Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 3
30.11.2003 | 3 4 Flugan Flugan flögraði á tvo menningarviðburði í borginni, í Íslensku óperunni og Nasa. 6 Birna Anna spyr hvers vegna samkynhneigð pör á Íslandi fái ekki að ættleiða börn. 6 Lofar góðu Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur er nýkomin frá Afríku og er á leið í starfsþjálfun hjá fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu. 8 Púlsinn Rebekka Rán Samper dregur upp mynd af Georg Lárussyni, forstjóra Útlendinga- stofnunar. 10 Lesið í blóð Réttarmeinafræðingur og rannsóknar- lögreglumaður stunda rannsóknir á blóð- slettum sem geta varpað ljósi á atvik sem öðrum eru hulin. Þau mæta á vettvang þegar mannslát þykir á einhvern hátt grunsamlegt eða andlát óvænt. 16 Miðill á milli heima Þórunn Maggý Guðmundsdóttir miðill hefur séð sýnir allt frá barnsaldri og hefur skynjað aðrar jarðvistir. 20 Nýtt hlutverk feðra Feður af yngri kynslóðinni standa frammi fyrir nýjum kröfum í tengslum við uppeldi sona sinna. 24 Dr. Pabbi Rokkarinn Gunnar Lárus Hjálmarsson var áður ábyrgur bankagjaldkeri en er nú nýorðinn pabbi. 27 Ráða á í störf eftir hæfileikum Ragnhildur Geirsdóttir er fyrsta og eina konan sem er framkvæmdastjóri hjá Icelandair. 31 Straumar Feðgarnir Arnar Jónsson og Þorleifur Arnarsson eru að æfa saman leikrit þar sem sonurinn leikstýrir föðurnum. Listir, tíska, vín og matur, hollusta, hönnun. 43 Jamie Oliver 43 Álitamál Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp nokkrum hliðum á mannlegum málum. 45 Kona eins og ég Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir svarar nokkrum spurningum eftir bestu samvisku. 45 Frá mínum sófa séð og heyrt Eivör Pálsdóttir mælir með geisladiski, myndbandi, sjónvarpsþætti, bók og vefsíðu. 46 Pistill Auður Jónsdóttir skrifar frá Kaup- mannahöfn. Er líf eftir dauðann? Þessari spurningu hafa margir reynt að svara og sitt sýnist hverjum. Þórunn Maggý Guðmundsdóttir miðill lítur á dauðann sem flutning á milli heima og er sann- færð um að það séu til margar jarðvistir þar sem alheimurinn sé óravíður. Þórunn Maggý segir Guðrúnu Guðlaugsdóttur að við veljum okkur foreldra sem við getum lært af. Það væri Dr. Gunna tilefni til að velta vöngum en hann er einmitt nýorðinn faðir. Hann segist ekki hafa sótt um það starf, hafi bara lent í þessu og skiptir nú um bleiur og hitar pela á nóttunni. Og hann hefur athyglisverða sýn á lífið þar sem hann segir nútíðina verstu tíðina, fortíð og framtíð séu betri. En viðfangsefni fólks eru mismunandi. Hérlendis er öflugt rannsóknarstarf á vegum lögreglunnar í anda þess sem við sjáum á sjónvarpsskjánum í erlendum sakamálaþáttum. Við eigum sem sagt líka okkar snill- inga sem með háþróuðum tæknibúnaði lesa í vettvang voðaverka og tekst að varpa ljósi á atvik sem öðr- um eru hulin. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnir okkur merkilegt starf rannsóknarlögreglumannsins Óm- ars Pálmasonar og réttarmeinafræðingsins Þóru Steffensen þar sem þau glíma við flókin úrlausnarefni. Í grein eftir Hildi Einarsdóttur kemur fram að mikilvægt sé talið að strákar alist upp með karlmönnum sem þeir geti sótt til sem fyrirmynda, en rannsókn hefur sýnt fram á að sífellt fleiri ungir menn finni meiri samkennd með móðurinni en föðurnum. Í breyttu samfélagi virðist því ekki lengur sjálfsagt að fað- irinn sé fyrirmynd sonanna enda standa feður frammi fyrir nýjum kröfum sem gerðar eru til þeirra. Hvað sem þessu líður hefur Þorleifur Arnarsson fetað í fótspor foreldra sinna beggja því hann hefur gert leikhúsið að sínum vettvangi. Hann leikstýrir nú föður sínum í leikritinu Sveinsstykkinu sem frumsýnt verður eftir helgina. Góða helgi! 30.11.03 L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on 20 34 24 16 Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is, Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. Forsíðumyndina tók Júlíus Sigurjónsson af blóði, sviðsett þriðjudaginn 25. nóvember 2003.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.