Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 37
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 37
Hvað er það sem knýr sjón-varp til þess að vera stöð-ugt að setja sig í hlutverk
skemmtimiðils? Jú, sennilega er það
ósk okkar flestra að sjónvarp sé af-
þreyingarmiðill, en það er engin
höfuðkrafa. Sjónvarpi – ekki síst
ríkissjónvarpi –ber líka skylda til að
vera upplýsandi.
Það er ríkjandi tilhneiging í sam-
félaginu að gera allt skemmtilegt;
jafnvel hluti sem í eðli sínu eru ekk-
ert sérstaklega skemmtilegir.
„Ert’ekkí
stuði?“-menn-
ingin tröllríður
auglýsingum,
um skemmti-
legar nýjungar, skemmtilegar
lausnir og staðina þar sem ein-
hverjum finnst ekki bara skemmti-
legt, heldur skemmtilegast að
versla. Fyrir suma eru innkaup
hrein og klár nauðsyn, ekkert
skemmtileg, og kannski svo sem
ekkert leiðinleg heldur; mest þó
bara tími sem maður myndi vilja
verja í eitthvað allt annað. Varning-
urinn sjálfur er svo auðvitað bráð-
skemmtilegur. Þið getið nú varla
gleymt margauglýsta klósetthreins-
inum sem verður alltaf svo leið-
inlegur, að maður verður bók-
staflega að henda honum og fá sér
þann sem mælt er með – sem hlýtur
þá að vera verulega skemmtilegur.
Smám saman lokast eyrun fyrir
skrumi af þessu tagi. Einstöku sinn-
um leyfir maður sér þó að njóta pirr-
ingsins yfir þessum leiðinda
skemmtilegheitum.
Þegar sjónvarpsefni sem í eðli
sínu er annars eðlis, eins og til dæm-
is fréttir, fer að lúta lögmálum
skemmtilegheitanna, er hins vegar
nóg komið. Það er eitthvað verulega
óeðlilegt og jafnvel rangt við það að
þar skuli krafan um skemmtilegheit
oft og tíðum byrgja mönnum svo sýn
að venjulegu fólki, sem er ekki alltaf
skemmtun í hug þegar það sest fyrir
framan sjónvarpið, blöskrar.
Á dögunum var haldin hér ráð-stefna um byggilega hnetti og
skilyrði fyrir lífi í geimnum. Á þriðja
hundrað vísindamanna hvaðanæva
úr heiminum hélt um 90 fyrirlestra á
ráðstefnunni og sannast sagna
fannst mér þetta forvitnilegt. Þegar
kynning á Kastljósi kvöldsins hófst
með kynningu á þessari ráðstefnu
var því kjörið að flengja sér í sófann
og fá innsýn í það sem þar hafði ver-
ið rætt. En viti menn, í stað þess að
gefa forvitinni manneskju innsýn í
efni og niðurstöður ráðstefnunnar
ákvað Sjónvarpið að tralla upp með
skemmtilega manninn, Magnús
Skarphéðinsson, til að tala um þann
aragrúa fólks sem hugsanlega
skrökvar því ekki að það hafi séð al-
vöru geimverur.
Hvers vegna í ósköpunum var
verið að tengja þá umræðu við ráð-
stefnu fagmanna um alvarlegt og af-
ar forvitnilegt mál; líf á öðrum
hnöttum. Með fullri virðingu fyrir sí-
gildum ævintýrum Magnúsar hefði
ég frekar kosið að heyra í ein-
hverjum þeirra vísindamanna sem
höfðu eitthvað raunverulega bita-
stætt og nýtt að segja, af eða á, eða
bara kannski, um þetta efni. Það
hefði mátt vera hrútleiðinlegur vís-
indamaður mín vegna.
Ég hef sterkan grun um að það sé
af sömu ástæðum sem sjónvarps-
menn draga gjarnan Gunnar í
Krossinum inn í umræðu um sam-
kynhneigð. Hefur hann virkilega
eitthvað merkilegt til þeirra mála að
leggja? Varla. Það finnst bara ein-
hverjum svo ferlega skemmtilegt að
sjá hann æsa sig upp í einhvern stór-
skemmtilegan einstrengingsham.
Þeir eru reyndar ótrúlega margir
skemmtilegu spaugararnir ef að er
gáð, sem stíft er sótt í, hvort sem um
er að ræða stjórnmál, hvalveiðar,
bókmenntir eða eitthvað annað, þótt
þeir hafi ekkert vitrænt til málanna
að leggja. Skemmtilegheit af þessu
tagi eru auðvitað ekkert annað en
móðgun við sjónvarpsáhorfendur,
sem margir hverjir vilja líka
vita … ekki bara láta skemmta sér.
Skemmti-
menning
’Sjónvarpið ákvað aðtralla upp með skemmti-
lega manninn, Magnús
Skarphéðinsson, til að
tala um þann aragrúa
fólks sem hugsanlega
skrökvar því ekki að það
hafi séð geimverur.‘
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
begga@mbl.is
Frábær tilboð fyrir
verslunarmannahelgina
Kauptu gæðavörur hjá fagmönnum
á frábæru verði
Öll tjöld
fyrir ferðalagið
fást í Tjaldalandi við
Umferðamiðstöðina.
T J Ö L D :
S V E F N P O K A R :
D Ý N U R :
Kúlutjöld
Kúlutjöld í útileguna á frábæru
tilboði.
Dæmi: High Peak Bonito Pro 2
Verð áður: 9.990 kr.
Tilboð: 5.990 kr.
Mountain Eagle 4 season
Góður svefnpoki í sumarútileguna.
Mesta kuldaþol: -12°C.
Verð áður: 5.990 kr.
Tilboð: 2.990 kr.
Vindsæng
Tvíbreið með velúráferð.
Verð áður: 4.990 kr.
Tilboð: 2.990 kr.
Buffalo Viper 1400
Dúnpoki á fiberpokaverði.
Fyrirferðarlítill og léttur dúnpoki
í gönguferðina. Þyngd: 1,4 kg.
Mesta kuldaþol: -23°C.
Verð áður: 16.990 kr.
Tilboð: 10.990 kr.
High Peak Dakota 5
Frábært fjölskyldutjald með
stóru fortjaldi sem opnast á
tvo vegu. Mesta hæð: 200 sm.
Verð áður: 34.990 kr.
Tilboð: 19.990 kr.
Smáralind
Sími 545 1550
Glæsibæ
Sími 545 1500
Kringlunni
Sími 575 5100
www.utilif.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
53
75
07
/2
00
4