Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ar gegn ofríkisfullri ríkisstjórn eins
og nú situr. Og ég held því fram að við
vissar aðstæður, eins og þær sem
sköpuðust á síðustu þremur mánuð-
um, sé málskotsréttur forseta eina
tækið sem þjóðin og borgararnir hafa
gegn ráðherraræðinu sem hefur hel-
tekið Alþingi og í reynd tekið löggjaf-
ann í gíslingu. Það er lærdómurinn
sem ég dreg af málinu,“ sagði Össur.
Djúpar efasemdir
Steingrímur J. Sigfússon sagðist
hafa djúpar efasemdir um að hægt
væri að afturkalla lögin án þess að
þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram.
Það væri verið að skapa fordæmi um
leið og ný skref væru tekin í mótun
stjórnskipunarhefða.
Rök Steingríms fyrir því að hæpið
væri að fara þessa leið, þótt „brellu-
frumvarpinu“ yrði kastað fyrir róða,
voru þau að hann hefði efasemdir um
„RÍKISSTJÓRNIN hefur tapað sínu
100 daga stríði gagnvart þjóðinni,“
sagði Össur Skarphéðinsson, formað-
ur Samfylkingarinnar, í framsögu
með nefndaráliti minnihluta allsherj-
arnefndar við stjórnarfrumvarp um
eignarhald fjölmiðla. Steingrímur J.
Sigfússon, formaður Vinstri-grænna,
sagði að með viðbrögðum ríkisstjórn-
arinnar, að láta þjóðaratkvæða-
greiðslu ekki fara fram, væri verið að
færa forsetanum meiri völd en ætlast
var til með stjórnarskránni. Hann
hefði eingöngu átt að vera milligöngu-
maður milli þings og þjóðar.
Össur sagði að ríkisstjórnin væri
þrotin kröftum og logandi í innbyrðis
deilum. „Hún hefur tapað þessu máli
vegna þess að hún beitti gerræðisleg-
um vinnubrögðum enn einu sinni og
þjóðin hafnaði þeim. Það var órofa
samstaða stjórnarandstöðunnar sem
studdist við alls kyns ólík öfl úti í sam-
félaginu sem knúði þessa ríkisstjórn
til undanhalds. Og undanhaldið mun
halda áfram,“ sagði hann. Firra væri
að halda því fram að ríkisstjórnin
stæði sterkari en áður. Hún skylfi af
ótta við þjóðina og átök milli stjórn-
arflokkanna tveggja. „Það þarf
kraftaverk svo hæstvirt ríkisstjórn
lifi af þetta kjörtímabil.“
Dýrmætt varnartæki
Össur sagði þetta óumdeildan sigur
fyrir þá sem hefðu barist gegn laga-
frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fjöl-
miðla. Í sjö daga hefði líf ríkisstjórn-
arinnar hangið á bláþræði og
upplausn orðið í Framsóknarflokkn-
um. Nú ríkti nákvæmlega sami
stjórnskipulegi vafi um það, eins og
sagt væri í nefndaráliti meirihluta
allsherjarnefndar, hvort hægt væri að
kippa frumvarpinu út úr þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Það hefðu komið rök-
studd lögfræðiálit, sem sýndu fram á
það með ákaflega sterkum rökum, að
það færi í bága við stjórnarskrána að
hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu eft-
ir að forsetinn hefði synjað þeim stað-
festingar.
„Kúvending ríkisstjórnarinnar og
ekki síst hæstvirts forsætisráðherra
undirstrikar um leið með glöggum
hætti það mikilvæga hlutverk sem
stjórnarskráin hefur í stjórnskipun
landsins. Ég tel að reynsla þjóðarinn-
ar af fjölmiðlalögunum hafi leitt í ljós
að málskotsrétturinn sé ákaflega dýr-
mætt varnartæki í baráttu þjóðarinn-
að það stæðist 26. grein stjórnar-
skrárinnar. Þar stæði að þjóðarat-
kvæðagreiðsla skyldi fara fram og
hvergi væru jafnréttháar eða skýrar
heimildir sem Alþingi gæti gripið til
og sagt að svona mætti bregðast við
og ýta til hliðar ákvæði 26. greinar-
innar.
„Í öðru lagi hef ég miklar efasemd-
ir um að það megi fara þessa leið
vegna þess að ég tel það ganga gegn
hugsun stjónarskrárgjafans á sínum
tíma,“ bætti Steingrímur við. Fór
hann í ýtarlegu máli yfir aðdraganda
samþykktar stjórnarskrárinnar og
fjallaði um þau álitaefni sem þá voru
uppi og skýrðu að hans mati að sú
leið, sem nú væri valin, stæðist ekki.
Sterkari staða forsetans
„Í þiðja lagi hef ég miklar efasemd-
ir um þessi viðbrögð vegna þess að
þau færa forsetanum meira vald en
stjórnarskráin ætlast til. Og það
gengur gegn þeirri hugsun, sem var
alveg kristaltær niðurstaða árið 1944,
að forsetinn væri eingöngu milli-
göngumaður milli þingsins og þjóðar-
innar í þeim tilvikum að hann synjaði
frumvörpum staðfestingar,“ sagði
Steingrímur. Það kæmi fram í um-
ræðum þingmanna á þessum tíma.
Hvorki meiri né minni völd átti forset-
inn að fá. Verið væri að virkja synj-
unarvaldið og stöðva það hjá forset-
anum sjálfum. Hann væri því í
sterkari stöðu í þessu tilviki. Jafn-
framt taldi Steingrímur nauðsynlegt
að ræða í hvaða farveg samskipti Al-
þingis og forseta færu með þessum
viðbrögðum. Það kæmi dagur eftir
þennan dag og væri þetta það for-
dæmi sem þingmenn vildu setja; að
frumvörp hentust á milli þings og for-
seta? Efasemdir hans væru því bæði
af lögfræðilegum og pólitískum toga.
Stöðvaðist hjá þjóðinni
Guðjón Arnar Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins, dró það
líka mjög í efa að þessi málsmeðferð
fengi með nokkru móti staðist. Mál-
skotsrétturinn hefði tryggt að málið
stöðvaðist og færi ekki aftur til Al-
þingis.
Vegna málskotsréttarins hefði rík-
isstjórnin gjörtapað þessu máli.
Meirihluti íslensku þjóðarinnar
myndi örugglega fella málið í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Það gætu stjórn-
arflokkanir alls ekki hugsað sér. Því
væri þessi leið valin sem allsherjar-
nefnd legði til.
„Sú stjórnlagakreppa, sem stjórn-
armeirihlutinn telur vera, hún er
heimatilbúin. Algjörlega heimatilbú-
in,“ sagði Guðjón. Þingmenn væru að
hengja sig á mismunandi túllkanir, að
það væri vandi að fara eftir 26. gr.
stjórnarskrárinnar. Hann teldi svo
ekki vera og ekki heldur erfitt að ná
sátt í fjölmiðlamálinu hefðu allir
stjórnmálaflokkar komið að undir-
búningsvinnunni. Við þá málsmeðferð
hefði forsætisráðherra ekki getað
sætt sig.
Fjölbreytni í fjölmiðlum
„Ég verð að segja alveg eins og er,
hæstvirtur forseti, að mér hefur sýnst
ríkja fjölbreytni í íslenskum fjölmiðl-
um að undanförnum. Ég get ekki séð
þessa geysilegu hættu sem hefur
skapast af þeirri þróun sem hefur
orðið hér að undanförnu,“ sagði Guð-
jón. Það breytti þó ekki þeirri skoðun
hans að skoða mætti hvort og hvernig
eignarhald á fjölmiðlum yrði tak-
markað. Það yrði þá gert varlega og í
skrefum með löngum aðlögunartíma.
Það þyrfti líka að ræða fleira en eign-
arhald eins og ritstjórnarlegt frelsi.
Einnig þyrfti að huga að því af hverju
menn mættu ekki eiga í dagblaði um
leið og í ljósvakamiðli. Hann sæi ekki
nokkur rök fyrir þeirri takmörkun.
Stjórnarandstaðan sagði að málskotsrétturinn væri dýrmætt varnartæki
Forsetanum færð meiri völd
með þessum viðbrögðum
Morgunblaðið/Þorkell
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar, undirbýr
ræðu sína á Alþingi í gær. Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni, formanni
allsherjarnefndar, sem svaraði spurningum þingmanna á Alþingi í gær.
ÞRÁTT fyrir að allsherjarnefnd telji heimilt
að setja ný lög um fjölmiðla samhliða því að
fella niður lögin frá liðnu vori hefur skapast
ágreiningur um stjórnskipulegar heimildir
handhafa ríkisvaldsins við hinar afbrigðilegu
aðstæður undanfarinna vikna, sagði Bjarni
Benediktsson, formaður allsherjarnefndar,
þegar hann mælti fyrir nefndaráliti meirihlut-
ans á Alþingi í gær við stjórnarfrumvarp um
eignarhald fjölmiðla. Lauk annarri umræðu
um frumvarpið í gærkvöldi. „Dregur það með
öðru fram þann vafa sem í öllu tilliti er á beit-
ingu og framkvæmd 26. gr. stjórnarskrár-
innar og því hver sú stjórnskipulega hugsun í
raun var sem á sínum tíma bjó henni að baki,“
sagði hann. Skoðanamunur um beitingu grein-
arinnar endurspeglaði grundvallarmun á af-
stöðu til stjórnskipunar og valdmarka hand-
hafa ríkisvaldsins. Með hliðsjón af þeim
stjórnskipulega ágreiningi sagði Bjarni að
meirihluti allsherjarnefndar legði til að fjöl-
miðlalögin, sem samþykkt voru í vor, yrðu
felld brott en aðrar breytingar skoðaðar nán-
ar. Í málflutningi þingmanna stjórnarandstöð-
unnar komu fram efasemdir um að hægt væri
að fella lög úr gildi sem forsetinn hefði synjað
staðfestingar. Með því að beita 26. grein
stjórnarskrárinnar hefði hann skotið málinu
til þjóðarinnar. Þar lægi málið nú og án nokk-
urs vafa væri eðlilegast að fram færi þjóð-
aratkvæðagreiðsla um lögin til synjunar eða
samþykkis. Enginn deildi um að það stæðist
ákvæði stjórnarskrárinnar.
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, spurði Bjarna eftir framsögu hans
hver sá stjórnskipulegi vafi væri sem yrði til
þess að meirihluti allsherjarnefndar legði til
að fjölmiðlalögin, sem samþykkt voru í vor,
yrðu felld brott.
Heimilt að setja ný lög
Bjarni sagðist halda að það væri öllum ljóst,
sérstaklega þeim sem hefðu setið í allsherj-
arnefnd, um hvað þessi stjórnskipulegi vafi
hefði verið. Málið snerist um það hvort þinginu
væri stætt á að setja efnislega sambærileg lög í
sama frumvarpi og fyrri lögin væru felld
brott. Meirihlutinn hefði komist að þeirri nið-
urstöðu að það væri stjórnskipulega hægt en
vegna ágreinings um málið – og því hefði verið
teflt fram sem sérstakri sáttagjörð af hálfu
ríkisstjórnarinnar og engin sátt tekist um mál-
ið – legði nefndin til að lögin yrðu afturkölluð.
Össur benti á að nákvæmlega sami vafi léki
á því hvort unnt væri að kippa lögum, sem for-
setinn hefði synjað staðfestingar og skotið til
þjóðarinnar, úr ferli þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þungavigtarmenn teldu það ekki hægt og ef
ríkisstjórnin væri samkvæm sjálfri sér léti hún
stjórnarskrána njóta vafans og málið ganga
sinn eðlilega veg í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Tveir ólíkir fletir
Bjarni sagði þetta tvo ólíka fleti á málinu.
Annars vegar að fella lögin brott og hins vegar
að setja ný lög. Nefndin væri algjörlega sann-
færð um að það væri hægt samkvæmt stjórn-
skipunarrétti að afturkalla núgildandi fjöl-
miðlalög. Um síðara atriðið væru ekki færð
ýtarleg rök um að hægt yrði að setja ný lög í
sama frumvarpi vegna þess að meirihluti alls-
herjarnefndar legði það ekki til. Hann væri
þeirrar skoðunar að það væri klárlega tækt
samkvæmt stjórnlögum. Ástæðan fyrir því að
sú leið væri ekki farin væri að ekki náðist sú
sátt sem að var stefnt.
Formaður allsherjarnefndar mælti fyrir áliti meirihluta nefndarinnar
Ágreiningur um heimildir
handhafa ríkisvaldsins
Morgunblaðið/Þorkell
Bjarni Benediktsson efaðist ekki um að Al-
þingi væri heimilt að setja ný lög í sama
frumvarpi og eldri lög væru felld úr gildi.
ÖSSUR Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar,
sagði að 26. gr. stjórnarskrár-
innar hefði verið þaulrædd fyr-
ir setningu hennar árið 1944 og
merking ákvæðisins alveg skýr.
„Ég verð að segja að mér
finnst þetta tær snilld, þetta
ákvæði. Þetta er þrauthugsað
og það hefur heldur betur sýnt
sig að þetta er nauðsynlegur
nauðhemill þegar ríkisstjórn,
eins og þessi, tapar sjónar á því
sem rétt er í lýðræðislegu sam-
félagi og lendir utan vegar,“
sagði Össur á Alþingi í gær.
Fluttar hefðu verið þrjár breyt-
ingartillögur sérstaklega við
26. greinina. Allar hefðu þær
verið felldar því að þingmenn
vildu nákvæmlega þennan far-
veg, að málið færi til þjóðarinn-
ar.
Afhjúpa vanþekkingu
Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri-grænna,
sagði að það hefði verið sómi að
því hvernig staðið var að setn-
ingu stjórnarskrárinnar 1944.
Sagði hann það afhjúpa gríðar-
lega vanþekkingu í þessu máli
að halda því fram að mönnum
hefði legið svo mikið á til Þing-
valla lýðveldisárið, að ekki
hefði verið hægt að standa
vandlega að setningu stjórnar-
skrárinnar. Verja yrði heiður
þeirra manna sem þarna áttu í
hlut.
Kláruðu sitt verk
með sóma
Skoðun stjórnarskrárinnar
hefði hafist 1941 og henni hefði
lokið áður en til lýðveldisstofn-
unarinnar 17. júní 1944 kom.
Rétt væri að ágreiningur hefði
verið um málið en þeir sem
stóðu að þessari vinnu, meðal
annars í milliþinganefnd, hefðu
útkljáð hann. „Þeir kláruðu sitt
verk með sóma, þeir sem stóðu
að setningu stjórnarskrárinn-
ar. Þeir gerðu út um ágreining-
inn eins og menn, greiddu um
hlutina atkvæði og gengu frá
málinu. Það lá kristaltært fyrir
þeim hvernig þetta skyldi
vera,“ sagði Steingrímur.
26. grein-
in tær
snilld
Söguleg
upprifjun