Morgunblaðið - 25.07.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.07.2004, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elsku mamma. Ég sit hér við eldhúsborðið og hugsa til þín, bæði brosandi og með tárin rennandi. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þessi síðustu ár eru bú- in að vera þér erfið og sérstaklega síðastliðið ár. Uppgjöf hefur aldrei verið í þinni orðabók, heldur barátta, dugnaður og ótrúleg seigla. Mig langar svo að þakka þér elsku mamma mín fyrir allt sem þú hefur gefið mér og kennt. Og fyrir þína já- kvæðni og yndislegt lundarfar. Þú verður alltaf mitt leiðarljós. Þín alltaf, Birna. Elsku amma. Við sitjum hérna saman systurnar, erum að hugsa um þig og finnst svo óraunverulegt að þú sért farin. Við hlæjum og grátum til skiptis þegar við minnumst þín en það sem stendur upp úr er þakklæti. Þó við viljum ekki vera án þín þá vitum við að þér líður miklu betur núna. Takk fyrir að hafa verið besta amma sem hægt er að hugsa sér, þú gafst okkur svo margar yndislegar minningar og kenndir okkur svo margt. Það sem stendur uppúr hjá okkur báðum er þegar við komum í heimsókn til þín og afa þá gat maður alltaf stólað á að þið voruð búin að búa til klakadjúsinn sem þið vissuð að okkur fannst svo góður. Og auðvitað gerðu amma og afi hann best. Við gleymum heldur aldrei pí- anóinu og litla appelsínugula stólnum við það sem við tróðum okkur í langt fram eftir aldri þangað til við fest- umst í honum. Það var nú ekki hægt GRETA N. ÁGÚSTSDÓTTIR ✝ Greta NúpdalÁgústsdóttir fæddist í Reykjavík 29. desember 1931. Hún lést á Landspítala – Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 15.júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágúst N. Benjamínsson og Sig- ríður Jónsdóttir. Sam- mæðra systkini eru Sigurjón Bjarnason, Ragna Þyri Bjarna- dóttir og Esther Blön- dal Stenseth, sem er ein eftirlifandi. Sam- feðra var Guðlaug Inga. Greta var gift Ísaki Sigurðssyni f. 11.1. 1928. Börn þeirra eru fjögur. Benjamín Á., kvæntur Helgu Helgadóttur, Jóna G., Birna, sambýlismaður Guðlaugur Kr. Jónsson og Vera Björk, gift Tryggva Þór Ágústs- syni. Barnabörn Gretu eru 15 og barnabarnabörnin eru 6. Útför Gretu fór fram í kyrrþey, að hennar ósk. að koma í heimsókn án þess að spila Memory eða Over the Rainbow allavega einu sinni. Eða pönnukökulykt- in sem maður vaknaði svo oft við um helgar, hún var það besta því þá vissi maður að amma og afi voru kom- in í heimsókn. Um leið og maður kom niður þá fékk maður risa skammt af hrósi og hlýju, sem var svo gott. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Við elskum þig svo mikið og við vitum að þú fylgist með okkur. Anganórurnar þínar Ragna og Lillý. Elsku tengdamamma. Því miður fékk ég aðeins að njóta þess að vera formlega tengdasonur þinn í tæpar 2 vikur. Ég tel mig þó hafa verið mjög heppinn að fá að kynnast þér og finna hlýju þína, umhyggju og ást gagnvart öllu þínu fólki. Við getum öll lært mikið af þeirri ótrúlegu seiglu og dugnaði sem hefur einkennt allt þitt líf og ekki síst hvernig þú tókst á við þá miklu erfiðleika sem fylgdu þínum veikindum. Ég er ríkari af þeirri reynslu og ríkari fyrir það að eiga um þig dýrmætar minningar sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Mamma ætlar að sofna. Mamma er svo þreytt. – Og sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna, systir mín góð. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Ástarkveðja Tryggvi. Elsku amma Greta, nú ert þú farin. Þú varst ótrúlega góð amma. Þú leyfðir mér að mála með olíulitum á striga þegar ég var bara tveggja ára. Þú færðir mér lykilinn að spariskápn- um og leyfðir mér að skoða sparistell- ið og allt skartið þitt og ótal aðra fjár- sjóði, þú gafst mér eitthvað úr skápnum í hvert skipti sem ég fékk að gramsa. Þú leyfðir mér að máta silkisloppana þína og mála mig með skærbleika varalitnum þínum. Ég var alsæl. Þú varst mikill dýravinur og tal- aðir við þau af sömu virðingu og mannfólkið. Þegar einn af hundunum í fjölskyldunni var nýlátinn, þá dreymdi þig hann hlaupandi um í góðu veðri á grænum engjum. Ég vona að þú fáir að hlaupa þar um með þeim öllum; Tinna, Neró, Pása, Kobba I og Kobba II og öllum hinum. Þú kenndir mér eitt lag. Ef ég breyti einu orði í textanum og set ömmu í stað mömmu, þá get ég sung- ið það til þín: Ef væri ég söngvari syngi ég ljóð um sólina vorið og land mitt og þjóð. En mömmu ég gæfi mín ljúfustu ljóð, hún leiðir mig verndar og er mér svo góð. Ef gæti ég farið sem fiskur um haf ég fengi mér dýrustu perlur og raf. Og rafið ég geymdi og gæfi ekki braut en gerði henni mömmu úr perlunum skraut. Ef kynni ég að sauma ég keypti mér lín og klæði ég gerði mér snotur og fín. En mömmu úr silki ég saumaði margt úr silfri og gulli, hið dýrasta skart. (Páll J. Árdal.) Ég kom í heiminn daginn fyrir af- mælið þitt og varð þess heiðurs að- njótandi að vera skírð í höfuðið á þér. Ég hef alltaf verið stolt að bera þetta nafn, og ég geri mitt allra besta, amma mín, til þess að vera þess verð- ug og muna allt sem þú hefur kennt mér. Hvar sem þú ert núna, þá veit ég að þú ert á stað þar þjáning þín er lin- uð, þar sem ekkert er myrkt og þar sem ekkert er að óttast. Ég er svo þakklát fyrir að þú varst til og að þú varst amma mín. Ég elska þig að ei- lífu! Greta Ósk Óskarsdóttir. Elsku amma. Takk fyrir að vera amma mín, og takk fyrir að vera amma og móðir þeirra sem eru það dýrmætasta sem ég á. Góðvild þín og réttlætiskennd munu lifa áfram í öllum þeim sem eiga þann heiður að hafa kynnst þér. Ég sakna þín, en ég ætla að lifa líf- inu með þrjóskri bjartsýni innblás- inni af ástúð þinni. Lísa Hlín. Jæja Greta mín, nú er komið að því að kveðja. Ég þakka þér fyrir þessi ár, fyrir trúnaðinn og þann þroska sem hann veitti mér. Börnin okkar eiga minningar um ömmu sem kunni að fíflast og pakkaði jólagjöfunum í nóvember. Ömmu sem passaði að eiga til í skápunum það sem var í uppáhaldi hjá hverjum og einum. Ég á minningu um konu sem virtist óbugandi. Bakgrunnur okkar var svo ólíkur. Þú veittir mér innsýn í heim sem ég þekkti ekki og reyndir að skilja minn. Þú varst baráttukona og þekktir ekki annað. Frá byrjun hefur þú þurft að berjast, uppgjöf stríddi gegn þinni lífssýn. Það er enginn öfunds- verður af æsku eins og þeirri sem þú áttir, en þú hélst alltaf áfram, þrátt fyrir allt, stolt og keik. Helga. Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, KRISTÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR hjúkrunarfræðings, Blásölum 22, Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 15. júlí sl., verður gerð frá Kristskirkju Landakoti þriðjudaginn 27. júlí kl. 13.30. Sigurjón Ingi Hilaríusson, börn, tengdabörn og barnabörn. Við þökkum hjartanlega fyrir hlýhug og stuðning allra við veikindi og fráfall RAFNS RAGNARS JÓNSSONAR (Rabba) tónlistarmanns, Norðurbraut 41, Hafnarfirði. Þá fá heimahlynning, heimahjúkrun, Rabba- barar, árgangur 1954 frá Ísafirði, Kvenfélagið á Suðureyri og Ísfólkið sér- stakar þakkir. Fjölskylda Rafns. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GRETU N. ÁGÚSTSDÓTTUR. Útför hefur farið í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kærar þakkir sendum við Landspítalanum deild 14G, Droplaugar- stöðum og Landakoti. Ísak Jón Sigurðsson, Benjamín Á. Ísaksson, Helga Helgadóttir, Jóna G. Ísaksdóttir, Birna Ísaksdóttir, Guðlaugur Kr. Jónsson, Vera Björk Ísaksdóttir, Tryggvi Þór Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR KJARTANSSONAR, Álftamýri 23, Reykjavík. Kristín Hermundardóttir, Kjartan R. Guðmundsson, Jóhanna Jóhannsdóttir, Hermundur J. Guðmundsson, Yazmin O. Guðmundsson, Helgi Fr. Guðmundsson, Charina M. Aligaen, Páll Á. Guðmundsson, Sigríður Björnsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐRÚNAR INGÓLFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalar- og hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs. Ingólfur Ásgrímsson, Siggerður Aðalsteinsdóttir, Halldór Ásgrímsson, Sigurjóna Sigurðardóttir, Anna Guðný Ásgrímsdóttir, Þráinn Ársælsson, Elín Ásgrímsdóttir, Björgvin Valdimarsson, Katrín Ásgrímsdóttir, Gísli Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför JÓHANNESAR KRISTBERGS ÁRNASONAR, Gullsmára 11, Kópavogi. Áróra Helgadóttir, Árni Jóhannesson, Laufey Valdimarsdóttir, Sólveig Jóhannesdóttir, Gunnar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra, ÁRNA BRYNJÓLFSSONAR, Grænumörk 1, Selfossi, Börn og aðstandendur hins látna. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.