Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
hreiðrað hefur um sig á höfuðborg-
arsvæðinu, og er langalgengasta
flugan þessa dagana. Geitungar
eru einnig farnir á kreik, og fjölgar
nú í búum þeirra með hverjum
deginum. Dæmi eru þess á Vest-
urlandi og við Breiðafjörð, að geit-
ungar hafi komið í sveimi líkt og
mývargur og ekki verið hægt að
dvelja utandyra af þeim sökum.
„Trjágeitungurinn er sterkasti
stofn geitunga hér á landi, en hann
fannst fyrst í Borgarfirðinum árið
1982. Áður höfðu bú holu- og húsa-
geitunga fundist í Reykjavík,“ út-
skýrir Erling. Hann segir geit-
ungabúin vera í miklum vexti
þessa dagana, og sjá megi daga-
mun á búunum. „Eftir miðjan
ágúst fara þeir meira á kreik og
geta orðið árásargjarnari,“ útskýr-
ir hann.
Hins vegar er frænka geitungs-
ins, hunangsflugan, iðin við að bera
frjó á milli plantna, og vinnur sitt
verk sómasamlega. Segir Erling
engan skaða af hunangsflugunum,
og vonast til þess að meindýra-
eyðar og aðrir láti þær í friði.
SUMARIÐ hefur verið hliðhollt
skordýrum hérlendis, og þau tímg-
ast vel, að sögn Erlings Ólafsson-
ar, skordýrafræðings á Náttúru-
fræðistofnun Íslands. „Það er svo
hlýtt þessa dagana, og í þeim að-
stæðum eru öll skordýr á meiri
hreyfingu. Það má til dæmis sjá í
hegðun geitunga, þeir eru meira á
ferðinni og meira á varðbergi í
kringum bú sín,“ segir Erling í
samtali við Morgunblaðið.
Leyfa hunangsflugum að
vinna sín þarfaverk í friði
„Það má segja að það fljúgi allt
sem flogið getur þessa dagana, til
dæmis jötunuxar og flær. Það er
góð viðkoma af öllu,“ bætir hann
við. Fjöldi fólks hefur tekið eftir
flóabitum, sérstaklega eftir göngu
í náttúrunni og nærri hreiðrum
fugla. „Flóabitin eru lengi að
gróa,“ bætir Erling við, en segir
misjafnt eftir einstaklingnum
hvernig líkaminn bregst við bitum.
Nokkrar skordýrategundir hafa
fjölgað sér meira en áður hefur
þekkst, til dæmis lítil gul fluga sem
Geitungar á varðbergi
og mikið á ferðinni
Ljósmynd/Magnús L. Sveinsson
Fullnægði dauðadómnum um kvöldið
„ÉG fann þetta bú þegar ég var að snyrta trén í garðinum,“ segir Magnús
L. Sveinsson, fyrrverandi formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur.
„Geitungarnir brugðust hart við, þegar ég nálgaðist bú þeirra og réðst
einn þeirra umsvifalaust á mig og stakk mig í andlitið svo ég bólgnaði und-
an. Ég kom ekki miklum vörnum við og hopaði, en kvað þegar upp dauða-
dóm yfir geitungunum, sem ég fullnægði þegar dagur var að kveldi kom-
inn og flestir geitungarnir voru komnir inn í búið.“
Góð viðkoma hjá hverskyns skordýr-
um og allt flýgur sem flogið getur
MIKIÐ hefur verið um að vera á
Þingeyri undanfarna daga þar sem í
gangi hefur verið sérstök afmæl-
isdagskrá í tilefni þess að Íþrótta-
félagið Höfrungur fagnar 100 ára
afmæli sínu á þessu ári. Dagskráin
hófst sl. fimmtudag með setningu af-
mælishátíðarinnar og stendur fram
á sunnudagskvöld. Meðal gesta á há-
tíðinni er forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, sem mun í dag
prédika í hátíðarmessu sem hefst kl.
13 og síðan vera viðstaddur hátíð-
arathöfn í íþróttahúsinu.
Alla dagana hefur mikið verið um
að vera á Þingeyri fyrir bæði börn
og fullorðna.
Íþróttafélagið Höfrungur var
stofnað á Þingeyri 20. desember árið
1904 og mun vera eitt af elstu
íþróttafélögum landsins. Tildrög að
stofnun félagsins má rekja til þess að
undir aldamótin 1900 flutti á Þing-
eyri ungur og efnilegur íþróttamað-
ur úr Hafnarfirði, Anton Proppé, er
m.a. hafði notið tilsagnar innlendra
og erlendra manna í fimleikum.
Íþróttaáhugi hans smitaði fljótt út
frá sér og fyrr en varði hafði hann
fengið nokkra unga menn í lið með
sér til íþróttaæfinga er hófust vet-
urinn 1901–1902 eftir því sem tími
gafst til og aðstæður leyfðu. Fóru
æfingarnar fram í ofnlausu vöru-
geymsluhúsi er Wendel, versl-
unarstjóri Gramsverslunar og hús-
bóndi Antons Proppé, lánaði
endurgjaldslaust. Anton útvegaði öll
áhöld en mest voru iðkaðar æfingar
á svifrá og stökk.
Ekkert fast skipulag var á þessum
íþróttaæfingum en Anton og félagar
hans voru sammála um að nauðsyn-
legt væri að koma reglu á þær og
haustið 1903, um það leyti er æfing-
ar skyldu hefjast, komu
þeir saman til fundar
og stofnuðu með sér fé-
lag er gefið var nafnið
Höfrungur en formað-
ur var kosinn Anton
Proppé. Héldu æfingar
svo áfram um veturinn
en fóru nú fram í húsi
templara sem fékkst
gegn vægu verði.
Þegar kom fram á
haust 1904 var tekið til
við að undirbúa form-
legan stofnfund fyrir
félagið þar sem lög fyr-
ir það skyldu m.a. lögð
fram. Var sá fundur
haldinn 20. desember
og er það fyrsti bókfærði fundur fé-
lagsins og sagður stofnfundur.
Margþætt starfsemi á sviði
íþrótta og menningar
Síðan hafa árin liðið og hefur öfl-
ugt starf einkennt félagið alla tíð,
jafnt á sviði íþrótta sem menningar.
Sigmundur Þórðarson, núverandi
formaður Höfrungs, segir að-
spurður mikið líf vera í félaginu
þrátt fyrir háan aldur og það láti
engan bilbug á sér finna. „Starfsemi
félagsins er margþætt, það heldur
t.d. uppi æfingum í fótbolta og frjáls-
um íþróttum sem eru vel sóttar og
nú til margra ára hef-
ur það staðið fyrir
íþrótta- og leikj-
anámskeiðum á sumr-
in. Það lætur líka tals-
vert til sín taka í
menningarlífinu því
margir helstu við-
burðir ársins á Þing-
eyri eru á snærum
Höfrungs. Má þar t.d.
nefna jólaballið, sem
er eitt stærsta sinnar
tegundar á norð-
anverðum Vest-
fjörðum, og þrett-
ándagleðina. Félagið
hefur einnig séð um
hátíðarhöldin 17. júní
og hina vinsælu söngvarakeppni
sem þá fer fram og við héldum núna
í fimmtánda sinn. Þetta eru svona
föstu liðirnir en svo bætast alltaf við
ýmis tilfallandi verkefni og uppá-
komur.“ Þegar Sigmundur er spurð-
ur um ástæður þess að félagið hafi
náð að lifa svo lengi, þá segir hann
að Þingeyringar hafi alla tíð borið
hag þess fyrir brjósti. „Hver einasti
íbúi hefur verið vakinn og sofinn yf-
ir velferð félagsins og lagt sitt af
mörkum svo það fengi að dafna.
Þannig var það fyrir heilli öld og
þannig er það í dag, öðruvísi væri
þetta ekki hægt.“
Mikill kraftur í aldar-
gömlu íþróttafélagi
Hátíðahöld á
Þingeyri í tilefni
af 100 ára afmæli
Íþróttafélagsins
Höfrungs
Sigurður Þórðarson,
formaður Höfrungs.
Ljósmynd/Guðfinna M. Hreiðarsdóttir
Merki íþróttafélagsins Höfrungs er frá fyrstu áratugum síðustu aldar.
LÖGREGLAN í Hafnarfirði stöðv-
aði um eittleytið í fyrrinótt karlmann
á þrítugsaldri eftir að bifreið hans
mældist á 176 km hraða á Reykja-
nesbraut, skammt frá Hafnarfirði,
þar sem leyfilegur hámarkshraði er
90 km/klst.
Maðurinn var að taka fram úr öðr-
um bíl þegar hann var tekinn í radar
og má hann eiga von á kæru. Þá
stöðvaði lögregla bíl innanbæjar um
fjögurleytið en ökumaður hans er
grunaður um ölvun.
Tekinn á 176
km hraða
ALLT bendir til að Norður-Hérað,
Austur-Hérað og Fellabær verði
sameinuð í eitt sveitarfélag með um
þrjú þúsund íbúa. Sveitarstjórn
Norður-Héraðs ákvað á fundi sínum
í fyrrakvöld að samþykkja tillögur
samstarfsnefndar en hin sveitar-
félögin hafa nú þegar lýst yfir vilja til
sameiningar.
Að sögn Soffíu Lárusdóttur, for-
seta bæjarstjórnar Austur-Héraðs,
hefst nú önnur umræða um málið og
ef niðurstaðan verður jákvæð verður
gengið til kosninga 15. október næst-
komandi. Nýtt sveitarfélag myndi þá
taka til starfa í byrjun nóvember og
spanna allt Fljótsdalshérað utan
Fljótsdalshrepps.
3000 íbúar
yrðu í nýju
sveitarfélagi
♦♦♦
SUMARIÐ er tíminn fyrir hjólreið-
ar og þessi Hafnfirðingur, sem setti
stefnuna á Hrafnistu, steig fák sinn
af miklum móð. Hann setur líka ör-
yggið á oddinn og hefur hjálm á
höfði til að forðast meiðslin.
Morgunblaðið/Sverrir
Hjólað í Hafnarfirði