Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 21
30.11.2003 | 21 F rásagnir fullorðinna karlmanna af feðrum sínum einkennast oft af söknuði og sársauka yfir að hafa aldrei raunverulega þekkt þessa persónu sem átti að vera fyrirmynd þeirra. Á sama tíma innihalda frásagnir af mæðrum oft lýsingu á nánu sambandi og trúnaði sem ríkir oft á milli mæðra og sona þeirra. Í umfjöllunum sona um feður sína í hinum ýmsu ævisögum sem gefnar hafa verið út hér á landi og víðar má iðulega finna skrif sem lýsa vonbrigðum sona með feðurna, þó að auðvitað séu til frásagnir um hið gagnstæða. Eitt nýjasta dæmið er að finna í ævisögu stjórnmálamannsins Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem segir meðal ann- ars um föður sinn, Hannibal Valdimarsson, fyrrverandi verkalýðsleiðtoga og ráðherra: „Af Hannibal hafði ég lítið að segja. Hann var sagður hlýr maður og barngóður, án þess að ég muni það persónulega. Ég minnist þess ekki að við höfum átt margar viðræðustundir um eitt né neitt.“ Slíkar umsagnir um feður má ef til vill skýra með því að þeir sem hafa verið að skrifa ævisögur sínar hafi átt feður sem voru fæddir upp úr 1920–30 eða jafnvel fyrr en þá voru skilin á milli hlutverka karla og kvenna mun skarpari en nú er. Karlmaðurinn var þá aðal fyrirvinna heimilisins og eyddi mestu af sínum tíma utan heimilisins, oft við erfiðisvinnu. Hann þurfti því að hvíla sig eftir langan vinnudag, en móðirin var heima og gætti bús og barna. Um 1970 hljóp mikið líf í umræðuna um stöðu karlmannsins. Í þeirri umfjöllun bar töluvert á gagnrýni á þennan fjarlæga föður sem hafði þá stöðu að vera höfuð fjölskyld- unnar og helsta fyrirvinna en skipti sér lítið af börnunum. Var kannski miklu frekar skelf- irinn á heimilinu og kom helst að uppeldinu þegar eitthvað var að. Margir kannast við hótunina: „Ég læt pabba þinn tala við þig ef þú ekki“ ... og tengist því aldagamla hlutverki karla að aga afkvæmin. Þá áttu samskipti föður og sonar sér helst stað þegar þeir NÝTT HLUTVERK FEÐRA Eftir Hildi Einarsdóttur Feður hafa verið ásakaðir um að vera fjarlægir og afskiptalitlir í uppeldi sona sinna. Viðhorf þeirra til uppeldis hafa verið að breytast. Þeir eiga þó enn í tog- streitu vegna áhrifa frá eigin föður og skorti á fyrirmynd- um um leið og samfélagið gerir til þeirra nýjar kröfur. L jó sm yn d: G ol li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.