Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004
tala um að við myndum vakna einn góðan
veðurdag, talandi ensku, og ekki vita neitt í
okkar haus. En útkoman úr þessari tog-
streitu er hin listræna frjósemi nútímans!
Listin þarf alltaf að vera í einhverri svona
togstreitu. Það eru alltaf þessi átök: hið stað-
bundna og hið alþjóðlega, sem er nú þema
sem ég hef sérhæft mig í,“ segir Einar og
brosir.
„Þegar ég var að alast upp voru miklu
meiri kynslóðaskipti, til dæmis í því hvaða
tónlist foreldrar og börn hlustuðu á. Í dag er
þetta oft sama tónlistin. Bítlatónlistin kom
eins og innrás á heimilin. En hvernig Bítla-
tónlistin ómaði um allan heim, segir sögu um
kraftinn sem í henni bjó. Að mínu mati færði
þetta heiminum jákvæð gildi, til að mynda
áhersluna á ástina. Bítlamenningin er að
vissu leyti andóf gegn hinni hrjúfu karla-
menningu sem hafði tröllriðið heiminum.
Það er nostalgía í öllum sögum en það er
bara einn þátturinn í þessari sögu; það vakti
frekar fyrir mér að endurskapa lífskraft
þessa tíma. Það er ákveðin yfirlýsing. Og
með þeim hætti les ég alltaf bókmenntir;
maður les um ólík tímabil og þau segja manni
eitthvað um manns eigin tíma.
Þegar ég var að bölva því hvað fólk væri
alltaf að velta fyrir sér hvort þetta væri
sannleikur eða skáldskapur, þá sagði móðir
mín heitin að ég ætti að segja að þetta væri
sannur skáldskapur!“
Við ræðum um persónur sögunnar, sem
eru flestar á unglingsaldri, og söguheiminn. Í
Bítlaávarpinu kemur skólinn nokkuð við
sögu.
„Í dag eru skólar byggðir fyrir miklu
minni svæði, og færri í þeim. Í skólanum sem
var mín fyrirmynd, Vogaskóli, voru 1800
nemendur. Það hafði ekki nokkur maður
heyrt minnst á einsetinn skóla. Ætli hann
hafi ekki verið þrí- eða fjórsetinn. Íþrótt-
irnar voru stundaðar í bragga sem hermenn-
irnir skildu eftir, Hálogalandi. Ég minnist
þess ekki að neinn hafi verið að kvarta yfir
skilyrðunum. Auðvitað ber að fagna öllum
framförum og taka undir þær kröfur að allt
sé sem best og flottast, en hinu má ekki
gleyma að menn sækja ekki lífsgildin í bygg-
ingar. Þess vegna naut þessi kynslóð vissra
forréttinda að því leyti að það var líka svo
mikið af óbyggðum svæðum, og menn höfðu
fjöruna og skipin í slippnum; krakkarnir
höfðu þetta bara fyrir sig. Núna er búið að
byggja gámahafnir og lagerhús fyrir fjöruna.
Það er ekkert lengur sem heitir að fara niður
í fjöru. Ég er ekkert að biðja um að snúið sé
til baka, en mér finnst full ástæða til að
minna á þennan þátt menningarinnar. Frels-
isandann nemum við líka úr menningunni.
Og það er menningin sem viðheldur þeim
anda. Þess vegna er það kríteríum sem sumir
eru með, að tala um einhverjar Vogasögur,
alveg út í hött. Ég hef aldrei vitað til þess að
það breyti einhverju um bókmenntir hvar
þær gerast. Allar bækur Williams Heinesens
gerast í Þórshöfn. Mikið af bókum Gunter
Grass gerast í Danzig, Marques fer varla út
úr Macondo og Faulkner er með sín Suð-
urríki. Þannig mætti lengi telja. Ef fólk les
bækur frá staðháttunum einum saman, þá
ætti það að láta tékka á sjálfu sér.“
Bítlarnir eða Stones?
Það er ljóst að áhugi Einars Más á tónlist
Bítlanna, og annarra rokktónlistarmanna
sem fram komu um sama leyti, er ástríðu-
fullur. Og hann hefur gaman af að útskýra
rokkið fyrir fólki. Undirritaður fylgdist
þannig með því fyrir nokkru hvar Einar
fylgdi félaga sínum úr rithöfundastétt, Thor
Vilhjálmssyni, inn í hljómplötuverslun í Bonn
í Þýskalandi, þar sem Thor ætlaði að kaupa
sellókonserta Bachs, en kom út úr versl-
uninni með Sgt. Peppers plötu Bítlanna.
Í Bítlaávarpinu koma Bítlarnir mikið við
sögu en einnig Rolling Stones og fleiri hljóm-
sveitir. Og það lá því fyrir að spyrja: Bítl-
arnir eða Stones?
„Þessari spurningu er oft fleygt fram, Bítl-
anir EÐA Stones,“ segir Einar. „En ég segi:
Bítlarnir OG Stones. Og hjá mér voru alltaf
fleiri hljómsveitir í gangi: Who, Small Faces,
Animals – öll þessi bönd sem eru nefnd í sög-
unni, að ekki sé minnst á þau sem síðar komu
eins og Traffic, Cream og Hendrix.
Bítlarnir áttu sér stutt afmarkað tímabil
en Rolling Stones eru enn að. Það fer ekki
hjá því að hjá þeim eru hæðir og lægðir –
eins og hjá rithöfundum,“ segir hann og
brosir. „En það er svo athyglisvert að meðan
báðar hljómsveitirnar starfa, þá senda þær
til skiptis frá sér plötur og það er eins og þær
svari endurtekið útspili hinna. Það verður að
segja að plötur Bítlanna á þeim tíma eru
sterkari verk – en það rýrir ekki gildi hinna.
Og innan Bítlanna var maður sem hét John
Lennon og það komst enginn með tærnar þar
sem hann hafði hælana. Ég set hann hiklaust
í hóp með hinum mestu snillingum: Chaplin,
Halldóri Laxness, Rimbaud, Shakespeare –
hann var slík megastærð,“ segir Einar Már.
Í SMÁSAGNASAFNI Ágústs Borgþórs
Sverrissonar, Tvisvar á ævinni, eru níu
smásögur. Flestar fjalla þær um karla í
krísu, um miðaldra menn sem eru í þreytt-
um hjónaböndum og stunda jafnvel
framhjáhald, ná engu sambandi við börnin
sín og hafa glatað voninni um að draumarn-
ir rætist. Í fyrstu sögunni í safninu, Mjólk
til spillis, segir frá manni sem bíður eftir
sjálfum sér, bíður eftir að missa áhugann á
djamminu svo hann geti farið að taka þátt í
alvöru lífsins með sambýliskonunni (12). Á
einu helgarslarkinu fer hann heim með
konu og atburðir úr fortíðinni rifjast upp.
Að auki verður dularfullt mannshvarf til
þess að hann fer að hugsa sinn gang. Sagan
er frekar slök og ómarkviss, aðalpersónan
nær ekki að vekja áhuga eða samúð,
draumar og sýnir virka ekki og manns-
hvarfið vekur enga spennu. Eftir sumarhús-
ið segir frá vinahjónum sem eru föst í viðj-
um vana og leiðinda. Þegar önnur hjónin
láta gamlan draum rætast og byggja sér
sumarhús blossar ástin upp á ný hjá þeim;
kúgaður karl og önuglynd kona breytast í
tvær turtildúfur. Þá þurfa hin hjónin að
endurskoða samband sitt. „Ást
og hamingja, er það ekki bara
spurning um val, er þetta ekki
eitthvað sem fólk ákveður?“
(114) spyr karlinn þegar hann
óttast að konan ætli að tala um
að rækta sambandið, kirkjuleg-
ar hjónahelgar og hjónabands-
ráðgjafa. Sjálfur hefur hann
lagt skáldagrillunum, er fjar-
lægur dætrum sínum og kon-
unni og vill helst gleyma sér
við að hlusta á rokkplötur úr
fortíðinni. Í sögulok horfist
hann í augu við að líf hans mun
ekkert breytast. Eiginkona
þýskukennararans segir frá ör-
lögum Jóhanns þýskunema en
hann flækist í net ráðríkrar stúlku sem nær
tangarhaldi á honum. Túlkun sögunnar er
að finna í titli hennar og harmurinn felst í
því að stöðu Jóhanns í lokin má rekja til
þess að hann lætur ráðskast með sig. Sekt-
arskipti er ansi mögnuð saga þótt efni
hennar sé gamalkunnugt: ólíkir bræður sem
átt hafa lítið saman að sælda þurfa skyndi-
lega hvor á öðrum að halda. Annar bróð-
irinn er spilltur og eigingjarn en hefur kom-
ið sér vel fyrir í lífinu, hinn er
utangarðsmaður sem gerir hvað sem er fyr-
ir peninga. Sagan er ágætlega byggð og við
lesturinn vakna spurningar um sekt og sam-
úð. Fyrsti dagur fjórðu viku er býsna
burðug saga sem fjallar um
mann sem hefur misst vinnuna
og þarf að fóta sig að nýju í til-
verunni. Tími sögunnar er bút-
aður niður til að draga fram
hversu löturhægt tíminn líður í
atvinnuleysinu. Í Hádegishléi
1976 er innsýn veitt í fjöl-
skyldulíf þar sem faðirinn veð-
ur uppi með ofdrykkju og of-
beldi. Sjúkur hugur hans sér
óvini í hverju horni og leitar sí-
fellt að ástæðu til að skeyta
skapi sínu á einhverjum. Sagan
er gagnorð og áhrifamikil, birt-
ir aðeins stutta svipmynd en
gefur þeim mun meira í skyn
og skilur eftir sig óhug hjá les-
andanum. Álíka ógæfustemningu er að finna
í síðustu sögunni í safninu, Sjoppa í vest-
urbænum.
Allar eru smásögur Ágústs Borgþórs
hefðbundnar að byggingu og raunsæislegar.
Söguhetjurnar hjakka í sama farinu von-
litlar um að nokkuð breytist í lífi þeirra.
Þær eru allar milli vita, bíðandi eftir ein-
hverju sem aldrei kemur. Sögurnar fjalla
um svik, eymd, vonleysi og grimmd en
hvorki stíll né efnistök eru nógu frumleg
eða krassandi til að ýta við lesandanum.
„Skortir neista en vel gert“ (115) hugsar ein
sögupersónan og hittir naglann á höfuðið.
Karlakrísur
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Ágúst B. Sverrisson
BÆKUR
Smásögur
eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. 127 bls.
Skrudda, 2004.
Tvisvar á ævinni
HVAR er fyndnin í þessu? Þannig spurðu
menn í gamla daga þegar þeir lásu Íslenska
fyndni sem Gunnar á Selalæk tók saman og
gaf út í mörgum smáheftum. Oftast lá svar-
ið í augum uppi. En alls ekki alltaf! Ef
menn heyrðu lélegan brandara var gjarnan
sagt: Hann hlýtur að vera danskur. Ein-
hver hélt því einhverju sinni fram að ís-
lensk fyndni væri svo persónuleg að hún
yrði helst að fela í sér einhverja illkvittni
um einhvern tiltekinn einstakling sem allir
þekktu. Yrði þá jafnframt að herma eftir
honum og leika eftir alla hans kæki um leið
og saga af honum væri sögð. Svo margs
konar sem fyndnin getur verið telur skrif-
ari þessara orða, reynslunni samkvæmt, að
íronían sé lífvænlegust. En svo er það kall-
að þegar látist er skrifa eða tala í fúlustu
alvöru, jafnframt því sem öllum sé ætlað að
skilja að annað og meinlegra búi undir.
Revíurnar, sem svo mjög skemmtu höf-
uðstaðarbúum á árunum milli stríða, voru
bæði persónulegar og neyðarlegar og tóku
alltént fyrir mál sem voru samtímis á döf-
inni þannig að allir skildu óðara hvar fiskur
lá undir steini. Tveir sómamenn tóku sér
fyrir hendur í fábreytni kreppuáranna að
semja sínar einkarevíur, fóru
um landið þvert og endilangt
og tróðu upp í samkomuhúsum
þéttbýlisstaða, hermdu eftir
þekktum mönnum, aðallega
stjórnmálamönnum, víðast
hvar fyrir fullu húsi. Allir
þekktu raddirnar því þetta var
eftir að útvarp kom til sög-
unnar en fyrir daga sjónvarps.
Og andlitin þekkti fólk af
blaðamyndum. Spegillinn, sem
kom út á sömu árum, varð vin-
sælastur blaða. Svo minnis-
stæður að stundum er jafnvel
enn til hans vitnað. Alvara
stríðsáranna gerði út af við
hann. Síðar var reynt að endurvekja hann,
jafnvel oftar en einu sinni, en tókst ekki,
hvað sem olli.
Bók sú, sem hér um ræðir, minnir ekki á
revíurnar en lítillega á Spegilinn. Sannleik-
urinn um Ísland heitir hún. Þar með er lát-
ið sem þetta sé sagnfræðirit. En þetta er
ekki sett fram sem beinskeyttar sögur af
einstaklingum eins og gekk og gerðist í
revíunum eða í Speglinum heldur sem hug-
leiðingar eða fréttaþættir, alvöru saga eða
fræðirit með ýmiss konar fjarstæðum til-
búningi. Þetta er sem sagt tilraun til íroníu
sem skírskotar til þjóðfélagsumræðunnar
almennt en hermir ekki beint eftir mönnum
og málefnum á líðandi stund. Íronían er því
tíðast óbein og hittir engan fyrir. Sama
máli gegnir um myndefnið. En
teikningar eru þarna margar,
flestar smáar. Ekki vantar að
þær séu vel og vandlega unnar.
En fæstar þeirra vekja þau
geðhrif sem þeim hlýtur að
vera ætlað.
Hvort tíðarandinn sé mót-
tækilegur fyrir skemmtun af
þessu tagi? Vafi leikur á því.
Þjóðfélagið er ekki lengur eins-
leitt líkt og forðum heldur
sundurleitt og marglagskipt.
Sá sem sendir frá sér nýmóð-
ins íslenska fyndni verður því
að hafa einhvern tiltekinn
markhóp í sigtinu. Unglingar
eiga sína fyndni. Og gamla fólkið á sína
fyndni. Vísast mundi hvorugur hópurinn, ef
á reyndi, skilja hvað hinn væri að fara.
Varla að þeir tali sama tungumálið! Og
þannig mætti lengi telja. Prestar eiga sína
fyndni. Læknar eiga sína fyndni. Kennarar
eiga sína fyndni. Og nemendur þeirra eiga
sína fyndni. Það sem var, er ekki lengur.
Svo einfalt er það.
Að svo mæltu er sjálfsagt að binda enda
á umsögn þessa með sanngjörnum fyrir-
vara, sem sé þeim að undirritaður talar hér
aðeins fyrir eigin áliti. Vonandi hittir bók
þessi fyrir þakklátari lesendur því til henn-
ar er á margan hátt vandað.
Ýkt og ofaukið
BÆKUR
Þættir
Fróðleikur og frásagnir af íslenskum furðum og fyr-
irbærum frá öndverðu til vorra daga. 219 bls. Al-
menna bókafélagið. Reykjavík, 2004
Sannleikurinn um ísland
Erlendur Jónsson
TVÍSÖGUR eftir Margeir er safn tíu smá-
sagna sem allar fjalla um andstæður og er
fyrsta bók höfundar. Sögurnar eru í einföld-
um stíl, hispurslausar og í flestum sögunum
eru persónurnar hjón sem eiga við ýmiss
konar vanda að stríða. Sögurnar eru mjög
svipaðar og byrja nær allar á „Einu sinni
voru hjón …“. Persónusköpun er lítil og hér
eru mjög hefðbundnar kynjahugmyndir á
ferð. Karlar vinna úti eða eru í betri stöðu en
konurnar og þeir eiga erfitt með að sætta sig
við konur á framabraut. Á meðan láta þær
eiginmenn sína kúga sig sem eru í flestum til-
fellum vonlausir aumingjar. Flestar sög-
urnar eiga að sýna fram á breyskleika
mannsins þannig að sögurnar minna óþægi-
lega á dæmisögur en siðferðisboðskapurinn
er ekki flókinn og ekki sannfærandi. Þótt
Margeir haldi sig vel við viðfangsefni sitt, þ.e.
andstæður, minna sögurnar of mikið á skóla-
verkefni til að hrífa mann með sér.
Silfurvatnið
Silfurvatnið segir af ungum hjónum og syni
þeirra. Sagan lætur lítið yfir sér og fylgir
frekar hversdagslegum stíl. Erfitt er þó að
setja sig í spor persónanna þar sem það vant-
ar lýsingar og myndir sem gæða söguna
raunveruleika. Einnig þykir mér höfundur
fara svolítið úr einu í annað. Faðirinn í sög-
unni, sem á líklegast að vera guðleg vera, býr
greinilega yfir mikilli visku sem hann miðlar
til sonar síns í formi alls kyns sagna og fyrir-
lestra. Þetta veldur því hins vegar að sagan
sjálf verður ruglingsleg. Uppbygging að
dramatískum endi er lítil sem engin og hefur
hann því lítinn áhrifamátt.
Allt í allt hefði þurft að slípa betur til svo
að fullburða saga hefði getað fæðst.
Fyrstu sporin
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir
BÆKUR
Ljóð
Tvísögur
Tvísögur eftir Margeir. 39 bls. Margeir 2004.
Silfurvatnið
Silfurvatnið eftir Hlyn Örn Þórisson. 20 bls. Ein-
hyrningur – Hlynur Örn Þórisson 2004.
Ástarspekt er eftir Stef-
án Snævarr.
„Ástarspekt“er gömul
þýðing á orðinu „fíló-
sófía“, sem orðrétt þýðir
„viskuvinátta“. Höfundur
velur bók sinni þetta
heiti, því hann telur
skynsemi og tilfinningar
samofnar.
Hann tæpir á þessu samkrulli, en önnur
mál brenna enn meira á honum eins og
kemur fram í efnisyfirliti: „Hið sanna:
Heimspekin, skynsemin, þekkingin,“ þar
sem hann ræðir hlutverk heimspekinnar og
eðli þekkingarinnar. „Hið góða: Siðamál,
stjórnmál,“ segir stjórnspekina mjög í fyr-
irrúmi þótt siðfræðin komi einnig við sögu.
Stefán beinir sjónum sínum aðallega að
frjálshyggjunni og gagnrýnir hana. Í kafl-
anum „Hið fagra: Listamál, skáldskapar-
mál“ ver hann skynsemishyggju um skáld-
skap og aðrar listgreinar. Loks er varað
við þeim hættum sem steðja að íslenskri
tungu.
Ástarspekt er þriðja heimspekirit höf-
undar.
Útgefandi er Hið íslenska bókmennta-
félag. Bókin er 320 bls. Verð kr. 3.390.
Nýjar bækur