Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga IngibjörgÁgústsdóttir fæddist á Hvoli í Vest- urhópi 2. mars 1917. Hún lést að morgni 20. júní síðastliðins Helga flutti ung með foreldrum sínum Marsibil Sigurðar- dóttur, d. 1942, og Ágústi Bjarnasyni, d. 1981, að Urðarbaki í Vesturhópi og ólst þar upp. Hún var elst af systkinum sínum, Unni, d. 2003, Val- geiri, d. 1995, tvíbur- unum Ástu og Eiði, d. 1981, Héðni, Bjarna og samfeðra systkinum, Heimi og Marsibil. Helga giftist Jóni Húnfjörð Jónassyni frá Múla í Vestur- Húnavatnssýslu, f. 21. janúar 1914, d. 3. nóvember 1995. Dæt- ur þeirra eru: Guð- rún Bára, gift Magn- úsi Einarssyni, Marsý Dröfn, d. 2002, maki Sævar Sigurgeirs- son, d. 1999, Svandís, maki Leif Österby og Ástríður, maki Sæv- ar Snorrason. Helga var jarð- sungin frá Grafarvogskirkju 2. júlí, í kyrrþey að eigin ósk. Ég veit að hún frænka mín væri ekkert ánægð með að ég væri að skrifa um hana minningargrein, en ég ætla samt að gera það, og líta yfir farinn veg hennar. Húsið sem Helga og Jón byggðu sér hét Múli, eins og æskuheimili Jóns, þau bjuggu á Hvammstanga í því húsi allt til ársins 1985. Það heim- ili var alltaf eins og mitt annað heim- ili, í æsku hef ég örugglega komið við þar daglega, bæði fannst mér spenn- andi stelpurnar frænkur mínar þar, sem voru aðeins eldri en ég og svo Ásta sem er yngri og svo var alltaf svo mikið líf í Múla, sem mætti líkja við umferðarmiðstöð. Áreiðanlega eru fáir sem hafa tekið á móti eins mörgum gestum og Helga gerði, Jón var gestrisin með afbrigðum og lað- aði að sér fólk og bauð gistingu, mat og drykk, þessu öllu sinnti Helga af gleði, enda ekki síður gestrisin. Það er skrýtið til þess að hugsa, það var eldað svona ríflega, a.m.k. var alltaf til nóg fyrir heimilisfólk, gesti og gangandi í litla eldhúsinu sem rúmaði lítið umfram koxeldavél- ina og seinna ísskápinn. Það var eins og fólk í sveitinni ætti athvarf hjá Jóni og Helgu þegar það kom í kaupstaðinn, það er öruggt að þau þekktu alla til sveita og miklu, miklu fleiri en það. Öll sumur voru gestir til lengri eða skemmri dvalar, ættingjar og vinir sem bjuggu syðra. Heimilisfestu átti föðursystir Helgu, Herdís, alla tíð, þó svo að hún væri ekki þar árið um kring. Vinnu- kona tengdaforeldra hennar til 50 ára, var í heimilinu í 7 ár, faðir henn- ar einhver ár, og bróðir einhvern tíma og öllu og öllum sinnti Helga af alúð. Ekki vílaði Helga fyrir sér að leggja undir báðar stofurnar til veislu með stuttum fyrirvara, en Jón var með rútu og var oft í hópferða- flutningum og var ekkert veitinga- hús á Hvammstanga og þá bauð hann hópnum heim og allir þáðu veitingar. Ég hef furðað mig á þol- inmæðinni í Helgu frænku minni, t.d. þegar ég kom, bankaði ég varla, heldur opnaði dyrnar og galaði hver væri heima og aldrei sagði hún styggðaryrði. Helga var fyrst og fremst húsmóðir, það sem hún vann utan heimilis gerði hún sér mest til gamans, en var nútímakona, það voru ekki margar konur á Hvamms- tanga sem höfðu bílpróf, en það hafði Helga, hún gekk vel til fara, skipti um föt eftir hádegið, og setti jafnvel á sig háhælaða skó. Þegar ég hugsa um það, finnst mér að Helga hafi ekki gert miklar kröfur fyrir sig, heldur frekar svona verið til staðar fyrir fólkið sitt og aðra. Á Urðarbaki þar sem Helga ólst upp, átti hún lítinn bústað sem hún hlúði að og gróðursetti þar plöntur. Að eigin sögn: Þar get ég andað og náð áttum. Þangað gat hún skroppið eftir hádegið ein og sjálf, eða með barnabörnin og verið komin heim aftur fyrir kvöldmat. Helga og Jón voru samhent hjón og dugleg að ferðast bæði innan- og utanlands. Fyrsta utanlandsferðin var farin 1970 og svo nærri árlega allt til ársins 1994. Árið 1985 seldu þau Múla, enda húsið að verða þeim ofviða, þau full- orðin og vildu njóta efri ára, sem þau gerðu ríkulega, byggðu sér nýtt, lítið fallegt hús í Grafarvogi og áttu þar heima allt þar til Jón dó, en ári seinna minnkaði Helga enn við sig og kom sér fyrir í lítilli íbúð á Skúlagötu (íbúð fyrir aldraða.) Allar götur héldu matarboðin og gestagangur- inn áfram þrátt fyrir flutninga. Ekki var allt samt þrautalaust fyr- ir Helgu, mjaðmaliðirnir gáfu sig og hún fór 2svar í aðgerð, en samt hrjáðu mjaðmaliðirnir hana seinni árin. Þó Helga fyllti 87 ár var hún alltaf með allt á hreinu, fylgdist vel með mönnum og málefnum, mundi afmælisdaga afkomenda hvers og eins, ung í anda og talaði við alla eins og jafningja, talaði um fólk með nafni, hvort sem það voru læknar hennar, eða aðrir með starfsheiti sem hún þurfti að hafa samskipti við, hún var yfirveguð með hetjulund. Helga var með mein í lungum og þáði uppskurð einu sinni, en svo vildi hún ekki meira, hún seldi íbúðina á Skúlagötu, gekk fárveik og máttfar- in frá öllu, skilaði íbúðinni, og þar sem hún var ekki búin að fá vilyrði fyrir nýjum samastað, hringdi hún í 112 og lét leggja sig inn á sjúkrahús og var þetta um síðustu áramót. Í nokkra mánuði var Helga í Selja- hlíð, þrotin að kröftum á líkama og sál, en sátt við allt og alla og kvartaði aldrei. Helga lést að morgni 20. júní og var jarðsungin í kyrrþey, að eigin ósk, frá Grafarvogskirkju 2. júlí. Afkomendur Helgu eru á milli 40 og 50, eiga þau öll mína samúð. Ragnhildur Valgeirsdóttir. HELGA INGIBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Það var lærdóms- ríkt að kynnast Evu Björk. Hún hafði átt við veikindi að stríða nánast alla ævi sína, en lét svartsýnina aldrei ná tökum á sér. Hún hafði einstaka kímnigáfu og bjó yfir æðruleysi sem tekur marga alla ævina að ná; ef þeir ná því þá nokkurn tíma. Leiðir okkar lágu EVA BJÖRK EIRÍKSDÓTTIR ✝ Eva Björk Ei-ríksdóttir fædd- ist í Reykjavík 25. september 1977. Hún lést á Land- spítalanum mánu- daginn 21. júní og var útför hennar gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 29. júní. saman í gegnum vin- áttu mína við Ólaf Ró- bert, móðurbróður hennar, en þau frænd- systkin voru á svip- uðum aldri og miklir vinir. Það var ótrú- lega skemmtilegt að tala við Evu Björk, sem var vel að sér í öllum málum og oftar en ekki leiðbeindi hún mér eins og hún væri mér miklu eldri. Vinátta okkar Evu Bjarkar var mér mik- ils virði. Í hennar ná- vist lærðist manni að meta það sem innra býr í hverjum og einum. Eva Björk var gullfalleg stúlka, jafnt að utan sem innan. Hún barðist eins og hetja við ógn- vænlegan sjúkdóm, en henni var hins vegar ekkert vel við að sjúkrasaga hennar væri rædd, eins og kom fram í ræðu séra Hjartar Magna, sem jarðsöng hana. Eva Björk kvaddi okkur aðeins 26 ára að aldri. Hún kvaddi á þann hátt að eftir lífi hennar var tekið og hún kvaddi eins og margir vilja kveðja, með því að skilja aðeins eftir bjartar og fallegar minningar sem við öll, sem þekktum hana, munum geyma í hjörtum okkar. Ég votta foreldrum hennar, systkinum, ömmu Lúlu, öfum og ömmum og öllum sem elskuðu þessa stúlku mína dýpstu samúð. Við báðum öll fyrir góðri heim- komu hennar á himnum og við biðjum áfram fyrir sálu hennar. Hvar sem í náðarnafni Krists nokkrir í sameining biðja, andans er friður æ þeim viss, orðin Guðs heilög þá styðja. Guð sjálfur er sem orð hans blíð alstaðar nærri’á hverri tíð, náðþyrstum sálum að svala. (Þýð. H. Hálfd.) Geir Ólafsson. Elsku Bibbi. Kallið kom allt of fljótt. Það er erfitt að setjast niður og skrifa þessi fáu kveðju- orð til þín, það hrannast upp margar minningar eftir tæpra 50 ára kynni. Mér er alltaf minnisstætt þegar þið Dídí systir settuð upp hringana og trúlofuðust. Það var á fermingardag- inn minn. Mér fannst þetta svo spennó á þessum tímamótum hjá mér. Þið stunguð af upp á loft þar sem Ási og Haddý áttu heima og settuð upp hringana, komuð svo niður og voruð svo sposk á svipinn, sögðuð ekki neitt fyrr en einhver sá á ykkur hendurnar sem þið hélduð svo fast saman. Þið Dídí systir voruð aðskilin í tæp fjögur ár og hafið nú hist aftur. Það var eins og það hefði slokknað á þér líka, elsku Bibbi minn, þegar Dídí KRISTJÁN BJÖRN SAMÚELSSON ✝ Kristján BjörnSamúelsson (Bibbi) fæddist á Ak- ureyri 4. nóvember 1935. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 16. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 24. júní. dó, það var engin lífs- gleði lengur hjá þér en nú veit ég að þú hefur náð gleði þinni aftur því það hefur verið tekið vel á móti þér af henni, Gunna mági og öllum hinum sem farnir eru yfir móðuna miklu. Annað skemmtilegt at- vik sem skeði hjá okkur, mér, Gumma, þér og Dídí. Við fórum saman í útilegu og ætluðum að vera langa helgi. Keyrð- um við austur að Kirkjubæjarklaustri, tjölduðum þar en um þessa helgi var verið að opna hringveginn, svo við ákváðum að halda austur að Höfn fyrst það væri búið að opna þessa leið. Gistum við eina nótt á Höfn og þá langaði okkur til að skoða Austfirðina, og var haldið áfram. Tók því ekki að snúa við svo við fórum bara allan hringinn og vorum við í rúma viku. Það var oft gaman hjá okkur í tjöld- unum, oft mikið hlegið, en Dídí var orðin svolítið áhyggjufull vegna þess að unglingarnir hennar voru einir heima en þeir plummuðu sig vel, sem ég og veit að þeir eiga eftir að gera í framtíðinni. En söknuðurinn er mikill hjá þeim þar sem þið fóruð með svo stuttu millibili, tæp fjögur ár á milli fráfalla ykkar. Það var alltaf gott samband á milli okkar allra systkin- anna og mágafólks. Það var margt brallað saman á gleðistundum hér áð- ur fyrr, allar þær minningar geymum við. Það er farið að höggva allt of ört á hópinn okkar. Við systkinin viljum þakka þér fyrir hvað þú hugsaðir alla tíð vel um Dídí í öllum hennar veik- indum í gegnum tíðina. Það var alveg ómetanlegt hvað þú hugsaðir vel um hana síðustu árin, þá voruð þið hætt að ferðast, en þið ferðuðust mikið hér áður fyrr. Elsku Bibbi, far þú í friði og Guð verði með þér. Þín verður sárt saknað af drengjunum þínum, tengdadætr- um, barnabörnum og okkur öllum. Elsku Beggi, Valdís, Bjössi, Sigga, Kristján Lindberg og Anna Karen, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að vera með ykkur á þessari sorgarstund. Kveðja. Helga Ellen, Ásmundur, Guðmundur og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.