Morgunblaðið - 25.07.2004, Qupperneq 33
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Jón Steinsson: „Það er engin
tilviljun að hlutabréfamarkað-
urinn í Bandaríkjunum er öfl-
ugri en hlutabréfamarkaðir
annarra landa.“
Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt
af markmiðum með stofnun
þjónustumiðstöðva er bætt að-
gengi í þjónustu borgaranna.“
Jónas Gunnar Einarsson:
„Áhrifalaus og mikill meirihluti
jarðarbúa, svokallaður almenn-
ingur þjóðanna, unir jafnan
misjafnlega þolinmóður við
sitt.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 33
FIMMTUDAGINN 8. júlí, sama
dag og fyrsta skóflustungan var tek-
in að álveri á Reyðarfirði, lögðum
við, 37 manna hópur, í leiðangur
undir dyggri forustu þeirra Ástu
Arnardóttur og
Óskar Vilhjálms-
dóttur um það
svæði sem áætlað
er að fari undir
vatn ef af virkjun
verður við Kára-
hnjúka. Við héld-
um akandi að
Kárahnjúkum og
litum þar yfir
svæðið. Ég gekk
meðfram Hafra-
hvammagljúfrum fyrir þremur árum
þegar landið var ósnortið. Mig hefði
aldrei órað fyrir því sem blasti við
mér nú. Vinnuvélar í tuga eða
hundraða vís úti um allt og spreng-
ingar gullu við jafnt og þétt.
Hópurinn hélt frá Kárahnjúkum
að Sauðá og gengum við meðfram
ánni sem er sönn náttúruperla og
gróðurfarið meðfram henni er hreint
ótrúlegt, víðir, lyng, alls konar blóm-
jurtir og háfjallagróður vex í sátt og
samlyndi á leirnum sem jökuláin
ryður frá sér, að minnsta kosti 100
tegundir. Áin myndar foss á flúðum
og rennur niður í samræmi við gróð-
ur og dýralíf. Við tjölduðum við
Tröllagilslæk og alla nóttina drundi í
vinnuvélum og sprengingar gullu
reglulega við þannig að undirtók í
fjöllunum. Daginn eftir gengum við
meðfram Jöklu og heilsuðum upp á
gljúfrabúann sem hljóður stendur
sinn vörð. Þegar gengið er með
Jöklu gerir maður sér grein fyrir
hve landið er gamalt, ótal bergteg-
undir blasa hvarvetna við. Áfram
var haldið að ármótum Jöklu og
Kringilsár. Þar eru stórkostleg
gljúfur með hinum mikla Töfrafossi
með minnti mig á Skógafoss. Við
gengum upp með Kringilsá og tjöld-
uðum við Þorleifsmýrar. Landið á
þessum slóðum er gróðursælt með
ótrúlega fjölbreytta flóru. Á þriðja
degi var gengið að Brúarjökli í gegn-
um jökulruðninga. Á leiðinni er farið
framhjá hraukum sem eru gróð-
ursæl svæði. Við gengum í halarófu
yfir Brúarjökulinn og komum í
Kringilsárrana, friðland hreindýra
og gæsa auk annarra dýra. Á svæði
sem þessu fyllist maður andakt og
finnur vel að hér er maður gestur.
Svæðið er ægifagurt og gróðursælt.
Gæsir og hreindýr á hverju strái en
dýrin eru vör um sig enda óvön gest-
um.
Allan tímann skein sól í heiði og
fjallahringurinn með Snæfell,
Kverkfjöll og Herðubreið í broddi
fylkingar heilsaði okkur undurfagur.
Það er þyngra en tárum taki að
þetta landsvæði eigi eftir að fara
undir vatn og verða eyðileggingunni
að bráð. Ég hefði aldrei trúað hvað
þetta er stórt svæði sem lagt er und-
ir virkjun og tel fásinnu að ætla að
afleiðingar aðgerðanna liggi fyrir.
Ég vil skora á ráðamenn þjóð-
arinnar að ganga um þetta svæði áð-
ur en það verður of seint að bjarga
því sem bjargað verður. Ég trúi því
ekki að Valgerður Sverrisdóttir sem
ég veit að er náttúrusinni, Siv Frið-
leifsdóttir og Davíð Oddsson, sem
stefnir í að verða næstdáðasti for-
sætisráðherra þjóðarinnar, og aðrir í
ríkisstjórninni vilji að þeirra verði
minnst í Íslandssögunni sem þeirra
sem voru völd að mesta náttúruslysi
aldarinnar sem aldrei verður bætt.
RÓSA MARTA
GUÐNADÓTTIR,
Hreggvið, 820 Eyrarbakka.
Óbyggðirnar kalla
Frá Rósu Mörtu Guðnadóttur:
Rósa Marta
Guðnadóttir
ÉG GET ekki orða bundist, ég er
ein af þeim sem hafa gaman af að
fara í gönguferðir um borgina,
sumir hafa sjálfsagt séð mig tína
upp rusl á leið minni, ég vil að við
hjálpumst að að halda borginn
hreinni. Til að gera langa sögu
stutta: Daglega geng ég framhjá
Hótel Nordica og þar er sóðaskap-
urinn ömurlegur í nágrenni hótels-
ins, ég hélt þetta væri klassa hótel,
það er svo mikið rusl í trjárunnum
við hótelið sérstaklega Hallarmúla-
megin, að maður skammast sín fyr-
ir land og þjóð, búin að hringja í
Flugleiðir, mikil ósköp, það yrði nú
tekið á þessu strax, þakkað fyrir
ábendinguna, nú er rúm vika liðin,
gekk þar framhjá síðast í gær, ekki
minnkar sorinn, er að hugsa um að
tína þetta upp og henda því inní
fína lobbýið, næst þegar ég er á
ferðinni. KB banki er nú í húsinu,
getið þið ekki skellt saman og borg-
að einhverjum til að halda þessu í
lagi, ef þið hafið umsjónarmann, þá
skuluð þið reka hann á stundinni,
hann er ekki starfi sínu vaxinn.
SVAVA ANTONSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 39,
108 Reykjavík
Hótel Nordica/-
Flugleiðir
Frá Svövu Antonsdóttur:
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
A partnership between Handelshøjskolecentret and CEUS
www.leisuremanagement.dk
Sports
Management
Arts and Culture
Management
Tourism
Management
Bachelor of Leisure Management
A global educational experience in Denmark
HandelshøjskolecenterStorstrøm
Vel skipulagt einbýli á einni hæð.
Íbúðin er 135 fm ásamt 35 fm bíl-
skúr, alls um 169 fm. Glæsilegur
garður með góðum pöllum og
skjólveggjum. Góð staðsetning.
Stór, björt og rúmgóð stofa. 4
svefnherbergi. Gott flísalagt bað-
herbergi . Þvottahús með innrétt-
ingu og hurð við inngang.
Verð 22,9 millj.
Kristín sýnir eignina í dag, sunnudag, frá kl. 16:00 – 18:00.
Túngata 16 - Álftanesi
Opið hús í dag kl. 16-18
Arnartangi 11 - Einb. á einni hæð
Opið hús í dag kl. 16-18
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali
Fallegt og vel viðhaldið 174 fm ein-
býli á einni hæð með innb. 36 fm
bílskúr. 3 stór og rúmgóð herbergi.
2 stórar og bjartar stofur. Fallegar
endurn. innréttingar. Glæsilegur
garður með veröndum. Samþ.
teikningar til af sólskála. Í dag er af-
stúkuð einstaklingsíbúð með sér-
inngangi í bílskúrnum. Parket og
flísar á gólfum. EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR. Verð 24,9 millj.
Guðrún Edda og Viktor sýna eignina í dag,
sunnudag, frá kl. 16:00 - 18:00
Árbakki - Norður-Hérað
Tækifæri á Austurlandi.
Höfum til sölumeðferðar örð án fullvirðisréttar. 158 ha. land í einkaeigu og
hlutdeild í yfir 500 ha sameignarlandi. Landið liggur að Jökulsá á Dal. Gott
109 fm einbýlishús, mikið endurbætt á síðustu árum. Tvö stór refahús.
Hesthús. Malarnámur og fínar veiðilendur. Ásett verð 17,5 millj.
Nánari upplýsingar í síma 580-7905.
Café Riis Hólmavík
Eitt glæsilegasta veitingahúsið á
landsbyggðinni til sölu.
Upplýsingar hjá Magnúsi í síma
451 3567 / 8923467
Tölvupóstfang Café Riis er
caferiis@caferiis.is og heimasíða
Café Riis er www.caferiis.is
Landspilda úr landi Hafnar í Leirár- og Melahreppi. Heildarstærð landsins er 2.053 hektarar. Land
þetta nær yfir stærstan hluta undirlendis við Hafnarfjall, fjallið sjálft og dalina austan við það. Um er
að ræða mjög gott beitiland bæði í fjalli og láglendi. Láglendið niður að sjó er um 680 ha og eru þar
af skipulagðir 195 ha undir nytjaskóga. Stór hluti láglendisins eru birkiskógar og mólendi og því til-
valið til sumarbústaðabyggðar. Þetta er fallegur staður sem býður upp á mikla möguleika. Einungis
um 45-50 mín. akstur frá Reykjavík. Miklir tekjumöguleikar fyrir rétta aðila. Tilvalið fyrir hestamenn
og annað útivistarfólk. Mögulegt er að kaupa jörðina í smærri hlutum.
JÖRÐ Í BORGARFIRÐI
Nánari upplýsingar gefur Karl í síma 896 2822.
karl@fasteignathing.is
leyniþjónustusamvinna milli Ísraels
og Bandaríkjanna er mjög náin og
nú er stefnt að því að NATO taki í
auknum mæli þátt í þessu
óskemmtilega samstarfi árása og
yfirgangs.
Það verður að freista þess að
þvinga Ísraela til löghlýðni. Banda-
ríkjastjórn mun ekki gera það,
þvert á móti elur hún á verstu eig-
inleikum herforingjanna í Ísrael,
mælir upp í þeim ofbeldið og rétt-
lætir miskunnarlaust framferði
gegn varnarlitlu fólki í hertekinni
Palestínu. Evrópuþjóðirnar eru
helsti viðskiptaaðili Ísraela og þeir
vilja láta telja sig til Evrópu á
sama hátt og Tyrkir sækja stíft
inngöngu í samfélag Evrópuþjóða.
Evrópuráðið hefur sett Tyrkjum
stólinn fyrir dyrnar vegna mann-
réttindabrota, ekki síst í garð
Kúrda, og af sömu ástæðu hefur
enn ekki orðið af inngöngu þeirra í
Evrópusambandið. Íslendingar
hafa sérstakar sögulegar skyldur
gagnvart Ísrael og Palestínu allt
frá árinu 1947. Við höfum talist til
sérstakra vinaþjóða Ísraels frá
þeim tíma. Þess er þó ekki að
vænta að frekar sé hlustað á Ísland
en önnur ríki og alþjóðasamfélagið
í heild. En eftir því yrði tekið í Ísr-
ael og um allan heim ef Ísland tæki
frumkvæði að aðgerðum til að
þvinga þetta vinaríki inn á braut
alþjóðalaga, mannúðar og mann-
réttinda. Það kemur líka Ísrael vel
þegar fram í sækir. En leggja verð-
ur áherslu á að aðgerðir sem gripið
er til beinist gegn Ísraelsstjórn en
ekki gegn ísraelsku þjóðinni.
Höfundur er læknir og formaður
Félagsins Ísland-Palestína.
miðlarnir, verkalýðsfélögin? Ef
brjóstvörnin hrynur fyrir til-
stuðlan löggjafarvalds í höndum
fólks, sem ítrekað beygir sig fyrir
óbilgjörnu valdi æðstu ráða-
manna? Hvar er skjól í þessari að-
för að einstaklingsfrelsinu, sem nú
tröllríður húsum um öll Vest-
urlönd í skjóli upphitaðrar styrj-
aldar gegn hryðjuverkum?
Stærsta spurningin er þó þessi:
hvað mun fylgja í kjölfarið ef allar
varnir bresta og við lofum þessum
ógnaröflum Stóra bróður að ganga
á lagið?
Ef við látum undan miðstýring-
aráráttu þeirra sem með æðstu
völd fara í þjóðfélaginu hverju
sinni og hnígum í duftið, er deg-
inum ljósara að við munum öll að
lokum snúa til baka til léns-
skipulagsins – að þessu sinni til
hátæknivædds rafræns léns-
skipulags. Og hvað verður þá um
allt strit forfeðra vorra, frelsisbar-
áttuna sem stóð margar aldir? Ef
við týnum niður frelsinu í eftirlits-
þjóðfélagi nútímans týnum við að
lokum bæði friði og lögum. Þá tek-
ur við lögregluríki óttans í helj-
argreipum Stóra bróður. Viðvar-
andi stríð yfirvalda gegn
almenningi. Hverjum hugnast sú
framtíðarsýn? Ekki almenningi
þjóðanna, mæðrum og feðrum
jarðar, sem hata stríð vegna þess
að öll stríð skaða börnin þeirra. Er
ekki kominn tími til að spyrna við
fótum?
Höfundur er rithöfundur
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111