Morgunblaðið - 25.07.2004, Page 11
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Tveir aðdáendur Bobbys Fischers, systkinin Reynir Már Einarsson og Guðbjörg
Theresía Einarsdóttir, rákust á Bobby Fischer á göngu við Bessastaði meðan á
einvíginu við Spasskij stóð og fengu hjá honum eiginhandaráritun. Sæmundur
Pálsson, aðstoðarmaður Fischers, fylgist með.
misskilning í tvo sólarhringa. Um
þann atburð skrifaði hann lítinn
bækling: Ég var pyntaður í Pasa-
dena-fangelsinu. Hann dvaldi lang-
dvölum í Mexíkó og Þýskalandi. Fjöl-
margar tilraunir voru gerðar til þess
að fá hann að tafli aftur. Árin 1976 og
1977 hitti hann Anatoly Karpov, þá-
verandi heimsmeistara, þrisvar sinn-
um: á Spáni, í Tókýó og í Washington.
Yfirvöld íþróttamála í Sovétríkjunum
voru ekki áfjáð í að Karpov tefldi við
Fischer og reyndu með öllum tiltæk-
um ráðum að koma í veg fyrir að Fisc-
her sneri aftur að taflborðinu.
Á þessum árum hóf Fischer að
rækta með sér skoðanir á því sem í
hnotskurn hefur verið kallað „al-
heimssamsæri gyðinga“. Þó að móðir
hans væri gyðingur skrifaði Fischer
ritstjórum alfræðibókar, sem fjallar
m.a. um þátt gyðinga í ýmsum grein-
um vísinda og lista, og bað þá að
strika nafn sitt úr bókum þeirra.
Fischer tókst að fara huldu höfði
en í kringum 1990 komst hann í frétt-
irnar fyrir að hafa fengið skráð einka-
leyfi á nýrri skákklukku. „Fischer-
klukkan“ er mikið notuð á skákmót-
um í dag en hugmyndin á bak við
hana er sáraeinföld og gengur út á að
menn fá viðbótartíma eftir hvern leik.
Klukkan var fyrst notuð í einvígi
Fischers við Spasskij í Sveti Stefan
og hefur náð að vinna sér sess á al-
þjóðlegum skákmótum.
Fischer gegn Spasskij í Sveti Stefan
Ungversk stúlka, Zita Rajcsanyi,
er talin hafa átt mestan þátt í því að
Fischer sneri aftur og tefldi þrjátíu
skáka einvígi við Boris Spasskij í
Sveti Stefan og Belgrad. Það er tákn-
rænt að Zita er fædd 1. september
1972, daginn sem Fischer varð heims-
meistari. Hinn 1. september 1992
settust þeir að tafli Fischer og Spass-
kij. Verðlaunafé nam fimm milljónum
Bandaríkjadala.
Líkt og í Reykjavík tuttugu árum
áður fylgdist heimspressan með í of-
væni: „Endurkoma Bobbys Fischers
nú er sú magnaðasta síðan Napóleon
ýtti einmöstrungi sínum úr vör frá
eyjunni Elbu árið 1815,“ skrifaði
dálkahöfundur Time Magazine,
Charles Krauthammer, við upphaf
seinna einvígis Fischers og Spasskijs
í Time í september 1992.
En hann bætti því við síðar í grein-
inni, að menn gætu ekki lært mikið í
pólitík af Fischer.
Handtökuskipun í öllum ríkjum
Bandaríkjanna
Á frægum blaðamannafundi fyrir
einvígið hrækti Fischer á bréf sem
honum hafði borist þar sem hann var
varaður við að tefla gegn Spasskij
vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna
á Júgóslavíu.
Stuttu eftir þetta einvígi var gefin
út handtökuskipun á hendur Fischer
í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Frá
þeim degi má segja að hann hafi verið
á flótta undan bandarískum yfirvöld-
um. Hann hefur lengstum dvalið í
Ungverjalandi, Japan og á Filipps-
eyjum þar sem einn hans traustasti
vinur, stórmeistarinn Eugunio Torre,
á heima.
Kunnugir telja að Fischer hafi allt-
af getað náð samningum við banda-
rísk yfirvöld, greitt einhverja smá-
upphæð í sekt og kannski sýnt
einhver merki iðrunar. Svo virðist
sem yfirvöld hafi ákveðið að láta
kyrrt liggja í máli hans og vegabréf
Fischers var endurútgefið í Bern í
Sviss í ársbyrjun 1997.
Hinn 11. desember sl. var vegabréf
Fischers hins vegar afturkallað og
ógilt. Tilkynning þar um barst Fisc-
her ekki eftir því sem forseti jap-
anska skáksambandsins hefur sagt
enda varla von því Fischer hafði eng-
an fastan samastað. Hvort yfirvöld
hafi þá ákveðið að handtaka Fischer
er ekki vitað. Hins vegar virðist hand-
taka hans með sérkennilegum hætti
tengjast máli meints liðhlaupa, Char-
les Jenkins, sem flúði til Norður-Kór-
eu árið 1965, þá liðlega tvítugur.
Þessa dagana leitar hann sér lækn-
inga í Japan og Bandaríkjamenn vilja
fá hann framseldan. Þar sem hann er
kvæntur japanskri konu og á með
henni tvö börn myndaðist togstreita
milli japanskra yfirvalda og banda-
rískra í því máli og getgátur eru uppi
um að til að liðka fyrir Jenkins hafi
japönsk yfirvöld handtekið Fischer.
FBI njósnaði um Fischer og móður
hans um áratuga skeið
Eftir hin frægu ummæli Fischers
hinn 11. september 2001 tóku nokkrir
blaðamenn Philadelphia Inquirer sað
kanna mál Fischers. Þeir fengu í
hendur leyniskýrslur FBI og í nóv-
ember 2002 birtist grein í blaðinu
undir fyrirsögninni:
Skýrslur leiða í ljós að FBI hund-
elti skákkónginn.
Og hverjar voru svo niðurstöðurn-
ar?
Alríkislögreglan hóf að fylgjast
með móður Fischers fljótlega upp úr
1940; stundum komu skipanir um að-
gerðir beint frá skrifstofu yfirmanns
FBI, Edgars J. Hoovers. Öllum eft-
irgrennslunum er hætt árið 1973 og
niðurstaðan eftir meira en þrjátíu ára
athuganir og umtalsverð fjárútlát á
háttum Reginu Fischer: Hún var
aldrei njósnari Sovétmanna. Á þess-
um tíma voru samtöl hennar hleruð,
ýmsir reikningar hennar athugaðir,
bankainnistæður og bréf lesin yfir.
Svo virðist sem Regina Fischer hafi
átt erfitt með að halda vinnu. Agentar
FBI hleruðu langlínusamtal Fischers
við móður sína frá Moskvu 1958 og
reyndu mikið að ráða í eina setningu
Bobbys Fischers: „Það er ekki gott
að vera hérna.“ („It’s no good
here …“)
Áður en Fischer hélt til Moskvu
var honum boðið í vinsælan sjón-
varpsþátt; Ég á mér leyndarmál –
leyndarmál Fischers: hann var skák-
meistari Bandaríkjanna. Viðstaddur
upptökur var starfsmaður FBI
dulbúinn sem blaðamaður háskóla-
tímarits. Svo virðist sem stofnunin
hafi verið logandi hrædd um að hinn
ungi Fischer myndi ganga til liðs við
KGB. Og eru þá bein afskipti FBI af
Bobby Fischer upptalin.
Moskvuförin herti hann hins vegar
mjög í þeim ásetningi að ná heims-
meistaratitlinum frá Rússunum og
virðist hafa skilið eftir langvarandi
óbeit á Sovétríkjunum. Krossferð
hans gegn Sovétríkjunum var hafin.
Faðerni Fischers
Skýrslur FBI tæpa á öðru máli:
faðerni Fischers. Opinbera skýringin
hefur löngum verið sú að faðir Fisc-
hers hafi verið þýskur lífeðlisfræð-
ingur, Hans-Gerhardt Fischer, og að
þau Regina hafi skilið árið 1945.
Kemur þá til sögunnar Frank Dud-
ley Berry Jr., fulltrúi saksóknara í
Santa Clara, sem í júní 2002 skrifar
langa grein á ChessCafe.com undir
fyrirsögninni: Var mamma Fischers
njósnari kommúnista? Hann þekkti
Joan Fischer Targ, systur Fischers,
vel og tekur það sérstaklega fram í
upphafi greinarinnar að almennt sé
hann ekki mikið fyrir samsæriskenn-
ingar og hann kveðst aldrei hefðu
stungið niður penna um þessi mál
nema vegna þess að fyrir hálfgerða
tilviljun hafi borist honum í hendur
bókin The FBI-KGB WAR; A Special
Agent’s Account. Bókin einblínir
einkum á mál Rosenberg-hjónanna á
árunum í kringum 1950; Regina og
Bobby Fischer koma þar hvergi við
sögu. Höfundurinn, FBI-maðurinn
Robert Lampere, skrifar um það að
þegar þýskir njósnarar skráðu sig inn
á hótel í Bandaríkjunum á þessum ár-
um var eftirnafn þeirra og jafnframt
dulnefni ávallt það sama: Fischer.
Athygli höfundarins á tengslum
Reginu Fischer við Sovétríkin var
þegar vakin. Kenning hans um að fað-
ir Fischers sé háttsettur kommúnisti
frá Berlín, Gerhard Wachter, stenst
þó varla nánari skoðun og ævisögurit-
ari Bobbys Fischers, Frank Brady,
höfundur bókarinnar Profile of a pro-
digy, svaraði stuttu síðar og réðst
harkalega á höfund greinarinnar.
En ljóst er að bandaríska alríkis-
lögreglan hafði sterkar grunsemdir
og gaf ekki frá sér þann möguleika að
Regina hefði í það minnsta verið í
sellu og í viðbragðsstöðu ef kallið
kæmi frá Moskvu. Þótt ekkert sé full-
yrt, í þessari 750 blaðsíðna skýrslu
FBI, er nánast ómögulegt að draga
aðra ályktun af efni hennar en að fað-
ir Fischers sé ungverskur eðlisfræð-
ingur, Paul Nemenyi að nafni. Sá lét
sig greinilega uppeldi Fischers varða
og studdi Reginu fjárhagslega í
þrengingum hennar. Alríkislögreglan
fylgdist grannt með báðum þessum
mönnum; Gerhardt Fischer, sem m.a.
barðist í spænsku borgarastyrjöld-
inni, og Paul Nemenyi.
Niðurlag
Morgunblaðið tók mál Fischers
upp í leiðara sl. fimmtudag og Skák-
samband Íslands hefur samþykkt
ályktun sem afhent var bandaríska
sendiherranum sl. föstudag. Ýmsar
leiðir eru færar til að veita hinum
hrjáða snillingi stuðning. Bent hefur
verið á að skrif til ráðamanna í Japan
geta haft áhrif. Áðurnefnd Miyoko
Watai hefur bent á eftirfarandi leiðir:
Japan Minister of Foreign Affairs
Email: webmaster@mofa.go.jp,
Tel: +81-3-3580-3311
Minister of Justice Japan
Email: webmaster@moj.go.jp,
Tel: +81-3-3580-4111
Narita Airport Customs
Tel: +81-120-461961
Fischer
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 11
1943. 9. mars. Robert James
Fischer fæðist í Chicago.
1956. Hinn 13 ára gamli Bobby Fisc-
her vinnur snilldarskák við Donald
Byrne á Rosenwald-mótinu í New
York. Fræðimaðurinn Hans Kmoch
nefnir viðureignina „skák ald-
arinnar“.
Áramót 1957/1958. Fischer verð-
ur skákmeistari Bandaríkjanna að-
eins fjórtán ára, hlýtur 9½ vinning
úr þrettán skákum og verður fyrir
ofan alla helstu skákmenn Banda-
ríkjanna, þ.á m. Samuel Reshevsky.
1958. Fischer þekkist boð um að
koma til Moskvu. Þykir móttökurnar
heldur kaldranalegar.
1958. Fischer deilir 5. sæti með
Friðriki Ólafssyni á millisvæða-
mótinu í Portoroz. Verður stór-
meistari 15 ára, sá langyngsti í sög-
unni.
1962. 18 ára sigrar Fischer á milli-
svæðamótinu í Stokkhólmi með
óheyrilegum yfirburðum, hlýtur 17½
vinning úr 22 skákum, 2½ vinningi
fyrir ofan næstu menn.
1962. Fischer endar í 5. sæti á
áskorendamótinu í Curacao. Í viðtali
við Sports Illustrated undir fyr-
irsögninni „Rússarnir svindla í skák“
sakar hann Sovétmennina um sam-
vinnu. Í kjölfarið breytir FIDE fyrir-
komulagi áskorendakeppninnar og
tekur upp einvígi.
1964. Fischer vinnur bandaríska
meistaramótið með fullu húsi; 11
vinningum af 11 mögulegum.
1966. Fischer teflir á ólympíu-
mótinu í Havana á Kúbu. Hann hlýt-
ur 15 vinninga af 17 mögulegum.
Ótrúlegasta sigurganga skáksög-
unnar er hafin.
1967. Eftir nokkurra ára hlé frá
heimsmeistarakeppninni teflir Fisc-
her á millisvæðamótinu í Sousse í
Túnis. Hann fær 8½ vinning úr tíu
fyrstu skákum sínum og er lang-
efstur er hann hættir keppni vegna
hatrammra deilna við mótshaldara.
1970. Fischer teflir í keppninni
Heimurinn – Sovétríkin í Belgrad. Er
valinn á 1. borð en lætur Bent Lar-
sen það eftir. Vinnur gamla heims-
meistarann Tigran Vartan Petrosjan
3:1.
1970. Vinnur óopinbert heims-
meistaramót í hraðskák með 19
vinningum af 22 mögulegum, 4½
vinningi fyrir ofan næsta mann. Sigr-
ar með fádæma yfirburðum á sterk-
um mótum í Rovinj– Zagreb í Júgó-
slavíu og Buenos Aires í Argentínu.
1970. Þing FIDE verður við þeirri
ósk bandaríska skáksambandsins að
Fischer verði leyft að taka þátt í
heimsmeistarakeppninni.
1970. Fischer sigrar á millisvæða-
mótinu í Palma á Mallorca með 18½
vinningumúr 23 skákum, 3½ vinn-
ingi fyrir ofan næstu menn.
1971. Fischer mætir Mark Taimanov
í fyrstu hrinu áskorendakeppninnar í
Vancouver í Kanada og vinnur 6:0.
1971. Fischer mætir Bent Larsen í
Denver og vinnur 6:0. „Kraftaverk
hefur gerst,“ sagði í Prövdu.
1971. 29. september. Vinnur fyrstu
einvígiskák sína gegn Tigran Pet-
rosjan í lokaeinvígi áskorendakeppn-
innar. Hefur þá unnið 20 skákir í röð
gegn stórmeisturum. Met sem ratar
í heimsmetabók Guinness. Einvíginu
lýkur með yfirburðasigri 6½:2½.
Fischer hefur unnið réttinn til að
skora á heimsmeistarann Boris
Spasskij.
1972. 1. júlí. Einvígi aldarinnar er
sett í Þjóðleikhúsinu. Fischer er þó
hvergi að sjá. Forsíður heimsblað-
anna eru undirlagðar fréttum frá
Reykjavík.
1972. 4. júlí. Bobby Fischer mætir
til leiks tveimur dögum eftir að
fyrsta skákin átti að teflast.
1972. 11. júlí. Einvígið hefst í
Reykjavík. Spasskij vinnur fyrstu
skákina.
1972. 13. júlí. Fischer mætir ekki til
að tefla 2. einvígisskákina við Spass-
kij. Ætlar einvígið að sigla í strand?
1972. 1. september. Spasskij gefur
21. skák einvígisins og Fischer er
heimsmeistari, rýfur óslitna sig-
urgöngu Sovétmanna frá 1948.
1972. 22. september. John
Lindsay, borgarstjóri í New York, af-
hendir Fischer lykilinn að New York-
borg við hátíðlega athöfn fyrir fram-
an ráðhús borgarinnar og segir að
þessi dagur skuli vera dagur Bobbys
Fischers í New York. Fischer mætir
síðar í skemmtiþátt Bobs Hopes
ásamt annarri þjóðhetju, Mark Spitz,
sem unnið hafði sjö gullverðlaun á
Ólympíuleikunum í München.
1974. Fischer sendir inn kröfu í um
900 liðum á þing FIDE í Nice í
Frakkalandi sem varða framkvæmd
komandi heimsmeistaraeinvígis
1975.
1975. FIDE heldur aukaþing í árs-
byrjun og hafnar einni aðalkröfu
Fischers um að sé staðan í heims-
meistaraeinvíginu 9:9 skuli einvíginu
hætt og heimsmeistarinn haldi titl-
inum á jöfnu. Fischer afsalar sér
„FIDE-heimsmeistaratitlinum“, eins
og hann orðar það. Marcos, forseti
Filippseyja, hafði heitið verðlaunafé
upp á fimm milljónir Bandaríkjadala.
Áskorandi Fischers, Anatoly Karpov,
er krýndur heimsmeistari án keppni
vorið 1975.
1981. Fischer er handtekinn í Pasa-
dena fyrir misskilning, situr inni í tvo
daga og gefur út 13 síðna bækling:
Ég var pyntaður í Pasadena-
fangelsinu.
1992. 1. september.20 árum eftir
einvígið í Reykjavík setjast Fischer
og Spasskij aftur að tafli, nú í Sveti
Stefan í Svartfjallalandi. Á blaða-
mannafundi fyrir einvígið hrækir
Fischer á skeyti frá bandarískum
stjórnvöldum.
1992. Fischer vinnur Spasskij 10:5
með fimmtán jafnteflum en á ekki
afturkvæmt til Bandaríkjanna. Gefin
er út handtökuskipun á hendur Fisc-
her í öllum ríkjum Bandaríkjanna.
2001. 11. september. Fischer fagn-
ar árásinni á Bandaríkin í viðtali við-
útvarpsstöð á Filippseyjum.
2004. 13. júlí. Bobby Fischer hand-
tekinn á flugvellinum í Tókýó.
Litríkur ferill