Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 45
30.11.2003 | 45 vandamálum sem koma upp – heldur snúa sér strax að því að leysa úr mál- unum. Ertu hrædd við dauðann? Já, en ég hugsa samt ekki mikið um hann. Hvað óttast þú mest? Hæðir – ég er ferlega lofthrædd. Hver gæti verið tilgangur lífsins? Að láta drauma sína rætast – þó það kosti blóð svita og tár. Og að taka þátt í samfélagi manna. Hvaða auka-hæfileika myndir þú helst vilja öðlast? Að geta sungið vel Hvað viltu helst gera á síðkvöldum? Sitja í þægilegum sófa með kertin kveikt og tala við fjölskyldu eða vini. Ekki spillir góð tónlist í bakgrunninn og að úti blási. Svo er ég að læra að tefla með syni mínum sem gæti orðið uppáhaldsiðja. Hvaða bók breytti lífi þínu? Hobbitinn eftir Tolkien hafði mikil áhrif á mig. Ég las hana þegar ég var 11 ára og uppgötvaði þá hvað það er gaman að lesa. Hvaða persónu mannkynssögunnar metur þú mest? Sókrates, hann kunni að veiða þekk- inguna upp úr fólki. Hvaða dýr finnst þér flottast? Ég hef alltaf verið skringilega spennt fyr- ir gíröffum. Þeir eru tignarlegir og hljóð- látir, fallega munstraðir og virðast hafa allan tímann í heiminum til að tyggja. Hvaða lífsspeki ferðu eftir? Horfa alltaf fram á veginn eða m.ö.o. að gera hlutina strax. Hefur þú verið í lífshættu? Nei og ég er þakklát örlögunum fyrir góða heilsu og lága slysa- tíðni. Hefur þú unnið góðverk? Vonandi mörg lítil góðverk. Hvaða dyggð viltu helst læra? Ótæmandi visku. Hvaða tilfinning er þér kærust? Minningin – sú tilfinning sem fæst þegar skemmtileg reynsla er rifjuð upp. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Hreinskilni, gleði og húmor. Hverju viltu helst breyta á Ís- landi? Ég vil stytta skammdegið. Hvenær varstu glöðust? Þegar ég keypti fyrsta bíl- inn minn. Hver er uppáhalds erlenda borgin þín? París. Hún hefur allt með sér, hún er falleg, full af fólki, list og mat. Namm, namm. Hvers vegna fæst ekki friður á jörðu? Það er of mikill skortur á umburðarlyndi og skiln- ingi til að semja um frið. Hvaða starfsstétt berðu mesta virðingu fyrir? Kennurum sem kenna á yngri skólastig- um eða í leikskóla og grunnskóla. Ég met mikils virðingu þeirra fyrir börn- unum okkar, hugmyndaauðgi þeirra við listir og leiki, og loks þolinmæði þeirra gagnvart slæmu dögunum í lífi barna og foreldra. Hverjar eru fyrirmyndir þínar í starfi? Þeir sem dæsa ekki eða kvarta yfir Kona eins og ég L jó sm yn d: K ri st in n Það er of mikill skortur á umburðarlyndi og skilningi til að semja um frið. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir verkefnastjóri Stjórnendaskóla HR Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir hyggur á tónleika- ferðalag um landið til að kynna nýju breiðskífuna sína Krákuna 6.–14. desember. Söngkonan er nú í heimalandinu Færeyjum þar sem hún er að kynna plötuna fyrir löndum sínum. Krákan er önn- ur plata Eivarar, en sú fyrri kom út í Færeyjum árið 2000. Platan var tekin upp í Noregi og prýða hana alls ellefu lög. Tvö þeirra eru færeysk þjóðlög, átta eru eftir Eivöru sjálfa, þar af er eitt laganna flutt í tveimur mismunandi útgáfum og sungið á færeysku og íslensku. Eivör vann plötuna með Íslendingunum Pétri Grétarssyni, Eðvarði Lárussyni og Birgi Bragasyni. Eivör er í sófanum að þessu sinni. Geisladiskur: „Breiðskífan Silver and Gold með Neil Young finnst mér vera æðisleg. Hún fær mig til að elska tónlistina hans alla ennþá meira.“ Myndband: „Franska bíómyndin Amelie er í miklu uppáhaldi. Hún hefur að geyma jákvæða og fallega ástarsögu og kemur manni í gott skap.“ Sjónvarpsþáttur: „Ég mæli sérstaklega með Friends og Simpsons. Mér finnst gaman að horfa á sjónvarpsefni sem kitlar hlátur- taugarnar.“ Bók: „Ævisaga sænsku leikkonunnar Liv Ullman er góð aflestrar og svo finnst mér Hobbitinn eftir Tolkien sem skrifaði Hringa- dróttinssögu vera frábær.“ Vefsíða: „Ég er barasta aldrei á Netinu og þekki þar af leiðandi ekki eina einustu vefsíðu. Ég nota tölvuna mína bara til að senda póst.“ L jó sm yn d: G ol li Frá mínum sófa séð og heyrt Eivör Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.