Morgunblaðið - 25.07.2004, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 25.07.2004, Qupperneq 15
flesta fjárfesta, innlenda sem er- lenda. Það leiðir væntanlega til þess að vextir lækka, til hagsbóta fyrir okkar viðskiptavini, eins og lög um húsnæðismál kveða á um að er okk- ar hlutverk. Svo má ekki gleyma því að þetta er langstærsta skuldabréfaútgáfa á landinu, bréfin eru ríkistryggð og því mynda vextir hjá okkur ákveð- inn fót, eða gólf, fyrir aðra vexti – hjá bönkum, ríkisfyrirtækjum og ríkissjóði.“ Segir Guðmundur að þróun í átt til lægri langtímavaxta sé ekki aðeins til hagsbóta fyrir íbúðakaupendur, heldur fyrir hag- kerfið allt. „Fjármagnskostnaður ætti í kjöl- farið að lækka í heild, bæði fyrir fjármálalífið og opinbera aðila, og ég álít að jafnvel megi fullyrða að þessi breyting muni hafa áhrif til batn- aðar á samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðlegum markaði. Því teljum við að þetta hafi verið afar mikilvægt verkefni og því mikilvægt að að því væri vel staðið.“ Flokkarnir stærri en búist var við „Tilgangurinn með kerfisbreyt- ingunni var, eins og áður segir, að leggja húsbréfakerfið niður, taka upp peningalánakerfi, taka upp nýja aðferð við fjármögnun útlánanna og síðast en ekki síst var nauðsynlegt að skipta gömlu bréfunum út fyrir þau nýju til að nýju skuldabréfa- flokkarnir yrðu sem stærstir,“ segir Guðmundur. Stærð flokkanna hefur áhrif á markaðshæfni þeirra og þar af leiðandi var æskilegt að þeir yrðu sem stærstir ættu markmið kerfis- breytinganna að nást. Ætlunin var að búa til þrjá stóra skuldabréfaflokka í stað þeirra fjöl- mörgu smáu flokka sem til voru, og var markmiðið að hver hinna nýju flokka yrði um hundrað milljarðar króna að stærð. Allt þetta hefur tek- ist og öllum markmiðum hefur verið náð. Þess vegna tel ég augljóst að skuldabréfaskiptin hafi í heild sinni gengið vel.“ Að sögn Guðmundar náðist að búa til þessa þrjá nýju skuldabréfa- flokka og þeir séu allir stærri en bú- ist var við. Sá minnsti er um 105 milljarðar króna að stærð, sá næsti er um 110 milljarðar og sá stærsti er yfir 120 milljarðar króna að stærð. „Skiptin gengu gríðarlega vel og var þátttaka í skiptunum yfir 90%, þ.e. að yfir 90% allra skuldabréfa, sem boðið var upp á að skipt yrði fyrir íbúðabréf, var skipt. DB sér um viðskiptavakt Reyndar fór hlutfallið upp í 96– 97% í sumum flokkum, en almennt er talið að sé þátttaka í skuldabréfa- skiptum á bilinu 70–75% séu skipti talin hafa heppnast vel. Því verður ekki komist að annarri niðurstöðu en að skiptin hafi tekist afar vel, og hafa erlendir samstarfsaðilar okkar haft á orði að þetta sé alveg ótrúlega góður árangur,“ segir Guðmundur. „Við unnum allt ferlið, meðal ann- ars að ráði Deutsche Bank, sam- kvæmt alþjóðlegum stöðlum,“ segir Guðmundur. Tekur hann jafnframt fram að uppbygging bréfanna sé nú aðlöguð slíkum stöðlum hvað varðar verðútreikninga og form. „Þau eru gefin út í Euroclear, sem er eitt stærsta og mikilvægasta skulda- bréfakerfi í heimi, og skiptir það marga erlenda fjárfesta miklu máli, auk þess sem það mun koma ís- lenskum fjárfestum vel, þótt reynsl- an sýni að þeir þurfi einhverrar að- lögunar við.“ Að sögn Guðmundar verður hægt að fá allar upplýsingar um bréfin á erlendum upplýsingaveitum, eins og Bloomberg og Reuters, sem hann segir fjárfesta nýta sér mikið. „Þá er verið að vinna að því að upplýs- ingar um bréfin verði birtar í grein- ingarefni Deutsche Bank, auk þess sem bankinn er að vinna að því að taka að sér viðskiptavakt á bréfun- um. Við munum að vísu ekki borga honum fyrir slíka vakt, en þeir sjá sjálfir hagnaðarvon í því að sjá um slíka vakt. Þá unnum við einnig að því ásamt Kauphöll Íslands að Deutsche Bank gerðist aðili að Kauphöllinni.“ Oftast afföll „Við fengum reyndar líka aðra er- lenda ráðgjafa til að aðstoða okkur við alla áhættustýringu, því þetta er mikið verkefni og stórt og mikilvægt hlutverk sem sjóðurinn fær við að glíma,“ segir Guðmundur. „Áður fyrr var húsbréfunum nánast fleygt framan í viðskiptavininn og honum sagt að það væri nú á hans könnu að selja þau og undir honum komið að fá nógu hátt verð. Reyndar bar okkur að stuðla að því að bréfin væru markaðshæf og að viðskiptavinirnir gætu því selt þau, en við höfðum enga skyldu til, né tök á, að tryggja lágmarksverð fyrir bréfin, enda réðst verðið á markaði. Reynslan sýndi svo að áhættan var iðulega viðskiptavinar- ins og oftast voru afföll af sölu hús- bréfa.“ Segir Guðmundur stöðu við- skiptavina sjóðsins batna til muna í nýju kerfi. „Við erum að vissu leyti að breyta þessu kerfi núna þar sem viðskiptavinurinn fær nú peningalán og það er okkar að fjármagna lánin með útgáfu skuldabréfa, eins og áð- ur segir. Við erum með öðrum orðum að taka á okkur ákveðinn hluta af þess- ari áhættu og þurfum því að búa svo um hnútana að afkoma og rekstur sjóðsins séu tryggð. Til þess fengum við þekkta sænska ráðgjafa, CAPTO Financial Consulting, sem er þekkt fyrirtæki fyrir ráðgjöf á þessu sviði í Skandinavíu og víðar.“ Sama hæfismat og ríkissjóður „Eitt afar mikilvægt verkefni enn, sem tengdist þessari vinnu allri, var að fara með bréfin í lánshæfismat, sem skiptir marga erlenda fjárfesta miklu máli,“ segir Guðmundur. Sumir fjárfestar líta ekki við skulda- bréfum sem ekki eru með lánshæf- ismat, því annars eiga þeir erfiðara með að meta hversu örugg fjárfest- ingin er. Við fengum því tvö afar þekkt fyr- irtæki á þessu sviði, Standard & Po- or’s og Moody’s, til að meta lánshæfi okkar. Við fengum þá bestu niður- stöðu sem við gátum vænst, eða jafn gott lánshæfismat og ríkissjóður.“ Guðmundur segist telja að ferlið hafi gengið nánast eins og best verð- ur á kosið og treystir því að afrakst- urinn verði sá að Íbúðalánasjóður geti smám saman sýnt það að vextir hafi lækkað í landinu. „Við höfum ekki enn farið í fyrsta útboðið á nýjum íbúðabréfum, en við sjáum hins vegar á verðmyndun á bréfunum sem gefin voru út við skiptin að vextirnir eru þegar farnir að lækka. Raunveruleg verðmyndun á nýjum bréfum mun svo koma í ljós fljótlega þegar við munum fara í að selja þessi bréf í fyrsta skipti.“ Guðmundur segir að eins og gefi að skilja hafi verkefnið falið í sér gríðarlega vinnu. „Í fyrsta lagi var um að ræða undirbúning hér innan- húss, og síðan var það í marsmánuði að við sömdum við þessa erlendu að- ila og hjólin fóru að snúast hraðar,“ segir hann. „Og allan þennan tíma, frá apríl og út júní, hefur mikið mætt á starfsfólki okkar, sem ekki er hægt að segja að sé mjög fjölmennt. Þetta er ekki stór stofnun. Í heildina talið vinna hjá Íbúðalánasjóði um sextíu manns og stærstur hluti þeirra vinn- ur við afgreiðslu lánsumsókna og innheimtustörf, en í fjárstýringu, áhættugreiningu og bókhaldi er ekki nema minnihluti starfsmanna.“ Segir Guðmundur að vegna þess hafi sjóðurinn þurft að treysta mjög á það að eiga gott samstarf við fjár- málastofnanirnar, bankana, spari- sjóðina og verðbréfafyrirtækin, því að það sé þeirra hlutverk að vinna þessa vinnu. „Íbúðalánasjóður starf- ar ekki sjálfur á þessum markaði. Hann gefur út bréfin og selur þau, en að því loknu er hlutverki sjóðsins lokið og bréfin ganga kaupum og sölum á markaði.“ Guðmundur segir hlutverk sjóðs- ins hafa verið töluvert í skiptunum, en til þess að þau gengju upp hafi hann þurft, eins og áður segir, að eiga gott samstarf við markaðsaðila. „Í samráði við Deutsche Bank voru valin til samstarfs fjármálafyrirtæk- in, bankar, sparisjóðir, lífeyrissjóðir og verðbréfafyrirtæki. Verkefnið var kynnt ítarlega þessum aðilum og við gerðum samninga við einstaka aðila á þessu sviði um einstaka þætti verkefnisins og ég leyfi mér að full- yrða að það hafi allt saman gengið mjög vel upp. Fólk þessara fyrir- tækja hefur lagt sig fram um að láta verkefnið takast, eins og ég tel að niðurstaðan sýni að hafi í raun gerst.“ Sjóðurinn fer að lögum og reglum Guðmundur segir að honum detti hins vegar ekki í hug að halda því fram að svona stórt verkefni, sem þurft hafi að framkvæma svona hratt, hafi ekki tekið á. „Auðvitað komu upp einstök vandamál og ein- stakir þættir sem þurfti að glíma við að leysa. Menn geta kallað það hnökra eða sagt að það hefði mátt vanda vinnubrögð enn betur, en ég held að engu máli hefði skipt hversu mikið við hefðum undirbúið okkur, hversu langan tíma við hefðum tekið – við hefðum alltaf staðið frammi fyrir því að leysa einhver vandamál og viðfangsefni sem komið hefðu upp á síðustu stundu.“ Guðmundur segir Íbúðalánasjóð hafa fengið gagnrýni á einstaka þætti sem kannski hefðu mátt fara betur, en að honum finnist að þegar litið er á heildarárangurinn og heild- arútkomuna þá sé ekki annað hægt að segja en þetta hafi gengið upp. „Við erum, eins og heyra má, afar stolt af því hvernig til hefur tekist og mér finnst við alveg mega vera það.“ Þegar talið barst að gagnrýni þeirri sem gerð hefur verið á sum atriði í útboðinu sagði Guðmundur: „Að gefnu tilefni, vegna umræðu um útdrátt útistandandi húsbréfa, er hins vegar rétt að taka fram að í framhaldi af lagabreytingunum í vor hefur verið sett reglugerð um áhættustýringu Íbúðalánasjóðs. Í reglugerðinni eru ákvæði um fjár- hagsnefnd, sem gerir tillögu til stjórnar sjóðsins um hvernig haga skuli fjármögnun, fjárstýringu og áhættustýringu. Sú vinna er nú í gangi.“ Guðmundur segir þau húsbréf sem enn séu útistandandi enn í fullu gildi gagnvart skuldaranum, Íbúða- lánasjóði. „Þetta eru rúmir eitt hundrað milljarðar króna og þar af eru um áttatíu milljarðar í eldri flokkum húsbréfa, sem ekki hefur verið breytt í rafrænt form. Það voru engin skipti boðin á þessum flokkum um síðustu mánaðamót, og hafa því engar breytingar orðið á skilmálum þeirra frá því sem verið hefur. Um tuttugu milljarðar eru hins vegar útistandandi af rafræn- um markflokkum bréfanna, sem boðin voru skipti á, eða um fimmtán prósent af lengstu flokkunum. Má öllum vera ljóst að þeir tuttugu milljarðar verða greiddir upp sem hlutfall af heildarskuldum sjóðsins og í samræmi við ákvæði bréfanna, svo lengi sem ekki þarf að grípa til sértækra aðgerða vegna áhættu- stýringar. Komi til þess verður að sjálfsögðu farið að lögum og reglum.“ Markmiðið að bæta hag viðskiptavina Að lokum segir Guðmundur að breytingarnar, sem gerðar hafi ver- ið á húsnæðislánakerfinu, hafi verið gerðar með það að markmiði að bæta hag viðskiptavina Íbúðalána- sjóðs, sem sé stór hluti þjóðarinnar. „Ég vona að breytingarnar hafi enn treyst hlutverk Íbúðalánasjóðs til að gagnast íslenskum húsnæðiskaup- endum og íbúðareigendum, því það er mikilvægt að þeir hafi traustan og góðan farveg fyrir þau viðskipti sem jafnan eru þau stærstu sem nokkur maður gerir á sínum lífsferli, að kaupa þak yfir höfuðið á sér og sínum. Ef breytingarnar leiða til þess að almenningi verður það auð- veldara og léttara að festa kaup á húsnæði þá er Íbúðalánasjóður að vinna sitt verk og ég tel að við höf- um verið að leggja okkur fram um það.“           1 / ! " ?@@C  !#"   !;  "! *  / $ ! " #" # <+>E> #!!%  $ ! " "F "   "! *   =<> #!!%  "F)   # >GH  !  $ ! " #"  + ! "! *  7  !/ %F $ !#"   *  / $ ! " #" #  # ?>H  / ! " ?@@C+ 8  !9: *  7! ;;< = > ?  !"   ! 7 ' 9:   <+E+@B     <+E+@B   <B+ E +@B <==G <=== ?@@@ ?@@< ?@@? ?@@C <+I@@ <+B@@ <+?@@ <+@@@ G@@ I@@ B@@ ?@@ @ #!!%  "+ H #!J7  !/ %F  B)? B)< B)@ C)= C)G C)E C)I ?@ / C@ / B@ / ’Ef breytingarnar leiða til þess að almenn-ingi verður það auðveldara og léttara að festa kaup á húsnæði þá er Íbúðalánasjóður að vinna sitt verk og ég tel að við höfum verið að leggja okkur fram um það.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 15 Sæludagar um Verslunarmannahelgina Vatnaskógur er í Svínadal skammt frá Saurbæ í Hvalfirði og ekki nema 65 km frá Reykjavík Koddaslagur Knattspyrna Kassabílar Kaffihús Söngkeppni barnanna Skógarmannakvöldvökur Bátar og vatnafjör Barnadagskrá Fræðslustund Hoppukastalar Varðeldur Risabingó Unglingadagskrá Bænastundir Barnaleikrit EllenKK Jón Ólafsson Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588 8899 og á heimasíðu www.kfum.is Án áfengis að sjálfsögðu Verð aðeins 3.000 kr. fyrir alla helgina 7.000 kr. hámark fyrir fjölskylduna Dagsheimsókn 1.500 kr. Idol-stjarnan Rannveig Lalli töframaður fyrir alla fjölskylduna í Vatnaskógi 30. júlí til 2. ágúst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.