Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 18
18 | 30.11.2003 og föður mínum Ragnari. Þannig að erfiðleikar hennar voru ærnir,“ segir Þórunn. „Ragnar hafði seint á þrítugsaldri reynt að bjarga vini sínum úr sjó og við það bilaði hjarta hans og varð hann aldrei heill heilsu eftir þetta. Systkini mín voru öll á barnsaldri þegar Ragnar faðir okkar dó. Ég hitti ekki Gunnu Hjalta, eins og ég kallaði ævinlega blóðmóður mína, fyrr en ég var ellefu ára og þá vissi ég ekki enn að hún hefði fætt mig. Það var ágætt samband milli mömmu og hennar en hún bjó á Ísafirði og við í Keflavík og það var ekki eins mikið um ferðalög á milli landshluta og nú er. Strax þegar ég fæddist þá var Ingibjörg kjörmóðir mín og föðursystir látin vita. Hún kom með föt og annað sem ég þurfti, sótti mig og sigldi með mig suður til Keflavíkur aðeins tíu daga gamla með Drottningunni. Hún og Guðmundur Kr. Guðmundsson, kjörfaðir minn, áttu fyrir tvo hálfuppkomna syni og voru ákaflega ánægð að fá mig til sín. Ég er þeirrar trúar að fólk velji foreldra Ég er þeirrar trúar að við veljum okkar foreldra sem við getum lært af. Ég er mjög sátt við mitt val, ég eignaðist góða foreldra, en vissulega var mamma nokkuð regluföst og ströng kona og það kom sér vel fyrir mig. Ingibjörg mamma mín hafði misst föður sinn snemma úr heilablóðfalli og hafði alist upp við nokkra fátækt, það hefur vafalaust sett sitt mark á hana. Ég líkist hins vegar ekki í þá ætt, ég líkist að sögn kunnugra mjög Gunnu Hjalta, blóðmóður minni, bæði í hátt og framkomu. Guðmundur Kr. pabbi minn dó þegar ég var tólf ára og þá varð mamma að fara að vinna úti þótt þau væru allvel efnum búin. Samband mitt við frændur mína og kjörbræður var gott. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að þegar náin bönd takast milli fólks sé það fyrst og fremst vegna þess að sálir þess þekkist. Ég vissi ekki að ég væri kjörbarn fyrr en ég var nærri 11 ára, þá kom Gunna Hjalta í heimsókn og ég man að ég hugsaði um hvað þetta væri glæsileg kona og hafði orð á því. Daginn eftir komu pabbi og mamma að máli við mig og sögðu mér að þetta væri konan sem hefði fætt mig. Mér brá ekkert við þessar upplýsingar, miklu frekar fannst mér þetta mjög merkilegt. Ég fann enga togstreitu innra með mér vegna þessa, kannski vegna þess að einstaklingar skynja oft ómeðvitað kring- umstæður, jafnvel þótt um börn sé að ræða. Ég held að ég hafi skilið að ég væri á réttum stað, enda var vel um mig hugsað. Var kölluð prinsessan Mamma saumaði og prjónaði á mig svo glæsilegar flíkur að ég var alltaf kölluð prinsessan, seinna saumaði hún og prjónaði á börnin mín, einkum elsta son minn sem bar nafn pabba og blóðföður míns – Guðmundur Ragnar. Mamma var draumspök og pabbi var skilningsríkur maður. Ég var skapstór og einhvern tíma þegar ég var á ellefta ári reiddist ég mjög við mömmu og neitaði algerlega að pabbi færi á sjóinn. Hann tók sér tíma til að hjálpa mér að losna við reiðina. „Lokaðu augunum og gakktu með mér út í huganum,“ sagði hann. „Farðu út í geymslu og sjáðu hvort þú séð ekki tunnu þar,“ jú – ég sá tunnuna í huganum. „Nú tekur þú lokið af saltkjötstunnunni.“ Ég gerði það. „Nú setur þú alla reiðina í saltkjötstunnuna og setur svo lokið á, – nikkaðu til mín þegar þú ert búin.“ Ég var lengi að setja reiðina í tunnuna en það tókst og ég fór svo sömu leið til baka í huganum og þurrkaði meira að segja af fótunum á mér áður en ég fór inn. Pabbi sagðist svo ætla að fara með mér út í geymslu eftir hálfan mánuð til að sjá hvað væri í tunnunni. Við fórum svo að athuga málið eftir hálfan mánuð og þá sá ég bara saltkjöt í pækli. „Þannig er þetta með reiðina, hún hverfur alltaf,“ sagði pabbi og brosti. Hann var eftirlátur við mig en hann hafði tröllatrú á því að það myndi ekki skemma mig. „Þessi stelpa er þannig gerð að hún spillist ekki, hvorki við meðlæti eða mót- læti,“ sagði hann við einn kunningja sinn sem sagði að hann léti alltof mikið eftir mér. Sá sýnir allt frá barnsaldri Ég var ekki gömul þegar ég fór að sjá ýmsar sýnir. Ég sá alls konar fólk og spurði pabba hvaða fólk þetta væri. „Ég veit það ekki, elskan mín, við skulum bara leyfa því að vera þar sem það er,“ svaraði pabbi hinn rólegasti. Mamma tók þessu hins vegar ekki eins vel. Hún vildi ekki að ég talaði um þetta og þegar ég sá eitthvað sem svo síðar kom fram þá sagði mamma: „Uss, þú talar ekki um þetta barn.“ Á þessum tíma var ekki viðurkennt að fólk hefði svona hæfileika. Einu sinni voru frænkur mínar tvær í heimsókn, við ætluðum að stytta okkur leið. Þær vildu fara gegnum kirkjugarðinn en ég harðneitaði. „Það er svo margt fólk í garðinum.“ Frænka mín önnur sagði að ég væri bara eitthvað biluð, það væri þar enginn. Þegar ég kom heim sagði ég mömmu þetta og hún bað mig að tala ekki um þetta. En nokkru seinna dó ung stúlka í Keflavík og það fylgdi henni beinlínis hálfur bærinn. Ég hafði séð þetta, ég sá fyrir óorðna hluti þegar ég var barn.“ Eignaðist snemma fyrsta barnið Þórunn Maggý kveðst ekki hafa verið sérstaklega dugleg að læra. „Líkleg hef ég verið svolítið lesblind í æsku en náði tökum á því síðar og hef síð- an verið mikill bókaormur. Samt kemur enn fyrir að stafir taka upp á að þvælast fyrir mér. Ég var ung þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, tæpra 18 ára. Þegar ég var ófrísk fór ég að sjá í auknum mæli ýmislegt sem aðrir sáu ekki. Hafsteinn miðill hafði verið fenginn til að loka fyrir skyggni eftir að pabbi dó. Mamma sat oft fundi hjá Hafsteini og einnig var fundur á heimili okkar. Þá talaði Hafsteinn við mig og eftir það hætti ég að sjá pabba og alla hina. En þegar ég varð ófrísk galopnaðist fyr- ir alla skyggni aftur, þá sagði mamma að ég skyldi leita aftur til Hafsteins, sem ég gerði. Hann hjálpaði mér að skilja hvað væri í gangi hjá mér. Síðar varð ég sitjari hjá honum. Hann sagði einu sinni við mig að ég myndi seinna starfa svipað og hann – en það þótti mér ótrúlegt. Þegar ég var ófrísk að fyrsta barninu sá ég m.a. öðru hvoru mann, einkennilega klæddan, sem stóð við rúmið mitt. Ég lýsti honum fyrir mömmu en hún bar ekki kennsl á hann. En nokkru síðar segir hún. „Þetta er ábyggilega gyðingaprestur sem þú sérð öðru hvoru.“ Hún fann svo mynd af fatn- aði gyðingaprests og ég sá að þetta var alveg rétt hjá henni. Síðar var sonur minn, sem ég þá gekk með, dáleiddur um tvítugt og þá dáleiddist hann inn í tilveru sem gyðingadrengur. Þessi maður hefur því sennilega fylgt honum. Barnsfaðir minn var Jón Mýrdal. Okkar leiðir lágu ekki lengi saman. Ég starfaði á vöggustofum og við barnaheimili um tíma eftir að ég átti drenginn en nokkru síð- ar hitti ég mannsefnið mitt á Ísafirði, þangað sem ég fór í heimsókn. Frekari barneignir og lífsbaráttan Ég hitti á Ísafirði glæsilegan mann, Kristján Kristjánsson, sem starfaði sem skipasmiður. Hann var í vinfengi við fólkið mitt vestra og við fórum að skrifast á. Þær bréfaskriftir leiddu til þess að hann kom suður með lakkskóna, eins og ég segi Frá vinstri: Úr ferðalagi félaga í Sál- arrannsóknarfélagi Íslands 1975 til Frobel College á I.S.F.-þing. F.v. Þórunn Maggý, Guðmundur Einars- son forseti félagsins, Aðalheiður Friðþjófsdóttir, Ósk Guðmundsdóttir, Þórarinn Pálsson, Magnús Magnús- son, Þórdís Helgadóttir, kona Haf- steins Björnsonar miðils, sem stendur við hlið hennar. Þá er Ágústa Stef- ánsdóttir og sonur Þórunnar Guð- mundur Ragnar Mýrdal. Þórunn Maggý með dóttur sína Bertu Messý, sem lést fárra mánaða gömul. Fermingarmynd af Þórunni Maggý, hún fermdist 13 ára gömul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.