Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓR Jónsson gæddi sér á fullþroska krækiberj- um við Nauthúsagil á Þórsmerkurleið í viku- byrjun. Krækiberin eru því, líkt og í fyrra, snemma á ferðinni enda sumarið verið með ágætum. Tími berjatínslu fer því væntanlega í hönd á næstu dögum og vikum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Gómsæt krækiber MARGEIR Jónsson, fyrrverandi útgerðar- maður og fiskverkandi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 18. júlí sl. Margeir var fæddur 23. nóvember 1916 í Stapa- koti í Innri-Njarðvík. Foreldrar hans voru Jón Jónsson útvegs- bóndi og kona hans Guðrún Einarsdóttir. Margeir giftist Ástu Ragnheiði Guðmunds- dóttir 19. nóvember 1939, en hún lést 20. okt. 1999. Margeir var í umsvifamiklum at- vinnurekstri í Keflavík um langt árabil. Hann var aðaleigandi og framkvæmdastjóri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Rastar hf. í Keflavík frá stofnun þess 1945 og tók þátt í rekstri síldarsöltunar- stöðva á Austurlandi og á Norður- landi á síldarárunum. Hann stofnaði Reiðhjólaverkstæði í Keflavík 1932 og rak það til 1966. Margeir var mikill félagsmála- maður, hann átti sæti í bæjarstjórn Keflavíkur og var formaður Raf- veitunefndar Keflavíkurbæjar um langt árabil, einnig var hann slökkviliðs- stjóri í Keflavík frá 1940 til 1960. Margeir var mjög virkur í ýmsum fé- lagsmálum atvinnu- rekenda og þá sér- staklega sjávar- útvegsins. Var m.a. um árabil fulltrúi á Fiskiþingi og í stjórn Fiskifélags Íslands, í verðlagsráði sjávar- útvegsins, í stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, stjórn Samlags skreiðarframleið- enda, Landsambands ísl. útvegs- manna, Félags síldarsaltenda, var formaður Útvegsbændafélags Keflavíkur um árabil og í stjórn Líf- eyrissjóðs Suðurnesja auk margvís- legra annarra trúnaðarstarfa. Hann var einn af stofnendum Málfunda- félagsins Faxa, var í forystu Ung- mennafélags Keflavíkur, vann að bindindismálum og var um tíma æðstitemplar stúkunnar. Margeir var sæmdur riddara- krossi Hinnar ísl. fálkaorðu fyrir störf sín. Andlát MARGEIR JÓNSSON HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær fyrrverandi sam- býlismann Sri Rhamawati í áfram- haldandi gæsluvarðhald til 11. ágúst. Var honum einnig gert að sæta geðrannsókn. Maðurinn var handtekinn 6. júlí og er grunaður um að hafa valdið dauða Sri eða átt þátt í hvarfi hennar, en síðast er vitað um ferðir hennar í íbúð hans 4. júlí. Blóð, sem fannst í íbúðinni og bíl hans, reyndist vera úr henni. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík tók maðurinn sér frest til að ákveða hvort úr- skurðurinn verður kærður til Hæstaréttar. Morgunblaðið/Júlíus Sakborningurinn leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Gæsluvarðhald fram- lengt til 11. ágúst RÍKISENDURSKOÐUN hefur sent frá sér svar við athugasemd- um fjármálaráðuneytis vegna skýrslu um framkvæmd fjárlaga ársins 2003. Jafnframt er viður- kennt að nokkrar villur hafi mátt finna í skýrslunni. Hvað varðar samanburð gjalda og heimilda telur Ríkisendurskoð- un engan ágreining vera um að eðlilegt sé að bera gjöld á rekstr- argrunni saman við fjárlög. Vandamálið sé hins vegar, að upp- lýsingar um rekstrargrunn liggi ekki fyrir fyrr en um hálfu ári eft- ir lok reikningsársins. Telur Rík- isendurskoðun ekki viðunandi að marktækar upplýsingar um af- komu og framvindu ríkisfjármála liggi ekki fyrir fyrr en hálfu ári eftir að reikningsári lýkur. „Rík- isendurskoðun hefur ítrekað látið í ljós það álit sitt að flýta þyrfti uppgjöri ríkissjóðs þannig að end- anlegar niðurstöðutölur rekstrar liggi fyrir fljótlega eftir áramót,“ segir í svarinu. Ríkisendurskoðun áréttar einn- ig, að í skýrslunni hafi verið vakin athygli á, hve illa hafi gengið að hafa fjárstjórn ríkisins í samræmi við þær fyrirætlanir sem fram koma í fjárlögum. „Loks hefur Ríkisendurskoðun hvað eftir annað bent á, að viðbótarfjárheimildir þurfi að samþykkja með formleg- um hætti af Alþingi áður en stofn- að er til útgjalda, en ekki eftir á, eins og lengi hefur tíðkast,“ segir ennfremur. Fallist er á, að samanburður skýrslunnar á þjóðhagsstæðum sé ekki réttmætur, þar sem tölur frumvarpsins og tölur Hagstofunn- ar séu ekki sambærilegar. Er orðalag skýrslunnar, þar sem sagt var að ljóst væri að verulegrar ónákvæmni hefði gætt undanfarin ár í þeim spám og forsendum sem fjárlög hefðu byggst á, dregið til baka, og segir í svarinu, að „rétt- ara hefði verið að segja, að nokk- urrar ónákvæmni hafi gætt und- anfarin ár í þeim spám og forsendum sem frumvörp til fjár- laga hafa byggst á“. Meginábendingar standi þrátt fyrir villur Nokkrar villur í skýrslunni eru leiðréttar í svari Ríkisendurskoð- unar, og beðist velvirðingar á þeim. Meðal þeirra er misritun um að ellefu fjárlagaliðir iðnaðarráðu- neytis hafi farið yfir fjárheimild, en hið rétta er að einungis einn þeirra fór yfir heimild. Samkvæmt töflu í skýrslunni kom ráðuneytið mjög illa út, en hið rétta er, „að ráðuneytið stendur sig best allra ráðuneytanna hvað samanburð fjárheimilda og útkomu varðar“, segir í svari Ríkisendurskoðunar. Stendur við meginábendingar Í lokaorðum svars Ríkisendur- skoðunar segir, að þrátt fyrir þá gagnrýni sem einstök atriði skýrslunnar hafi hlotið þá standi eftir meginábendingar skýrslunn- ar um að mikilvægt sé að bæta fjármálastjórn stofnana og aga við framkvæmd fjárlaga. „Umfram- keyrsla sem viðgengist hefur hjá ráðuneytum og einstökum stofn- unum í mörg ár vinnur gegn mark- miðum stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og halla- lausan rekstur ríkissjóðs. Þá þarf að taka á málum stofnana sem safnað hafa neikvæðri stöðu gagn- vart fjárheimildum á undanförnum árum,“ segir í lokaorðum svarsins. Ríkisendurskoðun svarar athugasemdum ráðuneytis Segir meginábending- ar skýrslunnar standa HRINA smáskjálfta varð undir Fagradalsfjalli í gær, um 9 km norð- austan við Grindavík. Hrinan hófst á 5. tímanum, samkvæmt upplýsing- um frá Veðurstofunni, og var virknin mest á milli kl. 14-16, en þá mældust um 50 skjálftar á klukkutíma. Skjálftarnir hafa allir verið smáir og hefur enginn þeirra náð stærðinni 2 á Richters-kvarða. Alls mældust yfir 300 skjálftar á svæðinu í gær. Svipuð hrina mældist í síðustu viku á sama stað, en skjálftavirknin náði þá yfir stærra svæði til austurs. Skjálftavirkni á ný undir Fagradalsfjalli ÞRIGGJA manna nefnd á vegum Skáksambands Íslands freistaði þess að hafa áhrif á gang mála Bobbys Fischers, fyrrverandi heimsmeistara í skák. Í nefndinni voru Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti SÍ þegar heimsmeistaraeinvígið var háð 1972, Helgi Ólafsson stórmeist- ari og Áskell Örn Kárason, þáver- andi forseti SÍ. Þeir þremenningar gengu á fund sendiherra Bandaríkj- anna hér, Barböru Griffiths, og spurðu fyrst hvort mál Fischers myndi einhvern tímann fyrnast, en fengu það svar að slík mál fyrntust aldrei. Í öðru lagi spurðu þeir hvort þeir gætu með einhverjum hætti unnið að því að fá Fischer náðaðan, en fengu þau svör að þeir gætu ekkert gert, aðeins hann sjálfur eða fulltrúi hans með skriflegt umboð gæti unnið í málinu. Sendiherrann vildi ekki blanda sér í málið með neinum hætti. Síðar var þess freistað að fá Clinton Bandaríkjaforseta til að náða Fischer þegar forsetinn lét af embætti og höfðu embættismenn í forsætisráðuneytinu milligöngu þar um, en án árangurs. Guðmundur G. Þórarinsson sagði í samtali við Morgunblaðið að margir hefðu haft samband við sig eftir að grein hans um Bobby Fisc- her birtist í Morgunblaðinu á þriðjudaginn. Margir hefðu spurt hvers vegna við Íslendingar tækj- um bara ekki Fischer að okkur, en Guðmundur sagði allar slíkar vangaveltur stranda á hættunni á því að vegna framsalssamninga myndum við missa hann út úr höndunum á okkur. Reyndu að fá Fischer náðaðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.