Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Síða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Síða 23
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004 | 23 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: SAW Seed of Chucky Christmas with the Kranks Háskólabíó The polar express Bridget Jones – The edge of reason  (HJ) Open water Íslenska sveitin Mindhunters Ladder 49 Shall we Dance  (HJ) Laugarásbíó SAW Ong Bak After the sunset Kafteinn Skögultönn Líf og fjör á Saltkráku Regnboginn SAW Paparazzi Seed of Chucky Christmas with the Kranks After the sunset The forgotten Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Surviving Christmas The polar express Without a paddle Bridget Jones – The edge of reason  (HJ) The Grudge The forgotten Bad Santa Smárabíó Paparazzi Seed of Chucky Christmas with the Kranks Bad Santa Dodgeball  (SV) Myndlist Alliance Francaise: Sandrine Bejannin – Málverk tileinkuð Íslandi. Stendur til 20. des. Anddyri Suðurlandsbrautar 4: Rafn Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Til 5. jún. Deiglan: Jónas Viðar, Vatn. Gallerí 101: Daníel Magn- ússon – Matprjónagerð lýð- veldisins kynnir: Innihald heimilisins. Til 27. des. Gallerí Banananas: Hrafn- kell Sigurðsson – „Verka- maður / Workman“ Stendur til 21. des. Gallerí Dvergur: Erica Eyres – „It’s For the Best“ Stendur til 26. des. Gallerí Fold: Guðrún Ind- riðadóttir, Ingunn Erna Stef- ánsdóttir og Áslaug Hösk- uldsdóttir – „Þrjár af okkur“ M.J. Levy Dickinson – Vatns- litaverk. Lýkur um helgina. Gallerí i8: Kristján Guð- mundsson sýnir „Arkitektúr“ í i8. Til 18. des. Gallerí Sævars Karls: Hjört- ur Marteinsson – „Ókyrrar kyrralífsmyndir“. Gallerí Tukt: Illgresi. Gallerí Veggur Síðumúla 22 | Kristján Ingi Einarsson sýnir „Ásjónur“, ljós- myndasýning á offsetprent- uðum mannlífsmyndum. Til 31. des. Gerðarsafn: Úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Til 19. des. Gerðuberg: Guðríður B. Helgadóttir – „Efnið og and- inn.“ Grafíksafn Íslands: Samsýn- ingin „Í dimmunni.“ Til 12. des. Opið fim – sun 14–18. Hafnarborg: Nemendur Iðn- skólans í Hafnarfirði – „Má ég opna?“ Til 23. des. Hólmaröst: Jón Ingi Sig- urmundsson – olíu- og vatns- litamyndir. Hrafnista Hafnarfirði: Sól- veig Eggertz Pétursdóttir – Landslagsmyndir. Til 14. des. Hrafnista Reykjavík: Lista- konurnar Guðleif Árnadóttir, Guðrún Elíasdóttir, Guðrún Karítas Sölvadóttir, Jóna Stefánsdóttir, Kristjana S. Leifsdóttir og Sólveig Sæ- mundsdóttir. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Sænskt listgler, þjóðargjöf. Iðntæknistofnun: Nýsköpun í ný sköpun. Átta listamenn úr Klink og Bank. Kaffi Sólon: Kristín Tryggvadóttir sýnir olíu- málverk – „Leikur að stein- um“. Ketilhúsið Listagili: Anna Richardsdóttir sýnir tíu ára alheimshreingjörning um helgina. Sýningin er gerð í samstarfi við fólk um allan heim undanfarin tíu ár. Kling og Bang gallerí: Sig- urður Guðjónsson – „Hýsill“. Opið fim–sun kl. 14–18. Til 19. des. Kunstraum Wohnraum: Alda Sigurðardóttir, Landslags- verk. Til 28. jan. Listasafn Akureyrar: Pat- rick Kuse – Encounter. Til 11. des. Listasafn ASÍ: Erling Þ.V. Klingenberg og David Divin- ey – „Ertu að horfa á mig? / Are you looking at me?“ Sara Björnsdóttir: „Ég elska til- messa. Til áramóta. Nýlistasafnið: Ráðhildur Ingadóttir – „Inni í kuðungi, einn díll.“ Björk Guðnadóttir – „Eilífðin er líklega núna.“ Safn: Birgir Andrésson – Sýning. Til 23. jan. Yun Fei Ji – „Boxers“. Til 9. jan. Opið mið–fös 14–18 og lau–sun 14– 17. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Thorvaldsen: Linda Dögg Ólafsdóttir – „–sKæti–“ Tjarnarsalur Ráðhúss: Ketill Larsen – „Sólstafir frá öðrum heimi“ Þjóðminjasafnið: Gleym- mér-ei, ljósmyndasýning. Leiklist Borgarleikhúsið: Belgíska Kongó, sun. Broadway: Með næstum allt á hreinu, lau. Íslenska óperan: Litla stúlk- an með eldspýturnar, lau., sun. Loftkastalinn: Eldað með Elvis, sun. Sjallinn Akureyri: Vodkak- úrinn, lau. Þjóðleikhúsið: Dýrin í Hálsa- skógi, sun. Edith Piaf, lau, sun. finningarnar þínar.“ Opið kl. 13–17. Lýkur um helgina. Listasafn Árnesinga: Tumi Magnússon, innsetning. Opið þri., fim. og lau kl. 13.30–17. Lýkur um helgina. Listasafn Íslands: Ný íslensk myndlist, Um veruleikann, manninn og ímyndina. Opið þri–sun. frá 11–17. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Opið alla daga frá kl. 13–16 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Erró, Víðáttur. Yfirlitssýning. til 27. feb. 2005. Opið alla daga frá kl. 10–17. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Alþjóðleg textílsýning. Opið alla daga frá kl 10–17. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Mánasigð. Græn- lenska listakonan Isle Hessne. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Fyrir og eftir. Til 6. febrúar. Mokka-kaffi: Tómas Ponzi – Smámyndir úr skissubók. Til áramóta. Náttúrugripasafnið Hlemmi: Tuttugu og sex myndlist- arnemar sýna. Norræna húsið: Vetrar- HÁTÍÐARTÓNLEIKARNIR á fimmtudag fyrir fullsetnu Háskólabíói í boði forseta Íslands að viðstöddum fyrrverandi forseta Finnlands Mauno Koivisto mynduðu að sönnu glæsilegan ramma um endurkomu Osmos Vänskä, að- alstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1993–96. Óhætt er að segja að Osmo hafi, ásamt landa sínum Petri Sakari, lagt hvað drýgstan skerf til listrænna framfara hljómsveitarinnar síðustu áratugi og þar með komið henni á al- þjóðlega kortið. Eftirvænting hinna prúðbúnu gesta var eftir því næsta áþreifanleg. En þó að verði af megni að reyna að líta framhjá funheit- um undirtektum, bravóhrópum og standandi hyllingu áheyrenda að leikslokum, þá varð að þessu sinni ekki hjá því komizt að lýsa sig sam- mála meirihlutanum. Tónleikarnir voru nefni- lega í tveim orðum sagt algert dúndur, og nær það allt til fíngerðustu þátta. Þetta varð ljóst þegar í upphafi með Forleik Jóns Leifs að Galdra-Lofti, er kraumaði og sauð af bæði forneskju og andagift. Sjaldan hefur maður upplifað „íslenzkt tónlistareðli“ Jóns jafnmarghliða og, já, fágað, eins og í innblásinni túlkun Osmos, enda hélt hljómsveitin fullum einbeitingardampi allt frá fyrstu álögum kvæðamannahrynsins til síðasta tragíska líkabangsins úr rörklukkum. Eins og stundum áður eftir álíka magnaðan flutning hvarflaði jafnvel að manni að þetta stutta æskuverk Jóns gæti hingað til hafa verið vanmetið. Lengsta verk kvöldsins var fiðlukonsert Einojuhana Rautavaaras frá 1977. Þó að fram- vindan virtist sumpart svífa í lausu lofti og ekki alltaf jafnauðsætt hvað leiddi af öðru var margt litríkt og hrífandi þar að finna, ekki sízt í hljómameðferð og orkestrun er stundum leiddi hugann að vistarverum púka og trölla en stund- um að himneskri sælu eins og í selestuklingi upphafsins. Jaakko Kuusisto, hinn fjölhæfi bróðir Pekku er veitti landsmönnum afar per- sónulega innsýn í Fiðlukonsert Beethovens sl. janúar, kvað eiga sér aukastarfsferil sem bæði hljómsveitarstjóri og tónskáld. Gerði hann Rautavaarakonsertnum glimrandi skil þótt varla gæfi verkið af sér mörg bravúrufæri utan tvígripariðnu kadenzunnar í seinni þætti, og samleikurinn við hljómsveitina hélzt allur við innbyrðis kjörvægi sem lostæti úr kirnum meistarakokks. Hin einþætta 7. og síðasta sinfónía Jeans Sibelius þykir mörgum tormelt þrátt fyrir fremur knappa lengd, og ekki munu allir enn á einu máli um sannfæringarmátt formsins hjá þessum fremsta sinfónista Norðurlanda við hlið Carls Nielsens. Líkt og í annars gjörólíkri 6. sinfóníu danska starfsbróðurins rekur hlust- andinn sig á ýmsar furður sem í fljótu bragði virðast ekki ganga fullkomlega upp í breiðasta samhengi. Engu að síður laðaði Osmo Vänskä hið bezta fram úr verkinu með ýmist tignarlegri syngjandi eða vakurri snerpu og frábæru jafn- vægi milli radda, þrátt fyrir oft þéttriðinn og vandleikinn rithátt. Gustaði og mikið af loka- verki kvöldins, Geysi eftir Jón Leifs frá 1961, er myndaði við hæfi kraftmikinn endapunkt á sér- lega eftirminnilegum tónleikum. Dúndrandi endurkoma Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Þorkell Osmo Vänskä tekur í hönd Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara á tónleikunum síðastliðið fimmtudagskvöld. TÓNLIST Háskólabíó Jón Leifs: Forleikur að Galdra-Lofti Op. 10; Geysir Op. 51. Rautavaara: Fiðlukonsert (1977). Sibelius: Sinfónía nr.7 í C Op. 105. Jaakko Kuusisto fiðla; Sin- fóníuhljómsveit Íslands u. stj. Osmos Vänskä. Fimmtudaginn 9. desember kl. 19:30. Sinfóníutónleikar ÞAÐ heyrir til undantekninga núorðið að fjallað sé um svokall- aðar kaffihúsasýningar í myndlistargagnrýni Morgunblaðsins en það kemur fyrir að undantekning er gerð þar á. Nú sýnir Tómas Ponzi mikinn fjölda smámynda og teikninga á Mokka. Það er gaman hvað Mokka er alltaf óbreytt og jafnan eins og tímavél að ganga þar inn, ég er þá um leið komin aftur í menntó og sit þar með vinkonum mínum, í kínaskónum og notuðu föt- unum sem við keyptum m.a. á flóamarkaði einstæðra foreldra. Mokka sker sig úr kaffihúsaflóru bæjarins að þessu leyti. And- rúmsloftið þar er einstakt og það er vel við hæfi að listamaður leitist við að fanga það í skissubók sína, í anda fyrri tíma goð- sagnar um listamenn sem jafnan sátu á kaffihúsum, skrifuðu og skissuðu. Tómas Ponzi hefur að því er ég best veit ekki verið mjög virkur á listasviðinu en undanfarin fjögur ár hefur hann sett sig í listamannsstellingar á Mokka og skissað og málað samferðamenn sína, m.a. með kaffi og te. Afraksturinn er fjöldi smámynda, allar í sama formati, nokkuð fjölbreyttar að gerð. Myndirnar eru misjafnar, sumar eru nokkuð stirðar en aðrar eru betur heppnaðar og margar ná að fanga andrúm Mokka, ei- líft og utan við tímans rás. Sumar sýna þekkta einstaklinga en flestar óþekkt, ungt fólk sem situr og les, reykir, horfir út í loft- ið eða spjallar saman eins og gengur. Einna áhugaverðastar og eigulegastar eru þær sem Tómas hefur lagt hvað mest í eins og myndin sem sýnir Mokka sjálft, borðin, gluggann og gler- verkið. Hugmyndin er frumleg hjá Tómasi og gengur vel upp, myndirnar eru gestum kaffihússins tvímælalaust til ánægju. Sýning af þessu tagi væri hreinasta kitch á öllum öðrum kaffi- húsum bæjarins, en í samhengi við Mokka og í ljósi sögunnar er þetta áhugaverð lítil sýning. Tímavél MYNDLIST Mokka Stendur fram í miðjan janúar. Smámyndir, Tómas Ponzi Eitt verkanna sem nú er til sýnis á Mokka. Ragna Sigurðardóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.