Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „VAR Grettir sterki drepinn hérna? Í þessari holu!?“ Níu ára Reykvíkingur, Pétur Jónsson, starir stóreygur ofan í tóttarbrot undir lágum kletti á sunnanverðri Drangey. Pilturinn, sem fram að þessu hafði ekki vitað annað um Gretti Ámundsson en að hann væri rauð- skeggjaður karl á flugeldi, hafði hlýtt agndofa á frásögnina um örlög útlagans, við tætlur Grettiskofa þar sem hermt er að Þorbjörn Öngull og menn hans hafi fellt Gretti, sem þá var á 20. og lokaári útlegðarinnar. Þá varði Illugi bróðir Grettis, 18 ára gamall, bróður sinn hetjulega. Sögumaðurinn í Drangey, sem heldur áheyrendum hugföngnum með lýsingu sinni á sögum og landsháttum þennan milda sum- ardag, er jafnaldri Illuga, Kolbeinn að nafni. Hann er yngstur 10 barna Jóns Eiríkssonar, títtnefnds "Drangeyjarjarls", sem sigldi þess- um farþegum til eyjarinnar eins og ótal hóp- um öðrum. Hann fór samt ekki upp á eyju að þessu sinni, heldur varði tímanum við fram- kvæmdir við bryggjuna sem hann steypti upp við Uppgönguvíkina í fyrrasumar. Bryggjan er býsna gerðarleg - enda þurfti 50 ferðir út með steypu í hana - en engu að síður koll- steypti vetrarbrimið hluta hennar. Drangey er undraheimur. Iðandi af lífi og ilmar af sögu. Stærri en mann grunar og upp- gangan er miklu auðveldari en menn halda. Víst er hún há, 174 metrar á hæsta kletti. En þennan dag er Kristján Stefánsson frá Gil- haga að ljúka við smíði trétrappa alveg upp í skarðið, þar sem leiðin er hálfnuð, og góðar festar og stigar ná alla leið upp á iðagrænan koll eyjarinnar. Kaðlar hafa á þeim hluta leyst af hólmi aldraða keðju, sem þó liggur enn nið- ur skriðurnar. „Ég sá í ævisögu séra Jóns Steingrímssonar að hann fór hingað fram árið 1754,“ segir Drangeyjarjarl, „og segir frá því að í uppferðinni hafi verið handfaðmur, 80 faðma langur, sem Skúli Magnússon fóveti hafði betsellt þegar hann var á Hólum. Ég tel að það sé þessi sama keðja. Ég tók af henni smá bút neðst og hann er í Glaumbæ. Hún hefur reynst vel þessi festi, en nú komast allir upp með léttum leik.“ Lundaveiðar: Veiðimaður háfar litríkan lunda við stíginn sem liggur upp í eyna úr Uppgönguvíkinni. Kerlingin: Kollurinn á Kerlingunni, 52 metra háu og brimsorfnu bergtrölli sem stendur við Drangey, er þétt setinn af sjófugli. Drangeyjarjarlinn: Jón Eiríksson, ferðafrömuður í Fagranesi, snýr heim úr enn einni Drangeyj- arferðinni, en þær eru orðnar á annað þúsundið. Hann siglir með ferðamenn alla sumardaga. Hamarinn: Lausir við lofthræðslu standa lunda- veiðimenn á brún Heiðnabergs, norðan á eynni. Grettiskofinn: Hér var Grettir Ásmundarson veginn árið 1037 segir á skilti á klettinum. Kolbeinn Jónsson greinir ferðalöngum frá harmrænum örlögum útlagans fræga við tóttir Grettiskofa. Sögusviðið: Kolbeinn Jónsson gengur um efsta hluta Drangeyjar, en eyjan er um átta hektarar. Til vinstri sést í dranginn Kerlingu og til hægri er Reykjaströnd, en þangað synti Grettir, um 7km leið. Rispur Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.