Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 29 Enn meiri afsláttur 20 til 60% afláttur af öllum fatnaði og 25% afsláttur af öllum kerrum og vögnum. Sumartilboð - 30%! Full búð af nýjum vörum fyrir hunda ketti og önnur gæludýr. 30% afsláttur af öllum vörum. Opið mán.-fös. 10- 18, lau. 10-16, sun. 12-16. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, sími 565 8444. Gullfallegir Dobermann hvolp- ar, til sölu. Gott verð. Góðir barna- og fjölskylduhundar. Ein- nig góðir smalahundar. Uppl. í s. 691 7306. Great Dan (Stóri Dan). Blíðir og ljúfir hvolpar - ættbókafærðir. Góðir barna og fjölskylduhundar. Litur brúnn með svarta grímu. Uppl. í s. 846 8899. Lónkot Skagafirði. Staður til að njóta. Uppl.í s. 453 7432. Fyrir fólk sem vill gæði! Á besta stað á Mallorca, Port d'Andratx: Íbúðir og raðhús: www.la-pergola.com Hótel: www.hotelmonport.com Frábærir veitingastaðir og sund- laugagarðar. Fjórhjólaferðir í Haukadalsskógi www.atvtours.is Símar 892 0566 og 892 4810. Ferð og saga. Farið verður í ferð á slóðir Einars Benendiktss. laug- ard. 24. júlí. Sögumenn Guðrún Ásmundsd. og Eyvindur Erlendss. S. 551 4715 og 898 4385. www.storytrips.com, Gistiheimilið Fell Erum með 20% afslátt á gistingu til 4 ágúst. Erum með stúdíó og nettar 2ja herb. íbúðir. Uppl. í s. 565 8800 og 699 7088. www.islandia.is/fell                   Stíflulosun og röramyndun Ásgeirs sf. Skolphreinsun Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. s. 892 7260 og 567 0530, f. 587 6030 FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki föður sinn ung að árum og hefur það eflaust átt sinn þátt í samheldni þeirra ásamt sameiginlegum áhuga- málum. Báðir voru fæddir kennarar, ef svo má að orði komast, sífræðandi afkomendurna, áhugamenn um land og þjóð, aldir upp í sönnum ung- mennafélagsanda af einstaklega víð- sýnni og vel lesinni móður og eldri systkinum. Þegar ég heimsótti frænda minn fyrir nokkrum dögum á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum streymdi enn frá honum sama væntumþykjan og hlýjan þótt þrotinn væri að kröft- um. Fyrstu minningar mínar um Guð- mund tengjast verslunarferðum for- eldra minna í Egilsstaði þegar alltaf var komið við á Laufásnum og heilsað upp á frændfólkið, Guðmundur bauð til veislu og Dísa bar fram veitingar m.a. kleinur og parta og heimatilbú- inn súkkulaðiís löngu fyrir daga ís- skápa. Ýmis mál voru rædd og eitt er mér sérstaklega minnisstætt en þá deildu þeir bræður um beygingu nafnorðsins mær. Þótti mér dæma- laust að fullorðnir karlmenn skyldu geta velt sér upp úr slíkum hlutum en líklega hafa orðabækur og uppfletti- rit ekki verið við höndina eins og nú tíðkast. Þjóðmálin voru mikið rædd og framfarir ígrundaðar en aldrei man ég eftir að rætt væri um peninga eða peningaleysi enda voru þeir bræður ekki mjög uppteknir af því að safna veraldlegum auði þó þeir færu vel með fé. Þeir vildu veita vel og þeirra auður var mannauður enda voru þeir báðir góðir feður, tengda- feður og afar. Á skólaárunum, þegar ég vann á Egilsstöðum á sumrin, stóð heimili þeirra Guðmundar og Dísu mér alltaf opið og stundum bjó ég í kjallaranum hjá þeim um tíma. Alltaf var frændi minn að hugsa um að gefa mér eitt- hvað að borða enda alinn upp af þeirri kynslóð sem kunni að meta það að hafa nógan mat og gott húsaskjól. Guðmundur kom líka oft í heim- sókn með fjölskylduna út í Hjartar- staði, þar sem Ólöf amma bjó hjá okkur, og fylgdist grannt með bú- skapnum þar. Þótti okkur krökkun- um undrum sæta hversu vænt hon- um þótti um fjöllin, þúfurnar, lautirnar og fossana og hversu vel hann þekkti öll örnefni og kennileiti. En kannski skiljum við það betur nú þegar við heimsækjum æskuslóðirn- ar, öll búsett í Reykjavík. Ævinlega varð hatturinn eftir á hillunni í for- stofunni þegar hann var farinn og pípulykt í húsinu. Minnir sú lykt mig gjarnan á þennan ágæta frænda minn sem flutti með sér menninguna innan frá Egilsstöðum og ók á fínum bílum. Við systkinin og Sólveig móðir okkar minnumst hans með virðingu og þökk og sendum Dísu og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Una Þóra Steinþórsdóttir. Það er sumar á Héraði, snemma á öldinni sem leið. Drengur um ferm- ingu er notaður sem hestasveinn í vegagerð úti í Eiðaþinghá. Það er verið að þoka bílfærum vegi áfram út byggðina. Drengurinn Guðmundur Magnússon stendur allt í einu augliti til auglitis við móður sína, ekkjuna Ólöfu Guðmundsdóttir frá Hjartar- stöðum. Hún er á leið til Seyðisfjarð- ar. Á meðan húsfreyjan á Hjartar- stöðum hefur tal af sveitungum sínum þarna í góða veðrinu, gefur strákurinn Guðmundur sig einslega og ótilkvaddur á tal við verkstjórana. Glaður í bragði fer hann því næst til móður sinnar og afhendir henni allt sumarkaupið sitt til þessa án umyrða. „Aldrei á ævinni held ég að ég hafi verið ánægðari með ráðstöfun dag- launa minna en í þetta sinn,“ sagði Guðmundur seinna á ævinni. Þessi stutta frásögn lýsir svo vel Guðmundi Magnússyni frá Hjartar- stöðum að óþarfi væri að bæta miklu við. Allt líf hans einkenndist af ósér- hlífni, góðsemi og mannkærleika. Fjölskylda Ingibjargar móðursystur hans á Breiðdalsvík átti eðlilega mik- ið saman að sælda við Hjartarstaða- fólkið á liðinni öld. Og eftir að þeir bræður Guðmundur og Steinþór fóru að búa „við krossgötur“ á Egilsstöð- um urðu gestakomur frændfólks og annarra tíðar þar á bæjum. Nú verður ekki sest aftur að morg- unverðarborði hjá Guðmundi og Dísu að Laufási 2 eftir vinagistingu á neðri hæðinni. Nú verður ekki oftar hlegið með þeim að bröndurum úr daglegu lífi yfir kaffibolla eða rifjaðar upp end- urminningar frá liðinni tíð. Guðmundur frændi hefur kvatt. Söknuður okkar er djúpur. Engu skiptir í hvaða klæðum hann gengur fyrir dómarann mikla; sem hestasveinn, nágranni, leiðtogi eða heimilisfaðir. Í réttlátum heimi beggja vegna móðunnar miklu hlýtur mönnum eins og Guðmundi að vera tekið opnum örmum. Aðaldísi og fjölskyldu sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Systkinin frá Selnesi: Hrafnhildur, Margrét, Guðbjörg og Heimir Þór. Margt rennur í gegnum hugann þegar ég sest niður til að minnast Guðmundar Magnússonar föður- bróður míns með nokkrum orðum. Ekki mun ég fjalla um þau umfangs- miklu störf sem Guðmundur innti af hendi á sinni lífsleið á sviði kennslu og sveitarstjórnarmála, þeim málum gera eflaust aðrir mun betri skil. Guðmundur var næst yngstur sex systkina frá Hjartarstöðum sem nú eru öll látin. Hann og faðir minn Steinþór, sem var yngstur systkin- anna, voru ætíð bundnir sterkum böndum og vafalaust hefur sú stað- reynd að þeir misstu föður sinn mjög ungir haft áhrif á samband þeirra strax í bernsku. Ungmennafélags- hugsjónin sem og áhugi þeirra beggja fyrir því að rækta það sem nú er kallað mannauður tengdi þá sam- an í flestum málum. Ég minnist fjölmargra heimsókna Guðmundar til Hjartarstaða þegar ég var að alast upp, hvernig hann gekk um tún og ræddi um allt sem viðkom búskapnum og var vel heima í öllum málum. Sem barn á þessum tíma þótti mér þessi mikli áhugi hans á æskuslóðunum á vissan hátt nokk- uð undarlegur en skil hann betur eft- ir að hafa sjálfur staðið í svipuðum sporum síðar. Guðmundur var einstaklega frændrækinn, gestrisinn og hjálp- samur. Á þessum tíma voru ekki jafn tíðar ferðir úr sveitinni í Egilsstaði og nú tíðkast en oftast var komið við á Laufásnum hjá þeim Dísu og Guð- mundi, þegnar veitingar og málin rædd. Þangað þótti mér ætíð gott að koma. Guðmundi kynntist ég enn betur eftir að foreldrar mínir brugðu búi og fluttust til Egilsstaða. Ég fékk fljót- lega vinnu á vélum hjá Egilsstaða- hreppi, eins og það hét í þá daga, og kynntist þá Guðmundi frænda mín- um sem sveitarstjóra. Þá varð mér fljótt ljóst hversu einstaklega honum var lagið að koma málum áfram af samviskusemi og festu án þess að fara með miklum hávaða. Allan ágreining átti að leysa með sátt. Ég minnist fjölmargra skoðanaskipta okkar á milli um þær vélar sem ég var að vinna á og þótti úr sér gengnar og úreltar og krafðist úrbóta. Alltaf gaf Guðmundur sér tíma til að hlusta og rökræða málin. Um þessi sam- skipti má segja að hversu reiður sem ég var þegar gengið var til fundar við hann þá var ég ætíð sáttur þegar við skildum og hafði fengið skammt af góðum ráðum til næstu verka. Margt lærði ég af þessum samskiptum og verð fyrir það ætíð þakklátur. Við hjónin sendu Dísu, börnum og fjölskyldum þeirra innilegustu sam- úðarkveðjur. Einar Birgir Steinþórsson. Guðmundur Magnússon var einn af frumkvöðlum að stofnun Hitaveitu Egilsstaða og Fella og eigum við íbú- ar á veitusvæði hitaveitunnar Guð- mundi mikið að þakka að hitaveitan komst á legg og varð íbúunum sú lyftistöng sem raun ber vitni. Frá 1977 sat Guðmundur í undir- búningsnefnd að stofnun hitaveitu fyrir þéttbýlisstaðina Fellabæ og Eg- ilsstaði en árið 1979 varð hann fyrsti formaður stjórnar Hitaveitu Egils- staðahrepps og Fella og sinnti hann því starfi til ársins 1994 er hann lét af störfum 72 ára að aldri. Ég átti því láni að fagna að kynnast Guðmundi Magnússyni sem félaga í samtökum er hétu Samband ís- lenskra hitaveitna. Ég var þá for- maður veitustofnana Mosfellsbæjar og sátum við nafnarnir gjarnan sam- an á ráðstefnum og fundum og bár- um saman bækur okkar. Eftir að ég tók við starfi hjá hitaveitunni fór ég oft með Guðmundi út að Urriðavatni. Fróðlegt var að heyra hann segja sögurnar af fyrstu borununum úti við Urriðavatn og af þeim erfiðleikum sem upp komu en leystust á farsælan hátt að lokum. Stjórn og starfsmenn Hitaveitu Egilsstaða og Fella senda eftirlifandi eiginkonu ættingjum og vinum Guð- mundar hlýjar samúðarkveðjur. Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri HEF.  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Erling Garðar Jón- asson, Jón Kristjánsson, Sveinn Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.