Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ FÓR Í AÐGERÐ Davíð Oddsson forsætisráðherra var í fyrrinótt fluttur á Landspítala – háskólasjúkrahús við Hringbraut vegna gallblöðrubólgu. Við rannsókn kom í ljós staðbundið æxli í hægra nýra. Ágreiningur skapast Þrátt fyrir að allsherjarnefnd telji heimilt að setja ný lög um fjölmiðla samhliða því að fella niður lögin frá liðnu vori hefur skapast ágreiningur um stjórnskipulegar heimildir hand- hafa ríkisvaldsins við hinar af- brigðilegu aðstæður undanfarinna vikna. Slysum á börnum fækkar Slysum á börnum á aldrinum 0–4 ára hefur fækkað verulega í heima- húsum og í frítíma fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í nýlegri rann- sókn Eriks Brynjars Schweitz Er- ikssonar læknanema. Á barmi stríðs Talið er að brugðið geti til beggja vona með vopnahlé stjórnvalda og Tamíl-tígra á Sri Lanka eftir að póli- tískur leiðtogi skæruliðahreyfingar Tamíla varaði við því að landið rambaði á barmi stríðs. Vopnahléð hefur staðið yfir í þrjú ár. Sex gíslum haldið í Írak Sex vörubílstjórum var rænt í gær í Írak. Óþekktur herskár hópur sagðist ætla að hálshöggva mennina á þriggja sólarhringa fresti ef heimalönd þeirra létu ekki af þjón- ustu við hernámsliðið í Írak. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði afturköllun á herliði Filippseyinga örva hryðju- verkamenn til frekari mannrána og árása. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 24 Erlent 12/13 Minningar 24/29 Höfuðborgin 20 Skák 34 Akureyri 16 Bréf 21 Suðurnes 17 Kirkjustarf 34 Landið 17 Dagbók 32/34 Neytendur 19 Fólk 38/41 Listir 35/36 Bíó 38/41 Umræðan 20/21 Ljósvakamiðlar 42 Forystugrein 22 Veður 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                 ! " #          $         %&' ( )***                       +    KONAN sem lést í bílslysi á Vatns- nesvegi í V-Húnavatnssýslu í fyrra- kvöld hét Bohuslava Jaromerska, búsett í Prag ásamt fjölskyldu sinni. Hún var hér á ferð með manni sínum er slysið varð. Hún var fædd 21. jan- úar 1966 og lætur eftir sig eiginmann og tvö börn. Alls voru fimm erlendir ferðamenn í bílnum og liggur ein kona úr þeirra hópi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi og er tengd við öndunarvél eftir aðgerð í fyrrinótt. Tildrög slyssins eru í rann- sókn hjá lögreglunni á Blönduósi. Lést í bílslysi LÖGREGLAN á Blönduósi lagði hald á 65 grömm af hassi í fyrradag og handtók 25 ára mann grunaðan um að eiga efnin. Hann var í bíl með tveimur ungmennum vestan við Blönduós þegar þau lentu í úrtaki lögreglunnar við eftirlit. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglunnar áður vegna fíkniefnamála. Hann sagðist vera að flytja fíkniefnin til Akureyrar og neitaði að eiga þau. Við leit lögreglu í bílnum fannst einnig hnúajárn. Málið er upplýst hjá lögreglunni og verður sent sýslumanni sem ákveður hvort höfðað verður opin- bert mál á hendur manninum. 65 grömm af hassi tekin FYRSTA skóflustungan var tekin vegna byggingar stöðvarhúss Reykjanesvirkjunar í gær. Hellu var lyft í byggingarreit stöðvarhússins og var hún færð í samkomutjald þar sem Björn H. Guðbjörnsson, stjórn- arformaður Hitaveitu Suðurnesja (HS), setti samkomuna og flutti ávarp. Júlíus J. Jónsson, forstjóri HS, gerði næst grein fyrir byggingu virkjunarinnar. Júlíus segir helluna táknræna fyrir upphaf fram- kvæmdanna og verði henni komið fyrir í orkuverinu sem minnisvarða. Kostar 10 milljarða Orkuverið er 100 megavött að afli og kostar 10 milljarða króna, og verður það byggt í sex áföngum. Einn milljarður fer svo í kostnað við línuflutninga. „Þetta er álíka og að byrja á Svartsengi,“ segir Júlíus. Búið er að bora sjö af tólf borholum sem virkjaðar verða, og er reiknað með að Jarðboranir haldi áfram að bora eftir áramót. „Það sem er að byrja núna eru byggingarframkvæmdir við einar fjórar byggingar. Reyndar er orku- verið sýnu stærst en það verður samtals 9.500 fermetrar.“ Þar af fara um 4.000 fermetrar í grunnfleti s.s. kjallara og jarðhæð. Önnur hæð verður 1.000 fermetrar að stærð. Um 4.500 fermetrar fara svo í tvær stöðvar, skiljustöð og undirstöður. Bygging virkjunarinnar á að vera tilbúin eftir 647 daga að sögn Júl- íusar, en samkvæmt samningi stend- ur til að hefja afhendingu á rafmagni til Norðuráls 1. maí 2006. Skóflustunga tekin vegna Reykjanesvirkjunar Framkvæmdir hafnar við fjórar byggingar Ljósmynd/Atli Már Gylfason Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fylgist með Júlíusi Jónssyni, forstjóra HS, lyfta hellu af lóðinni þar sem framkvæmdir áttu að hefjast. KONA sem flaug lítilli flugvél í Borgarfirði í gær slapp að mestu ómeidd eftir brotlendingu skammt vestan við flugvöllinn í Húsafelli. Eldur kviknaði í vélinni á flugi og varð flugmaðurinn að nauðlenda á mel skammt frá bænum Hraunsási í Hálsasveit. Nauðlendingin gekk vel og lask- aðist vélin lítið af þeim sökum, en brunaskemmdir eru einhverjar. Bergþór Kristleifsson, bóndi á Húsafelli, og Sigurður Jónsson, bóndi á Hraunsási, komu á slysstað og slökktu í glóðinni sem eftir var í vélinni með slökkvitæki, en eldurinn var, að þeirra sögn, að mestu leyti kulnaður þegar þeir komu á staðinn. Þá jusu þeir vatni á vélina til að kæla hana og tryggja þannig að eldur kæmi ekki aftur upp. Atvikið varð klukkan 10.55 í gær- morgun og tilkynnti flugmaðurinn flugturninum í Reykjavík um atvikið og ástand mála eftir að allt var um garð gengið og sagðist hún vera ómeidd. Reykur í þúsund feta hæð Vélin fór frá Reykjavík kl. 10.11 og áætlaði flugmaðurinn að fljúga til Húsafells, þaðan til Selfoss og Blönduóss og síðan til baka til Reykjavíkur. Á leiðinni milli bæjar- ins Stóra-Kropps og Húsafells, þeg- ar vélin var í þúsund feta hæð, varð flugmaðurinn var við reyk og nauð- lenti vélinni skömmu síðar. Tilkynnti hún flugturni að eldur hefði komið upp við lendinguna. Flugmaðurinn beið komu lögreglunnar við slysstað og fór í skoðun á Heilsugæslunni í Borgarnesi. Rannsóknarnefnd flug- slysa fer með rannsókn málsins. Vélin er með einkennisstafina TF- UPS, af gerðinni Piper Cherokee, skráð 1980. Flugmaðurinn er einn eigenda vélarinnar. Lítil flugvél nauðlenti nálægt Húsafelli í Borgarfirði eftir að eldur kom upp Flugmaður ómeiddur en brunaskemmdir á vélinni Morgunblaðið/Guðrún Vala Flugvélin virðist nokkuð heilleg, þrátt fyrir einhverjar brunaskemmdir. „ÞETTA er virkilega ljótt, eigin- lega alveg rosalegt,“ sagði Rebekka Þráinsdóttir, landvörður í Herðu- breiðarlindum, en á leið þangað uppeftir, á kafla milli Grafarlanda- ár og Ferjuáss, eru mjög slæm sár í landinu eftir utanvegaakstur. Lögreglu á Húsavík var gert við- vart og kom hún á staðinn á þriðju- dagskvöld, en talið er að umræddur utanvegaakstur hafi átt sér stað á tímabilinu frá kl. 16 til 17.30 þann dag. „Það hefur ekki verið mikið um þetta á þessum slóðum og okkur finnst að þessi háttsemi sé á und- anhaldi. Hins vegar virðist sem þeir sem þarna voru á ferð hafi gjörsamlega misst tökin,“ sagði Re- bekka. Hún lýsti aðstæðum þannig að ekið hefði verið utan vegar á löngum kafla „og á öðrum stað hef- ur bíllinn farið nokkrum sinnum út af veginum, inn á sandana og upp um hlíðar og spænt þar í „áttur“ og hringi. Þarna var greinilega bara verið að leika sér“, sagði Rebekka. Hjá lögreglu á Húsavík fengust þær upplýsingar að svo virtist sem jeppabifreið hefði verið ekið út af Öskjuleið, fyrst um 17 kílómetra frá hringveginum við svonefndan Ferjuás. Þar var bifreiðinni ekið í hringi og áttur á tveimur stöðum þannig að djúp hjólför mynduðust á um 200 metra kafla á hvorum stað. Eftir það var bifreiðinni ekið með- fram veginum og upp í hóla og hæð- ir, þannig að greina mátti ummerki eftir hana á 23 kílómetra kafla á svæðinu milli Ferjuáss og Grafar- landaár. Á löngum kafla hafði verið ekið aðeins í um 50 metra fjarlægð frá veginum, en annars staðar farið lengra, allt að 300 metra frá vegi. Lögregla telur að ökumaður hafi verið á mikilli ferð. Talsverð land- spjöll voru unnin í lítið grónu mela- landi en skemmdirnar eru allar inn- an Herðubreiðarfriðlands. Vitni sáu til jeppabifreiðar á þessum slóðum á þeim tíma sem talið er að skemmdirnar hafi verið unnar að sögn lögreglu. Þá er vitað að um var að ræða bílaleigubíl og að erlendir ferðamenn hafi haft hann á leigu en þeir eru grunaðir um verknaðinn. Fólkið verður yf- irheyrt áður en það heldur af landi brott. Skemmdir voru unnar á landi við utanvegaakstur í Herðubreiðarfriðlandi Talsvert mikil landspjöll unn- in á lítið grónu melalandi Menn á bílaleigubíl yfirheyrðir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.