Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004 | 15 Heilun með álfum er eftir Doreen Virtue. Jón Dan- íelsson þýddi. Heilun með álf- um er mjög per- sónuleg frásögn höfundar, sem er doktor í sál- arfræði, af því hvernig álfar hjálpuðu henni við að kljást við skilnað og undirbúa sig fyr- ir ástarsamband byggt á andlegum grunni, og hvernig líf hennar breytt- ist í ævintýrasögu sem einkenndist af heilunarboðskap og sönnum kær- leika. Höfundur deilir hér með les- endum sínum því sem álfar og aðrar frumverur hafa kennt henni um and- lega og rómantíska ást, umhverfi okkar, framtíð jarðar og margt fleira, og leiðbeinir lesandanum um það hvernig hann getur sjálfur unnið með þessum töfraverum við að veita orku og heilun inn í líf sitt. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 202 bls. Verð kr. 3.480. Nýjar bækur „HEF ÉG í alvöru lifað svo rislitlu og óspennandi lífi, hugsaði hann, að ég hef algerlega sloppið við að verða fyrir áföllum af nokkru tagi? Og ekki að- eins sloppið við það sem maður vill vera laus við heldur líka farið á mis við allt hið stórkostlega sem gæti komið fyrir mann, allt hið óvænta og áhuga- verða, það sem í rauninni réttlætir það erfiði sem lífið útheimtir“ (71). Þessari hugsun lýstur niður í huga Friðberts Witolds Magnússonar, þrítugs prentnema í Reykjavík, í nýjustu skáldsögu Braga Ólafssonar, Samkvæmisleikjum. Líkt og aðrar að- alpersónur Braga hingað til er söguhetjan Frið- bert feiminn og hlédrægur, einhleypur og óörugg- ur. Hann heldur upp á þrítugsafmæli sitt með pomp og prakt og býður nokkrum vinum sínum til samkvæmis í sögufrægri íbúð sem hann leigir á Hringbraut 45. Atburðarásin fer löturhægt af stað en stigmagnast á hverri blaðsíðu, líf persónanna tekur brátt kollsteypur sem Friðbert gat ekki ór- að fyrir og á einni viku hefur heimur þeirra allra gjörbreyst. Þegar líður á söguna verður spennan milli hægrar og skrykkjóttrar framvindu, ugg- vænlegra fyrirboða og undirliggjandi ógnar og ógæfu næstum óbærileg og heldur lesandanum í heljargreipum allt til söguloka. Frásagnartækni Samkvæmisleikja er snilld- arvel útfærð. Atburðarásin er rakin í brota- kenndum sviðsetningum sem smátt og smátt rað- ast saman í eina heild. Sífellt er klippt á milli atriða og tímaröð atburðanna er ruglað en Bragi hefur glímt mjög við tímann í verk- um sínum. Sjónarhornið fer eftir því hver persónanna er í sviðsljósi þá stundina og stundum eru sömu at- burðir raktir frá öðru sjónarhorni með tilheyrandi eyðum og spurn þar sem leikið er á hvernig menn upplifa það sama á mismunandi hátt. Til- þrifin minna á frásagnartækni kvik- mynda eins og Pulp Fiction og Kill Bill. Bragi notar svipaða aðferð og Gyrðir Elíasson í verkum sínum; hárfínar tengingar orða, hluta og at- burða binda söguna saman og vísa hver á aðra. Lýsingar eru nákvæm- ar og smásmugulega raunsæjar á mjög skemmtilegan hátt. Bragi á það einnig sam- eiginlegt með Gyrði að húmorinn er fíngerður og gráglettinn og textinn býr yfir sérstakri fegurð sem erfitt er að lýsa. Gaman er að sjá kynlífssenur í Samkvæmisleikjum en kynlíf hefur ekki verið fyrirferðarmikið í verkum Braga hingað til. Það er eins og hann sleppi meira fram af sér beislinu í þessari bók en hinum, hún er t.d. bæði lengri og safaríkari, þó ekki á kostnað þeirrar fágunar, aga og dýptar sem einkennir verk hans. Persónur sögunnar eru margar og ekki allar þar sem þær eru séðar. Friðbert er svona prjóna- vestistýpa (sem leynir þó á sér), sérlundaður í um- komuleysi sínu og stirður í mannlegum sam- skiptum enda lokaður „í sínum þrönga umheimi“. Vinir hans telja að hann hafi lagt fyrir sig hávaða- samt prentnám til að þurfa sem minnst að tala við næsta mann og geta í leiðinni dundað við eitthvað sem krefst engrar sérstakrar einbeitingar (51). Jón Víðir er trúverðugur ógæfu- og utangarðsmaður og félagar hans eru svo sannarlega kaldrifjaðir krimmar, fullir af illsku og hatri. Myrkraverk þeirra eru martröð hvers manns. Sig- mar, kaldhæðni kvennabósinn, Jósef Már, fasteignasalinn ístöðulausi, og lesbíurnar Lára og Rima eru dæmi- gert, ungt nútímafólk sem lendir í flóknum kringumstæðum eins og af hendingu. Forspil sögunnar fjallar um lífið og hendinguna; brúða sem finnst inni í skáp staulast upptrekkt um í vélrænu tilgangsleysi þar til krafturinn fjarar út, blaðra þýtur út í loftið, korktappi skýst úr flösku og enginn veit hvar hann lendir. Leiðir persónanna liggja fyrir tilviljun saman á einhverju augnabliki og sú tilviljun skiptir sköpum, eftir það er ekkert eins og það var. Samkvæmisleikir Braga er bók sem situr í minninu að lestri loknum, listilega byggð og fal- lega skrifuð, persónurnar hugstæðar og efnið ágengt. Í henni er að finna glatað sakleysi, óhugn- að og fegurð í bland við grimmdarlegt ofbeldi. Það er varla að maður þori út úr húsi eftir að hafa tekið þátt í Samkvæmisleikjunum. Bækur Braga verða sífellt betri og þessi er sýnu best. Furðu sætir að hún er ekki tilnefnd til íslensku bókmenntaverð- launanna en það er sennilega rétt sem Eiríkur Guðmundsson sagði í pistli sínum í Víðsjá: „… ís- lensku bókmenntaverðlaunin eru og verða sam- kvæmisleikur handa markaðnum…“ Partí hjá Friðberti Steinunn Inga Óttarsdóttir BÆKUR Skáldsaga eftir Braga Ólafsson. Bjartur 2004. Samkvæmisleikir Bragi Ólafsson Fiskurinn sem munkunum þótti bestur er eftir Gísla Gunn- arsson, prófessor í sagnfræði við HÍ. Hér er fjallað um lítt þekktan en mikilvægan þátt í hagsögu Íslands: verslun með íslensku skreiðina á erlendum mörkuðum á 17. og 18. öld. Skreið var helsta útflutningsvara Íslend- inga um aldir og eftirsótt víða á meginlandi Evrópu. Ferill skreið- arinnar er rakinn allt frá veiðum og vinnslu á Íslandi til kaupenda á meginlandinu. Greint er frá mörk- uðum, flutningum og fljótaleiðum í Þýskalandi. Höfundur fjallar ít- arlega um stjórnmál og versl- unarmál Hamborgar enda voru kaupmenn þar umsvifamiklir í verslum með íslenska skreið. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 96 bls. Verð kr. 2.890. ÁSTIN í öllum sínum myndum er yrkisefni Bern- hards Schlink í smásögunum sjö í bókinni Ástar- flótti. Í fæstum tilvikum er þó beinlínis um róm- antíska ást að ræða sem hlýtur farsælan endi í þeim skilningi að par nái saman og lifi hamingju- samt til æviloka. Þannig fjalla flestar sögurnar um upplausn hjónabands eða sambands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hlutaðeigenda til að ná saman og halda saman. Þetta er áberandi í sögunum Hliðarsporið, Sykurbaunir, Umskurðurinn og Konan á bensínstöðinni. Í þeim tilvikum þar sem par hefur náð að eyða ævinni tiltölulega hamingju- samt saman þar til yfir lýkur kvikna efasemdir um ástina og það hvort maður hafi þekkt maka sinn til hlítar. Þetta á við um söguna Annar maður, sem minnir mjög mikið á innihald leikritsins Abel Snorko býr einn eftir Eric-Emmanuel Schmitt, þar sem eiginmaður fær bréf ætluð nýlátinni eig- inkonu sinni frá manni sem hún greinilega þekkti vel, kannski aðeins of vel að mati eiginmannsins. Í mörgum sögunum eru svik þannig áberandi þema, hvort heldur svik við maka sinn, vini eða sjálfan sig. Þetta á t.d. við um Tómas, söguhetju Sykurbauna, sem er giftur en tekur sér fyrst eina og síðan aðra hjákonu. Í sögunni sjáum við hvern- ig hann engist yfir gjörðum sínum en getur ekki sleppt takinu. Hann ætlar sér sífellt að slíta sam- vistum við konurnar, en guggnar þegar á hólminn er komið og gefur þeim þá fremur fyrirheit um nýtt upphaf. Loks þegar hann finnur sér und- ankomuleið, flóttaleið frá ástinni, kemst hann ekki ýkja langt því hann endar í raun á sama stað eftir langt ferðalag. Allar eiga sögurnar það sam- merkt að vera sagðar út frá sjón- arhorni karlmanna og einnig að vera fremur karllægar, þar sem konum er ýmist lýst sem tilfinn- ingaköldum og fjarlægum, líkt og á við t.d. um móðurina í sögunni Stúlkan og sandeðlan, sem harð- svíruðum konum er reyna að nýta söguhetjuna sér til framdráttar og má í því samhengi nefna konurnar í Sykurbaunum og jafnvel Pálu í Hliðarspori eða sem forvitnilegu kyntákni sem gaman væri að leysa úr læðingi. Þannig birtist lesendum nokkrum sinnum hin klisjukennda lýsing á fallegu konunni sem felur sig á bak við gleraugu og er með hárið í hnút sem karlsöguhetjunni langar mest af öllu að losa. Einnig fáum við gamankunnna lýsingu af manni sem verður nánast svo hug- og ástfanginn af konu á málverki að engin raunveruleg kona af holdi og blóði stenst samanburðinn. Flestar persónur Schlink eiga það raunar sam- merkt að vekja ekki ýkja mikla samúð með lesand- anum. Samt vekja sögurnar ákveðna forvitni og eru þrátt fyrir allt býsna skemmtilegar aflestrar. Þegar Sara í Umskurðinum lýsir þýskum bók- menntum sem hnitmiðuðum og nákvæmum, þar sem ástríða þeirra er ástríða vísindalegrar krufn- ingar (bls. 218) dettur manni í hug hvort höfundur sé vísvitandi að vísa til eigin skrifa. Stíll Schlinks er afar hnitmiðaður og sögur hans einkennast fremur af yfirveguðum lýsingum þar sem sögupersónur taka því sem að höndum ber nánast án þess að sýna nein sterk tilfinningaleg viðbrögð. Að mörgu leyti virka sögur Schlink gamlar eða nánast tímalausar á les- anda, en síðan koma skyndilega vís- anir í nýleg ártöl og viðburði, svo sem fall Berlínarmúrsins, eða vísanir í nú- tímahluti á borð við tölvuleiki sem staðsetja mann mun nær í tíma en heildarsvipur sögunnar gefur til kynna. Það er reyndar skemmtilegt að finna hvað þýskur bakgrunnur höf- undar er nálægur. Þannig er í sög- unum víða vísað í sögu Þýskalands, en ein sagan fjallar t.d. um vináttu fólks sem býr hvort sínum megin við Berlínarmúr- inn og hvaða áhrif fall hans hefur á líf þeirra og vináttu. Í sögunni um Umskurðinn tekst höfundi á afar forvitnilegan hátt að draga fram og fjalla um hvað það felur í sér að vera Þjóðverji og hvaða augum aðrar þjóðir líta oft Þjóðverja. Hér komum við enn og aftur að hinni margumræddri sekt- arkennd sem þrúgað hefur þær kynslóðir þýskar sem vaxið hafa upp eftir seinna stríð. Höfundur teflir í sögunni á snilldarlegan hátt saman tveimur ólíkum menningarheimum og veltir upp þeirri spurningu hvort maður þoli kannski bara sína líka. Hann spyr þannig hversu langt umbyrð- arlyndi okkar í rauninni nær. Íslenskur texti bókarinnar er lipur og læsilegur og kápuhönnun Þórarins Leifssonar kallast skemmtilega á við inntak sagnanna. Á flótta undan sjálfum sér Silja Björk Huldudóttir BÆKUR Smásögur eftir Bernhard Schlink í þýðingu Þórarins Kristjánssonar. 286 bls. Hávallaútgáfan 2004. Ástarflótti Bernhard Schlink BIBLÍAN er margar bækur og ekki veit ég hversu margir í dag hafa lesið þær allar, þó svo að flestir hafi án efa gluggað í þær einhvern tíma á lífsleið- inni. Nú á okkar dögum myndflæðis, sjónvarps, tölvu og alls þess sem er svo stór hluti af hvers- dagnum hjá okkur og börnum okkar er Biblían alls ekki aðgengileg bók. Samt erum við kristinnar trú- ar og Biblían ætti því að vera hornsteinn lífs okkar eða hvað? Það er góðra gjalda vert að leitast við að kynna Biblíuna betur fyrir börnum og fullorðnum og ný og myndskreytt útgáfa hennar sem út er komin hjá Skálholtsútgáfu er ágætlega til þess fall- in. Þar eru allar helstu sögur Biblíunnar birtar með myndum og á nútímamáli sem þó er ekki einfaldað um of en það er Hreinn S. Hákonarson sem hefur þýtt textann. Ég er samt ekki viss um að bókin virki mjög trekkj- andi á þá lesendur sem hún ætti helst að höfða til, börn frá svona átta ára aldri og upp úr, til þess er Biblían hrein- lega of stór, of margar sögur, of löng. Bókin nýtist því að mínu mati helst sem t.d. upplestr- arbók fyrir svefninn eða álíka, fullorðinn aðili þarf að halda utan um lesturinn. Svo má kannski velta því fyrir sér hvernig hægt væri að færa þessar sög- ur ennþá nær nútímanum, hvort að myndskreyt- ingar í ljósmyndaformi og teknar í samtímanum, gætu hreyft við börnunum á máta sem myndir Hel- an Cann þó ágætar séu, gera ekki? Væri hægt að yfirfæra merkingu mismunandi sagna yfir á okkar tíma og skapa þannig augljósari tengingu við grundvöll kristinnar trúar sem á í vök að verjast í samfélagi okkar í dag? Allt um það er útgáfa bók- arinnar jákvæð og ákveðið skref í að færa sögur Biblíunnar nær kom- andi kynslóðum – og þeim okkar sem ekki leggja í frumútgáfuna. Fyrir þá sem eru alltaf á leiðinni að lesa nú Biblíuna frá upphafi til enda er hér ágætt tæki- færi til að hefja þá för og taka börnin sín með í ferðalagið. Örkin hans Nóa Sagan af Nóa og flóðinu er sígild og til í ótal út- gáfum en hér er á ferð myndabók sem stílar upp á yngstu lesendurna, frá svona tveggja ára. Hér eru myndirnar og opnanlegu gluggarnir í fyrirrúmi. Þetta er stórskemmtileg bók, hún segir söguna af Nóa og flóðinu en beinir sjónum sínum um leið að litum, formum, tölum og fleiru á skemmtilegan hátt, myndirnar eru fjörlegar og fyndnar og oft kemur eitthvað á óvart í gluggunum. Óhætt að mæla með þessari fyrir yngstu lesendurna sem ættu líka að geta dundað sér við hana sjálf. Barnasögur úr Biblíunni Ragna Sigurðardóttir BÆKUR Börn Myndskreytt Biblía fyrir börn og fullorðna, Texti: Murray Watts, Helen Cann myndskreytti. Skálholtsútgáfan, 2004. Örkin hans Nóa Texti: Allia Zobel-Nolan, Steve Cox myndskreytir. Biblíusaga með gluggum til að opna, Skálholtsútgáfan, 2004. Folinn hennar Önnu er eftir Krista Ruepp. Ulrike Heyne myndskreytti en Hjalti Jón Sveinsson þýddi. Anna þarf í fyrsta sinn að skilja við folann sinn, hann Prins. Hún er dauð- hrædd um hann af því að hann þarf að fara langt upp á heiði með hin- um unghrossunum á bænum og vera þar allt sumarið. Áhyggjur hennar eru síður en svo ástæðu- lausar því að ýmislegt drífur á daga Prins. Hann lendir m.a. í átökum við félaga sinn og hrapar fyrir hamra en bjargast á ótrúleg- an hátt. Kannski var það huldufólk- ið sem hjálpaði honum og það verða fagnaðarfundir þegar þau Anna hittast um haustið. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 32 bls. Verð 1.780. Lávarður deyr er eftir Agatha Christie. Ragnar Jónasson þýddi. Lafði Edgw- are, fræg leik- kona, leitar á fund Hercule Poirots og kveðst þurfa að losna við eiginmann sinn. Poirot fer á fund lávarðarins til að biðja hann um skilnað fyrir hönd lafðinnar. Lávarðurinn finnst síðan myrtur á heimili sínu og grunur fellur á eig- inkonu hans. Aðrir koma þó til greina og raunar mun frekar en lafði Edgware. En málið virðist flóknara þegar betur er að gáð og fleiri látast á voveiflegan hátt þar þar á meðal sumir þeir sem lágu undir grun. Hercule Poirot þarf að komast að hinu sanna með aðstoð Hastings höfuðsmanns og það fljótt, áður en morðinginn lætur enn til skarar skríða. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 224 bls. Verð kr. 3.480.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.