Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
3ja-4ra herb. óskast í Grafarvogi
Óskum eftir góðri 3ja-4ra herb. íbúð í Grafarvogi fyrir traustan
kaupanda. Þarf ekki að losna strax.
Valhöll - sími 588 4477
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
- www.valholl.is
- Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Allar nánari upplýsingar veitir
Bárður í s. 896 5221,
Þórarinn í s. 899 1882
eða Ingólfur í s. 896 5222
Glæsileg húseign með sex stúdíóíbúðum
(fjórar samþykktar) sem hefur nánast öll verið
endurnýjuð frá grunni s.s. rafmagn, lagnir,
ofnar, gluggar, járn, gólfefni, innréttingar og
hurðir. Útsýni. Fimm einkabílastæði á lóð.
Eignin hentar sérlega vel til útleigu en hún er
staðsett fyrir ofan upplýsingamiðstöð ferða-
manna. Til greina kemur að selja eignina í
hlutum. Óskað er eftir tilboðum. Nánari upp-
lýsingar veitir Óskar. 4167
SKÓLASTRÆTI - EINSTAKT TÆKIFÆRI
Fallegt og bjart endaraðhús á pöllum í Fossvoginum með bílskúr. Eignin er samtals 213
fm og skiptist m.a. í hol, snyrtingu, baðherbergi, eldhús, stórar stofur, 3-4 herbergi,
geymslu og vaskahús. Húsið er nýlega viðgert að utan. Nýtt gler. Verð 27,9 millj. 4323
GILJALAND - ENDARAÐHÚS
MÁVAHLÍÐ - 4RA HER-
BERGJA Í RISI 4ra herb. falleg og
mikið endurnýjuð risíbúð er skiptist í hol, 3
herb., stofu, eldhús og bað. Nýjar raflagnir
eru í íbúðinni auk rafmagnstöflu. Nær öll gólf-
efni eru nýleg. Nýleg eldhúsinnr., nýstandsett
baðherb. o.fl. Geymsluris er yfir íbúðinni. Í
kjallara fylgir sam. þvotthús o.fl. Verð. 13,5
millj. 4350
BOÐAGRANDI Falleg 3ja herb. íbúð
á 4. hæð í lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í stofu, tvö
herbergi, eldhús, baðherbergi, hol og for-
stofu. Húsvörður. Íbúðinni fylgir merkt stæði í
bílageymslu (innangengt). Verð 13,9 millj.
3719
BARMAHLÍÐ Falleg og rúmgóð 63 fm
íbúð í kjallara í þríbýlishúsi í Hlíðunum. Íbúðin
skiptist m.a. í forstofugang, hol, baðherbergi,
eldhús, svefnherbergi og stofu. Gróin lóð.
Verð 9,9 millj. 4351
BOÐAHLEIN - ELDRI BORG-
ARAR - ÞJÓNUSTUHÚS
Fallegt 85 fm einlyft endaraðhús í Garðabæ.
Húsið skiptist í forstofu, hol, stórt herbergi,
stóra stofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús
og sólstofu. Allt sér. Gott aðgengi. Neyðar-
hnappur. Laus strax. Verð 17 millj. 4347
BARÓNSSTÍGUR - RISÍBÚÐ
3ja herb. íbúð í risi við Barónsstíg. Eignin
skiptist í gang, tvö herbergi, eldhús, stofu og
baðherbergi. Húsið er steinhús. Fallegt út-
sýni. Gólfflötur íbúðarinnar er meiri þar sem
hún er undir súð. Nýtt gler að mestu í íbúð-
inni. Verð 9,9 millj. 4359
NJÁLSGATA - SÉRINN-
GANGUR Mikið uppgerð 2ja herb. íbúð í
bakhúsi við Njálsgötu. Sérinngangur er í
íbúðina. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu, her-
bergi, eldhús og baðherbergi. Íbúðin er mikið
uppgerð, m.a. eldhús, baðherbergi. og gólf-
efni. Verð 8 millj. 4247
MARKLAND - FOSSVOGI
2ja herb. 55 fm björt íbúð á jarðhæð með
sérgarði. Íbúðin hefur mikið verið endurnýjuð
s.s. gólfefni (parket og korkur) eldhús o.fl.
Fallegur sérgarður til suðurs. Verð 10,5 millj.
4354
Suðurlandsbraut 54
við Faxafen, 108 Reykjavík,
sími 568 2444, fax 568 2446.
Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali.
Til sölu á góðum stað í
Kópavogi 421,4 fm atvinnu-
húsnæði. Eignin skiptist í
tvo stóra vinnusali með stór-
um innkeyrsluhurðum. Að-
staða fyrir starfsfólk er mjög
góð, eldhús, skiptiherbergi
og baðherbergi. Eignin er öll
á einni hæð og er aðkoman
mjög góð, malbikað plan.
Eignin selst með traustum leigusamningum að hluta.
ÁSETT VERÐ 26,9 MILLJ.
BRYGGJUVÖR - Í LEIGU
EINS og vænta mátti af fenginni
reynslu lætur Ísraelsstjórn eins og
hún sé hafin yfir lög og rétt. Hinn
9. júlí síðastliðinn féll úrskurður
Alþjóðadómstólsins Palest-
ínumönnum í hag,
þegar dómstóllinn í
Haag gerði mönnum
ljóst, að aðskiln-
aðarmúrinn sem Ísr-
aelar eru að reisa á
landi Palestínumanna
er ólöglegur. Múrinn
ber að rífa og fjar-
lægja og Ísraelsstjórn
verður að bæta Pal-
estínumönnum það
tjón sem þeir hafa
orðið fyrir vegna
múrsins. En Al-
þjóðadómstóllinn
gerði meira. Hann gerði þær kröf-
ur til alþjóðasamfélagsins, Samein-
uðu þjóðanna og einstakra aðild-
arríkja að fylgja þessu máli eftir.
Það er skylda hvers og eins þeirra,
þar á meðal íslenskra stjórnvalda,
að gera Ísraelsstjórn ljóst að Ísr-
aelsríki er ekki hafið yfir lög og
rétt.
Nú hefur málið aftur komið til
Allsherjarþings Sameinuðu þjóð-
anna sem beðið hafði um lög-
fræðilegan úrskurð Alþjóðadóm-
stólsins í Haag, æðsta dómstigs
þjóða heims. Allsherjarþingið hefur
ályktað með 150 atkvæðum gegn
sex atkvæðum Ísraels, Bandaríkj-
anna og örfárra fylgiríkja í anda
Alþjóðadómstólsins. Múrinn skal
falla.
Viðbrögð Ísraelsstjórnar eru söm
við sig. Ekkert tillit er tekið til
ályktana Sameinuðu
þjóðanna frekar en úr-
skurðar Alþjóðadóm-
stólsins. Haldið er
áfram að reisa múrinn
sem á að verða meira
en 700 kílómetra lang-
ur, er víða átta metra
hár, ásamt með girð-
ingum, gryfjum, raf-
eindabúnaði og gerir
Berlínarmúrinn nánast
að barnaleikgrind. Að-
skilnaðarmúrinn, eða
apartheid-veggurinn,
hefur líka verið kall-
aður landránsmúrinn vegna þess að
hann er nær allur reistur á landi
Palestínumanna og mun þegar
byggingu lýkur hafa rænt Palest-
ínumenn rúmum helmingi Vest-
urbakkans til viðbótar fyrra her-
námi. Sharon talar um
Palestínuríki en það eiga sam-
kvæmt hans áætlun að verða
nokkrir landskikar sem verða ein-
angraðir hver frá öðrum og um-
heiminum. Í raun verður alls ekki
líft á þessum svæðum til frambúðar
og því felur áætlunin í sér hægfara
þjóðernishreinsun, brottflutning
þjóðarinnar (transfer), eða þjóð-
armorð eins það er skilgreint í al-
þjóðalögum. Íslendingum ber eins
og öðrum að leggja sitt af mörkum
til að gera Ísraelsstjórn það ljóst
að Ísraelsríki er ekki hafið yfir lög
og rétt. Ljóst er að Sharon og her-
foringjarnir sem stýra Ísrael
skeyta engu um dómsorð æðsta
dómstóls heims né samþykktir al-
þjóðasamfélagsins. Meira þarf að
koma til. Það er líka ljóst að vonir
sem margir bundu við Bandaríkja-
stjórn um að hún myndi koma vit-
inu fyrir Ísraelsstjórn voru tál-
vonir, enda Bandaríkjastjórn sjálf á
kafi í innrásum og hernámi. Oft er
erfitt að átta sig á sjónvarps-
fréttum, hvort verið er að sýna
loftárásir á íbúðarhús í Palestínu
eða Írak, enda samskonar árás-
arflugvélar og þyrlur að verki,
F-16 og Apache. Hernaðar- og
Múrinn skal falla – þvinga
verður Ísrael til löghlýðni
Sveinn Rúnar Hauksson
fjallar um múrinn milli
Ísraels og Palestínu ’Viðbrögð Ísraels-stjórnar eru söm við sig.
Ekkert tillit er tekið til
ályktana Sameinuðu
þjóðanna frekar en úr-
skurðar Alþjóðadóm-
stólsins.‘
Sveinn Rúnar Hauksson
SPURT er: hvað er eiginlega
orðið um máttarstólpa almennings
í opinberri umræðu í því fjaðrafoki
sem geisað hefur um heimsbyggð-
ina frá því turnarnir féllu í sept-
ember 2001? Hvers vegna er ekki
snúist af hörku gegn
ásælni ríkisvalds, eins
og því bandaríska,
sem á stuttum valda-
ferli hefur miðlað fáu
öðru en ótta og van-
þekkingu til þegna
sinna og fengið í stað-
inn aukið vald til að
þrengja að frelsi al-
mennings?
Hafa menn gjör-
samlega gleymt meg-
inreglu stjórnmálanna
sem sjálft lýðræðið
byggist á og sagan
sýnir að er ófrávíkj-
anleg? Meginreglunni, sem segir
að fyrr, stundum strax en oftar
síðar, kemur að því hjá öllum
valdamönnum, hversu ágætir sem
þeir annars eru, að þeir fara að
hugsa meira um það að viðhalda
eigin völdum og ríkidæmi ásamt
völdum tengdra sérhagsmuna-
hópa, en um það að þjóna almenn-
ingi, sem valdinu er ætlað að
þjóna? Tilhneiging sem kom strax
í ljós hjá nýjum núverandi vald-
höfum í Washington.
Fjölmiðlar, verka-
lýðshreyfing og ýmsir
aðrir aðilar, sem leynt
og ljóst hafa barist
með almenningi um
áratuga skeið gegn
ásælni miðstýrðs
valds, hvort sem er
ríkisvalds eða efna-
hagslegs valds, bregð-
ast nú sem krosstrén,
hver um annan þver-
an. Brjóstvörn al-
menningsfrelsis lýð-
ræðisþjóða
Vesturlanda lætur
þessi misserin mata
sig á órökstuddum og óttablöndn-
um fullyrðingum um að handan við
hverja grasi gróna hæð, á hverjum
flugvelli, í hverju borgarstræti í
Evrópu og Bandaríkjunum, kunni
að bíða okkar og barnanna okkar
grettin Grýla gamla, með svart-
hvíta arabaklútinn um höfuð og
háls og sjálfvirkan hríðskotariffil;
ef hún er þá ekki lögst út í sjálfs-
morðsárás með sprengjur í beltinu
og hefur hoppað upp í strætisvagn
á Piccadilly.
En heima í hellinum góða í fjöll-
um Afganistan situr Leppalúði síð-
skeggjaður í jógastöðu á mold-
argólfinu yfir sykruðu te með sí-
trónu, sem einskonar pólitískur
hugmyndafræðingur á eintali við
dvergana sjö, þar sem lögð eru
drög að alheimsstyrjöld gegn vest-
rænni menningu og öllum vest-
rænum gildum. Eins og menning
þjóða heimsins sé hver önnur hús-
bygging, t.d. turnar tveir í New
York, sem vondir menn geti
sprengt í loft upp í eitt skipti fyrir
öll og þar með sé málið afgreitt.
Vestræn menning fyrir bí. En því
fer auðvitað víðsfjarri.
Menning og lífsgildi hvorki sær-
ast né deyja í veraldlegum styrj-
öldum, sem háðar eru með
sprengjum og vopnaburði. Huglæg
gildi berast á banaspjót við önnur
huglæg gildi fyrir milligöngu rök-
ræðu og mannlegra tilfinninga.
Sprengjur og önnur vígtól missa
allan tilgang í alvarlegri rökræðu
milli ólíkra menningarheima, sem
mark er á takandi. Þar gilda rökin
ein fyrir niðurstöðum, málsmet-
andi aðstæður, hefðir, rótgróin
gildi. Öll valdþrungin ógn á þeim
vettvangi er skoðanakúgun. Ógn-
arstjórn.
Aukin miðstýring og fjötrar á
frelsi almennings, eru hvort
tveggja fastir fylgifiskar styrjalda.
Þetta vita allir stjórnmálamenn
sem eitthvað hafa kynnt sér mann-
kynssöguna. Hvert getur þá al-
menningur snúið sér ef brjóst-
vörnin hrynur: stjórnarskrá,
forseti, stjórnarandstaðan, fjöl-
II. Flagð undir fögru skinni:
dáðleysi í brjóstvörn frelsisins?
Jónas Gunnar Einarsson
ritar um frelsið ’Þá tekur við lög-regluríki óttans í
heljargreipum Stóra
bróður. ‘
Jónas Gunnar
Einarsson
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111