Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
D
enis MacShane var skipaður
Evrópumálaráðherra Bret-
lands árið 2002. Hann er
hámenntaður, fjöltyngdur
og skrifar reglulega grein-
ar í bresk, frönsk, þýsk og bandarísk dag-
blöð og hefur skrifað nokkrar bækur um
alþjóðamál. Hann hefur ekki farið leynt
með stuðning sinn við Evrópusambandið.
MacShane er hingað kominn til við-
ræðna við íslensk stjórnvöld og mun jafn-
framt halda opinn fyrirlestur í Norræna
húsinu í hádeginu í dag. Í gær átti hann
fund með Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar-
ráðherra og í dag hittir hann Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra. Samkvæmt
upplýsingum frá breska sendiráðinu er
MacShane fyrsti breski ráðherrann sem
kemur sérstaklega til Íslands til við-
ræðna við íslenska ráðamenn.
Ný Evrópa í mótun
Á málþinginu mun MacShane m.a.
ræða um áhrif stjórnarskrársáttmálans á
EES-löndin, Ísland, Noreg og Liechten-
stein. Hann var spurður um hver áhrifin
yrðu. „Þegar stjórnarskrársáttmálinn
hefur verið samþykktur tel ég að allar
Evrópuþjóðir, hvort sem þær standa inn-
an eða utan ESB, verði að endurmeta
samskipti sín, jafnt sín á milli sem og við
ESB,“ segir hann. Að hans mati stendur
Evrópusambandið á tímamótum. Breyt-
ingarnar séu miklar, nýtt Evrópuþing
hafi verið kosið og brátt verði ný fram-
kvæmdastjórn ESB skipuð. Með stjórn-
arskránni fái löggjafarþing aðildarríkj-
anna og ríkisstjórnir þeirra aukin völd í
hendur og á sama tíma hyggist ESB láta
meira til sín taka á alþjóðavettvangi. Ný
Evrópa sé í mótun og Ísland, Noregur,
Sviss og Liechtenstein hafi margt til mál-
anna að leggja í þeirri þróun.
MacShane segist verða talsvert var við
óánægju meðal Svisslendinga og Norð-
manna sem verði að fylgja löggjöf ESB
um efnahagsmál, verslun, öryggi, um-
hverfismál o.fl. án þess að hafa nokkuð
um þessa löggjöf að segja. Hann segir þó
erfitt að segja til um hvort eitthvert
EES-landanna eða Sviss muni ganga í
ESB á næstunni. Þau hafi öll ákveðið að
standa fyrir utan sambandið til þessa og
ákvörðunin sé eingöngu þeirra. Hann
segist þó velta því fyrir sér hvort þau séu
ekki nú að endurmeta sína stöðu. Með
nýju stjórnarskránni sé orðið ljóst að
ESB verði ekki eins konar ríkisheild sem
stjórnað verði frá Brussel heldur verði
það áfram skipað fullvalda þjóðríkjum.
Aldrei stutt einangrunarsinna
Nýja stjórnarskráin verður borin undir
þjóðaratkvæði í Bretlandi og hafa margir
áhyggjur af því að hún verði felld í þeim
Þó að skoðan
að Bretar séu „e
ESB telur MacS
verði samt sem
verðugt verkefn
enda og gera þe
ungum sem my
við snerum bak
okkur frá bræðr
inu,“ bætir hann
Hann segir ó
stjórnarskránn
kosningum. MacShane er á hinn bóginn
viss um að hún verði samþykkt. „Á þeim
32 árum sem Bretland hefur staðið innan
ESB hafa Bretar í kosningum eða í þjóð-
aratkvæðagreiðslu aldrei fylkt sér að baki
einangrunarsinnum eða andstæðingum
ESB, hvort sem þeir hafa verið í röðum
Verkamannaflokksins eða Íhaldsflokks-
ins,“ segir hann. Bretar líði fyrir að flest
bresku dagblöðin séu með eindæmum
einangrunarsinnuð auk þess sem Íhalds-
flokkurinn sé afar andsnúinn ESB.
Í
senn er bæði dapurlegt og nota-
legt að eiga orðastað við Morg-
unblaðið um utanríkismál. Hið
dapurlega í málinu er að blaðinu
er fyrirmunað að rökræða við að-
ila með aðrar skoðanir en það hefur sjálft.
Hið viðkunnanlega; að það er eins og að
hitta góðan kunningja á förnum vegi þeg-
ar Moggi gamli kastar hamnum og er
hann sjálfur.
Undirritaður ákvað í sl. viku að leggja
fyrir ritstjórn Morgunblaðsins próf og
dró upp í blaðagrein nokkrar meginlínur
þeirrar endurskipulagningar öryggis-
mála í heiminum sem einstaklingar, fé-
lagasamtök, friðarstofnanir, háskóla-
stofnanir og fjölmörg þjóðríki um víða
veröld tala fyrir í ýmsum myndum. Og
víkur þá að prófinu:
– kaus Morgunblaðið að rökræða hug-
myndir um endurskipulagningu Örygg-
isráðsins og hvort svæðis- og alþjóða-
– sér Morgun
kosti og galla hi
Álandseyja í sta
honum?
Því miður; ek
blaðið ástæðu ti
legan hátt í fram
kolféll á prófinu
málið með því e
„Steingrímur J
Einars Olgeirss
sonar, gamall h
fastur í hjólföru
þá ekki frekari v
blaðsins, rök óþ
steinahöfundar
stofnanir eigi að hafa á að skipa eigin
friðargæslusveitum í stað þess að vera
háð einstökum ríkjum um liðsmenn úr
þeirra herjum?
– hafði Morgunblaðið áhuga á að velta
fyrir sér möguleikum þess að næsti stóri
alþjóðasáttmáli á sviði öryggismála yrði
um upplýsingaskyldu og gagnsæi í vopna-
viðskiptum og takmarkanir eða eftir at-
vikum bannákvæði við vopnasölu til
mögulegra átakasvæða og ríkja þar sem
mannréttindi væru fótumtroðin?
– hefur Morgunblaðið skoðun á þeirri
hugmynd sem fjölmörg friðar- og mann-
réttindasamtök og mörg hlutlaus (non-
alliend) ríki tala fyrir að stefna beri að því
að í framtíðinni hafi engin ríki herstöðvar
utan eigin landamæra?
– valdi Morgunblaðið að blanda sér í
rökræður um borgaralegar og fyrir-
byggjandi friðargæslu- og friðarvarð-
veisluaðferðir í anda þess sem rætt hefur
verið í Norðurlandaráði?
– hver eru rök Morgunblaðsins með
eða á móti því að friðlýsa Ísland fyrir ger-
eyðingarvopnum?
Morgunblaðinu stirt
Steingrímur J. Sigfússon
svarar Morgunblaðinu ’Því miðþessu sá
ástæðu ti
málefnale
framhaldi
og kolféll
son, prófessor í
skóla Íslands.
Fyrirlesturin
nýja stjórnarsk
áhrif á EES-lön
MacShane m
lega um varnar
smærri Evrópu
ESB, og um hu
Íslands að samb
DENIS MacShane mun flytja opinn fyr-
irlestur í Norræna húsinu í dag. Að
loknu erindi hans munu Sólveig Péturs-
dóttir, formaður utanríkismálanefndar
Alþingis, Jónína Bjartmarz, varafor-
maður nefndarinnar, og Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, varaformaður Samfylk-
ingarinnar, skiptast á skoðunum við
hann og ræða um efni fyrirlestrarins.
Fundarstjóri verður Ólafur Þ. Harðar-
Denis MacShane Evrópumálaráðherra Bretla
Allir verða að e
samskiptin við
Denis MacShane, Evrópumál
Bretlands, er þess fullviss að Bret
þykkja nýjan stjórnarskrársáttm
sambandsins í þjóðaratkvæðagre
Winston Churchill hugleiði hann
Rúnar Pálmason ræddi við M
Denis MacShane Evrópumálaráðherra er sannfærður um a
upp evruna þegar efnahagslegum skilyrðum hefur verið fu
Opinn fyrirlestur í Norræ
BOBBY FISCHER
Bobby Fischer er snillingur. Lík-lega mesti skáksnillingur, sem
uppi hefur verið. Saga hans er sam-
ofin samtímasögu okkar Íslend-
inga. Það var hér á Íslandi, sem
Fischer vann heimsmeistaratitilinn
í skák. Það var líka hér á Íslandi,
sem Spasskí sýndi, hvernig menn,
sem eru stórir í sniðum, taka tapi.
Að mörgu leyti má segja, að
Spasskí hafi unnið einn mesta sigur
skáksögunnar með tapinu fyrir
Fischer 1972.
Snillingar eru oft sér á parti.
Hvort Fischer er sérvitur snilling-
ur eða hvort hann á við djúpstæð
vandamál að stríða af öðrum toga
skal ósagt látið. Hitt er ljóst að
þessi mikli skáksnillingur á ekki
skilið að verða fórnarlamb þeirra
sviptinga, sem oft verða í utanrík-
ispólitík Bandaríkjanna.
Minni bandarískra stjórnvalda er
að vísu ekki langt. En þau ættu þó
að minnast þess að árið 1972 vann
Fischer ekki einungis sigur í skák
við skákborð hér í Reykjavík. Um
allan heim upplifði fólk sigur hans
sem pólitískan sigur hins frjálsa
heims gagnvart kúgunarkerfi
kommúnismans. Þess vegna komu
bandarísk stjórnvöld á þeim tíma
við sögu skákeinvígisins í Reykja-
vík.
Það væri hneyksli, ef Bobby
Fischer yrði settur í fangelsi í
Bandaríkjunum vegna þess að hann
hagaði lífi sínu ekki í samræmi við
utanríkispólitík Bandaríkjanna.
Þessi einræni snillingur á að fá
að lifa í friði, þar sem honum hentar
bezt og þar sem hann hefur ein-
hverja möguleika á að láta sér líða
eins vel og kostur er. Kannski er
það á Íslandi og ef svo er eigum við
að taka honum opnum örmum.
Alla vega eigum við Íslendingar
að beita þeim áhrifum, sem við
kunnum að hafa á bandarísk stjórn-
völd, til þess að knýja á um að
ágreiningsmál Bobbys Fischers og
stjórnvalda í heimalandi hans verði
leyst á mannúðlegan hátt.
Bobby Fischer er enginn af-
brotamaður. Hann er snillingur,
sem augljóslega hefur átt erfiða
ævi og líklega aldrei komizt yfir þá
persónulegu erfiðleika, sem hann
kann að hafa upplifað í æsku.
Hér á Íslandi er stór hópur af
fólki, sem mun fylgjast vandlega
með því hvernig Bandaríkjamenn
taka á máli Bobbys Fischers, og hið
sama á við um fólk víða um heim.
Það eru ekki allir steyptir í sama
mót. Bobby Fischer er einn þeirra,
sem hafa farið sínar eigin leiðir í
lífinu. Bandarískt þjóðfélag hefur
haft meira lag á því en flest önnur
samfélög að leyfa slíkum mönnum
að njóta sín og Bandaríkjamenn
hafa uppskorið í samræmi við það.
Nú er komið að því, að banda-
rískt stjórnkerfi sýni á sér allar
sínar beztu hliðar og leyfi Bobby
Fischer að lifa í friði.
„EKKI BAÐ ÉG UM
AÐ VERÐA FYRIR ÁRÁS“
Í fyrradag birtist svohljóðandibréf í Velvakanda Morgun-blaðsins frá Guðrúnu Jónu
Jónsdóttur:
„Ég er 26 ára gömul og er í hjóla-
stól eftir líkamsárás, sem ég varð
fyrir 1993. Nóg um það.
Eins og flesta aðra langar mig til
útlanda. En til þess að það geti orðið
þarf ég tvo aðstoðarmenn. En ég
þarf sjálf að borga fyrir þá og hef
ekki efni á því, því eins og aðrir ör-
yrkjar veð ég ekki í peningum.
Mér finnst eins og það sé alltaf
verið að hegna manni fyrir að vera
óvinnufær þegn því ekki bað ég um
að verða fyrir árás og verða rænd
framtíð minni og frelsi.
Ég skora á flugfélögin, fé-
lagsþjónustuna, ríkið – eða Guð má
vita hvern – að bæta úr þessu.“
Það eru mannréttindi að fólk, þótt
það sé veikt, fatlað, eða eigi við aðra
erfiðleika að stríða, geti í einhverju
notið þess sem þorri landsmanna
telur sjálfsagðan þátt í daglegu lífi.
Það er hins vegar býsna stór hóp-
ur sem nýtur ekki þeirra lífsgæða.
Guðrún Jóna segir í bréfi sínu frá
hlutskipti sumra í þessum hópi.
Flugleiðir hafa haft frumkvæði að
því að leggja fram fé og safna fé hjá
farþegum sínum til þess að auðvelda
alvarlega veikum börnum og fjöl-
skyldum þeirra að njóta sumarleyfis
í útlöndum. Í því starfi Flugleiða
hefur komið í ljós að þörfin fyrir
slíka aðstoð er langtum meiri en
nokkurn gat órað fyrir.
Við búum ekki í velferðarþjóð-
félagi sem stendur undir því nafni ef
Guðrún Jóna og aðrir þeir sem hafa
kynnzt þessari hlið á lífinu geta ekki
notið þessara þátta lífsins eins og
aðrir.
Í Morgunblaðinu í gær kemur
fram að engin lagaákvæði eru til um
aðstoð við fatlaða í utanlandsferð-
um. Hjá Félagsþjónustu Reykjavík-
urborgar fengust þær upplýsingar
að ekki væri greitt fyrir slíkum ferð-
um. Svæðisskrifstofur fatlaðra
bjóða ekki upp á neina styrki fyrir
fatlaða sem vilja fara til útlanda.
Hins vegar eru laun stuðnings-
manna greidd í útlöndum eins og
aðra daga. Sjálfsbjörg rekur hjálp-
arliðasjóð sem hefur yfir takmörk-
uðum fjármunum að ráða.
Hér er á ferðinni mikið réttlæt-
ismál. Það á að gera fötluðu fólk
kleift að fara í sumarfrí til útlanda.
Það á að veita því stuðning sem dug-
ar. Þetta er eitt af þeim málum sem
embættismenn og almennir starfs-
menn viðkomandi stofnana ráða
ekki við. Þetta er eitt af þeim málum
þar sem stjórnmálamenn verða að
taka af skarið. Athygli þeirra, hvort
sem er á vettvangi ríkis eða sveitar-
félaga, er hér með vakin á bréfi Guð-
rúnar Jónu Jónsdóttur.