Morgunblaðið - 25.07.2004, Side 8
ÖRN Sigurðsson, formaður Höfuð-
borgarsamtakanna, segir þá útfærslu
við færslu Hringbrautar til suðurs,
sem nú er unnið eftir, meingallaða.
Hann segir sterk-
ar vísbendingar
um að aðeins sú
leið hafi verið
skoðuð og því hafi
skipulagsyfirvöld
ekki sinnt því
hlutverki sínu að
skoða alla mögu-
leika til hlítar.
Samtökunum hafi
í þrígang verið
neitað um að sjá gögn um aðra kosti
sem voru skoðaðir.
Eitt og hálft ár er síðan samtökin
kærðu framkvæmdina til úrskurðar-
nefndar skipulags- og byggingarmála
og óskuðu eftir verkstöðvun. Þar var
m.a. gerð grein fyrir broti á upplýs-
ingalögum og að ekki hefðu allir
möguleikar verið kannaðir til hlítar.
Örn segir að ný greinargerð með
kærunni sé í undirbúningi.
Örn segir slaufugatnamótin mein-
gölluð, sem og þá útfærslu sem nú er
unnið eftir við færslu Hringbrautar.
Framkvæmdin geri Reykjavíkur-
borg að enn meiri bílaborg, sem sé
sjúkdómseinkenni illra skipulagðrar
borgar. Fólk fari allra sinna erinda á
bíl, enda geri skipulagið ráð fyrir því,
og hér séu um 600 bílar á hverja 1.000
íbúa.
Telur að aðeins ein
leið hafi verið skoðuð
Í viðtali við Ólaf Bjarnason, for-
stöðumann verkfræðistofu umhverf-
is- og tæknisviðs Reykjavíkur, sem
birtist í Morgunblaðinu fyrir viku,
sagði Ólafur að margir kostir hefðu
verið skoðaðir áður en sú leið sem nú
er unnið eftir varð ofan á. Örn segir
vísbendingar um að aðeins þessi eina
leið hafi verið skoðuð. Höfuðborgar-
samtökin hafi í þrígang leitað eftir því
að fá að sjá gögn um hvaða kostir
voru skoðaðir, með vísan til upplýs-
ingalaga, en alltaf verið neitað um
slíkt.
„Ég hef sem sagt ekki trú á því að
borgarverkfræðingurinn og Vega-
gerðin hafi skoðað margar leiðir, alla
vega hafa þeir ekki verið tilbúnir til
að sýna okkur það. […] Það er ein af
skyldum yfirvalds af þessu tagi að
skoða alla möguleika,“ segir Örn.
Vilja götuna í opinn
stokk og hringtorg
Höfuðborgarsamtökin hafa afhent
borgaryfirvöldum gögn um þá leið
sem þau vilja fara. „Við lögðum fram
tvær tillögur til að bjarga því sem
bjargað verður fyrir Landspítalann.“
Samtökin leggja til að Hringbraut
verði lögð í opinn stokk fyrir sunnan
Landspítalalóðina og hringtorg komi
í stað slaufugatnamóta.
„Með því að setja götuna í opinn
stokk er hægt að bjarga um 40.000 m²
af byggingarlandi á B-reit LSH [þar
sem Tanngarður er í dag]. Það finnst
okkur mikils virði og ég veit að Land-
spítalamönnum finnst það líka. Með
því að setja hringtorg við Bústaða-
veg, í staðinn fyrir þessar slaufur sem
Vegagerðin ætlar að gera, er upplagt
að leggja gömlu Hringbrautina niður
í stokk og þar með fengi Landspítali –
háskólasjúkrahús eina samfellda
byggingarlóð. Þá væri hægt að þróa
hana og byggja upp nákvæmlega eft-
ir þörfum spítalans sjálfs.“
Örn segir að það kosti ekki krónu
meira en núverandi lausn að leggja
Hringbrautina í stokk. Hringtorgið
myndi kosta um 350 milljónir króna
til viðbótar. Hann segir að sam-
göngu- og skipulagsnefnd hafi ve-
fengt kostnaðarmat samtakanna.
„Þar er rangt farið með, við höfum
birt athugasemdir við það og sýnt
fram á það með rökum að okkar full-
yrðing stenst; að opinn stokkur kost-
ar ekki meira en núverandi fram-
kvæmd.“
Örn segir það kolrangt sem Ólafur
sagði í Morgunblaðinu, að fyrirhuguð
slaufugatnamót á mótum Hring-
brautar, Snorrabrautar og Bústaða-
vegar séu góð út frá umferðartækni-
legum sjónarmiðum. „Þetta er algjör
þversögn, þau eru tæknilega afar
slæm, eins og reynslan sýnir af einum
fernum öðrum sambærilegum gatna-
mótum í Reykjavík,“ segir hann.
Klippir lóð LSH í tvennt
Ólafur sagði þessa útfærslu
tryggja aðgengi að Landspítalanum,
sem væri jafnframt ein helsta for-
senda færslu Hringbrautar, ásamt
þörf spítalans fyrir land til uppbygg-
ingar. Örn segir að gamla Hring-
brautin, sem á að vera aðalaðkomu-
leiðin að spítalanum, klippi lóðina í
tvennt. „Við höfum sýnt LSH að þeg-
ar spítalinn verður endanlega skipu-
lagður geti skipuleggjendur hans sótt
sér aðkomu hvert sem er,“ segir Örn
og nefnir að aðkoma verði t.d. mögu-
leg frá nýrri Hringbraut við Hlíðar-
fót, sunnan við Umferðarmiðstöðina,
en þar verði ljósastýrð gatnamót.
Þá væri hægt að hafa sjálfstætt
gatnakerfi, sem þjóni spítalanum ein-
um. „Það verður auðvitað mjög
þvingandi fyrir spítalann að þurfa að
byggja sitt hvorum megin við Hring-
brautina,“ segir hann og bætir við að
Höfuðborgarsamtökin vilji jafnframt
að hringtorg verði gert á mótum
Snorrabrautar og Eiríksgötu.
Áfram mikil umferð
á „gömlu“ Hringbrautinni
Miðað við núverandi skipulag á
gamla Hringbrautin að vera aðalað-
koman að spítalanum, en vegurinn
verður einnig opinn fyrir almenna
umferð. Dregið verður úr hraðanum
með hringtorgum og hraðahindrun-
um. Örn segir að í mati á umhverfis-
áhrifum komi fram að gamla Hring-
brautin geti tekið um 15.000 bíla á
sólarhring. Hann telur að mun fleiri
muni velja að fara þessa leið og gatan
verði því fljótlega fullmettuð.
Einhverjir muni t.d. velja að
beygja af Miklubraut strax yfir á
gömlu Hringbrautina þegar þeir eigi
leið niður í miðbæ. Þá muni þeir sem
eiga leið frá Snorrabraut í miðbæinn
frekar fara eftir gömlu Hringbraut-
inni, þótt þar verði hringtorg og
hraðahindranir, en að fara í slaufu
niður á nýju Hringbrautina, þar sem
þeir geti lent á þrennum ljósum.
Hver fermetri dýrmætur
„Ólafur segist ekki telja að miklu
landi sé fórnað og talar um land eins
og það sé einskis virði. […] Að okkar
mati er hver fermetri lands á þessu
svæði dýrmætur. Ef það er hægt að
minnka umfang svona gatnamóta er
hægt að byggja nær þeim og nýta
landið til annars. Það er einfalt. Vega-
gerðin er sennilega að sóa þrefalt
meira landi en þarf fyrir hringtorgs-
gatnamót og það eru nokkur þúsund
fermetrar byggingarlands. Með
hringtorgslausninni sparast kannski
8–10.000 fermetrar lands,“ segir Örn.
Einnig segir hann að ekki megi
tengja almennt gatnakerfi inn á
stofnbrautir nema á fáum stöðum og
það þurfi að vera mjög langt á milli
gatnamóta. Því sé það rangt sem
Ólafur segir að nýja Hringbrautin
verði góð tenging fyrir Vatnsmýrar-
svæðið. „Að tengja endalausar húsa-
götur inn í stofnbrautina er eins og að
tengja slagæðakerfi sjúklings við
sogæðakerfið. Þetta er hugsanavilla.“
Vilja slíta tengsl samgöngu-
yfirvalda og borgarskipulags
Örn segir slæmt að byrjað sé á öf-
ugum enda, þ.e.a.s. að stofnbrautin sé
lögð áður en hugsað er um heildar-
skipulagið. „Með því að byggja
Hringbrautina fyrst er verið að eyði-
leggja landið, draga úr verðmæti
þess og skapa skilyrði til þess að ekki
sé hægt að byggja nálægt brautinni
og hafa áhrif á skipulagið fyrirfram.“
Höfuðborgarsamtökin vilja að allt
er lýtur að skipulagsmálum á höfuð-
borgarsvæðinu verði flutt á hendur
sveitarfélaganna. Örn segir að tvennt
þurfi til svo slíta megi tengslin milli
samgönguyfirvalda og borgarskipu-
lagsins. „Það þarf að koma flugvell-
inum í burt og sveitarfélögin á höf-
uðborgarsvæðinu þurfa að taka yfir
stofnbrautirnar og fá tekjustofnana.
Þau þurfa að yfirtaka skipulag, hönn-
un, framkvæmdir og rekstur á þess-
um stofnbrautum þannig að sam-
gönguyfirvöld komi hvergi nálægt
borgarskipulaginu,“ segir Örn.
Meingölluð færsla
Örn Sigurðsson
Höfuðborgarsamtökin leggja til að Hringbrautin verði lögð í stokk undir
hringtorg þannig að öll gegnum-umferð fari um stokkinn. Ofan á hann
komi hringtorg sem umferð um Bústaðaveg og Snorrabraut fari um. Þá
vilja samtökin að hringtorg verði gert við mót Eiríksgötu og Snorrabraut-
ar. Á þennan hátt væri lóð Landspítalans sameinuð í eina.
nina@mbl.is
Formaður Höfuðborg-
arsamtakanna segir að
þrefalt meira land sé
lagt undir umferð-
armannvirki í útfærsl-
unni á flutningi Hring-
brautar sem nú er unnið
eftir en þeirri lausn sem
samtökin leggi til. Hann
segir að Vegagerð rík-
isins og borgaryfirvöld
eigi sök á því að Reykja-
vík sé ein alversta bíla-
borg í heimi.
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Andstæðingar hval-veiða segja sigurhafa unnist á árs-
fundi Alþjóðahvalveiði-
ráðsins þegar fellt var út
ákvæði sem kvað á um að
kosið yrði um tillögur
Henriks Fischers, for-
manns ráðsins, á næsta
ársfundi. Niðurstaða
fundarins nú var að nefnd,
sem sett var á laggirnar á
fundinum, myndi halda
áfram stefnumótunar-
vinnu á grundvelli tillagna
Fischers og að drög að
nýju skipulagi hvalveiða í
atvinnuskyni yrðu kynnt á
næsta ársfundi.
Fylgjendur hvalveiða
eru ekki síður vígreifir og telja sig
hafa unnið ótvíræðan sigur. Kon-
ráð Eggertsson hrefnuveiðimaður
segir þessa niðurstöðu stærstu
skrefin í sögu ráðsins síðustu tutt-
ugu árin. Formaður íslensku
sendinefndarinnar á ársfundinum,
Stefán Ásmundsson, segir að nú
sé bjartara yfir þessum málum en
áður. Sjávarútvegsráðherra, Árni
M. Mathiesen, tekur ekki eins
djúpt í árinni þegar hann segir að í
þessu felist ákveðnir möguleikar,
en í sjálfu sér engin niðurstaða. Í
svipaðan streng tekur Árni Finns-
son, formaður Náttúruverndar-
samtaka Íslands.
Svipaða sögu er að segja frá við-
brögðum erlendis. Susan Lie-
berman hjá World Wildlife Fund
segir að þótt niðurstaða fundarins
sé skref í átt að hvalveiðum í at-
vinnuskyni sé aðeins um lítið skref
að ræða og ekki jafnstórt og Jap-
anir hefðu viljað. WWF og fleiri
félagasamtök munu koma að und-
irbúningi að hinu nýja skipulagi.
Japanir óánægðir
Japanir lýstu yfir óánægju með
niðurstöðu fundarins og Minoru
Morimoto, sendifulltrúi Japans,
segir að áhyggjur Japana varð-
andi framtíðarþýðingu Alþjóða-
hvalveiðiráðsins fyrir sig hafi auk-
ist. „Hins vegar eru Japanir
reiðubúinir að gera það sem þarf
til að taka upp hvalveiðar á nýjan
leik með þeim raunhæfu skilyrð-
um sem hið nýja skipulag kveður á
um,“ segir Morimoto.
Bandaríkjamenn studdu tillög-
una um að halda áfram viðræðum
um tillögur Fischers en William
Hogarth, sendifulltrúi Bandaríkj-
anna, segir að afstaða þeirra hafi
ekki breyst, Bandaríkin séu enn
mótfallin hvalveiðum í atvinnu-
skyni og hafi áhyggjur af vísinda-
veiðum vegna þess að þær séu í
raun stundaðar í viðskiptaskyni.
Hogarth segir að á endanum geti
svo farið að Bandaríkjamenn
styðji ekki neina af þeim tillögum
sem fram koma í greinargerð
Fischers, en þeir segjast verða að
nota greinargerðina sem grund-
völl fyrir frekari viðræður.
U-beygja Bandaríkjamanna
Norðurskautssamtökin segja
að fundinum hafi lokið án þess að
haldfastur árangur hafi náðst og
að aðalmálið innan ráðsins, hvort
leyfa eigi hvalveiðar á ný, sé enn
óleyst. Að samtökunum standa
hagsmunaaðilar í sjávarútvegi í
Íslandi, Noregi, Færeyjum, Kan-
ada og Grænlandi.
Samtökin segja að endanlegt
orðalag tillögunnar sýni að hval-
veiðiandstæðingar vilji ekki inn-
leiða hið nýja skipulag. Samtökin
segja einnig að bandaríska sendi-
nefndin hafi tekið U-beygju síð-
asta daginn eftir að hafa verið
beitt þrýstingi dýraverndunar-
samtaka.
Nokkrar deilur voru á fundin-
um um hvaða áhrif hið nýja skipu-
lag myndi hafa, þ.e. hvort upptaka
þess leiddi sjálfkrafa til þess að al-
þjóðlegt bann við hvalveiðum félli
úr gildi. Í fréttatilkynningu sam-
takanna segir að flestar þjóðir,
sem áttu fulltrúa á fundinum, hafi
talið að upptaka skipulagsins
leiddi ekki sjálfkrafa til brottfalls
bannsins, en hefði skipulagið ekki
þau áhrif sæju þær þjóðir, sem
styddu upptöku hvalveiða á nýjan
leik, ekki tilgang í að ræða skipu-
lagið frekar.
Markaðurinn ræður
Það er alveg ljóst að þessi nið-
urstaða eykur lítið líkurnar á því
að hvalveiðar í ábataskyni hefjist.
Hún felur aðeins í sér að áfram
skuli ræða það hvort eigi að leyfa
hvalveiðar. Er það meðal annars
gert í því skyni að viðhalda trú-
verðugleika ráðsins en samkvæmt
stofnsáttmála þess er það hlut-
verk ráðsins að hafa stjórn á hval-
veiðum, ekki koma í veg fyrir þær
með ráðum og dáð. Þeirri skoðun
hefur vaxið fiskur um hrygg innan
ráðsins að veiðar verði að leyfa í
þessu skyni í mjög takmörkuðum
mæli og undir miklu eftirliti vegna
þess að ráðið standi áfram gegn
veiðum þótt vísindanefnd þess
hafi sýnt fram á að hvalastofnar
víða um heim, einkum á norður-
hveli, þoli töluverðar veiðar án
þess að þeim sé stefnt í voða.
Í raun og veru er tekist á um
gjörsamlega andstæð sjónarmið,
þar sem sættir takast líklega aldr-
ei. Komi til þess að Alþjóðahval-
veiðiráðið leyfi veiðar í einhverj-
um mæli verður um leið leyfilegt
að versla með hvalaafurðir á al-
þjóðlegum mörkuðum. Þá ræðst
það svo endanlega hvort hvalveið-
ar í ábataskyni hefjast, því mark-
aðurinn ræður því hvort veiðarnar
borga sig.
Fréttaskýring| Enn er með öllu óvíst
hvort hvalveiðar í ábataskyni hefjast á ný
Allir telja sig
sigurvegara
Alþjóðahvalveiðiráðið heldur áfram að
ræða endurupptöku hvalveiða
Hvalur skorinn í Hvalfirði.
Mjög skiptar skoðanir
um niðurstöður
Skiptar skoðanir eru um nið-
urstöðu fundar Alþjóðahval-
veiðiráðsins. Andstæðingar hval-
veiða segja niðurstöðuna sigur
fyrir sig en Japanir eru óánægð-
ir og Norðurskautssamtökin
segja að enginn árangur hafi
náðst á fundinum. Íslenskir hval-
veiðisinnar eru ánægðir, en þeir
sem á móti eru segja að í raun
hafi lítið sem ekkert gerst
hjgi@mbl.is, arnihelgason@mbl.is