangi eftir Henry Alexander Henrysson. Hið íslenzka bókmenntafélag, 2004 Orðræða um frumspeki SÁ HEFUR verið háttur Sögufélags Skagfirðinga að heiðra minningu látinna félaga, sem fengist hafa við ritstörf, með ritgerðasöfnum. Er þetta hið fjórða í röðinni með sama sniði. Ritsafn Stefáns á Höskuldsstöðum, sem Sögufélagið gaf einnig út að honum látnum, var mun stærra í sniðum. Páll Sigurðsson fæddist árið 1904 og lést árið 1992. Hann fæddist í Stíflu í Fljótum og ólst þar upp og kenndi sig jafnan við æskustöðvarnar (Lund). Hann gekk á íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og síðar á Laugarvatni og var um áratuga skeið íþróttakennari við Bænda- skólann á Hólum. Jafnframt kennslustörfum rak hann búskap á Hofi í Hjaltadal. Eft- ir að Páll hafði hætt starfi sínu við Hólaskóla og látið af búskap tók hann að fást við fræðistörf, kominn um sjötugt. Hann vann að mikilli heimildasöfnum fyrir Sögufélag Skagfirðinga og ritaði auk þess margt á eigin vegum, eins og fram kemur í þessari bók. En auk þess lét hann margt eftir sig í handritum. Hjalti Pálsson frá Hofi, sonur Páls, ritar í þessa bók langa og skil- merkilega ritgerð um æviferil höf- undarins, sem vissulega er gagnlegt að hafa til hliðsjónar þegar ritsmíðar Páls eru lesnar. Þeim er raðað í þrjá aðalflokka. Fyrst eru Endurminningar. Þar segir frá skólavist í Haukadal, ferðum ýmsum, sem sumar hverjar voru býsna eftirminnilegar, og ýmsar frásagnir eru frá æskuárum höfundar í Stíflunni. Annar flokkurinn ber yfirskriftina Frásöguþættir. Tvær ritgerðir eru um Hólaskóla. Önnur segir af brunanum mikla árið 1926 og hin fjallar um skemmtanalíf og íþrótt- ir. Þá koma sjö ritgerðir eða þættir, sem allir fjalla um sitthvað úr Stíflu. Sumir þeirra eru athyglisverðar rannsóknir á eyðibýlum, fornum mannvirkjum (görðum) o.fl. Af þess- um ritgerðum taldi ég mig læra margt sem ég hafði ánægju af. Loks er þriðji flokkurinn: Þjóðsög- ur og sagnir. Margt af því er eftir munnlegum frásögnum og hefur ekki birst áður, að ég held. Síðast koma nokkrar skringilegar gamansögur. Fremst í bók er heiðurslisti og í bókarlok eru tvær skrár: Mannanöfn og staðanöfn. Fyrir þá sem hafa gaman af þjóðlegum fróðleik og njóta vel skrifaðs alþýðumáls eins og það gerist best er þessi snotra bók aufúsugestur. Að henni er vel staðið á alla lund. Bækur Frásagnaþættir Minningar, þættir og þjóðlegur fróðleikur. Eftir Pál Sig- urðsson frá Lundi. Gefið út í tilefni af 100 ára afmæli Páls 3. júní 1904. 376 bls. Hjalti Pálsson sá um útgáf- una. Útg.: Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki, 2004. Úr fórum Fljótamanns Sigurjón Björnsson Frásagnir Fljótamanns

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.