Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „VAR Grettir sterki drepinn hérna? Í þessari holu!?“ Níu ára Reykvíkingur, Pétur Jónsson, starir stóreygur ofan í tóttarbrot undir lágum kletti á sunnanverðri Drangey. Pilturinn, sem fram að þessu hafði ekki vitað annað um Gretti Ámundsson en að hann væri rauð- skeggjaður karl á flugeldi, hafði hlýtt agndofa á frásögnina um örlög útlagans, við tætlur Grettiskofa þar sem hermt er að Þorbjörn Öngull og menn hans hafi fellt Gretti, sem þá var á 20. og lokaári útlegðarinnar. Þá varði Illugi bróðir Grettis, 18 ára gamall, bróður sinn hetjulega. Sögumaðurinn í Drangey, sem heldur áheyrendum hugföngnum með lýsingu sinni á sögum og landsháttum þennan milda sum- ardag, er jafnaldri Illuga, Kolbeinn að nafni. Hann er yngstur 10 barna Jóns Eiríkssonar, títtnefnds "Drangeyjarjarls", sem sigldi þess- um farþegum til eyjarinnar eins og ótal hóp- um öðrum. Hann fór samt ekki upp á eyju að þessu sinni, heldur varði tímanum við fram- kvæmdir við bryggjuna sem hann steypti upp við Uppgönguvíkina í fyrrasumar. Bryggjan er býsna gerðarleg - enda þurfti 50 ferðir út með steypu í hana - en engu að síður koll- steypti vetrarbrimið hluta hennar. Drangey er undraheimur. Iðandi af lífi og ilmar af sögu. Stærri en mann grunar og upp- gangan er miklu auðveldari en menn halda. Víst er hún há, 174 metrar á hæsta kletti. En þennan dag er Kristján Stefánsson frá Gil- haga að ljúka við smíði trétrappa alveg upp í skarðið, þar sem leiðin er hálfnuð, og góðar festar og stigar ná alla leið upp á iðagrænan koll eyjarinnar. Kaðlar hafa á þeim hluta leyst af hólmi aldraða keðju, sem þó liggur enn nið- ur skriðurnar. „Ég sá í ævisögu séra Jóns Steingrímssonar að hann fór hingað fram árið 1754,“ segir Drangeyjarjarl, „og segir frá því að í uppferðinni hafi verið handfaðmur, 80 faðma langur, sem Skúli Magnússon fóveti hafði betsellt þegar hann var á Hólum. Ég tel að það sé þessi sama keðja. Ég tók af henni smá bút neðst og hann er í Glaumbæ. Hún hefur reynst vel þessi festi, en nú komast allir upp með léttum leik.“ Lundaveiðar: Veiðimaður háfar litríkan lunda við stíginn sem liggur upp í eyna úr Uppgönguvíkinni. Kerlingin: Kollurinn á Kerlingunni, 52 metra háu og brimsorfnu bergtrölli sem stendur við Drangey, er þétt setinn af sjófugli. Drangeyjarjarlinn: Jón Eiríksson, ferðafrömuður í Fagranesi, snýr heim úr enn einni Drangeyj- arferðinni, en þær eru orðnar á annað þúsundið. Hann siglir með ferðamenn alla sumardaga. Hamarinn: Lausir við lofthræðslu standa lunda- veiðimenn á brún Heiðnabergs, norðan á eynni. Grettiskofinn: Hér var Grettir Ásmundarson veginn árið 1037 segir á skilti á klettinum. Kolbeinn Jónsson greinir ferðalöngum frá harmrænum örlögum útlagans fræga við tóttir Grettiskofa. Sögusviðið: Kolbeinn Jónsson gengur um efsta hluta Drangeyjar, en eyjan er um átta hektarar. Til vinstri sést í dranginn Kerlingu og til hægri er Reykjaströnd, en þangað synti Grettir, um 7km leið. Rispur Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.