Morgunblaðið - 25.07.2004, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 23
22%
verðlækkun til
Kanarí
í vetur
með Heimsferðum
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Aðeins 10 íbúðir á þessum
ótrúlegu kjörum á Paraiso -
bókaðu strax
Kynnum glæsilegt
4 stjörnu
spa hótel
með hálfu fæði,
frá kr. 48.690.-
Nýr glæsivalkostur á Ensku
ströndinni, hótel Eugenia Victoria,
- 4 stjörnu spa hótel, með
glæsilegum garði,
veitingastöðum, skemmtistöðum,
skemmtiprógrammi, glæsilegu
spa sem er frítt fyrir farþega
Heimsferða og hálft fæði innifalið
allan tímann. Sjá
www.heimsferdir.is
• 22% afsláttur, m.v. verð 2003 - Paraiso.
• 10.000 kr. afsláttur af fyrstu 400 sætunum.
Aðeins takmarkaður fjöldi sæta í hverju flugi á afslætti.
• Gildir ekki um flugsæti eingöngu.
• M.v. að bókað og staðfest sé fyrir 6.ágúst 2004
eða meðan afsláttarsæti eru laus.
Verð kr. 28.095
M.v. hjón með 2 börn, Paraiso
Maspalomas, vikuferð, 4.janúar, með
10.þúsund kr. afslætti. Netverð.
Verð kr. 39.290
M.v. 2 í íbúð, 4. janúar, Paraiso
Maspalomas, vikuferð, 4.janúar, með
10.þúsund kr. afslætti. Netverð.
Verð kr. 48.690
M.v. 2 í herbergi, Eugenia Victoria, 4
stjörnu hótel, vikuferð, 4.janúar, með
hálfu fæði. Netverð.
4. janúar - vikuferð
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í Paraiso Maspalomas, vikuferð,
4.janúar, með 10.þúsund kr. afslætti og
netafslætti.
4. janúar - 2 vikur
Verð kr. 57.250
M.v. 2 í íbúð Beach Flor, 2 vikur,
25.janúar, með 10.þúsund kr. afslætti og
netafslætti.
25. janúar - 2 vikur
22% verðlækkun á Paraiso - einum vinsælasta gististað Heimsferða
Þökkum ótrúlegar viðtöku. Nú hafa yfir 2000 manns tryggt sér ferðina
með Heimsferðum til Kanarí í vetur og aldei fyrr höfum við tryggt jafn
glæsilegt framboð hótel á jafn lágu verði. Nú höfum við tryggt okkur
viðbótargistingu á Paraiso íbúðarhótelinu á ótrúlegu verði. Þeir sem
bóka strax njóta nú forgangs að bestu gististöðunum og lægsta verðinu,
því þeir sem bóka fyrir 6.ágúst, tryggja sér 10.000 kr. afslátt á manninn.
Bókaðu á www.heimsferdir.is
Lægsta verðið til Kanarí hjá Heimsferðum
EITT STERKASTA GOLFMÓT ÁRSINS
Vinna Íslendingarnir aftur á Canon PRO/AM?
PRO/AM 2004
Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · Fax 569 7799
Canon og Nýherji standa fyrir einu sterkasta golfmóti ársins,
Canon PRO/AM 2004, þegar fremstu kylfingar landsins mæta
þeim Trevor Immelman og Tony Johnstone. Mótið fer fram á
golfvelli Keilis á Hvaleyri í Hafnarfirði, 26. júlí nk.
Nýherji, í samstarfi við Golfsamband Íslands og Golfklúbbinn Keili,
býður sterkustu kylfingum landsins að taka þátt í mótinu og þá tryggðu
þrír efstu keppendurnir á Nýherji Canon Open, sem haldið var 19. júní
sl., sér þátttökurétt í mótinu.
Á síðasta móti fór Sigurpáll Geir Sveinsson með sigur af hólmi og
Magnús Lárusson hafnaði í öðru sæti. Það verður því spennandi að
fylgjast með hvort íslensku kylfingarnir ná að endurtaka leikinn og sigra
þá Immelman og Johnstone.
Ná Íslendingarnir að stöðva Immelman?
Trevor Immelman er fimmti tekjuhæsti kylfingurinn á Evrópsku
mótaröðinni um þessar mundir en hann hefur unnið sér inn rúmar 65
milljónir kr. á þessu ári. Þá er hann i 36 sæti á heimslistanum.
Trevor Immelman er 25 ára gamall og fetaði í janúar síðast liðnum í
fótspor Gary Players þegar hann varði sigur á South African Airways
Open með framúrskarandi spilamennsku en það mót er liður í Evrópsku
mótaröðinni. Þá sigraði Immelman á Opna þýska meistaramótinu í maí
sl. en þar hafnaði Padraig Harrington í öðru sæti.
Immelman hefur verið á góðri siglingu síðustu tvö ár og það verður því
spennandi að sjá hvernig honum gengur að kljást við íslensku
kylfingana.
Sigraði Els
Tony Johnstone er gamall reynslubolti en hann gerðist atvinnumaður
árið 1979. Hann sigraði Ernie Els með tveimur höggum á Alfred Dunhill
SA PGA árið 1998 og sigraði á Qatar Masters árið 2001 þar sem Robert
Carlsson lenti í öðru sæti og Angel Cabrera í því sjötta.
Um er að ræða eitt sterkasta golfmót ársins – Gríptu tækifærið og
mættu á Hvaleyrina.
Ókeypis aðgangur.
Dag einn, sem ég sat við eldhús-borðið mitt og var að skoða í
Morgunblaðinu mynd af eyrarrós,
(einni skrautlegustu íslensku blóm-
plöntunni), hringir síminn og mig
ávarpar ástríðufull-
ur umhverfissinni
sem ber afar mikla
umhyggju fyrir hin-
um íslenska blóm-
gróðri. Eftir að hafa
lokið af erindi sínu
barst tal viðmæl-
anda míns að gróðri
og ég fór af því tilefni að tala um þjóð-
arblómið og hina íðilfögru eyrarrós. –
Þá sagði viðmælandinn mér frá válist-
anum sem birtur var fyrir 8 árum, þar
sem upplýst var að 235 íslenskar
plöntur væru í útrýmingarhættu.
„Og hvað – eru margar þeirra út-
dauðar ?“ segi ég.
„Það má Guð vita, ég hef reynt að
fylgjast með þessu með því að hringja
í þar til bæra valdsmenn og athuga
málið en fengið þau svör að vegna
lausagöngu búfjár sé erfitt um vik að
koma í veg fyrir að jurtunum fækki,“
svarar viðmælandinn.
„Eru kindurnar virkilega að rífa í
sig allan blómgróðurinn okkar?
„Það eru ekki bara sauðkindur sem
eyða blómgróðrinum heldur líka
mannkindur. Vegna lausagöngunnar
leyfist t.d. blómasöfnurum að geysast
um landið til að safna jurtum í alls
kyns krem og te sem verið er að fram-
leiða úr íslenskum jurtum. Þannig er
m.a. rifinn upp í tonnatali (liggur mér
við að segja) þessi vesalings viðkvæmi
heiðagróður sem bindur hina fok-
gjörnu mold okkar hrjóstrugu eyju,“
sagði viðmæladinn.
„Það er eins og fólk haldi að þetta sé
bara allt í lagi! Og ekki aðeins er látið
átölulaust að mestu að fólk rýi landið
þannig gróðri heldur eru menn jafnvel
að fjandskapast yfir því að nýjar jurtir
nemi hér land. Þeir horfa hneykslaðir
út í loftið og segja að jurtir sem berist
hingað séu ekki íslenskar plöntur.
Hvernig halda þeir að plöntur hafi yf-
irleitt borist til Íslands? Auðvitað
komu fræ þeirra hingað með vindi,
vatni, fuglum og fólki, allt frá því að
eldgos kom Íslandi á kortið endur fyr-
ir löngu – rétt eins og gerst hefur með
Surtsey. Og nú eru menn jafnvel farn-
ir að höggva upp tré á Þingvöllum
undir því yfirskini að þau séu af er-
lendum uppruna. Í umboði hverra er
verið að þessu – það þætti mér gaman
að vita,“ hélt viðmælandi minn áfram.
Það er von að hann spyrji – nær
þætti mörgum að gróðursetja trjá-
plöntur úti í náttúrunni heldur en
höggva þær upp. Ef við getum tekið
hér við útlendu fólki til búsetu ættum
við að geta horft upp á það ógrátandi
að nýjar plöntur nemi hér land, á
hvern hátt sem þær gera það.
Einu sinni sagði mér læknir að það
væri „vel varðveitt leyndarmál“ að
„genabanki“ okkar Íslendinga væri
nokkuð fátæklegur og því veitti okkur
ekki af blöndun við erlenda kyn-
stofna, – ætli því geti ekki verið ein-
mitt þannig varið með „jurtabank-
ann“ íslenska?
Eitt er víst, ef það eiga að vaxa hér
á Íslandi einhver „ eilífðar smáblóm“
áfram, væri ráð að hyggja að hvernig
þeim 235 plöntum vegnar sem voru á
válistanum fyrir átta árum og gæta
þess að fleiri blómplöntur komist ekki
á þennan skuggalega lista. – Annars
gæti svo farið ýmsir aðrir en „eilífðar
smáblómið“ verði með „titrandi tár“ á
hvarmi þegar upp er staðið.
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Hefur fjölgað á válistanum?
Eitt eilífðar smáblóm?
Til stendur víst að velja Íslendingum þjóðarblóm og er sem óðast verið að
kynna ýmis blóm til sögunnar í tilefni þess. Hver íslenska blómjurtin af ann-
arri sýnir sig á síðum dagblaða og má ekki á milli sjá hver fegurst er. Per-
sónulega er ég hrifnust af fjalldalafífli, hann er svo fallega hæverskur og
kurteis þar sem hann drúpir dreyrrauðu höfði í átt að hinu íslenska grágrýti,
allsendis óvitandi um yndisleik sinn.
Eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur