Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ H jónin Helena Böðvarsdóttir og Paolo del Grosso sjá um að samfélagið í spænska þorp- inu La Marina við strönd Miðjarðarhafs fái góðan mat og geti farið að skemmta sér og dansa við söng Jósefínu á La Marina Sport Complex, vinsælasta veitinga- og skemmtistað þessa yndislega Mið- jarðarhafsbæjar. Raunar er bærinn „troðfullur“ af veitinga- og kaffihús- um. Hins vegar er staðurinn þeirra Paolo og Helenu að mínu mati og flestra annarra eini valkosturinn, ef fólk ætlar að sameina það að fá sér verulega góðan mat og taka sporið á eftir. Samkeppnin er mikil, en La Marina Sport Complex er eins og kletturinn í hafinu. Hann stendur alltaf fyrir sínu með listakokka, sönginn hennar Jósefínu og undir- spil eiginmannsins og sonarins, sem er gítarsnillingur sér á parti í anda Santana. La Marina er í miðju griðlandi allra þjóða kvikinda, sem hafa kosið sér að búa á því svæði í heiminum, sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in lýsti sem einu af heilnæmustu svæðum heims fyrir mannfólkið. Loftslagið er eins og í Paradís, „vet- urinn“ svona tveir mánuðir á ári og frosts gætir nánast aldrei nema e.t.v. yfir blánóttina þessa gæsa- lappavetrarmánuði janúar og febr- úar. Á svæðinu öllu þar sem La Mar- ina er, bæði fyrir norðan og sunnan borgina, eigi fjarri Alicante, búa mörg hundruð Íslendingar sem eiga eða leigja hús þar, ýmist til árs- dvalar eða dvalar hluta úr ári. Flest- ir Íslendingar, sem búa þarna í heilsubótarloftslaginu, eru þarna þegar myrkrið og kuldinn eru að hrella fólk hér upp á Íslandi. Yfir vetrartímann eru það aðallega hús- eigendur, þótt margir þeirra fari heim yfir jólahátíðarnar. Ekki aftur snúið Í vetur héldu íslenzkir húseigend- ur á Alicante/Torrevieja-svæðinu árshátíð sína og varð veitinga- og skemmtistaðurinn La Marina Sports Center fyrir valinu. „Þetta var einhver langbezt heppnaða árshátíðin, sem ég man eftir,“ sagði heimavanur Íslendingur. Árið 1990 fór Helena Böðvars- dóttir í ósköp venjulega sólarferð til Spánar, eins og títt er um Íslend- inga. Eitt kvöldið fór hún á veit- ingastað í þorpinu La Marina, sem heitir La Marina Sport Complex. Þar hitti hún ítalskan þjón, sem vann á staðnum, Paolo del Grosso að nafni. Á milli þeirra neistaði strax, þau kynntust en ekki varð meira úr því. Tæpum þremur árum síðar kom Helena aftur til La Marina og aftur hittir hún Paolo á sama veitinga- staðnum. Þá varð ekki aftur snúið. Nú, fjórtán árum síðar, búa þau í La Marina ásamt þremur börnum, Þór- unni, Marisu og Benjamín, og reka sjálf veitingastaðinn La Marina Sport Complex, sama stað og fyrstu kynnin urðu! En þau hjónin hafa ekki verið í La Marina alla sína tíð, því Helena fékk fljótt heimþrá og var ákveðið að halda heim til Íslands. Um þetta leyti fæddist Marisa, dóttir þeirra hjóna, en hún er nú á tíunda ári. Þremur árum síðar fæddist þeim sonur, Benjamín, sem nú er 7 ára. Áður átti Helena Þórunni, ungling- inn á heimilinu. Hún er 13 ára göm- ul. Á þessum tíma, snemma á tíunda áratugnum, var erfitt að fá vinnu í erfiðu atvinnuástandi á Íslandi. Þau fluttust samt nokkru síðar, eða 1995, til Íslands og Paolo fékk vinnu hjá pípulagningameistara og fljót- lega þægilegri vinnu hjá Steinboch- þjónustunni, lyftaraþjónustu, sem selur og gerir við þvílík tæki. Paolo vann á verkstæði fyrirtækisins þau sjö ár sem Helena og Paolo bjuggu hérlendis. Ódýrt miðað við Ísland Ég heimsótti Helenu og Paolo á skemmtilegu heimili þeirra, sem er reyndar beint á móti veitingastaðn- um handan götunnar, þar sem þau hafa heldur betur tekið til hendinni og breytt tveimur íbúðum í eina. Það er annríkt hjá Paolo og hann hefur lítinn tíma til að spjalla við blaðamann. Um Ísland segir hann, að þar sé svo sem þokkalegt að vera, en hann hryllir við tilhugs- uninni um kuldann. „Landið er fallegt, en það er alltof kalt á Íslandi,“ segir hann. Helena gerir nú ekki mikið úr því, en segir að það sé alltof dýrt að búa á Ís- landi. „Hér í La Marina er fullt af fólki, sem getur lifað ágætu lífi á ellilífeyrinum sínum,“ segir hún og það eru orð að sönnu, að Spánn er ódýrt land miðað við Ísland, þótt vöruverð hafi hækkað ótrúlega mik- ið, þegar skipt var úr gömlu góðu pesetunum yfir í evruna. Sígilt dæmi er náttúrlega verð á léttvíni. Á Spáni er hægt að kaupa prýðilegt rauðvín fyrir eina til tvær evrur, sem samsvarar u.þ.b. 100 til 200 krónum. Sams konar vín hér heima kostar um 12–15 hundruð krónur. Eftir sex ára dvöl á Íslandi flutt- ust þau þaðan til La Marina. Þetta var í júní 2002 og þá fór Paolo að vinna aftur hjá La Marina Sport Complex, sem hann hafði reyndar átt hlut í lengi eftir að hann aðstoð- aði vini sína, ítölsk hjón, þegar þau stofnuðu staðinn. Paolo er fæddur í litlum bæ skammt frá Napólí á Ítal- íu, en fluttist ungur maður til Eng- lands, þar sem hann bjó og starfaði í um 20 ár. Þá fluttist hann til Spánar ásamt þessum vinum sínum. Söngurinn ómar um hverfið Í fyrrahaust tóku Helena og Paolo veitingareksturinn á Sport Complex á kaupleigu og hafa rekið staðinn upp á eigin reikning í allan vetur. Raunar hafði Paolo boðizt áð- ur að taka staðinn á leigu en beið með það þangað til í fyrra. Þegar ég spyr hann hvort hann vilji ekki bara kaupa staðinn segir hann, að það komi vel til greina, þegar aðstæður leyfa. Þá kæmi líka til greina að stofna nýjan stað. Veitingastaðurinn er bæði innan og utan dyra. Í þessum bransa verð- ur það að teljast hálfgerð nauðsyn á Spáni. Verulegan hluta ársins er loftslagið nefnilega svo gott, að gestirnir, einkum ferðamennirnir, kjósa fremur að sitja utan dyra en innan. Og vitanlega færa Jósefína og hljómsveitin sig út og söngurinn úr barka Jósefínu ómar um hverfið. Þetta er ekki venjulegur túrista- staður, réttara væri að lýsa honum sem „blönduðum“ stað, því veitinga- og skemmtistaður Helenu og Paolo er nánast eini staðurinn sem býður upp á lifandi músík og aðstöðu fyrir þá sem vilja dansa með. Þess vegna sækja Spánverjarnir þangað líka til að dansa flamenco og aðra spænska dansa. Á sumrin er lifandi tónlist á hverju kvöldi. Einn fastagesturinn, vel áttræður karl, ekur oftast tvisvar til þrisvar í viku langa leið úr öðru þorpi til að dansa við söng Jósefínu. Hann er gamall flamenco-meistari og sá kann sko að sjarmera kellingarnar upp úr skónum. Það eina sem gerir staðinn túristalegan eru þakkarorð söngkonunnar Jósefínu eftir hverja syrpu, stundum hvert lag. Gracias! Thank You! Danke Schön! Tackar så mycket! Takk fyrir! og svona þakkarbuna á einum 15–20 tungu- málum rennur upp úr henni nokkr- um sinnum á kvöldi. „Reksturinn hefur gengið ágæt- lega,“ segja þau hjónin, „þótt við höfum e.t.v. ekki tekið við staðnum á bezta tíma, í byrjun vetrar. Þetta er kannski ekki líflegasti tíminn, svona yfir vetrarmánuðina,“ segja þau. „Þetta er gífurlega mikil vinna,“ segir Helena „og ég geri ráð fyrir, að vinnudagurinn hjá Paolo sé einhvers staðar í kringum 15–16 klukkustundir á dag, þótt dagamun- ur sé á traffíkinni á veitingastaðinn. Staðurinn er opnaður kl. 10 á morgnana og þar er opið eftir þörf- um fram til eitt, tvö eða þrjú á nótt- unni. Mest er náttúrlega að gera um helgar. Auk þess er staðurinn opinn alla daga ársins nema á aðfangadag, það er eini dagurinn sem við höfum lokað,“ segir Helena Línudans, kvennafundir og messur Helena bendir á að staðurinn njóti ákveðinnar sérstöðu, því ýmsir hópar sækist eftir að halda veizlur þar, árshátíðir, fundi og alls kyns samkomur. Til þess að þjóna sér- óskum hafa þau sal á efri hæðinni fyrir ofan vetingastaðinn. Í desem- ber hafi t.d. verið ákaflega mikið að gera, bæði á vetingastaðnum og í salnum uppi. Þess má einnig geta að Íslending- arnir, sem búa í La Marina, og gest- komandi Íslendingar hittast alltaf einu sinni í viku á veitingastaðnum til að spjalla og skiptast á fréttum. Salurinn á efri hæðinni er leigður út til alls kyns hópa, þar er t.d. kenndur línudans, kvennahópar eru með fundi, messur eru haldnar reglulega og alls kyns félagsstarf- semi hefur þarna fast aðsetur. Þá er brezkur keiluvöllur (bowling) við staðinn, sem Bretar sækja mikið, og á sumrin getur fólk farið í sundlaug, sem ítölsku vinirnir þeirra reka á lóðinni. Ég spyr hvort þetta sé ekki vin- sælasti staðurinn í La Marina, en Helena vill ekki fullyrða að svo sé. „Það er svo mikið af stöðum hérna í bænum og margir mjög góðir, en e.t.v. má segja að við njótum þess hversu mikið okkar staður hefur upp á að bjóða auk veitingahússins, að ekki sé nefnd Jósefína og hljóm- Marisa, dóttir þeirra Paolos og Helenu. Jósefína, söngkonan sem heldur uppi stuðinu á La Marina Sport Complex Veitingamennirnir og hjónin Paolo og Helena í pásu úti í sal. Reka veitingastaðinn þar sem þau kynntust Veitinga- og skemmtistaður Helenu Böðvarsdóttur og Paolo del Grosso í spænska þorpinu La Marina er eng- inn venjulegur túristastaður að mati Halldórs Halldórs- sonar, sem þangað vandi komur sínar til að gæða sér á gómsætum réttum, taka sporið og hlýða á söng Jós- efínu. ’Það er einhver linkaí skólakerfinu heima og börn eru ekki lát- in taka ábyrgð á sjálfum sér – og ekki kennt það. Það er aldrei tekið á vanda- málum, heldur ríkir einhvers konar „linkulýðræði“ í skólum heima.‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.