Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 14
S
traumhvörf urðu á ís-
lenskum húsnæðis-
lánamarkaði 1. júlí
þegar húsbréfakerfið
var í öllum aðalatrið-
um lagt af og nýtt
íbúðabréfakerfi sett
á í þess stað. Aðdrag-
andi breytinganna var, eins og gefur
að skilja, nokkuð langur og unnu
margir að undirbúningi og fram-
kvæmd þeirra.
„Varðandi þetta ferli, sem við vor-
um að ljúka við fyrsta júlí, þá má
segja að þetta séu stærstu skulda-
bréfaskipti sinnar tegundar sem
fram hafa farið á Íslandi,“ segir
Guðmundur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, en
sjóðurinn gaf út hús- og húsnæð-
isbréfin sálugu og gefur út íbúða-
bréfin sem komið hafa í þeirra stað.
„Auðvitað hafa fyrirtæki og ríkis-
sjóður staðið í því áður að gefa út ný
skuldabréf og verða sér úti um fjár-
muni með einum eða öðrum hætti til
að fjármagna sína starfsemi og einn-
ig hafa hér verið skuldabréfaskipti í
líkingu við þetta en engin svona
stór, enda er Íbúðalánasjóður á
stærð við suma banka hér á landi.“
Að sögn Guðmundar er Íbúða-
lánasjóður nú að nálgast fimm
hundruð milljarða króna markið í
útlánum. „Útlánin byggjast eins og
menn vita á því að við seljum okkar
skuldabréf og það eru þá heildar-
skuldir sjóðsins og að sama skapi
heildareignir hans, því þetta tvennt
helst nokkurn veginn í hendur. Þar
fyrir utan á sjóðurinn um tólf millj-
arða króna í eiginfé.“
Það sem fór fram dagana 28. til
30. júní sl. var að stærstum hluta
útistandandi hús- og húsnæðisbréfa
var skipt út fyrir íbúðabréf, og verð-
ur útgáfu þeirra fyrrnefndu hætt,
þótt þau húsbréf, sem enn standa
úti, séu í fullu gildi.
„Þessum skuldabréfaskiptum var
ætlað að setja á markað mjög við-
skiptahæfa verðbréfaflokka sem
væru gjaldgengir jafnt innanlands
sem erlendis. Við höfum orðið vör
við það á undanförnum árum að er-
lendir fjárfestar sækja í æ ríkari
mæli í þá fjárfestingu sem íslensk
skuldabréf eru. Þeir hafa verið að
átta sig á því að hér er um verðmæt-
ar eignir að ræða sem vert væri að
hafa í sínum skuldabréfasöfnum.“
Guðmundur segir að hingað til
hafi ákveðnar tæknilegar hindranir
staðið í veginum fyrir snurðulausum
viðskiptum erlendra aðila með ís-
lensk verðbréf. Því hafi verið ákveð-
ið að stokka upp þessa verðbréfaút-
gáfu, gera hana markaðshæfari og
einfaldari í öllum viðskiptum og
gera hana gegnsærri. „Húsbréfin
gömlu voru til að mynda nokkuð
flókin í eðli sínu. Þau voru með út-
dráttarfyrirkomulagi sem truflaði
verðmyndun þeirra og hafði til að
mynda þau áhrif að ávöxtunarkrafa
þeirra var alltaf önnur en húsnæð-
isbréfanna, sem við gáfum líka út.“
Munurinn á húsbréfum og hús-
næðisbréfum var sá að húsnæðis-
bréfin seldi sjóðurinn beint til að
fjármagna peningalán hans, en hús-
bréfin voru afhent einstaklingum
sem fengu lán hjá sjóðnum og það
var svo á þeirra könnu sjálfra að
koma bréfunum í verð.
Ítarleg útboðslýsing
„Húsbréfaflokkarnir voru með
innköllunarákvæði, auk þess sem
margir þeirra voru litlir, illa mark-
aðshæfir og sumir komnir til ára
sinna. Þess vegna var talin ástæða
til að fara í að endurskipuleggja
þessa verðbréfaútgáfu og upphaf
þess ferlis má segja að hafi verið
þegar fjármálaráðherra skipaði
nefnd til þess að endurskipuleggja
verðbréfaútgáfu ríkissjóðs og
Íbúðalánasjóðs,“ segir Guðmundur.
Í nefndinni áttu sæti fulltrúar
fjármála- og félagsmálaráðuneytis,
auk fulltrúa Íbúðalánasjóðs, Seðla-
banka og Lánasýslu ríkisins. Nefnd-
in hóf störf í mars 2001 og skilaði
nefndaráliti til fjármálaráðherra í
október 2003.
„Seinni hluti þessarar vinnu sner-
ist að mestu um verðbréfaútgáfu
Íbúðalánasjóðs, þar sem menn voru
sammála um að verðbréfaútgáfa rík-
issjóðs væri í sæmilega föstum
skorðum og í réttum farvegi, en að
nauðsynlegt væri að taka á þessari
útgáfu Íbúðalánasjóðs.
Í framhaldi af vinnu nefndarinnar
ákveður félagsmálaráðherra að fara
í þessa endurskipulagningu á hús-
næðislánakerfinu og tilkynnir þessa
breytingu 31. desember 2003, og til-
kynnir jafnframt að breytingunum
skuli vera lokið þann 1. júlí 2004. Þá
skuli vera komin hér ný vinnubrögð,
búið verði að leggja niður húsbréfa-
kerfið, að Íbúðalánasjóður fjár-
magni sína starfsemi með útgáfu
nýrra skuldabréfa og veiti síðan
peningalán til allra viðskiptavina,“
segir Guðmundur.
Frumvarp um skiptin var kynnt í
ríkisstjórn og lagt fram á Alþingi í
marsmánuði, og var frumvarpið af-
greitt sem lög frá Alþingi í maí í ár.
Tíu innlendum bönkum og fjármála-
fyrirtækjum var boðið að taka þátt í
að safna saman bréfunum og fá fyrir
það þóknun. Haldinn var fundur
með samstarfsaðilum þann 21. júní.
Dagana 28., 29. og 30. júní var skip-
titilboðum safnað og lágu niðurstöð-
ur þeirra fyrir þann þrítugasta. Sjö-
unda júlí síðastliðinn voru skiptin
svo gerð upp.
„Þetta er verkefnið sem við byrj-
uðum að vinna að strax eftir síðustu
áramót og höfum verið að vinna að
allt til dagsins í dag.“
Guðmundur segir að til að tryggja
hnökralausan undirbúning og fram-
kvæmd skiptanna, og að þetta væri
allt gert með faglegum hætti og rétt
að öllu staðið, hafi sjóðurinn ráðið til
ráðgjafar við sig hinn virta þýska
banka Deutsche Bank.
„Hans ráðgjöf og aðkoma að mál-
inu var afar mikilvæg og kom okkur
sem verðbréfaútgefendum á nýtt og
hærra plan, ef svo má að orði kom-
ast. Sem dæmi um það unnum við ít-
arlega, nákvæma og greinargóða út-
boðslýsingu á hinum nýju bréfum.
Þar koma m.a. fram allar upplýs-
ingar um skiptiferlið, hvernig staðið
er að því, hverjir séu þátttakendur
með okkur í því. Svo er þar lýsing á
bréfunum, upplýsingar um lánshæf-
ismat þeirra, lýsing á íslensku efna-
hagslífi og umfjöllun um ríkis-
ábyrgðina. Svo ítarlega hefur ekki
áður verið staðið að útboðslýsingu á
skuldabréfum hér á landi og er von-
andi að þetta geti orðið öðrum út-
gefendum til fyrirmyndar.“
Að sögn Guðmundar var megintil-
gangurinn með skuldabréfaskiptun-
um, fyrir utan það að gera skulda-
bréfaflokkana vel markaðshæfa, sá
að lækka vexti. „Til þess erum við að
gera þá svona vel markaðshæfa að
þeir séu aðgengilegir fyrir sem
Stærstu skuldabréfaskipti
íslenskrar fjármálasögu
Dagana 28. til 30. júní var ríflega 90% hús- og
húsnæðisbréfa Íbúðalánasjóðs skipt út fyrir nýja
tegund skuldabréfa, íbúðabréf. Í samtali við Morg-
unblaðið fer Guðmundur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri sjóðsins, yfir aðdraganda skiptanna,
framkvæmd þeirra og árangur.
Morgunblaðið/Eggert
Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir starfsfólk sjóðsins afar stolt af því hversu vel hafi til tekist með skuldabréfaskiptin.
14 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ