Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 31
30.11.2003 | 31 Feðgarnir og leikararnir Arnar Jónsson og Þorleifur Arnarsson eru að æfa sam-an leikrit, nánar tiltekið einleik, og samkvæmt heimi sem er í réttri tímaröðværi það mjög eðlilegt ef Arnar leikstýrði Þorleifi. En svo er ekki. Það er Þorleifur sem leikstýrir Arnari. Raunar hefur Þorleifur varla staðið í öðru en dirfsku síðan hann útskrifaðist í vor. En að leikstýra föður sínum, ein- um virtasta leikara þjóðarinnar...? „Ég á fjörutíu ára leikafmæli og Þorleifi fannst ómögulegt að gera ekki neitt í því,“ segir Arnar. „Hann hringdi í vin sinn, Þorvald Þorsteinsson, og bað hann að skrifa verk fyrir mig. Þorvaldur brást svo hart við að við vorum komnir með einleik í hendurnar áður en við snerum okkur við. Það er verkið sem við erum nú að bauka við.“ Í fullri lengd? „Já, eitt þúsund og fjögur hundruð línur.“ Hvernig er það; er ekki rétt að menn fari að taka það rólega eftir fjörutíu ár? „Jú, jú. Svo rólega að næsta frumsýning á eftir þessari hjá mér er jólasýn- ing Þjóðleikhússins.“ Einleikur þeirra feðga verður frumsýndur 4. desember í Loft- kastalanum. Feðgarnir eru hvergi bangnir við að frumsýna í desember og segja það í lagi fyrir menn sem ætla að sýna fram á vor, auk þess sem uppfærslan sé mjög einföld til þess að hægt verði að fara með hana á flakk. „Við ætlum með hana um allt landið og miðin,“ segja þeir og velta því fyrir sér hvort þeir ættu ekki einmitt að ráða sig einn túr eða svo á verksmiðjutogara og sýna verkið í túrnum. Einn túr þýðir nánast árslaun leikara. „Það er nokkuð merkilegt að átta sig á því,“ segir Þorleifur, „vegna þess að menn- ingin er þriðji stærsti atvinnuveitandi landsins og í níunda sæti af þeim iðnaði sem hefur hvað mesta veltu á Íslandi, þótt ekki sjáist það á fjármagninu sem veitt er til menningarstarfsemi eða launum listamanna. Í könnun í Þýskalandi um efnahagslegt gildi leikhúss og kom í ljós að fyrir hverjar hundrað krónur sem fóru í leikhús skiluðu hundrað og tíu sér til baka.“ Leikhúsið sem stendur að sýningu feðganna er Hið lif- andi leikhús sem Þorleifur stofnaði í sumar. „Ég sagðist hafa stofnað þetta vegna áskorunar forsetans á Grímuhátíðinni, þar sem hann sagði það leikhúslistamanna að stinga á kýlum. Ég tók hann á orðinu. Við settum upp tvær sýningar í sumar, aðra þverpólitíska og hina femíníska ádeilu, einnig frumfluttum við fjögur ný, íslensk stuttverk og eitt ástralskt,og síðan setti ég upp 1984 eftir Orwell í Stúdentaleikhús- inu. Þá var maður búinn að rífa nógu mikinn kjaft í bili.“ Hvað heitir verkið sem þið feðgarnir eruð að æfa og um hvað er það? „Það heitir Sveinsstykki og fjallar um hann Svein sem á tvöfalt afmæli. Hann er sextugur, á fjörutíu ára starfsafmæli sem lager- maður og er að fara í gegnum líf sitt, því hann skilur ekki alveg hvernig stendur á því að maður sem hefur gert allt rétt skuli vera í sömu sporum og hann. Hann hefur gert allt svo rétt að hann hefur aldrei verið samferða sjálfum sér. Hann elskaði rétt, sinnti fjölskyldunni rétt, mætti alltaf á réttum tíma í vinnuna, ól börnin upp rétt – en samt er allt þvers og kruss. Hann stendur uppi með samansafn brostinna vona og vænt- inga og skilur ekki hvers vegna.“ Er þetta kómedía? „Já, harmræn kómedía.“ Og hvernig hefur ykkur gengið að vinna saman? „Þetta er mjög skemmtilegt,“ segir Arn- ar. „Öðruvísi en ég á að venjast,“ segir Þorleifur. „Ég hef aldrei áður unnið með svona reyndum leikara. Það vill bara svo til að hann er faðir minn.“ „Ég er ákaflega þægur og góður,“ segir Arnar, „enda er þetta svo mikill texti að ég hef engan tíma til að vera með múður. Og svo sem alveg óþarfi, því okkur gengur vel að tala saman.“ L jó sm yn d: K ri st in n FEÐGAR Í LIFANDI LEIKHÚSI STRAUMAR 32 LISTIR Kaffimyndir Bergs 33 HÖNNUN Úr Bjarkar 34 TÍSKA Gulir og grænir straumar 36 MATUR OG VÍN Nýtt eldhús 38 HOLLUSTA Borða alla liti 40 HÖNNUN Þæfðir nytjahlutir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.