Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 27 inn eða í bíó. Oft var hlegið að því hversu erfitt þetta var af því að hún var svo feimin eins og hún minntist oft. Þetta var upphaf ævilangrar vináttu okkar allra. Systur hennar Sigríði þekktum við af því að hún var hjá ömmu sinni, er hún gekk í Verslunarskólann. Þær systur voru sérlega laglegar og mjög kært var þeirra á milli, þótt fjarlægðin skildi þær að er Sigga giftist til Svíþjóðar. Eftir Verslunarskólanám fór Bauka heim til Siglufjarðar og starfaði þar við skrifstofustörf. Kynntist ég þá indælu æskuheimili hennar og var þar oft glatt á hjalla. Eftir lát föður hennar fluttust mæðgurnar til Reykjavíkur og kenndi móðir hennar Ólöf handa- vinnu árum saman í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Það var skemmtileg tilviljun að Bauka giftist Birgi Kjaran, sem var skólabróðir og besti vinur mannsins míns. Áttum við því ótal ánægju- stundir saman á meðan hann lifði. Dæturnar Ólöf, Soffía og Helga urðu hennar gleðigjafar og vaxandi fjölskyldur þeirra og var gaman að fylgjast með þeirri ástúð sem hún var umvafin af þeim. Þegar Birgir dó fór hún að vinna á Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur og kunni því vel, þar til henni fannst sinn tími kom- inn að hætta vegna aldurs. Það má segja að Bauka gengi hljótt í gengum lífið. Aldrei heyrði ég hana segja neikvætt til neins en hafði bara gaman af æsingi annarra. Í góðra vina hópi var hún hrókur alls fagnaðar er hún tók gítarinn sinn og söng allar þær mörgu vísur sem hún kunni jafnt íslenskar sem erlendar og fékk alla með sér. Lengst af bjó hún á Ásvallagötu 4 og var það seinna meir fjölskyldu- hús þar sem dóttir hennar Helga bjó og svo Birgir sonur Helgu. Var það henni mikil huggun, þegar Elli kerling batt hana við stólinn sinn. Þá kynnist maður hinu sérstaka jafnaðargeði hennar. Þótt dásamað- ar væru lystisemdir, sem borgin hefði að bjóða og sem ég vissi að hún hafði gaman að, var aldrei kvartað yfir að hún gæti ekki verið með. Hún las mikið og hafði gaman af ættfræði enda stálminnug og fann alltaf eitthvað til að gefa lífinu lit. Bauka reykti mikið en einn daginn undraðist ég að það var engin reyk- ingalykt lengur. Þá þurfti hún að hætta að reykja eftir læknisráði og þótti henni það ekkert fréttnæmt. Slíkur var viljastyrkur hennar. Síðasta vegarspottann dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og þótti gott að vera þar í öruggu skjóli. Þakklát fyrir allar góðu minning- arnar óska ég henni fararheilla til æðri heima. Dætrum og ættingjum sendi ég og fjölskylda mín samúðarkveðjur. Ágústa. Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna, siðdekri öllu æðri, af öðrum sem lærist. (B. Th.) Margs er að minnast og margt að þakka er við í dag kveðjum Svein- björgu Kjaran. Sveinbjörg var sannkölluð hefð- arkona. Hún var góðum gáfum gædd og hafði djúpa samhygð. Það hefur verið gæfa mín í lífinu að eiga Ólöfu dóttur hennar og fjölskyldu að vinum í nærri 60 ár. Faðir minn var berklaveikur og oft á Vífilsstöðum. Eitt sinn var Sveinbjörg spurð að því hvernig hún þyrði að leyfa Ólöfu litlu dóttur sinni að leika sér við mig, en allir óttuðust berklana. Ég veit ekki hverju Sveinbjörg svaraði en hitt veit ég að ég var daglegur gestur á heimili Sveinbjargar og Birgis Kjaran öll mín uppvaxtarár og varð aldrei vör við annað en ég væri þar hjartanlega velkomin. Vegna veikinda föður míns sótti móðir mín um kennarastarf en þá tíðkaðist ekki að giftar konur ynnu utan heimilis, auk þess var torsótt að fá kennarastöðu. Birgir sem vissi um aðstæður okkar, tók málið upp á sína arma og móður minni var veitt staða við Melaskólann þar sem hún kenndi síðan í 30 ár. Má nærri geta hvaða þýðingu þetta hafði fyrir litlu fjölskylduna okkar. Sveinbjörg var alltaf heima til að taka á móti börnunum úr skóla og munaði ekki um að bæta mér í hóp- inn. Ég sagði einhvern tímann við Ólöfu, að ég öfundaði hana af því að heima hjá henni væri alltaf „kakó og kveikt!“ Eitt sinn ákváðum við Ólöf, Soffía og Helga að fara á grímuball. Svein- björg útbjó grímubúninga á okkur allar fjórar. „Af hverju ert þú að út- búa búning á Sigrúnu?“ spurði amman og hefur örugglega fundist dóttirin hafa nóg með sínar þrjár stelpur. „Mamma hennar er að vinna svo mikið,“ sagði Sveinbjörg, mig munar ekkert um þetta. Og all- ar komumst við á ballið. Sveinbjörg var víðlesin og vel að sér. Hún var músikölsk, hafði lært á fiðlu, spilaði á mandólín og kunni ógrynnin öll af lögum og ljóðum sem hún söng fyrir okkur eða með okkur og lék þá undir á gítar, með norð- lensku t-i! Þegar Birgir féll frá fór Svein- björg út á vinnumarkaðinn og vann á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur þar til hún fór á eftirlaun. Sveinbjörg var mikilhæf kona, heil og sterk. Hún var dætrum sín- um góð móðir í þess orðs dýpstu merkingu enda var samband henn- ar við þær einlægt og hlýtt. Þegar elli og sjúkdómar sóttu að, hlúðu þær að henni af umhyggju og kær- leika svo betur verður ekki gert. Hamingja hennar og gleði voru dæturnar og fjölskyldur þeirra. Gæfa hennar var hið góða skap, hlý lund og æðruleysi. Blessuð sé minning Sveinbjargar Kjaran. Sigrún Löve. Þegar ég nú sest niður til að minnast Sveinbjargar Helgu Kjar- an, þessarar innilegu konu sem ég kynntist fyrir ótal mörgum árum, koma svo margar minningar í hug- ann, að ég get ekki gert þeim skil nema að litlum hluta. Hún var gift vini mínum Birgi Kjaran, en við höfðum bundist sérstökum vináttu- böndum árið 1938 og þau svo sterk að ekki bilaði þar neinn hlekkur, meðan báðir lifðu, en Birgir sem var strax ungur í framvarðarsveit sjálf- stæðismanna og landsins alls, vakti mikla athygli á þeim árum og ekki að óverðskulduðu. Hann varð mér kærari með hverju árinu sem leið eftir að ég fluttist á Snæfellsnes. Ég kom því oft á heimili þessara vina minna, fór eiginlega aldrei svo um Reykjavík að ég kæmi ekki þar við. Og sú hlýja og það andrúmsloft sem ég varð þar aðnjótandi hefir aldrei yfirgefið mig. Og þegar ég svo eign- aðist mitt yndislega heimili komu þau hjónin alltaf við þegar þau áttu leið hér um. Þau voru virkilega samhent hjón og áttu marga vini víða um land. Hann var svo mikill náttúruunnandi að þar var ekki um neina yfirborðs- mennsku að ræða. Hann fór víða um land til að kynnast bæði fólki og bú- endum, og bækur hans Fagra land og eins auðnustundir bera þess skýran vott. Hann hafði mikið dá- læti á Breiðafirðinum og eyjunum þar, og þar kom að við keyptum saman Bíldsey, sem liggur skammt frá Stykkishólmi, og þess naut hann svo í ríkum mæli og þau hjónin.Við bættum mjög bæði húsið sem þar var fyrir og gerðum allt þar vist- legra og tilkomumeira. Þetta allt tengdi fjölskyldur okkar enn meiri og sterkari vináttuböndum. En því miður fór hann alltof fljótt. En ég átti samt eftir tryggð og vináttu konu hans og barnanna. Sveinbjörg var yndisleg kona og vakti yfir heimilinu og samband hennar við mig og fleiri vini hélst. Og ég hélt áfram heimsóknum á Ás- vallagötuna og vináttan var hin sama. Reisnin ásamt vinalegum blæ var hennar aðall fram til hins sein- asta. Ég og mitt fólk eigum svo margt að unna þessari ágætu konu, að það verður ekki tíundað í fáum minning- arorðum. En geymist í þakklátum hugum mín og minna. Ég veit að nú hafa þau hjónin öðlast laun fyrir allt sem þau unnu landi sínu og þjóð og það er ekki svo lítið. Um leið og ég þakka Sveinbjörgu allar unaðs- stundirnar sem við höfum svo ríku- lega notið, bið ég henni blessunar drottins og þakka alla ástúð liðinna ára. Góður guð veri með henni og blessi. Árni Helgason. Stykkishólmi. Sveinbjörg, eða Bauka frænka eins og við kölluðum hana alla tíð, var gift Birgi Kjaran alþingismanni, móðurbróður okkar, sem lést langt um aldur fram, þá aðeins um sex- tugt. Við kynntumst þeim báðum mjög náið, ekki síst vegna þess að við áttum því láni að fagna að búa í sama húsi og þau að Ásvallagötu 4 á sjötta áratugnum. Þaðan eigum við ljúfar minningar frá fyrstu uppvaxt- arárunum. Á efri hæðinni bjuggu Birgir, Bauka og dæturnar Ólöf, Soffía og Helga. Í reynd voru þau Bauka okkur sem aðrir foreldrar, svo kært var milli fjölskyldnanna. Á neðri hæð hússins bjuggum við systkinin (nema Árni sem var ófæddur) ásamt foreldrum okkar, þeim Sigríði Kjaran og Sigurjóni Sigurðssyni. Í kjallaranum bjuggu fullorðin heiðurshjón, þau Guðríður og Eiríkur, sérlega barngóð og örlát á kandís. Við kölluðum þau í dag- legu tali Eiríng og Guðríng. Í næsta nágrenni var líflegt barnasamfélag. Hverfisbúðin Brekka hafði aðdrátt- arafl fyrir ungviðið. Móðir Bauku var Ólöf Blöndal, skólastýra hús- mæðraskólans. Hjá ömmu í Húsó voru öll börnin aufúsugestir. Á Hólatorgi 4 bjuggu svo afi og amma, Soffía og Magnús Kjaran, og þar var miðstöð stórfjölskyldunnar. Bauka var fríð kona, skarpgreind og gædd góðum tónlistargáfum. Hún var oftar en ekki upphafsmað- ur að söng í boðum og tók gjarnan að sér undirleik á gítar. Ekkert lag eða texti var henni framandi að okk- ur fannst, og voru þessir hæfileikar gefandi fyrir okkur börnin. Alla tíð var sterk vinátta á milli foreldra okkar og nutum við fræðslu þeirra Bauku og Birgis á ferðalög- um en Birgir var sem kunnugt er margfróður um náttúru og sögu landsins og annálaður útivistarmað- ur. Fram til síðasta dags var Bauka frænka sjálfsagður gestur á heim- ilum okkar systkinanna við hátíðleg tækifæri. Hún var framúrskarandi trygglynd og áhugi hennar á ungum sem öldnum innan fjölskyldunnar var einstakur. Þrátt fyrir veikindi síðustu ár bar aldrei skugga á and- legt atgervi hennar, hvorki skarpan skilning né traust minni. Alúð er börnum mikilvæg á upp- vaxtarárum og vegna þess og trygg- lyndis Bauku frænku minnumst við hennar með þakklæti. Við sendum frænkum okkar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Soffía, Sigurður, Magnús Kjaran, Birgir Björn, Jóhann og Árni. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is www.englasteinar.is Elskuleg eiginkona mín, stjúpdóttir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR JÓNA SIGURGRÍMSDÓTTIR, Miðstræti 3 (London), Vestmannaeyjum, sem andaðist á heimili sínu að morgni föstu- dagsins 16. júlí, verður jarðsungin frá Hvíta- sunnukirkjunni Vestmannaeyjum laugardaginn 24. júlí kl. 14:00. Halldór Haraldsson, Geir Þórðarson, Haraldur Halldórsson, María Guðmundsdóttir, Sigursteinn Hjartarson, Svana Guðmundsdóttir, Hjálmtýr Unnar Guðmundsson, Geir Halldórsson, Helena Sigríður Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ELÍAS SVAVAR JÓNSSON, Hrafnistu, Reykjavík, fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma, Drangsnesi, lést á Drangsnesi miðvikudaginn 14. júlí sl. Jarðsungið verður frá Drangsneskapellu laugardaginn 24. júlí kl. 14.00. Sigrún Elíasdóttir, Bjarni Skarphéðinsson, Þráinn Elíasson, Guðbjörg Gestsdóttir, Jón Hörður Elíasson, Jenný Jensdóttir, Hugrún Elíasdóttir, Johnny Símonarson, Ragnhildur Elíasdóttir, Tryggvi Ólafsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES ÁGÚST GUÐMUNDSSON bóndi, Syðri-Þverá, síðar á Illugastöðum, Vatnsnesi, lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga mánudaginn 19. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Auðbjörg Guðmundsdóttir, Jónína Ögn Jóhannesdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Bjarney G. Valdimarsdóttir, Árni Jóhannesson, Anna Ólsen, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, amma, langamma og langalangamma, SIGURBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Engihjalla 1, Kópavogi, verður jarðsungin frá Barðskirkju, Fljótum, laugardaginn 24. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega bent á Minningarsjóð Karólínu Krist- jánsdóttur ljósmóður í umsjá Guðrúnar Halldórsdóttur, sími 467 1026. Birna Salómonsdóttir, Salómon Viðar Reynisson, Þóra Lind Karlsdóttir, Ásgrímur Víðir Reynisson, Helga Þorsteinsdóttir og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN TRYGGVASON, Norðurgötu 45, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 23. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í Kaupvangskirkjugarði. Hulda Kristjánsdóttir, Auður Birgisdóttir, Eiríkur Kristjánsson, Hulda Baldursdóttir, Inga Eiríksdóttir, Haukur Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.