Morgunblaðið - 25.07.2004, Page 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 37
✝ Guðbjörg Gunn-arsdóttir fæddist
á Eyrarbakka 18. júní
1927. Hún lést á heim-
ili sínu í Garðabæ 13.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar Guðbjargar
voru hjónin Björg
Björgólfsdóttir, f. 12.
maí 1899, d. 9. mars
1963, og Gunnar Ingi-
bergur Hjörleifsson,
f. 7. ágúst 1892.
Gunnar var sjómaður
og fórst með togaran-
um Sviða hinn 2. des-
ember 1941. Á fyrsta
ári fluttist Guðbjörg með foreldr-
um sínum og systkinum til Hafn-
arfjarðar. Systkini Guðbjargar eru
Elín Björg, f. 1. okt. 1920, d. 19.
okt. 1941, Hjörleifur, f. 19. sept.
1921, Magnús, f. 16. ágúst 1923,
Björgólfur, f. 13. okt. 1924, Þor-
björn, f. 6. des. 1928, d. 25. apríl
1936, Geir, f. 12. apríl 1930, og
Hjörtur, f. 4. apríl 1932.
Guðbjörg giftist 16. júní 1949
Ásgeiri Long vél-
stjóra og kvikmynda-
gerðarmanni, f. 16.
september 1927. For-
eldrar hans voru
hjónin Valdemar
Long kaupmaður í
Hafnarfirði og Arn-
fríður Einarsdóttir
Long. Börn Guð-
bjargar og Ásgeirs
eru: 1) Valdimar Örn,
f. 10. desember 1958,
í sambúð með Ragn-
heiði Björnsdóttur
skrifstofustjóra. 2)
Björg, f. 17. desem-
ber 1960, giftist 7. maí 1983 Jó-
hannesi Davíðssyni. Börn þeirra
eru Ásdís Björg, f. 8. júní 1980, og
Ásgeir Ingi, f. 25. september 1984.
Þau hjón skildu árið 1987. Hinn 27.
nóvember 1993 giftist Björg Ragn-
ari Rögnvaldssyni bakarameist-
ara. Sonur þeirra er Rögnvaldur
Ágúst, f. 12. júní 1995.
Útför Guðbjargar var gerð frá
Garðakirkju 22. júlí.
Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem bor-
in var til grafar frá Garðakirkju hinn
22. þ.m., var hin fjórða í röðinni í hópi
átta systkina og lifa fimm þeirra syst-
ur sína.
Þegar ég nú sest niður til þess að
skrifa nokkur orð um frænku mína og
vinkonu til fjölmagra ára þyrpast að
minningar um hana og allar eru þær
ljúfar. Þó verður ekki sagt að erfið-
leikar og sorg hafi sneitt hjá garði
hennar í æsku. Hún var aðeins á
barnaskólaaldri er faðir hennar
drukknaði frá þessum stóra systkina-
hópi. Í því slysi fórust raunar fjórir
heimilisfeður í þeirri sömu götu og
fjórtán börn stóðu uppi föðurlaus. Ég
man vel sem ung stúlka þá hyldjúpu
sorg sem grúfði yfir Firðinum í þann
tíð.
En á fyrstu áratugum liðinnar ald-
ar var það ekki sjórinn einn sem
krafðist fórna af hafnfirskum og
raunar íslenskum alþýðuheimilum.
Berklarnir voru á þeim tíma sá vá-
gestur sem allir óttuðust, þeir lögðu
að velli ungt fólk í blóma lífsins, rændi
það manndómsárunum og skilaði því
til baka með skerta starfsorku og
brostnar vonir, héldi það á annað borð
lífi.
Af þessum stóra systkinahópi á
Selvogsgötu 5 féll elsta systirin í þann
val og þrír bræðranna veiktust og
höfðu mislanga dvöl á Hælinu, þeim
stað sem öllum stóð ógn af en veitti
engu að síður þá einu von sem bauðst.
Mér býður í grun að þessi ár sorgar
og erfiðleika hafi að einhverju leyti
mótað líf og skaphöfn Guðbjargar alla
hennar ævi og þarf það raunar engan
að undra.
Við Guðbjörg voru systradætur og
voru mæður okkar afar nánar og með
þeim miklir kærleikar. Þar sem faðir
minn hafði einnig fallið frá þegar ég
var á unga aldri og ég einbirni kom
það eins og af sjálfu sér að tengsl mín
við Guðbjörgu og systkini hennar
voru svo náin að mér fannst ég oft
vera ein af hópnum.
Kynni okkar Guðbjargar urðu svo
enn nánari þegar ég giftist og hún,
sem var nokkrum árum yngri en ég,
varð nánast eins og heimagangur
heima hjá mér.
Á þeim árum var hún afgreiðslu-
stúlka í Bæjarbíói og þar var sýning-
arstjóri ungur vélstjóranemi, Ásgeir
Long, með ævilangan áhuga á bíó-
myndum. Þar með sveif rómantíkin í
Bæjarbíói af tjaldinu og niður í salinn.
Þegar þau svo giftust og stofnuðu
heimili var mikið gæfuspor stigið. Þau
reyndust einstaklega samhent hjón
og tók Guðbjörg af lífi og sál þátt í
fjölmörgum áhugamálum Ásgeirs og
þeim verkum sem hann hafði með
höndum gegnum tíðina.
Heimili þeirra var fallegt og naut
þar smekkvísi og alúðar húsmóður-
innar ekki síður en lagni og vinnusemi
hins rómaða þúsundþjalasmiðs.
Á seinni árum er heilsa Guðbjargar
tók að gefa sig reyndist Ásgeir henni
styrk stoð og kom ef til vill þá betur í
ljós en endranær hvern öndvegis-
mann hann hefur að geyma. Þau Guð-
björg og Ásgeir bjuggu við það barna-
lán að eignast tvö börn, Björgu og
Valdimar, sem hafa verið foreldrum
sínum bæði félagar og gleðigjafar og
fært þeim þrjú mannvænleg barna-
börn.
Um leið og ég þakka langa vináttu
og samskipti sem aldrei bar skugga á
vil ég votta aðstandendum öllum mína
innilegustu samúð.
Ester Kláusdóttir (Bíbí).
GUÐBJÖRG
GUNNARSDÓTTIR
✝ Þórður ValgeirMagnússon fædd-
ist í Garðhúsum í
Vatnsleysustrandar-
hreppi 2. október árið
1929. Hann lést á
Hrafnistu í Reykjavík
19. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
þau Magnús Jónsson,
f. 1881, d. 1963, og
Guðríður Þóra Guð-
finnsdóttir, f. á Kleif-
um í Skötufirði við
Ísafjarðardjúp 1894,
d. 1980. Guðríður
eignaðist tvo syni. Eldri sonur
hennar var Guðfinnur Jón Bergs-
son, lengst af lögregluvarðstjóri í
Grindavík, f. 29. júní 1925, d. 27.
september 1993. Kona hans er
Helga Jóhannsdóttir. Þórður átti
níu önnur systkini, samfeðra.
Guðríður ól syni sína tvo upp á
eigin spýtur og bjó fyrst með þá á
Vatnsleysuströndinni en fluttist
síðan til Hafnarfjarð-
ar þar sem synirnir
síðan ólust upp. Á ár-
unum sem Þórður
bjó í Hafnarfirði
gerðist hann meðal
annars leigubifreiða-
stjóri. Um miðja síð-
ustu öld reisti hann
þriggja hæða húsið í
Laufási 5 í Garðabæ
og þar átti hann sitt
heimili allt til dauða-
dags. Þórður starfaði
í skipasmíðastöðinni
Stálvík frá því hún
var stofnsett árið 1962. Þar starf-
aði hann síðan sem stálsmiður og
suðumaður í tæpa þrjá áratugi eða
allt þar til stöðin var lögð niður.
Þar var hann við skipasmíðar, og
dráttarbrautina, meðal annars við
niðursetningu báta og viðhald
dráttarbrautarinnar.
Útför Þórðar var gerð frá
Garðakirkju 28. maí.
Kunningi okkar, Þórður Magnús-
son, lést 19. maí síðastliðinn. Hann
var búinn að vera veikur um tíma en
hrakaði stöðugt og lést á Hrafnistu í
Reykjavík. Hann var einnig ná-
granni okkar og vinur, og kom oft í
heimsókn eftir að hann hætti að
vinna. Þórður og Magnús unnu sam-
an í Stálvík í mörg ár en seinni árin
stundaði hann sjóróðra, keypti sér
bát og reri einn þegar gaf á sjó.
Þórður var ákaflega geðprúður
maður, að minnsta kosti í okkar
garð, og skemmtilegur. Hann hafði
gaman af því að segja sögur og fara
með vísur.
Svo var hann söngelskur ef svo
bar undir og hafði góða rödd, hann
kunni mikið af kvæðum og vísum og
ótrúlegt hvað hann mundi mikið al-
veg frá því að hann var ungur. Þórð-
ur las mikið og hlustaði töluvert á út-
varp en undi sér ekki lengi við það að
horfa á sjónvarp. Hann horfði
kannski á fréttir og einstaka íslenska
þætti í sjónvarpinu en hafði lítinn
áhuga á erlendum myndum enda
hafði hann engan áhuga fyrir því að
eiga sjónvarp sjálfur og sagðist
miklu frekar vilja eyða tíma sínum í
lestur góðra bóka og fara í göngu-
ferðir og á sjóinn meðan hann hafði
heilsu til. Hann fór lítið í heimsóknir
nema til einstakra nágranna og
stoppaði oftast stutt við en kom
fremur oftar. Nánustu ættingjar
hans bjuggu í Grindavík og þangað
fór hann oft, sérstaklega meðan
Finni bróðir hans var á lífi. Þórður
var þægilegur í umgengni en gat æst
sig upp ef eitthvað bar út af og menn
voru ekki sammála honum. En oftast
fór hann bara sínar eigin leiðir og
var ekkert að ergja sig á því. Þórður
var ekki allra en góður vinur vina
sinna. Við söknum hans úr nágrenn-
inu og það eru ekki margir nú á dög-
um sem „droppa“ inn eins og maður
segir. Við vottum ættingjum hans
samúð okkar.
Valborg Soffía Böðvarsdóttir,
Magnús Júlíus Jósefsson.
ÞÓRÐUR V.
MAGNÚSSON
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐBJÖRG SIGNÝ RICHTER,
Gljúfraseli 9,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 22. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðmundur Magnússon,
Guðný Guðmundsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir,
Brynjólfur Guðmundsson.
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma
GUÐLAUG VIGFÚSDÓTTIR,
Skólastíg 16,
Stykkishólmi,
sem andaðist sunnudaginn 18. júlí sl., verður
jarðsett frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
28. júlí nk. kl 13.30.
Lillían Kristjánsdóttir, Sigurður Hauksson,
Sverrir Kristjánsson, Jósefína Pétursdóttir,
Andrés Kristjánsson, Kristín Finnbogadóttir,
Gunnar Ingi Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MARGEIR JÓNSSON
fyrrv. útgerðarmaður,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju mánu-
daginn 26. júlí kl. 13.30.
Jóna I. Margeirsdóttir,
Margrét Margeirsdóttir,
Ásta Ragnheiður Margeirsdóttir, Guðjón Stefánsson,
Margeir Margeirsson, Ingibjörg K. Reykdal,
Valur Margeirsson, Birna Sigurðardóttir,
Haukur Margeirsson, Halldóra Ingimarsdóttir,
Guðmundur Margeirsson, Ingibjörg A. Frederiksen,
Arnþór Margeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGVELDUR DAGBJARTSDÓTTIR,
Melabraut 9,
Seltjarnarnesi,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Vífils-
stöðum miðvikudaginn 14. júlí, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn
26. júlí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir.
Guðrún Einarsdóttir, Gottskálk Eggertsson,
Sigurður Einarsson, Kristín Jónsdóttir,
Guðbjartur Einarsson, Anna Sigurbrandsdóttir,
Stefán Einarsson, Kristrún Sigurðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar,
KARL JÓHANNESSON
kjötiðnaðarmaður,
Æsufelli 4,
áður til heimilis í Ásgarði 17,
sem lést 12. júlí verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni þriðjudaginn 27. júlí kl. 13.30.
Helgi Steinar Karlsson, Bára Lárusdóttir,
Jóna Karlsdóttir,
Sigrún Karlsdóttir, Jón Bóasson,
Karl Jóhannes Karlsson, Kristín Þórisdóttir,
Sigurjón Már Karlsson, Marit Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Englasteinar
Legsteinar
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is