Morgunblaðið - 25.07.2004, Side 18
18 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
S
itthvað hef ég lært af
því að dvelja í fjar-
lægum heimshluta
um 13 mánaða skeið,
á eyju sem nefnist Sri
Lanka, og er á landa-
kortinu svona eins og
lítið tár sem Indland
hefur fellt til suðurs. Dásamleg eyja,
fögur, byggð fallegu, brosmildu og
hreint ótrúlega nægjusömu fólki.
Eyjan gæti sökum loftslags, frjósemi
jarðvegs og náttúrulegra gæða verið
eitthvert sjálfbærasta land heims en
var um 19 ára skeið (1983–2002)
hrjáð og sundurtætt af borgarastyrj-
öld á milli Sinhala (74% þjóðarinnar)
og Tamíla (18% þjóðarinnar) og
þessa stríðs ber landið enn ýmis
merki. Talið er að borgarastyrjöldin
milli Sinhala og Tamíla í 19 ár hafi
kostað um 65 þúsund manns lífið. Á
Sri Lanka ríkir ekki enn varanlegur
friður, heldur er í gildi vopnahlés-
sáttmáli, sem undirritaður var 22.
febrúar 2002.
Norðmenn í lykilhlutverki
Það voru frændur vorir Norð-
menn, sem léku lykilhlutverk við
gerð vopnahléssáttmálans sem alla
jafna er einungis nefndur CFA
(Ceasefire Agreement). Þeir gegna
einnig lykilhlutverki við eftirlit með
því að vopnahléð sé í heiðri haft.
Það var Chandrika Bandaranaike
Kumaratunga, forseti Sri Lanka,
sem bað norsku ríkisstjórnina að
taka að sér málamiðlun á milli stríðs-
aðila árið 1995 og síðan hafa Norð-
menn haft milligöngu um friðarvið-
ræður sem hafa því miður legið niðri
síðan í apríl í fyrra. Það jákvæða er,
þótt Tamíl-tígrarnir (LTTE) hafi
dregið sig út úr friðarviðræðum við
stjórnvöld á Sri Lanka, vonandi að-
eins tímabundið, að vopnahléssátt-
málinn hefur í grófum dráttum hald-
ið.
Ég var frá því í maíbyrjun 2003 til
mánaðamóta maí-júní 2004 talsmað-
ur sérstakrar norrænnar eftirlits-
sveitar, SLMM (Sri Lanka Monitor-
ing Mission) á Sri Lanka, sem gegnir
því hlutverki að hafa eftirlit með því
að báðir aðilar vopnahléssáttmálans
haldi sáttmálann og úrskurða um ef
annar hvor gerist brotlegur við hann.
Þetta er sveit sem í raun og veru er
stofnuð í sjálfum vopnahléssáttmál-
anum, og því telst SLMM hluti af
CFA, afar þýðingarmikill hluti, þori
ég að fullyrða, því ef ekki væri fyrir
veru eftirlitssveitarinnar á Sri Lanka
þá væri einfaldlega ekkert vopnahlé
þar í dag. Það er óumdeilt.
Því er ég afar hreykin af þessari
litlu, öflugu eftirlitssveit á Sri Lanka
sem ég fékk að vera hluti af, um hríð.
Ég er einnig stolt af því að við Íslend-
ingar erum þátttakendur í þessu
mikilvæga verkefni og vil halda því
fram að við séum stórir þátttakend-
ur, erum með þrjá gæslumenn af 57.
Norðurlöndin fimm leggja sveitinni
til mannafla, undir forystu Norð-
manna sem skipa bæði í stöður yf-
irmanns sveitarinnar, (á ensku er tit-
illinn Head of Mission) og í stöðu
næstráðandi, (á ensku er hans titill
Chief of Staff). Það eru 19 gæslu-
menn frá Noregi í sveitinni, 12 frá
Svíþjóð, 12 frá Danmörku, 11 frá
Finnlandi og 3 héðan frá Íslandi og
stendur til að sá fjórði bætist í hópinn
frá miðjum september. Það er utan-
ríkisráðuneyti hvers lands sem ræð-
ur eftirlitsmenn til starfa hjá sveit-
inni og stendur straum af
launakostnaði þeirra en Norðmenn
greiða auk þess allan rekstrarkostn-
að sveitarinnar.
Viðkvæmustu átakasvæðin
SLMM hefur höfuðstöðvar í höf-
uðborginni Colombo, þar sem 16 eft-
irlitsmenn starfa, og síðan er sveitin
með sex svæðisskrifstofur í norðri og
austri, en það voru aðalátakasvæðin,
á meðan á borgarastyrjöld stóð og
eru ennþá viðkvæmustu og umdeild-
ustu svæðin.
Helsta hlutverk SLMM er að hafa
eftirlit með því að báðir aðilar sátt-
málans, þ.e.a.s. GOSL (Government
of Sri Lanka) og LTTE (Liberation
Tigers of Tamil Eelam) haldi vopna-
hléssáttmálann í heiðri og þið megið
trúa mér, það er mikið og krefjandi
starf en það er jafnframt afar gefandi
og þakklátt og þorri almennings er
SLMM mjög vinveittur og þakklátur
fyrir veru sveitarinnar í landinu.
Þessa varð ég einatt vör á ferðum
mínum um landið en sveitin er auð-
vitað mun þekktari og betur kynnt á
átakasvæðunum þar sem eitt megin-
hlutverk hennar er að vera sem sýni-
legust því þegar gæslumenn frá Sri
Lanka Monitoring Mission eru á
ferðinni, í sérstaklega merktum bíl-
um, flaggandi SLMM fánanum, hef-
ur nærvera þeirra einfaldlega í för
með sér að það slaknar á spennu.
Svæðisskrifstofur SLMM eru eins
og áður segir á sex svæðum í norðri
og austri: í Jaffna, Mannar, Vav-
uniya, Trincomalee, Batticaloa og
Ampara. Auk þess eru tvö lið sjáv-
areftirlitsmanna í Jaffna og Trinco-
malee, samráðsskrifstofa við Tamíl-
tígrana er í Killinochchi og höfuð-
stöðvar SLMM eru í höfuðborginni
Colombo, eins og áður segir.
Börnum rænt og neydd í herþjálfun
Á degi hverjum standa eftirlits-
menn SLMM frammi fyrir erfiðum
og krefjandi aðstæðum. Færðar eru
til bókar kvartanir um að börnum
hafi verið rænt, þau neydd til þess að
gerast liðsmenn LTTE, allt niður í 8
ára börn, framin eru pólitísk morð á
báða bóga og annars konar morð sem
ýmsir reyna ávallt að setja í pólitískt
samhengi til þess að grafa undan eða
koma óorði á andstæðinginn, mönn-
um er rænt, menn verða fyrir áreitni,
eigur þeirra eru gerðar upptækar
o.s.frv. Þar að auki berst fjöldi kvart-
ana til SLMM frá almennum borg-
urum um ýmiss konar brot, sem ekki
tengjast eftirliti með vopnahléssátt-
málanum beint, og er slíkum kvört-
unum því beint áfram til lögreglu.
Þegar kærur eða kvartanir koma
inn á borð sveitarinnar, sem augljós-
lega tengjast vopnahléssáttmálan-
um, yfirleitt á svæðisskrifstofunum í
norðri og austri en einnig, í undan-
tekningartilvikum, í höfuðstöðvunum
í Colombo, þá fara viðkomandi eft-
irlitsmenn SLMM á staðinn, yfir-
heyra vitni, ef vitni eru að atburð-
inum á annað borð, reyna að afla allra
þeirra upplýsinga sem kostur er á,
fara í eftirlitsferð um svæðið og gera
að því loknu skýrslu um viðburðinn.
Það er síðan undir alvarleika brotsins
komið, ef niðurstaðan er sú að um
brot hafi verið að ræða, hvort eftir-
litsmenn SLMM á svæðisskrifstof-
unum úrskurða um brotið (violation
of CFA) eða senda skýrslu um at-
burðinn til yfirmanns SLMM (Head
of Mission), sem nú er Major General
Trond Furuhovde, (Furuhovde er
norskur generáll og mikill töffari).
Eftir að Furuhovde og/eða aðrir
starfsmenn höfuðstöðvanna hafa yf-
irfarið skýrsluna og kannað alla at-
burðarás, sem tengist tilvikinu, er úr-
skurðað hvort um brot hafi verið að
ræða, gegn vopnahléssáttmálanum.
Það sem gerir CFA svo sérstakan
sáttmála, í mínum augum a.m.k., er
að samkvæmt sáttmálanum hefur
Furuhovde endanlegt úrskurðarvald
hvað varðar túlkun á sáttmálanum,
þannig að þegar hann hefur úrskurð-
að er enginn vegur, fyrir hvorugan
aðilann, að áfrýja úrskurðinum.
Þetta virðist gera það að verkum
að báðir aðilar virða sáttmálann,
a.m.k. í grófum dráttum, og reyna
oftast að forðast að fá á sig úrskurð
um að þeir hafi brotið gegn vopna-
hléssáttmálanum. Yfirmaðurinn hef-
ur þannig mjög sterka stöðu í hinu
viðkvæma friðarferli á Sri Lanka
sem styrkir stöðu eftirlitssveitarinn-
ar mjög.
Eyjan Sri Lanka er innan við 2⁄3 af
flatarmáli Íslands, eða um 66 þúsund
ferkílómetrar en hún er afar þéttbýl.
Samkvæmt nýjustu tölum sem ég hef
byggja hana 19,7 milljónir manns.
Þar af eru um 74% Sinhalar, sem
halda um stjórnartauminn í landinu,
Tamílar eru 18% og múslimar um
7%. Afleiðingar borgarastyrjaldar-
innar sjást mjög víða, einkum í norðri
og austri, þar sem mun meiri fátækt
ríkir en í öðrum landshlutum. Í norð-
urhluta landsins er mikill meirihluti
íbúanna Tamílar og í austurhlutan-
um eru þeir einnig fjölmennir, en þó
ekki í meirihluta.
Ágreiningurinn um þjóðerni
Ekki ætla ég að fara í djúpar sögu-
skýringar á því hvers vegna Sinhöl-
um og Tamílum semur yfir höfuð
ekki, en í hnotskurn má kannski lýsa
ágreiningi þeirra á þann veg að hann
snúist annars vegar um þjóðerni og
hins vegar um trúarbrögð, menning-
arlegan og sögulegan uppruna.
Sinhalar hafa með hléum stjórnað
Sri Lanka í árþúsundir, eða frá því á
fimmtu öld fyrir Krist. Tamílarnir
eiga sér hins vegar skemmri sögu á
Sri Lanka, eða um þúsund ára sögu.
Þeir komu fyrst til Sri Lanka frá
Suður-Indlandi. Þeir eru flestir
hindúar en Sinhalarnir eru
búddatrúar. Búddatrúin á Sri Lanka
er sérstök að því leyti að hún virðist
vera mun herskárri en gengur og
gerist í öðrum löndum þar sem trúar-
brögðin eru útbreidd. Sömuleiðis er
sterk þjóðerniskennd samofin búdd-
ismanum á Sri Lanka, sérstaklega í
röðum öfgakenndra búddamunka.
Sri Lanka varð portúgölsk ný-
lenda snemma á sextándu öld, hol-
lensk nýlenda upp úr miðri sautjándu
öld og loks bresk nýlenda í lok
átjándu aldar, þótt Bretar næðu ekki
fullum völdum á eynni fyrr en árið
1815. Seylon hét eyjan þá og enska
varð útbreitt tungumál, við hlið sin-
hölsku og tamílsku. Árið 1948 fékk
þjóðin loks fullt sjálfstæði á nýjan
leik. Seylon-nafngiftinni var svo skipt
út fyrir Sri Lanka árið 1971 og það er
nafnið sem notað er um alla eyju, þótt
Sri Lanka er enn str
Frá því í febrúar 2002 hefur ríkt vopnahlé á para-
dísareynni Sri Lanka, en ekki er ljóst hvort deilu-
aðilum, þ.e. ríkisstjórn Sri Lanka og Tamíl-tígrum,
mun takast það ætlunarverk sitt að ganga frá var-
anlegum friðarsáttmála. Agnes Bragadóttir starf-
aði á Sri Lanka sem blaða- og upplýsingafulltrúi
hjá norrænni friðareftirlitssveit, Sri Lanka Moni-
toring Mission, um þrettán mánaða skeið og
greinir hér frá dvöl sinni.
Morgunblaðið/Agnes
Segja má að fílar séu einskonar holdgervingur Sri Lanka. Þessi væni hópur fíla er að njóta morgunbaðsins, en heimili
þeirra er á sérstöku munaðarleysingjahæli fyrir fíla, Elephant Orphanage, í Pinnawala, sem er norðaustur af Colombo,
höfuðborg Sri Lanka. Elephant Orphanage laðar til sín mikinn fjölda ferðamanna, srilanskra sem erlendra, árið um kring.
!
"
#
$
!
#
!
%
& !
@A I>+I<@ "#+
895
'A!<=)E #!!%F B
A ! 8EBH9)
0#$! 8<GH9) # !$# 8EH9) 8<H9
,5 9 A 8"# !9)
8"# 0#$!9) $ !#
" ,77*
A ! ") #$! "
"
.@
A =<H
C
@
"7A E< / 8"!9K EI / 8" >!) *
!1>B(2!!* # IE+@@@ D
?7!1
!
E! =2A >)>H
-57 7
'A "!" ) $)
# . '95 7!1 F G! !>B(2A
$ %F) ) ##$) "F"
" 7!1 F=G! !>B(2A
!&) #A! !)
$) %/;) #/!#;
LLL$ &
!"
#
#$%$& ’Komist friðarferliðá skrið á nýjan leik,
getur srilanska þjóð-
in fengið 4,5 millj-
arða dollara til þess
að hefja uppbygg-
ingu á stríðshrjáðu
svæðunum.‘