Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ISO 9001 gæðastaðall er
okkar styrkur og þín trygging fyrir gæðavöru
Allar TEKNOS vörur framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli
TEKNOS hágæðamálning fæst nú
á öllum norðurlöndunum.
TEKNOS er ein vandaðasta
málningin á markaðnum í dag.
M
Á
LN
ING
ARTILB
O
Ð
frá
kr. 2 98-
lt
r.
Hágæða lakkmálning
Gljástig 15, 40 og 80
Hágæða Akrýl innimálning
Gljástig 3, 7 og 20
MÖNNUM var nokkuð brugðið þeg-
ar klæðning á forsköluðu timb-
urhúsi við Hverfisgötu gaf sig í gær
og hrundi á gangstétt. Enginn varð
fyrir hruninu, en svo virðist sem
sprungur í forsköluninni hafi valdið
leka, sem síðan hafi leitt til þess að
vírnet, sem hélt steypunni, ryðgaði í
sundur.
Gunnar Þórðarson, einn íbúa
hússins, segir að um tveir til þrír fer-
metrar af klæðningu hafi hrunið á
stéttina. „Ef einhver hefði verið
þarna á stéttinni hefði hann hugs-
anlega getað meiðst, en sem betur
fer varð enginn fyrir þessu,“ segir
Gunnar, sem kveðst hafa verið far-
inn að hyggja að því að rífa klæðn-
inguna af. Nú hafi húsið hins vegar
gefið sterklega í skyn nauðsyn slíkr-
ar aðgerðar. „Við vorum búin að sjá
þetta var að gliðna og vorum að spá í
að hjálpa þessu niður, en svo varð
þetta á undan. Nú liggur bara fyrir
að hreinsa forskölunina af og láta
bárujárnsklæðningu nægja. Þetta
hefur verið gert í kringum 1940 og
búið að hanga svolítið lengi á.“
Morgunblaðið/Árni Torfason
Forskölunarklæðning
hrynur af húsi
NÝ RANNSÓKN hefur leitt í ljós að
slysum á börnum á aldrinum 0–4 ára
hefur fækkað verulega í heimahúsum
og í frítíma fjölskyldunnar. Rann-
sóknina gerði Er-
ik Brynjar
Schweitz Eriks-
son læknanemi í
samvinnu við
Slysaskrá Íslands,
Landlæknisemb-
ættið og fleiri.
Fram kom að
árið 2003 var
heildarfjöldi
þeirra barna sem
slösuðust í heima-
húsi og frítíma
1.392, sem er um 75% allra slysa sem
börn á aldrinum 0–4 ára urðu fyrir.
Þessar tölur komu frá slysa- og
bráðadeild LSH. Tæp 49% barnanna
féllu og slösuðust, en fall er helsta
ástæða slysa hjá börnum á þessum
aldri. Þroski barnanna er þannig að
þau eru mjög óstöðug en á sama tíma
eru þau að kanna umhverfi sitt og
gera sér ekki á neinn hátt grein fyrir
hættunum þar. Því er afar mikilvægt
að heimili þeirra og umhverfi séu
gerð eins örugg og mögulegt er.
Í rannsókninni kemur ennfremur
fram að tíðni barnaslysa í yngsta ald-
urshópnum hefur greinilega lækkað
mjög hér á landi á síðustu tíu árum.
Árið 1996 voru 128 slys á hverja þús-
und íbúa á þessum aldri en árið 2003
voru heimaslysin aðeins um 78 á
hverja þúsund. Þó segir Erik erfitt að
gera algerlega beinan samanburð á
þessum árum, vegna þess að verið
geti að einhver munur sé á úrvinnslu
og flokkun gagna sé öðruvísi nú en
þá. Engu að síður sé þarna vísbend-
ing sem gefi sterklega til kynna að
mikil framför hafi orðið í að koma í
veg fyrir slys. „Það sem er mjög
ánægjulegt og hefur sérstaklega vak-
ið ánægju mína er fækkun eitrana hér
á landi,“ segir Erik. „Það var gerð
rannsókn árið 1986 sem náði yfir árið
1979. Þá voru eitranir 10,6% allra or-
saka slysa. Í dag eru eitranir komnar
niður í 0,6%. Þetta er talandi dæmi
um áhrif forvarna. Meðhöndlun eitur-
efna hefur batnað gríðarlega, það er
mál manna í þessum forvarnageira.“
Erik segir bruna- og klemmuáverka
einnig hafa minnkað gríðarlega.
Tíðni frítíma- og heimaslysa er nú
lægri en hjá Dönum, en hingað til hef-
ur Ísland verið talið með hæstu tíðni
barnaslysa á Norðurlöndum og Danir
komu þar næst á eftir. Enn sem fyrr
er tíðnin lægst hjá Svíum, sem sýnir,
að sögn Eriks, að enn má gera betur á
þessu sviði.
Herdís L. Storgaard, forstöðumað-
ur Árvekni, samstarfshóps um for-
varnir gegn slysum, segir margt sem
foreldrar ungra barna geta gert til að
koma í veg fyrir slys. „Fyrst og
fremst þarf að gera sér grein fyrir því
að frá fæðingu og alveg fram að tólf
ára aldri hafa börn ekki þroska og
getu til að sjá, þekkja og vita hverjar
hætturnar eru í umhverfinu,“ segir
Herdís og bendir á að aldurshópurinn
sem rannsóknin tekur til, börn upp að
fjögurra ára aldri, sé mjög viðkvæm-
ur. „Það þarf að passa þau alveg sér-
staklega vel. Sem dæmi má nefna að
fram að sjö ára aldri bera börn ekki
hendurnar fyrir sig þegar þau detta.
Þá skiptir t.d. máli hvernig gólfefni
eru í íbúðinni.“
Herdís segir fólk þurfa að gera
ýmsar ráðstafanir á heimilum sínum.
Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, undir
slysavarnaverkefninu Árvekni, getur
fólk lesið sér til um þroska barna og
þar er einnig að finna gátlista sem
fólk getur prentað út og gengið með
um heimilið. Þar eru taldar upp ýms-
ar hættur sem kann að vera að fólk
hafi ekki áttað sig á.
Erik Brynjar
Schweitz Eriksson
læknanemi.
TENGLAR
.....................................................
www.arvekni.is
Slysum á ungum
börnum fækkar
umtalsvertBJÖRN Ingi Sveinsson borgarverk-fræðingur segir óhjákvæmilegt aðhafa umferðarljós á þeim slaufu-
gatnamótum sem nú er verið að gera
á mótum Hringbrautar, Snorra-
brautar og Bústaðarvegar. Tvenn
umferðarljós verða á gatnamótunum.
Í Morgunblaðinu í gær sagði Árni
Friðleifsson, varðstjóri hjá umferð-
ardeild lögreglunnar í Reykjavík, að
honum litist illa á að hafa umferð-
arljós á þessum gatnamótum, þau
geti skapað flöskuhálsa og verið
slysagildra. Árni sagði reynslu lög-
reglunnar af mislægum gatnamótum
af þessu tagi vera þá að tjónatíðni
aukist oft á tíðum frá því sem áður
var. Einnig gagnrýndi hann að sjald-
an væri haft samráð við lögreglu við
hönnun umferðarmannvirkja.
Skapar ekki vandamál
Björn Ingi telur að gatnamót af
þessu tagi hafi ekki skapað mikil
vandamál. Umferðaróhöppum fjölgi
hugsanlega eitthvað fyrst eftir að
mannvirkin eru tekin í notkun, en
það sé ekki viðvarandi ástand. „Um-
ferðarljós stýra eðli málsins sam-
kvæmt umferð og fólk þarf að hlíta
þeim reglum sem gilda hverju sinni.
Það eru kannski alltaf einhverjir sem
ekki átta sig á því þegar hlutirnir eru
nýir, en ég tel ekki að þetta sé ástand
sem menn þurfi að hafa áhyggjur af,“
segir hann inntur eftir því hvort um-
ferðarljósin séu slysagildra.
Björn Ingi segir að ómögulegt sé
að komast hjá því að hafa umferð-
arljós á gatnamótunum. „Gatnamótin
tækju miklu meira pláss og þá þyrfti
að veita straumunum í þannig áttir
að umferðin krossist aldrei. Gatna-
mótalausnirnar þarna eru flóknar út
af því að plássið er ekki mikið og við
erum að tengja saman nokkra
strauma, bæði af Snorrabraut, Bú-
staðavegi og Hringbrautinni nýju
sem og inn á gömlu Hringbrautina,
sem aðgengi að spítalanum. Þetta
kallar á þessar lausnir,“ segir Björn
Ingi.
Annar ekki umferð
Hringtorg hefur verið nefnt sem
möguleiki í stað mislægra gatna-
móta. „Hringtorg var skoðað á sínum
tíma, eins og margar aðrar lausnir og
það var talið að það myndi ekki anna
þeirri umferð sem um þessi gatna-
mót þarf að fara,“ segir borgarverk-
fræðingur.
Inntur eftir því hvort sjaldan sé
haft samráð við lögreglu um hönnun
umferðarmannvirkja segir hann að
allar framkvæmdir sem ráðist sé í á
vegum borgarinnar, séu lagðar fyrir
samgöngunefnd til endanlegs sam-
þykkis. „Á fundum samgöngunefnd-
ar situr einn af yfirmönnum lögregl-
unnar og hefur bæði málfrelsi og
tillögurétt þannig að þeir hafa fullan
aðgang að því sem við erum að gera.
Ég tel að menn eigi bara að nýta sér
það betur ef þeir telja brotalöm á
því,“ segir Björn Ingi.
Umferðar-
ljós óhjá-
kvæmileg
VARÐSKIPIÐ Ægir er á leið til
hafnar og þar með verður ekkert
íslenskt varðskip nú á sjó. Sævar
Gunnarsson, formaður Sjómanna-
sambands Íslands er afar óánægður
með þessa stöðu og segir algjört
lágmark að tveimur varðskipum sé
haldið úti í senn. Hann segir Land-
helgisgæsluna í fjársvelti. Sam-
kvæmt lögum um Landhelgisgæsl-
una er hlutverk hennar að halda
uppi almennri löggæslu á hafinu
umhverfis Ísland, jafnt innan sem
utan landhelgi.
Spurður hvort eftirlit með land-
helginni sé fullnægjandi um þessar
mundir segir Hafsteinn Hafsteins-
son, forstjóri Landhelgisgæslunnar,
að það hljóti að vera matsatriði
hverju sinni. Hann bendir á að
gæslan hafi yfir takmörkuðum fjár-
munum að ráða. „Við reynum að
ráðstafa þeim fjármunum sem við
fáum á fjárlögum eins vel og kostur
er,“ segir hann. Reynt sé eftir
mætti að halda úti eftirliti, ef ekki
með skipum þá með flugvél Land-
helgisgæslunnar. Aðspurður segir
hann að báðar þyrlur gæslunnar
séu í lagi.
Verið að svelta Gæsluna
Samkvæmt upplýsingum frá Til-
kynningarskyldunni voru rúmlega
500 íslensk skip og bátar á sjó í
gær, bæði innan og utan landhelg-
innar. Þá voru 13 erlend skip á
veiðum við landhelgislínuna, sam-
kvæmt upplýsingum frá Landhelg-
isgæslunni. Auk þess eru um 20
önnur erlend skip á loðnumiðunum
norður af Horni, á leiðinni þangað
eða til hafnar. Öll nema eitt eru
norsk.
Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambands Íslands, kveðst
ósáttur við að öll varðskipin skuli
vera bundin við bryggju og segir al-
gjört lágmark að hafa tvö varðskip
á sjó. Um þetta hafi sjómenn marg-
oft ályktað. Varðskipin sjái jafnt
um að verja landhelgina, fylgjast
með umferð skipa þar um auk þess
sem þau eru til taks ef óhapp verð-
ur. „Þeir sem skaffa peninga í þetta
eru bara að svelta Gæsluna,“ segir
hann. Margoft hafi komið fram að
fé vanti til þess að Landhelgisgæsl-
an geti uppfyllt lögbundið hlutverk
sitt.
Sævar segist þó ekki endilega
óttast um öryggi sjómanna. Á hinn
bóginn hafi varðskipin margsannað
gildi sitt þegar óhapp verði á sjó.
Þá séu skipin nauðsynleg til að
halda uppi eftirliti í og við landhelg-
ina. Flugvélar komi að gagni en
komi ekki staðinn fyrir varðskipin
sem sinni margháttuðu eftirliti sem
ekki sé hægt framkvæma úr lofti.
Hann segir löngu tímabært að
stjórnvöld, yfirmenn Landhelgis-
gæslunnar og fulltrúar hagsmuna-
aðila setjist niður og skilgreini ná-
kvæmlega hvert hlutverk
Gæslunnar eigi að vera. Síðan verði
stjórnvöld einfaldlega að leggja
Gæslunni til nægilegt fé.
Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands
Algjört lágmark að halda
úti tveimur varðskipum
Morgunblaðið/Eggert
Tvö varðskip er nú í höfn í Reykjavík og það þriðja, Ægir, er á leið til lands.