Morgunblaðið - 25.07.2004, Side 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 31
BORGARBÓKASAFN Reykja-
víkur hyggst á næstunni auka þjón-
ustu sína. Hinn 18. ágúst hefjast þar
útlán á íslenskri samtímamyndlist í
samstarfi við Samband íslenskra
myndlistarmanna, SÍM. Borg-
arbókasafn og SÍM gera með sér
samning um þetta tilraunaverkefni til
tveggja ára og ef vel gengur verður
haldið áfram að þeim tíma loknum.
Myndlistarútlán eða Artótek (sbr.
apótek og diskótek), eins og við höf-
um kosið að kalla starfsemina í sam-
ræmi við hefðina erlendis, verður til
húsa á jarðhæð Grófarhúss við
Tryggvagötu og þangað getur fólk
komið og fengið myndlistarverk að
láni gegn hóflegu gjaldi. Hægt verður
að skoða verkin á heimasíðu SÍM.
Helsinki fyrirmynd
Erlendis eru artótek starfrækt með
ýmsu móti, sem sjálfstæðar stofnanir
eða í tengslum við aðrar stofnanir
eins og menningarmiðstöðvar, bóka-
söfn eða listasöfn. Þá getur verið mis-
munandi hvort artótekin lána ein-
staklingum eða eingöngu
fyrirtækjum. Reyndar eru útlán á
myndlist ekki alveg óþekkt hér á
landi. Norræna húsið í Reykjavík hef-
ur lánað út grafíkverk til almennings
í fjölda ára og Listasafn ASÍ hefur
haft milligöngu um leigu til fyr-
irtækja á myndlist. Fyrirmyndin að
Artóteki Borgarbókasafnsins og SÍM
er hins vegar finnsk en Borg-
arbókasafnið í Helsinki hefur starf-
rækt artótek í samstarfi við samtök
listamanna í tæpan áratug með afar
góðum árangri. Þessi góða reynsla af
myndlistarútláni í Borgarbókasafn-
inu í Helsinki var okkur hvatning til
að gera þessa tilraun í Reykjavík.
Af hverju myndlist í bókasafni?
Þótt bókasöfn haldi oftast sínu
heiti hafa þau í takt við tímann þróast
í menningarmiðstöðvar með fjöl-
margt í boði auk prentuðu bókanna.
Bókasafnið er tilvalinn vettvangur
fyrir starfsemi af þessu tagi en al-
menningsbókasafn eins og Borg-
arbókasafn er öllum opið og afar fjöl-
sóttur staður. Í Borgarbókasafn
koma í heimsókn um 650 þúsund
gestir á ári. Þar er hægt að fá að láni
ýmsar afurðir listrænnar sköpunar,
s.s. bækur, tónlist og kvikmyndir.
Einhverjir kunna að hafa áhyggjur af
því að Artótekið komi til með að
þyngja róður gallería í Reykjavík en
við væntum hins gagnstæða enda er
það reynslan frá Helsinki að þessi
starfsemi þrífst vel hlið við hlið í
borginni. Á sama hátt og starfsemi
bókasafna styður við rithöfunda,
bókaútgáfu og bóksölu vonum við að
Artótekið verði stuðningur við mynd-
listarmenn og rekstur gallería og
sýningarsala. M.ö.o. eru vonir bundn-
ar við að þessi nýjung verði jákvætt
og örvandi innlegg í myndlistarlíf
borgarinnar. Borgarbókasafn hefur
svo dæmi sé tekið átt mjög gott sam-
starf við rithöfnuda og rekur t.d. bók-
menntavefinn www.bokmenntir.is
þar sem íslenskir samtímahöfundar
eru kynntir. Þá hafa t.d. svokallaðar
bókmenntagöngur Borgarbókasafns
fyrir erlenda ferðamenn, þar sem ís-
lenskar bókmenntir eru kynntar,
vakið ánægju bóksala í borginni.
Myndlistarmenn utan SÍM
Artótekið er lýðræðisleg stofnun og
ekkert val á sér stað annað en að
listamennirnir þurfa að vera fag-
menn. SÍM er hagsmuna- og fagfélag
íslenskra myndlistarmanna með tæp-
lega 500 félaga og félagsskírteini í
SÍM dugir því til þess að setja verk í
Artótekið. Þar sem fáir af yngstu
kynslóð myndlistarmanna eru gengn-
ir til liðs við félagið býður SÍM þeim
myndlistarmönnum sem nýlega hafa
lokið námi að taka þátt í verkefninu
þótt þeir standi utan félagsins.
Áhugasamir geta haft samband við
skrifstofu SÍM, t.d. með tölvupósti á
netfangið sim@simnet.is. Í Artótek-
inu geta þeir komið verkum sínum á
framfæri á á auðveldan hátt. Fjöl-
breytnin kemur öllum vel. Því
breiðari sem listamannahópurinn er
og það svið sem verkin spanna, þeim
mun áhugaverðara verður Artótekið.
Leiga getur orðið að kaupum
Þeir lánþegar sem taka verk að láni í
Artótekinu þurfa eins og áður segir
að greiða fyrir það ákveðna leigu.
Greitt er fyrir mánuð í senn og verð-
ur mögulegur lánstími frá einum upp
í 36 mánuði. Lægsta
leigugjald á mánuði er
1.000 krónur en leigu-
gjald verður í hlutfalli
við söluverð. Kunni
lánþegi vel við verk
sem hann hefur að láni
getur hann fest á því
kaup og dregst þá
greidd leiga frá kaup-
verði verksins. Þannig
getur lánþeginn mátað
verkið við sjálfan sig
og sjálfan sig við verk-
ið áður en hann tekur
ákvörðun um að fjár-
festa í því. Listamaður
sem á verk í útleigu
fær á móti mánaðarlegar greiðslur
fyrir verk sín. Artótekið er því ekki
síður hagsmunamál fyrir myndlist-
armenn.
Undirbúningur fyrir opnun
Artóteksins er í fullum gangi
Listamenn eru þegar búnir að til-
kynna þátttöku og farnir að skila inn
verkum. Við vonum að almenningur
taki þessu framtaki fagnandi og geri
sér ferð í Grófarhúsið til að skoða
myndlistina sem þar verður í boði eft-
ir 18. ágúst. Við vonum einnig að
Artótekið verði kraftmikil og hressi-
leg viðbót við menningarlífið í borg-
inni.
Nánari upplýsingar um Artótekið
má finna í samningi Borgarbókasafns
Reykjavíkur og SÍM en hann má
skoða á heimasíðum Borgarbóka-
safns Reykjavíkur, www.borg-
arbokasafn.is, og Sambands íslenskra
myndlistarmanna, www.sim.is.
Artótek Borgarbókasafns
Reykjavíkur og Sambands
íslenskra myndlistarmanna
Anna Torfadóttir og
Áslaug Thorlacius fjalla
um Borgarbókasafnið og
nýjungar í rekstri þess
’Undirbúningur fyriropnun Artóteksins er í
fullum gangi. Lista-
menn eru þegar búnir
að tilkynna þátttöku og
farnir að skila inn
verkum. ‘
Anna Torfadóttir
Anna er borgarbókavörður og
Áslaug er formaður Sambands
íslenskra myndlistarmanna.
Áslaug Torlacius
Jón Hólm Stefánsson,
sími 896 4761.
Ef þú þarft að selja eða kaupa
bújörð hvar á landi sem er
hafðu þá endilega samband
við okkar mann,
Jón Hólm bónda,
sem aðstoðar þig
með bros á vör.
Bújarðir
Til leigu - Hársnyrtistofa
Okkur hefur verið falið að annast leigu á frábærri hársnyrti-
stofu í úthverfi Reykjavíkur. Stofan er falleg og nútímalega
innréttuð. Möguleiki á 4 stólum ásamt annarri aðstöðu.
Góður og tryggur viðskiptamannahópur. Staðsett í litlum
verslunarkjarna með nægum bílastæðum. Kjörið tækifæri
fyrir þá sem vilja hefja sinn eigin rekstur. Brjálað að gera
fyrir rétta aðila.
Allar nánari upplýsingar veita
sölufullrúar Fasteignakaupa.
Þorbjörn sími 898-1233 og Sirrý sími 848-6071.
Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali.
Sölufulltrúi:
Þorbjörn,
gsm 898 1233,
tölvup.: thorbjorn@fasteignakaup.is
Sölufulltrúi:
Sirrý,
gsm 848 6071,
tölvup.: sirry@fasteignakaup.is
Ármúla 15 • sími 515 0500
fax 515 0509 • www.fasteignakaup.is
fasteignakaup@fasteignakaup.is
Opið hús í dag
HJALLAVEGUR 28 - 104 Rvk.
Góð 234,3 fm. eign í mjög virðulegu húsi á frábærum stað. Eign-
in skiptist í kjallara, 1. hæð, 2.hæð og bílskúr. 3 til 4 svefnher-
bergi og möguleiki á fleirum. Tvennar svalir í suður, góð gólfefni,
fallegt útsýni og stutt í Laugardalinn og alla þjónustu. Húsið
stendur á fallegri lóð á rólegum stað.
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI 14:00 OG 16:00.
SIGURÐUR OG ELSABET BJÓÐA
YKKUR VELKOMIN.
Fasteignamiðlun
Hafnarfjarðar ehf.
Sími 517 9500
MARBAKKABRAUT 6 - KÓPAVOGI
OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL.14-17
Sérlega glæsilegt 202,4 fm hús með
innbyggðum bílskúr. Húsið er á
tveimur hæðum. Einstaklega vönduð
eign í alla staði. Glæsilegur og við-
haldslítill garður með góðri verönd.
Eign á frábærum stað.
Arkitekt Vífill Magnússon.
VERÐ 38,0 millj.
Uppl. veitir Eiður í s. 820-9515.
Viggó Jörgensson
Lögg. fasteignasali
f a s t e i g n a s a l a