Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 15
MINNSTAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 15
O
D
D
I H
Ö
N
N
U
N
L
21
02
Nýtt hjá okkur!
Þvottavél, WXL 126SN
Ný 6 kg þvottavél með íslensku stjórnborði.
1200 sn./mín., orkuflokkur A plús.
Frábær kaup!
Kynningarverð: 69.800 kr. stgr.
Þurrkari, WTXL 2101EU
Nýr 6 kg þurrkari með íslensku stjórnborði.
Gufuþétting (enginn barki), 9 kerfi.
Frábær kaup!
Kynningarverð: 64.800 kr. stgr.
HÖFUÐBORGIN
Reykjavík|Reykjavíkurdeild
Rauða kross Íslands hefur nú
flutt starfsemi sína í nýtt hús-
næði á Laugavegi 120, en áð-
ur fór meginstarfsemi deild-
arinnar fram á tveimur
stöðum, í Fákafeni og við
Hverfisgötu.
Fram kemur á heimasíðu
Rauða krossins að stefnt hafi
verið að flutningnum um
nokkurt skeið vegna þess
óhagræðis sem fylgi því að
vera með starfsemina á
tveimur stöðum.
Ýmsir kostir voru skoðaðir
við leit að nýju húsnæði, og
ekki allir sammála um hvern-
ig framtíðarhúsnæðið ætti að
vera. Á endanum varð úr að
kaupa fjórðu og fimmtu hæð
á Laugavegi 120, samtals um
500 fermetra. Rétt er að taka
fram að þótt starfsfólk og að-
staða séu nú komin undir eitt
þak mun sjálfboðið starf
deildarinnar áfram verða
starfrækt víða um borgina.
Rauði
krossinn
flytur á
Laugaveg
Hafnarfjörður | Stöllurnar Lilja Rún Kristjánsdóttir, Þór-
halla Sigurðardóttir, Vera Dögg Höskuldsdóttir, Hrefna
Þórsdóttir og Sunna Árnadóttir hafa sannarlega vakið at-
hygli í Hafnarfirði í sumar, þar sem þær ferðast allar um á
léttum bifhjólum, öðru nafni vespum.
„Við erum fjórar sem höfum átt vespur í nokkurn tíma,
og einmitt núna var sú fimmta að kaupa sér einnig,“ sagði
Lilja Rún í samtali við Morgunblaðið. Þær eru allar 16 ára
gamlar, nýbúnar með Setbergsskóla og stefna í Flensborg-
arskólann í haust. Þær hafa verið saman í skóla alla tíð, og
stefna á að nota hjólin á leið í skólann eins og veður leyfir.
Ekki margir á vespum í bænum
„Ein okkar fékk svona hjól fyrir nærri tveimur árum,
þegar hún hafði aldur til,“ útskýrir Lilja. „Svo flutti ég í
burtu, og þurfti því alltaf að vera í strætó, þangað til að
ákveðið var að ég fengi mér vespu líka. Þannig þróaðist það
að við fengum okkur allar vespu,“ bætir hún við.
Aðspurð svarar Lilja að þær fari mikið saman að rúnta á
hjólunum, til dæmis í Smáralind eða í miðbæ Hafnarfjarðar.
Hún segir vinkonuna sem fyrst fékk sér vespu hafa keypt
sína í Danmörku, og flutt hana með sér heim hingað til
lands.
„Við höfðum ekki séð marga á svona hjólum áður en við
fengum okkur hjól, það var eiginlega bara vinkona okkar
sem reið á vaðið og fékk sér vespu,“ segir Lilja.
Feykjast
áfram á
vespunum
Morgunblaðið/Árni Torfason
Vespuæði: Þær (f. h.) Lilja Rún Kristjánsdóttir, Þórhalla Sigurðardóttir, Hrefna Þórsdóttir og Sunna Árnadóttir taka sig sann-
arlega vel út á hjólunum, og hjálmurinn er til taks þegar lagt er af stað. Á myndina vantar Veru Dögg Höskuldsdóttur.
Seltjarnarnes | Það er
alltaf gaman að fara í
fjöruna, sérstaklega ef
fata og skófla er með í
för eins og hjá Tinnu,
Hafþóri Erni og Sól-
rúnu á dögunum. Alltaf
er hægt að finna eitt-
hvað nýtt í fjörunni;
gamla netabobbinga,
krabba eða marflær. Ef
heppnin er með má svo
vonast til að finna
flöskuskeyti frá fjar-
lægum löndum.Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Moka
sandi í
fjörunni
Bensínstöð samþykkt | Áfram-
haldandi bygging bensínstöðvar við
söluturninn Staldrið í Breiðholti var
samþykkt með atkvæðum fulltrúa
R-lista á fundi þess síðastliðinn
þriðjudag. Sjálfstæðismenn greiddu
atkvæði gegn samþykktinni.
Fyrir fundinn var lögð samþykkt
skipulags- og bygginganefndar
varðandi breytt deiliskipulag á
svæðinu. Bentu sjálfstæðismenn á,
að bygging bensínstöðvarinnar hefði
hafist án þess að farið hefði verið eft-
ir samþykkt borgarráðs um bensín-
stöðva- og bensínsölulóðir. Einnig
hefði komið fram í niðurstöðum
starfshóps skipulags- og bygg-
ingasviðs frá í október 2003 að ekki
ætti að fjölga bensínstöðvum í
byggðum hverfum nema bensínstöð
sem nú er í rekstri væri lokað í stað-
inn, eða ef ástæða þætti að efla sam-
keppni og bæta þjónustu.
Fulltrúar R-lista furðuðu sig á
andstöðu sjálfstæðismanna, þar sem
sjálfsafgreiðslustöð við Staldrið yki
þjónustu við Breiðholtsbúa og gæfi
færi á aukinni samkeppni.