Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 5
nokkuð lík því sem nú gerist. Aðferð Péturs felst í því að endursegja að miklu leyti það sem hann velur úr fyrrgreindum heimildum, en mjög sjaldan í því að yrkja í eyðurnar með því að skyggnast inn í huga persónanna. Það er helst að hann reyni að gefa aðstæðum og atvik- um meira líf en þau hafa í heimildunum, með því að búa þeim til samhengi. Með þessu móti bægir hann þeirri hættu frá að falla í gryfju tímaskekkjunnar sem er afar algengt í sögu- legum skáldsögum, þegar höfundar þeirra kynna sér ekki nógu vel tímabilið sem þeir eru að skrifa um, einkum það sem þeir sagnfræð- ingar sem rannsakað hafa hugarfar og lífshætti hafa að segja. Þetta hefur Pétur gert á aðdáunarverðan hátt og er sú mynd sem smám saman er að verða til af sögu Íslands og Íslendinga eftir því sem Skáldsögu Íslands vindur fram afar at- hyglisverð fyrir bragðið. Þótt ekki sé um sagn- fræðirit að ræða má segja að Pétur sé að búa til nýja söguskoðun með því að brjótast út úr viðj- um þjóðarsögu sem hefur um of litið framhjá þeirri staðreynd að Íslendingar eiga og hafa alltaf átt hlutdeild í evrópskri menningu. Til að skilja þá og hugsun þeirra verður að skilja vel sögu Evrópubúa og hugarheim þeirra. Skáld- söguformið nýtist mjög vel í þessu skyni því það gerir honum kleift að sviðsetja fólk við raun- verulegar sögulegar aðstæður og sýna hvernig það er mótað af þessari menningu og hug- arheimi, en á þeim öldum sem fyrstu þrjú bind- in fjalla um er miðpunktur þessa heims Róm. Persónurnar eru því ?með hugann í Róm?, eins og segir í Vélum tímans, en hún lýsir síðmiðöld- unum, þegar Svarti dauði hefur geisað á Íslandi og ungur íslenskur munkur sem heitir Natan Fróðason er skyndilega einn eftir lifandi í klaustrinu í Þykkvabæ. Hann fer á flakk, kynn- ist ástinni en heldur síðan til Rómar og landsins helga í fylgd með Birni Jórsalafara. Saga sektarkenndarinnar? Ef til vill reynir það nokkuð á þolrif lesandans að sá þráður sögunnar sem lagður var í fyrsta bindi Skáldsögu Íslands og snýst um persónuna Mána er lítið sem ekkert spunninn áfram í næstu bindunum tveimur. Máni kemur lítillega við sögu í Leiðinni til Rómar en varla nokkuð í Vélum tímans. Þar sem tvö ár hafa liðið milli út- komu hvers bindis er ekki laust við að það þurfi lesa allt verkið upp á nýtt í hvert skipti sem bætist við það, ekki vegna þess að hvert bindi geti ekki staðið eitt og sér sem sjálfstæð lesn- ing, heldur til að nema sem flestar tengingar og taka betur inn þá heildarmynd sem smám sam- an er að verða til. Þetta verður því að teljast kostur fremur en löstur á verkinu. Við hvern nýjan lestur uppgötvar maður eitthvað nýtt og maður kemst nær því að skilja um hvað það snýst. Hvað skyldi það vera? Með tilvísan til bernskusögu Mána, sem tæpt var á fyrr í þess- ari grein, ætla ég að geta mér til að eitt af mik- ilvægustu þemum sögunnar sé óhamingja okk- ar Vesturlandabúa, hvers vegna við erum svo ósátt og eirðarlaus í núinu, og svo klofin og kvíðin í afstöðu okkar til okkar sjálfra. Þessi klofningur virðist eiga rætur í aldalangri af- stöðu kristninnar til lífsnautnanna, ekki síst kynlífsins. Hérið og núið eru fullkomlega ómerkileg, ævi manns einvörðungu tálsýn og táradalur, eina sem máli skiptir himnavist eða hætta á eilífri glötun. Á móti má segja að trúin hafi ekki verið ríkjandi undanfarna manns- aldra. (En hver veit hvað er að gerast nú þegar ofstækismenn í trúmálum virðast hafa und- irtökin í voldugasta ríki heims og búa sér til óvini úr röðum ofstækismanna í öðrum heims- hlutum?) Jafnvel þótt guð sé horfinn úr sálum okkar standa hugsanaferlin enn eftir, en þau ganga út á að banna okkur að gangast við okkur sjálfum eins og við erum. Ef til vill er þetta verkefnið sem Pétur hefur sett sér í Skáldsögu Íslands, þ.e. að gera okkur Íslendingum kleift að skilja betur hver við er- um: að sálir okkar eru afurð langrar og flók- innar sögu sem aðeins að hluta til hefur undið fram hér á landi, sögu sem ?vélar tímans? hafa ofið úr hugmyndum, atburðum og því eðli mannsins að vera sífellt að gera sér ?mynd af heiminum?. Bókmenntaformið sem Pétur velur ? já finnur upp ? til að segja þessa sögu hefur þá kosti skáldsögunnar að geta komið flóknum veruleika til skila um leið og hann verður mennskur, þ.e. snertir okkur sem manneskjur en ekki bara vitsmunaverur. Enn kemur upp í hugann samanburður við Í leit að glötuðum tíma eftir Proust, sem Pétur þekkir manna best hér á landi. Með því að endurskapa hinn liðna tíma í skáldverki sínu er Pétur um leið að end- urheimta núið, að reyna að fylla upp í það tóm og vinna gegn þeirri eyðileggingu og gleymsku sem eru viðfangsefni hans í Heimkomu. Hvort sem þetta er rétt skilið hjá mér eður ei er víst að með hinum mikla sagnabálki sínum, sem vert er að fylgjast grannt með á næstu árum, ljær Pétur Gunnarsson tilveru Íslendinga aukna merkingu. Í þeim skilningi er hann sagnaskáld Íslands. hætti. Í fyrsta lagi býr hann til sögumann sem er samtímamaður okkar, talar í fyrstu persónu og gæti þess vegna verið Pétur sjálf- ur. Í öðru lagi ávarpar hann aðra sögu- persónu í annarri persónu eintölu, sem er mjög sjaldgæft í skáldsögum en virkar mjög vel hjá Pétri því með þessari einföldu aðferð tekst honum að skapa mikla nálægð við per- sónu sína án þess að það orki nokkurn tím- ann óeðlilega á lesandann. Sögupersónan heitir Máni og er einnig samtímamaður okk- ar. Hann er kynntur til sögunnar í fyrsta bindinu, Myndinni af heiminum, þar sem lagðar eru grunnlínurnar í lífi hans. Hann er skilnaðarbarn. Móðir hans hefur haldið framhjá og flutt til elskhuga síns. Því er fjöl- skyldan splundruð, og bræður hans og hann eru aðskildir. Hann lendir fjarri báðum for- eldrum, hjá ömmunni. Þar upplifir hann fyrst það hlutskipti að vera sekur, þegar hann getur ekki stillt sig um að taka peninga af gömlu konunni til að kaupa sér tindáta. Síðar kynnist hann kynlífinu með systur hins nýja eiginmanns móður sinnar, áður en hann heldur út í heim, liðlega tvítugur með þann draum að verða menntamaður. Þetta er und- ir lok sjöunda áratugarins. Með hugann í Róm Meginhluti frásagnarinnar, ekki síst í næstu tveimur bindum, Leiðinni til Rómar og hinni glænýju Vélum tímans, er þó helgaður per- sónum frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Í hinu fyrra eru fornsögurnar meginupp- spretta persóna og atvika og er sambandið við Róm, höfuðborg kristninnar á þessum tíma, meginviðfangsefnið. Íslensku bisk- uparnir, en einnig almennir pílagrímar, svo og höfðingjar á borð við Hvamm-Sturlu, eru sóttir í hinar svokölluðu samtíðarsögur, þ.e. biskupasögur og Sturlunga sögu. Hér bryddar Pétur upp á aðferð sem mér hugnast vel þegar skáldsöguhöfundar not- færa sér persónur sem voru í raun og veru til. Hann grípur ekki til hefðbundinnar tækni sögulegrar skáldsögu þar sem raunverulegu, en dauðu, fólki er í raun breytt í skáldaða persónu og hugsunum þess og tilfinningum lýst eða þær sviðsettar með aðferðum skáld- sögunnar. Það felst ákveðin hætta í þessari aðferð, einkum og sérílagi þegar um persón- ur úr svo fjarlægri fortíð er að ræða eins og Íslendinga á 12. og 13. öld. Hún er sú að troða hugsunum nútímafólks uppá persónur sem voru uppi fyrir svo löngu síðan að úti- lokað er, eða a.m.k. afar ósennilegt, að hug- arheimur þeirra og hugsanaferli hafi verið Morgunblaðið/Jim Smart Skáldsaga Íslands ?Bókmenntaformið sem Pét- ur velur ? já finnur upp ? til að segja þessa sögu hefur þá kosti skáldsögunnar að geta komið flóknum veruleika til skila um leið og hann verður mennskur, þ.e. snertir okkur sem manneskjur en ekki bara vitsmunaverur,? segir Torfi Tulinius um sagnaflokk Péturs Gunnarssonar, Skáldsögu Íslands, og les hana meðal annars í ljósi hins mikla verks Prousts, Í leit að glötuðum tíma. Höfundur er prófessor í frönsku og miðaldafræðum við Háskóla Íslands. Lesbók Morgunblaðsins ? 11. desember 2004 | 5 Augað mitt og augað þitt, og þá fögru steina, mitt er þitt og þitt er mitt þú veist hvað ég meina. Það er ævinlega ánægjuefni þegar ungir listamenn blása rykið af gömlum þjóðlegum fræðum og gæða þau nýju lífi, líkt og gerst hefur á undanförnum misserum hjá hljóm- sveitinni Sigurrós sem með nýju ívafi hefur endurlífgað gömul kvæðastef sem voru við það að gleymast. Sömuleiðis hafa ungar söngkonur margar hverjar sótt í þjóðvísna- hefðina perlur úr ljóðageymdinni, gersemar á borð við ástarvísur Rósu Guðmundsdóttur sem flestir þekkja sem Vatnsenda-Rósu eða Skáld-Rósu. Á mælikvarða 19. aldarinnar átti Rósa óvenjulegan lífsferil, ekki síst í ástamálum. Hún varð ástfangin af Páli Melsted, skrifara amtmannsins á Möðruvöllum og síðar sýslu- manni í Suður-Múlasýslu, en hann yfirgaf hana fyrir ættstærra kvonfang. Þá var og eftirminnilegt samband hennar og Natans Ketilssonar, sjálf- menntaðs læknis sem síðar var myrtur af annarri ástkonu sinni, Agnesi, og lagsmanni hennar Friðriki, sem frægt er orðið. Þessir tveir menn, Páll og Natan, urðu uppspretta margra fegurstu ástarvísna Rósu, til dæmis ?Þó að kali heitur hver?, ?Trega eg þig manna mest? og ?Langt er síðan sá eg hann?. Þótt ekki sé mikið varðveitt af ljóðmælum Rósu hafa kynslóðirnar alið á vörum nokkrar fallegar vísur eftir þessa skáldmæltu, tilfinn- ingaheitu og fögru konu. Ein þeirra ? sú sem hvað oftast er sungin ? er vísan um ?þá fögru steina? augun sem segja allt sem segja þarf, því ?þú veist hvað ég meina?. Sönghefð vísunnar Vísan hefur oft verið sungin í ýmsum radd- setningum og stílbrigðum, nú síðast við aug- lýsingu sem á að forða ungum ökumönnum frá umferðarslysum. Samhengi vísunnar við boðskap auglýsingarinnar er að vísu afar óljóst ? en það er önnur saga. Eitt er þó sameiginlegt með hinum annars misleita flutningi á ástarjátningu Rósu, og það er, að undantekningalítið er farið rangt með hana: ?Augun mín og augun þín? syngja bjartar kvenraddir af innlifun ? síðan ?ó, þá fögru steina? eða ?ó, þeir fögru steinar? eða ?og þá fögru steina? eða ?og þeir fögru steinar?. Þá er klykkt út með ?mitt er þitt og þitt er mitt? eða ?mitt var þitt og þitt var mitt? og loks ?þú veist hvað ég meina? ? en það er eina ljóðlínan sem allir virðast sammála um hvernig með skuli farið. Svo allir njóti nú sannmælis er rétt að taka fram að vísan er til í mismunandi gerð- um. Einkum er misjafnt hvernig farið er með 2. og 3. línu og því skiljanlegt að þær séu sungnar á ýmsa vegu. Erfiðara er að sætta sig við þann umsnúning að setja fyrstu ljóðlínuna í fleirtölu og eyðileggja þar með rímfestu vísunnar. Þegar ég á dögunum rökræddi þetta við kunningjakonu mína sagði hún nokkuð sem trúlega varpar ljósi á það hvers vegna þessi tilhneiging er svo rík sem raun ber vitni: ?Maður segir nefnilega ekki auga þegar maður meinar augu.? Hún var sigri hrósandi þegar hún bætti við: ?Það hljóta meira að segja skáldin að skilja.? Séu þessi ummæli til marks um það sem gerst hefur í meðförum vísunnar hefur merkinga- fræðin riðið bragfræðinni á slig. Upptök skekkjunnar má trúlega rekja aftur til ársins 1949 þegar Snorri Hjart- arson tók saman Íslenzk ástarljóð 1 og birti vísuna þar með upphafinu: ?Augun mín og augun þín / ó, þá fögru steina? (bls. 83). Þannig orðuð virðist vísan svo hafa ratað á nótnablöð, inn í sönghefti, á hljómplötur, diska og hljóðbönd með þeim afleiðingum að á síðustu árum ómar hún hvarvetna í þessari gerð. Bragfræðin Auðséð er að þeir eru æði margir ? und- arlega margir ? sem láta sig litlu skipta að orðið ?þín? skuli eiga að heita rímorð á móti ?mitt? í ferskeyttri vísu. Litlu skiptir hversu ómþýður raddblærinn er sem berst úr ung- meyjarbarkanum ? jafnvel fegursti söngur getur ekki mildað hið skerandi ósamræmi vísuorðanna í sæmilega heilbrigðu brag- eyra. Eins og allir bragglöggir menn sjá og heyra þá hefur þessi vísa Vatnsenda-Rósu verið samin í dæmigerðum ferskeyttum hætti með víxlrími þar sem saman eiga að ríma síðustu orð 1. og 3. línu annars vegar (mitt/þitt) og 2. og 4. línu hins vegar (steina/ meina). Sveinbjörn heitinn Beinteinsson, einn fremsti hagyrðingur landsins, sem fáir hafa staðist snúning í bragfimi, birtir vísuna í Lausavísnasafni sem hann tók saman fyrir Hörpuútgáfuna 1976. Þar er hún þannig: Augað mitt og augað þitt, ó, þá fögru steina, mitt er þitt og þitt er mitt ? þú veist hvað ég meina. 2 Sveinbjörn lætur þess ekki getið hvaðan hann hefur þessa gerð vísunnar, enda ekki við því að búast í knöppu lausavísnasafni. Það gerir hins vegar Guðrún P. Helgadóttir í sínu merka riti Skáldkonur fyrri alda þar sem hún fjallar ítarlega um ævi og skáld- verk Rósu Guðmundsdóttur. Líkt og hjá Sveinbirni er upphaf vísunnar í riti Guð- rúnar ?augað mitt og augað þitt? en önnur ljóðlína er ?og þá fögru steina?. 3 Af umfjöll- un Guðrúnar má ráða að vísuna sé að finna í fjórum af þeim sjö handritum sem lögð eru til grundvallar kaflanum um Vatnsenda- Rósu. 4 Samtímaheimildir Af þeim handritum vísunnar sem Guðrún tilgreinir eru þrjú frá því um og eftir miðbik nítjándu aldar. Þau eru: ? Natans saga Gísla Konráðssonar sem dr. Jón Þorkelsson afritaði 1884 og studdist þá við bæði yngri og eldri gerð Natans sögu Gísla frá 1860?1865. 6 Í uppskrift Jóns er upphaf vísunnar ?Augað mitt og augað þitt? en þriðja línan er ?mitt er þitt og þú er mitt?. ? Ljóðmæli eftir ýmsa tilgreinda höfunda, skráð með hendi Páls stúdents Pálssonar og varðveitt í Landsbókasafni. 7 Hér er upphaf vísunnar ?Augað mitt og augað þitt / og þeir litlu steinar?. ? Kvæðasafn ýmissa höfunda skrifað upp af nokkrum skrásetjurum á fyrri hluta 19. aldar. Í þessari heimild, líkt og í uppskrift Páls stúdents, er upphaf vísunnar einnig ?Augað mitt og augað þitt / og þeir litlu steinar?. 8 Þær heimildir sem nú eru nefndar eru allt 19. aldar uppskriftir á ljóðmælum, það er að segja úr samtíma skáldkonunnar. Svolítill blæbrigðamunur er á vísunni í handritunum en allar eru þær samhljóða um upphaf henn- ar: ?Augað mitt og augað þitt?. Enginn sem lesið hefur ljóðin hennar Skáld-Rósu þarf að velkjast í vafa um hvort jafn hagmælt og listhneigð kona hefði látið frá sér fara vísu sem ekki laut rímkröfum. Þá, eins og nú, var algengt að menn hnikuðu til orðaröð og settu fleirtöluorð í eintölu- mynd til þess að þjóna hrynjandi og form- gerð ljóðmálsins. Skáld getur því hæglega komið merkingu ljóðmálsins til skila þótt það fylgi ekki ströngustu málfræðireglum. Það nefnist skáldaleyfi og er vel þekkt. Um það vitna mýmörg dæmi frá ýmsum tímum ? ekki síst önnur vísa eftir Skáld-Rósu sem Sveinbjörn Beinteinsson birti í fyrrnefndu lausavísnasafni. Má þar glöggt sjá að skáld- konunni var vel tamt að nota eintölumynd- ina ?auga? þegar hún hugsaði um ?augu? ? og gerði það óhikað ef formið krafðist þess: Augað snart er tárum tært, tryggð í partast mola, mitt er hjartað sárum sært, svik er hart að þola. L50098 1 Íslenzk ástarljóð. Snorri Hjartarson valdi ljóðin. Hörpuútgáfan. Reykjavík. 2 Lausavísur frá 1400 til 1900. Safnað hefur Sveinbjörn Beinteinsson. Hörpuútgáfan. Reykjavík 1993, bls. 12 (fyrsta útgáfa 1976). 3 Guðrún P. Helgadóttir 1993: Skáldkonur fyrri alda II. Kvöldvökuútgáfan á Akureyri 1963, bls. 155. Bókin var síðar endurútgefin af Hörpuútgáfunni 1993. 4 Auk handritanna styðst Guðrún við útgáfu Brynjólfs Jónssonar á Minna-Núpi á Natans sögu Ketilssonar og Skáld-Rósu frá 1912 en þar er vísan sögð öðruvísi. Brynj- ólfur byggir á Natans sögu Gísla Konráðssonar sem neðar er getið og Natans sögu Tómasar Guðmundssonar á Þverá sem skráð var um miðbik 19. aldar og er varðveitt í Lbs 1933 8 vo. 5 Lbs 1320 4to. 6 JS 123 8vo og Lbs 1291 4 to. 7 Lbs 162 8vo. 8 JS 83 8vo; sbr. GPH II, nmgr. 274. Augu eða auga? Eftir Ólínu Þorvarðardóttur olina@fvi.is Vísur Vatnsenda- Rósu í sönghefðinni Höfundur er þjóðfræðingur og doktor í íslenskum bókmenntum frá heimspekideild Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.