Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 40
40 | 30.11.2003 Hirslan heitir „Púpan“ og er úr ull og plexígleri. Hirsl- an er fyrir smáhluti eins og farsíma, lyklakippur og fjar- stýringar. Þessir hlutir eru að leggja undir sig nútímaheimili, en eiga sér þó engan samastað þegar þeir eru ekki í notkun. Púpan er því eins konar heimili fyrir nútímahluti. Ingólfur Guðmundsson iðnhönnuður býr á Akureyri. Hann lærði fagið íBandaríkjunum og vinnur þessa dagana með Önnu Gunnarsdóttur íGalleríi Svartfugli að nýjung þar sem þæfð ull er notuð í húsmuni og húsgögn. Ingólfur er hvergi smeykur að sinna hönnunarstarfinu utan höf- uðborgarinnar því mesta starfið segir hann að fari fram í höfðinu á sér og eigi sér því engin landamæri. Anna lærði að vinna með ull í Danmörku og hefur síðan þró- að aðferð sem gerir kleift að nota ullina á þann hátt sem ekki hefur sést áður að sögn Ingólfs, hvorki hérlendis né erlendis. Þau nota ullina með stáli, krossviði og plexígleri og vinna nú að línu húsmuna, allt frá stærri húsgögnum niður í smærri hluti. En hvers vegna fór Ingólfur til Bandaríkjanna til að læra iðnhönnun? „Mér bauðst knattspyrnu- styrkur við skóla sem kennir iðnhönnun ... tveir draumar í einu höggi!“ Hefur þú alltaf haft áhuga á hönn- un og stefnt að námi sem þessu? „Já, býsna lengi. Ég var kominn inn í grafíska hönnun við Myndlistarskólann á Ak- ureyri fyrir 10 árum en sem betur fer varð ekkert af því námi hjá mér. Iðnhönnun var nefnilega það sem mig langaði mest í.“ Veltir þú fyrir þér, áður en fórst í nám, möguleikum á starfi þegar og ef þú flyttir aftur til Íslands? „Já, lítilsháttar, en ég ætlaði ekki að láta það hafa áhrif á mína framtíð og drauma.“ Nú varst þú að vinna sem iðnhönnuður úti í Bandaríkjunum. Hvers vegna að halda aftur heim? „Það voru nú margir þættir sem spiluðu inn í þá ákvörðun. Ég á þrjár litlar stelpur sem ég vildi að fengju að alast upp á Ís- landi, og svo fannst mér líka Ísland vera tilbúið fyrir iðnhönnuð. Ég held að það séu miklar breytingar framundan fyrir íslenska hönnun og ég vil taka þátt í þeim breytingum.“ Hvaða svið innan fagsins heillar þig mest? „Öll lifandi hönnun finnst mér skemmtileg, hönnun sem hvetur til samskipta með hluti og umhverfi. Mér finnst sennilega mest spennandi að fást við hönnun fyrir heimili og lifn- aðarhætti fólks almennt, en sem betur fer er það mjög vítt svið og nóg af verkefnum.“ Hvernig blasir íslensk hönnun við þér þessi misserin? „Ég held að íslensk hönnun sé að nálgast tímamót. Íslendingar eru almennt fróðari og áhugasam- ari um góða hönnun en fyrir nokkrum árum og það er enn að breytast, og ís- lenskir hönnuðir eru að sjá fleiri möguleika opnast bæði hér á landi og úti í heimi. En hins vegar finnst mér stjórnmálamenn afar slappir við að styðja við bakið á íslenskri hönnun, þeir gera sér líklega fæstir grein fyrir að hönnun getur orðið næsta stóriðja Íslands.“ Hvað er framundan í faginu hjá þér? „Að halda áfram með verkefnið okkar Önnu og reyna samhliða að sýna íslenskum iðnrekendum og frumkvöðlum að það gæti verið góður kostur að fá iðnhönnuð til ráðgjafar við hönnun og ný- sköpun.“ Sérðu fyrir þér möguleika á að koma einhverju í framleiðslu? „Já, já ... ef það vill enginn kaupa mína hluti til framleiðslu þá geri ég það bara sjálfur. Vel hannaður hlutur framleiðir sig nánast sjálfur.“ Hvert er draumastarfið og draumahlutur að hanna? „Ég er nú þegar í draumastarfinu og það væri auðvitað skemmtilegt að hanna eitthvað sem alla langar að eiga. En ég held að mér líði best ef ég get hannað eitthvað sem ég er sjálfur ánægður með.“ HÖNNUN ÁN LANDAMÆRA Ull notuð með stáli, krossviði og plexígleri í húsgögn L jó sm yn di r: R ún ar Þ ór „Vel hannaður hlutur framleiðir sig nánast sjálfur“ Ingólfur og Anna með hlutina sem þau eru að vinna að saman. Stóllinn heitir „Tyllir“ og er úr ryðfríu stáli, kross- viði og ull. Hann er um 8 cm hærri en flestir hefð- bundnir stólar og er því mjög hentugur sem vinnu- stóll. Hæðin hvetur líka til betri líkamsstöðu og auðveldar vinnu við hefðbundna borðhæð. HÖNNUN | HALLA BÁRA GESTSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.