Morgunblaðið - 25.07.2004, Qupperneq 30
UMRÆÐAN
30 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Sporhamrar 6 - Opið hús
Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali.
108,4 fm glæsileg endaíbúð á
3. hæð ásamt 21,2 fm bílskúr.
Íbúðin skiptist í hol, eldhús með
borðkrók, tvö stór svefnher-
bergi, sérþvottahús, geymslu,
fallegt baðherbergi, stóra og
bjarta stofu og suðursvalir. Frá-
bært útsýni. Verð 17,5 m. 4602.
Magnús sími 865-2310 sýnir í dag milli 12.30 og 14.00.
Laugavegur 182 • 105 Rvk • Fax 533 481 • midborg id
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið frá kl. 9-17.30.
Um er að ræða kjallara, 1. hæð, verslun og 2. hæð, verslun og
skrifstofur, samtals 574,3 fm. Húsnæðið er í dag nýtt undir
verslunarrekstur. Góð aðkoma og góð bílastæði. Mjög góð
staðsetning. Verð tilboð.
Uppl. veitir
Magnús Gunnarsson,
s. 588 4477 eða 822 8242.
TIL SÖLU
VIÐ BORGARTÚN
Íbúðin er stór og falleg með mikl-
um svölum. Hringstigi er úr stofu í
24 fm íbúðarherbergi á neðri hæð
sem er með sérinngangi. Þar er
sjónvarpshol og barnaherbergi.
Á gólfum í stofu og herbergi niðri
er parket. Í eldhúsi eru flísar á
gólfum og milli skápa. Ný eldavél,
keramik helluborð og
nýr háfur. Fata-
herbergi er í hjónaherbergi. Útgengt er á svalir bæði
úr hjónaherbergi og stofu. Fimm herbergi. Stærð
94,9 fm. Verð 14.500.000.-
Sölumaður er Lárus 824-3934.
HÓLL VERÐUR MEÐ OPIÐ HÚS Í DAG,
SUNNUDAG, AÐ FURUGRUND 76 KL. 14-16
Sími 595 9000
Til sölu mjög fallegt, vandað og vel staðsett
50,6 fm heilsárshús ásamt 15 fm svefnlofti.
80 fm verönd er í kringum húsið, hitaveita,
rafmagn, kamína, sturta, o.fl. Bústaðurinn
stendur á u.þ.b. 1 hektara kjarrivöxnu eignar-
landi. Mjög fallegt allt í kring og gott útsýni.
Altt fyrsta flokks. Leyfi til að byggja allt að 20
fm gestahús á lóðinni. Húsið er í Svarfhóls-
skógi (Vatnaskógi) skammt frá Eyrarvatni og í
aðeins 58 km fjarlægð (45 mín.) frá Reykjavík.
Húsið er laust strax.
SUMARHÚS (HEILSÁRSHÚS) - VATNASKÓGI
Nánari upplýsingar gefur Karl í síma 896 2822.
karl@fasteignathing.is
Húsið við Hólmatún 55 er í dag fok-
hellt og tilbúið sem slíkt til afhending-
ar. Húsið er mjög vel staðsett í róleg-
um botnlanga. Áður hafa 3 hús verið
byggð eftir sömu teikningu og hafa
þau notið mikilla vinsælda. Um eitt
þeirra var m.a. fjallað í Innlit/útlit.
Allar nánari upplýsingar veitir byggingameistari á
staðnum eða Magnús Einarsson, sölumaður hjá
Hóli í síma 696 0044.
Byggingameistarinn verður á staðnum
og heitt kaffi á könnunni.
Hólmatún 55 Stórglæsilegt hús á Álftanesi
Opið hús í dag frá 15-17
Sími 595 9000
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Skeifan - Til leigu
Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali.
181,7 fm vel staðsett húsnæði á jarðhæð til afhendingar strax.
Möguleiki er að fá leigt gott lagerhúsnæði í sama húsi.
Laugavegur 182 • 105 Rvk • Fax 533 481 • midborg id
GUÐMUNDUR Hallvarðsson, al-
þingismaður og formaður samgöngu-
málanefndar Alþingis, ryðst fram á
ritvöllinn í laugardagsútgáfu Morg-
unblaðsins og skrifar m.a. um fyrir-
komulag leigubifreiðaaksturs til og
frá Keflavík.
Verður að segjast að
þar gætir mikillar van-
þekkingar þingmanns-
ins á umræðuefninu.
Það er rétt að um
svæðaskiptingu er að
ræða. Í reglugerð um
leigubifreiðaakstur sem
byggð er á lögum, sem
Guðmundur átti sjálfur
þátt í að skapa, er tekið
fram að takmarka skuli
fjölda leigubifreiða á
þeim svæðum þar sem
takmörkunin gildir.
Þetta þýðir með öðrum orðum að
fjöldi leigubifreiða skuli vera 530 í
Reykjavík og 40 á svæði því sem við
köllum einu nafni Suðurnes að
Grindavík undanskilinni.
Í ljósi þessara svæðisskiptingar er
það óhjákvæmilegt að þegar leigubif-
reiðarstjóri yfirgefur sitt svæði þá
breytist gjaldið úr innanbæjargjaldi
yfir í utanbæjargjald. Leigubifreiðar-
stjóri sem keyrir frá Keflavík í átt til
Reykjavíkur gerir þetta á Vogastapa
en bílstjóri sem kemur af höfuðborg-
arsvæðinu skiptir á utanbæjartaxta
við Straumsvík.
Hið „illa“ utanbæjargjald
Guðmundur segir að farþegum eigi
eftir að fjölga verulega á næstu árum
og mánuðum og þar er ég svo sann-
arlega sammála honum en jafnframt
skilur leiðir okkar Guðmundar í þessu
máli, því eftir þetta er fátt sem ég get
tekið undir í grein hans. Að vísu er
það rétt að leigubifreið á mæli kostar
á bilinu 8–9.000 kr. frá Keflavík til
Reykjavíkur, það er að segja þegar
keyrt er á hinu „illa“ utanbæjargjaldi.
Dýrt, já vissulega svona í hærri kant-
inum en hvað myndi gerast ef leigu-
bifreiðarstjórar hættu að skipta í ut-
anbæjartaxta og keyrðu á
innanbæjartaxta alla leið fram og til
baka? Guðmundur fullyrðir að við það
myndi verðið lækka niður í 4.000–
4.500 kr. Það er rangt. Gjaldið væri
nærri því að vera milli 7.000 og 7.500
kr. á taxta 2, næturvinnutaxta, sem
ekið er á eftir kl. 17 virka daga og um
helgar. Með þessu verði erum við far-
in að nálgast það tilboðverð sem í gildi
hefur verið á leiðinni Leifsstöð-
höfuðborgarsvæðið í mörg ár. Guð-
mundur talar um að æskilegast væri
að hægt væri að breyta reglugerðinni
þannig að allir ímyndaðir múrar yrðu
fjarlægðir ferðamönn-
um til hagsbóta. Við það
gætu leigubifreiða-
rstjórar starfað í sátt og
samlyndi og allir yrðu
ánægðir.
Ég trúi því að for-
manni samgöngu-
nefndar gangi gott eitt
til með þessum hug-
myndum sínum en því
miður eru þær enn sem
komið er illa ígrundaðar
og byggjast að verulegu
leyti á slakri þekkingu á
leigubifreiðaakstri á
Suðurnesjum. Það eru 40 leigu-
bifreiðar í akstri á Suðurnesjum í dag.
Þær sinna Reykjanesbæ, Sandgerði,
Garði, Vatnsleysustrandarhreppi,
varnarstöðinni og Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar auk Grindavíkur, þar með
talið Bláa lónið. Í Grindavík er enginn
takmörkun á leigubifreiðum og starf-
ar þar einn leigubíll í dag. Stærsti
hluti þessara 40 leigubifreiða sækir
vinnu sína til Leifsstöðvar og hefur
aðalvinnu sína af því að keyra ferða-
menn sem koma til landsins.
Nýleg reglugerð
Af einhverjum ástæðum hefur þessi
umræða alltaf skotið upp kollinum
annars slagið og virðist þá umræðan
oftast fara þá braut hversu dýrir
leigubílarnir séu frá flugstöðinni.
Er alþingismaðurinn Guðmundur
Hallvarsson að gefa það í skyn að far-
gjald á leigubifreiðum standi ferða-
þjónustunni fyrir þrifum? Aldrei
heyri ég nokkurn mann ræða um
verðlagningu ferðamannaverslana
sem selja ferðamönnum varning til
minja um komuna til landsins. Aldrei
heyrt imprað á því að hugsanlega séu
til þeir eigendur veitingastaða sem
hækka verðið á veitingum sínum á
þeim stöðum sem ferðamenn leggja
gjarnan leið sína til. Ég minnist þess
ekki að hafa heyrt Guðmund tjá sig
opinberlega um verðlagningu gisti-
staða á Íslandi sem geta hækkað verð
og gistingu á milli árstíða svo munar
mörg þúsundum króna. Nei, ekki deil-
ir þingmaðurinn áhyggjum með ferða-
löngum í þeim efnum. En þegar leigu-
bifreiðar eiga í hlut verður
þingmaðurinn verulega áhyggjufullur
og vill breytingar á úr sér genginni
reglugerð sem þó hefur aðeins verið
við lýði í örfá ár og Guðmundur tók
sjálfur þátt í að búa til.
Leigubifreiðarstjórar notast við
apparat í bílum sínum sem kallast
gjaldmælir og er það tæki sem ber að
nota við að verðleggja akstur með far-
þega. Í verkfalli bifreiðarstjóra í bif-
reiðarstjórafélaginu Sleipni árið 2000
þegar mikið reyndi á leigubílstjóra við
flugstöðina og orðrómur var á kreiki
um óeðlilega verðlagningu á ferðum
leigubíla frá flugstöðinni sendi Sturla
Böðvarsson, samgönguráðherra og
samflokksmaður Guðmundar leigu-
bifreiðarstjórum bréf og brýndi fyrir
þeim að nota gjaldmælinn, það væri
það mælitæki sem bæri að notast við.
Leigubílar á Íslandi eru lítið eitt dýr-
ari hér á landi en erlendis. Vegalengd-
in á milli alþjóðaflugvallarins og
höfuðborgarinnar eru aftur á móti 50
km sem er lengra en almennt þekkist.
Leigubílstjórar veita þá þjónustu að
aka fólki áhyggjulaust á milli ákvörð-
unarstaða og verðleggja þá þjónustu í
samræmi við ákvarðanir opinberra
aðila. Samkeppnisstofnun fer með
úrskurðarvald varðandi gjaldskrá
leigubifreiða og heimilaði 3% hækkun
síðast 11. apríl 2003. Gjaldmælarnir
eru löggilt mælitæki og þá ber að
nota. Leigubifreiðarstjórar sem aka
frá Leifsstöð hafa ekið á tilboðsverði
því sem boðið hefur verið upp á af bif-
reiðastöðvum á höfuðborgarsvæðinu í
mörg ár, leiti ferðamaðurinn eftir því.
Óeðlileg verðlagning?
Það hefur reyndar verið akkilesarhæll
leigubifreiðarstjóra á Íslandi að vera
of áfjáðir í að lækka verð vinnu sinnar
og líta öfundaraugum í garð nágrann-
ans í stað þess að líta í eigin barm og
hafa það hugfast að grasið er ekki allt-
af grænna hinum megin við lækinn.
Ég hef reyndar ráð fyrir Guðmund
Hallvarðsson alþingismann og þau
eru þessi. Beittu þér fyrir breytingum
á rekstargjöldum leigubifreiða, trygg-
ingum, bifreiðagjaldi og fleiru. Þar
gæti leynst svigrúm til lækkunar á
meintu háu verðlagi íslenskra leigu-
bifreiða.
Það eru fullkomlega óeðlileg vinnu-
brögð hjá þingmanninum Guðmundi
Hallvarðssyni, sem greinilega er tals-
maður þess að sameina vinnusvæði
leigubílstjóra í eitt, að gefa það í skyn
að leigubifreiðarstjórar séu að verð-
leggja vinnu sína á óeðlilegan máta.
Það er einfaldlega rangt.
Leigubílstjórar á Suðurnesjum
hafa sinnt svæði sínu vel og fáar
brotalamir verið á starfi leigubifreiða-
stöðva á svæðinu. Ef uppi eru hug-
myndir um að sameina vinnusvæðin í
eitt hlýtur það að vera upphafið að
ræða málin við hlutaðeigandi aðila og
þar eru leigubílstjórar á Suðurnesjum
tilbúnir að hlusta á sjónarmið ann-
arra.
Að endingu, háttvirtur þingmaður.
Hafðu samráð við félög leigubifreiða-
rstjóra á Suðurnesjum áður en þú
ryðst næst fram ritvöllinn í þessu máli
en gakktu ekki erinda leigubif-
reiðarstjóra í Reykjavík sem hafa litið
vinnuna við Leifsstöð í rósrauðum
bjarma um langa hríð.
Standa leigubifreiðar í Kefla-
vík ferðaþjónustu fyrir þrifum?
Kristján Jóhannsson
svarar grein Guðmundar
Hallvarðssonar ’Hafðu samráð við félögleigubifreiðarstjóra á
Suðurnesjum áður en
þú ryðst næst fram rit-
völlinn í þessu máli en
gakktu ekki erinda
leigubifreiðarstjóra í
Reykjavík.‘
Kristján Jóhannsson
Höfundur er í stjórn bifreiðarstjóra-
félagsins Freys í Reykjanesbæ.