Morgunblaðið - 25.07.2004, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 25.07.2004, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 39 Kveðja frá Skátasambandi Reykjavíkur Tendraðu lítið skátaljós, láttu það lýsa þér, láttu það efla andans eld og allt sem göfugt er. (Hrefna Tynes.) Þegar himnafaðir kallar á sinn fund, þá erum við skátar að fara heim eins og við nefnum það. Áslaug Friðriksdóttir eignaðist á unga aldri hugsjón og trú sem er dýr- mætt hjá hverjum einstaklingi. Hún var óþreytandi í forystuhlutverki inn- an skátahreyfingarinnar til áratuga. Áslaug var á árum áður m.a. formað- ur Skátasambands Reykjavíkur. Nú hefur skátasystir okkar kvatt þennan heim. Með starfi sínu fegraði Áslaug þennan heim og skildi við hann betri en hún kom í hann. Áslaug tók þátt í skátaævintýrinu, sem sannanlega er mikið ævintýri og með því auðgaði hún ekki bara sitt eigið líf heldur skildi eftir dýrmætan arf til kynslóða og minningu um góða manneskju, sem ávallt var viðbúin að leggja fram krafta sína í þágu ann- arra. Sá neisti sem kveiktur er í ungu fólki og sem tendraður er í skátaljós- inu, eflir andann og er mikill auður sem hefur ávaxtað sig vel í atgervi einstaklinga. Með starfi sínu í skátahreyfinging- unni setti skátasystir okkar æskufólk í öndvegi. Hún þannig hlúði að öryggi þeirra og velferð og gaf ungu æsku- fólki tækifæri til að verða sjálftstæð- ir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Við trúum því samt að þeir sem deyja séu ekki horfnir. Þeir eru að- eins komnir á undan. Skátar í Reykjavík og um leið á öllu Íslandi kveðja góðan skáta með söknuði og þakklæti fyrir samfylgd- ina. Skátasamband Reykjavíkur sendir aðstandendum öllum innilegustu samúðarkveðju. Mannsandinn líður ekki undir lok, minning um góða manneskju lifir í hjarta og minni. Líkt og sólin sem virðist ganga undir, en alltaf heldur áfram að lýsa, eða eins og Hrefna Tynes, skátasystir okkar, orti forðum: Þá verður litla ljósið þitt ljómandi stjarna skær, lýsir lýð alla tíð, nær og fjær. Sveinn Guðmundsson, formaður SSR. Hann er fallegur íslenski fjallalæk- urinn, þar sem hann fossar hreinn og tær niður fjallshlíðina. Kátur og lif- andi skvettir hann vatninu á steinana, sem á vegi hans verða. Í vatnsúðan- um bregður fyrir ótal litbrigðum í ljósbroti sólargeislanna. Þarna er á ferðinni eitthvað hreint og fagurt, að- laðandi og grípandi, ósvikið og sak- laust. Hann minnir mig á skátasystur mína Áslaugu Friðriksdóttur. Logandi varðeldurinn er í ætt við hugsjónirnar sem lifa í huga og hjarta skátanna. Skátasöngvar óma, söngvar um útilíf og útiveru, um feg- urð íslenskrar náttúru, skógarangan og skátastörf, bræðralag og frið allra manna. Ættlandið læðist í eldsbjarm- anum til okkar á tánum og við sverj- um því trúnaðareiða án orða. Stundin við varðeldinn er áhrifarík og ógleymanleg. Hún minnir á skáta- systur mína Áslaugu Friðriksdóttur. Allt fagurt og lýsandi, vermandi og bjart minnir mig á hana. Þannig var ÁSLAUG MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR ✝ Áslaug MaríaFriðriksdóttir fæddist í Reykjavík 13. júlí 1921. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 12. júlí. hún, heilsteypt, heiðar- leg og sönn. Það er kannski skrít- ið, en það birti í huga mínum og hjarta, þegar ég frétti lát Áslaugar vinkonu minnar Frið- riksdóttur. Langri legu var lokið. Baráttan við erfiðan sjúkdóm að baki. En eftir stóð glæsilegt ævistarf hug- sjóna- og hæfileika- konu, heiðursvarði orða og athafna. Það er gott að geta horft á eftir vin- um sínum með slíkt veganesti. Þá er í huga heiðríkja og þökk. Ung gerðist Áslaug skáti og leitaði uppi allt það besta sem skátahreyf- ingin hafði upp á að bjóða. Heil í verki, glaðvær og góður félagi, fram- takssöm og frjó í hugsun. Slíkir hæfi- leikar kalla fólk til foringjastarfa. Skátar fólu Áslaugu óteljandi trúnaðastörf innan skátahreyfingar- innar. Vegur hennar og virðing óx með hverju verki. Þeir sem unnu með henni voru betri menn eftir en áður. Áslaug Friðriksdóttir var skáti af guðs náð, kennaramenntuð, kennari og skólastjóri. Þar var hennar dag- legi starfsvettvangur. Þar kom henni vel reynslan frá skátastarfinu, þekk- ingin á hugsunum og viðbrögðum barna og unglinga, færnin í að starfa og stjórna. Hún var farsæll og dug- mikill skólamaður. Á landsgildisþingi 1989 var hún kosin landsgildismeistari, það er skátahöfðingi eldri skáta, sem starfa innan St. Georgsgildanna á Íslandi. Þroski hennar og þekking, mannúð og manngildi, framsýni og fram- kvæmdavilji nýttist þar vel. Ennþá var hún glaða góða skáta- stelpan, með skátaneistann í brosinu sínu og með hugsjónir skátahreyfing- arinnar fyrir áttavita. Þess nutum við vinir hennar og samstarfsmenn. Þess naut landsgildið í þróun og starfi meðan hún veitti því forustu. Allir skátar, sem kynntust Ás- laugu, kveðja hana nú með virðingu og þökk. Þökk fyrir það, Áslaug, sem þú varst í leik og starfi. Sóphusi eiginmanni þínum, börn- um ykkar og barnabörnum, vinum og vandamönnum, sendi ég hlýjar sam- úðarkveðjur. Guð blessi okkur öll. Hörður Zóphaníasson. Kveðja frá Skátaskólanum Úlfljótsvatni Þú ert skáti horfinn heim, himinn, jörð, ber sorgarkeim. Vinar saknar vinafjöld, varðar þökkin ævikvöld. Sérhver hefur minning mál, við munum tjöld og varðeldsbál, bjartan hug og brosin þín, þau bera ljósið inn til mín. Kveðjustundin helg og hlý, hugum okkar ríkir í. Skátaminning, skátaspor, skilja eftir sól og vor. (H. Z.) Sólskinið fylgir sumum. Áslaug Friðriksdóttir var ein þeirra. Hún var samkennari minn í mörg ár í Hlíðaskóla í Reykjavík. Ég minnist hennar sem vel menntaðs og metn- aðarfulls kennara, sterks málsvara lítilmagnans í skólanum, sem sam- verkamanns með létta lund og ein- staklega djúpa spékoppa, sem konu sem barðist fyrir rétti kvenna á kven- legan og fínlegan hátt. Það tel ég að hún hafi gert með því að gefa sig að ýmsum félagsmálum og láta til sín taka án háværs vopnaskaks. Ég minnist hennar einnig sem konu sem ekki lét bugast í langvarandi veik- indastríði. Áslaug hefur verið mér fyrirmynd sem ég vildi gjarnan líkjast. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast henni. Ragnheiður Benediktsson. Áslaug Friðriksdóttir er farin heim, eins og við skátar orðum brott- för úr þessum heimi, og víst er að hún hefur átt góða heimvon. Það var að mig minnir árið 1949 sem stofnuð var Svannasveit kven- skáta í Reykjavík og fljótlega var Ás- laugu falin forystan. Þá strax við fyrstu kynni leyndi sér ekki að þarna var fyrirmyndar manneskja á ferð og ennþá betur kom það í ljós í samstarfi okkar í stjórn Bandalags íslenskra skáta og seinna í stjórn Skátasam- bands Reykjavíkur. Haustið 1985 varð undirrituð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá kenn- arastöðu í Ölduselsskóla þar sem Ás- laug var skólastjóri. Það var ómet- anlegt að fá að kynnast kennaranum Áslaugu. Áður fyrr var sagt að í kon- ungaættum rynni blátt blóð (hvað sem það hefur átt að tákna) en í æð- um Áslaugar rann kennarablóð, rautt, ómengað og hlýtt. Undir skólastjórn Áslaugar fór fram mikið og gott skólastarf. Hún lagði áherslu á mannrækt. Nemend- ur sátu þar í fyrirrúmi og veit ég um marga sem þakka þau áhrif sem hún hafði á líf þeirra. En hún Áslaug ræktaði líka kennara. Það var svo sem ekki sett upp neitt prógram í þá veru, en framkoma hennar og fas var slíkt að kennarar tóku hana sér til fyrirmyndar. Kennslufræðilega var Áslaug alltaf með augu og eyru opin fyrir því sem betur mátti fara og hún lagði á sig ómælda vinnu til að ná sem bestum árangri. Það var oft farið á hennar fund til að leita ráða eða fá vilyrði til að reyna nýjar aðferðir. Alltaf kom maður betri manneskja af þeim fund- um. Þegar ég lít til baka, þá finn ég hví- lík gæfa það er að fá að vera samferða þvílíkri manneskju sem Áslaug var. Við hjóninn sendum eiginmanni hennar, Sophusi Guðmundssyni, og stórfjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Edda Jónsdóttir og Ástvaldur Stefánsson. Ég sem þessar línur rita, hef orðið samferða nokkrum námshópum gegnum tíðina. Þar af leiðir, að öðru hverju verða kveðjustundir. Lífið og dauðinn eru óaðskiljanleg, og við ber- umst með straumnum. Jarðvistin er gullið tækifæri til að skila lífinu ávöxtum og árangri. Niðjar okkar sjá um að áxaxta þetta starf okkar og bera það áfram um ófyrirséða fram- tíð. Nýlátin er kona, sem varð mér samferða um einn námsvetur og helgaði sig, auk húsmóðurstarfs, kennslu og uppeldismálum. Hún eignaðist traustan mann og ól börn, sem komist hafa vel til manns. Slík var gæfa hennar. Hún skilaði heilla- ríku ævistarfi. Áslaug María Friðriksdóttir, en það hét hún fullu nafni, fæddist í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands aðeins tví- tug að aldri. Hún kynntist bóndasyn- inum Sophusi Auðuni Guðmundssyni, frá Auðunarstöðum í Víðidal. Var heimili þeirra í Reykjavík, síðast að Sléttuvegi 13, þar sem eldri borgarar hafa komið sér fyrir og látið sér líða vel. Þar heimsótti ég þessi ágætu hjón. Því miður var heilsufari Áslaug- ar þannig farið síðustu árin, að hún gat takmarkað sótt mannfundi, en hún var glaðsinna og félagslynd. Við stunduðum nám í framhalds- deild Kennaraskóla Íslands í dönsku sem aðalgrein skólaárið 1969–1970, átta að tölu. Er Áslaug sú þriðja að kveðja úr þessum ágæta námshópi. Horfin eru á undan henni Angantýr Hjörvar Hjálmarsson, kennari á Hrafnagili, og Sigrún Guðbrands- dóttir, kennari í Reykjavík. Endur- fund áttum við, nema eitt, er 25 ár voru frá námslokum, vorið 1995. Þar var Áslaug að sjálfsögðu, glöð og hýr að venju. Við áttum ánægjulega stund í Skrúði á Hótel Sögu, þar sem við neyttum málsverðar og ræddumst við. Þar flutti ég brag, sem útbýtt var meðal viðstaddra. Einnig var dvalist um stund á heimili mínu, og myndir voru teknar af hópnum. Ánægjulegt var, að úr þessu gat orðið, meðan við vorum öll enn ofan moldar. Gaman er að eiga þennan samfund á myndum. En dýrmætastar eru minningarnar, sem við geymum í huganum um sam- ferðamennina. Þær fylgja okkur á leiðarenda. Áslaugu kveð ég klökkum huga, en þakklátum. Minningarnar um hana, þessa ljúflyndu konu, ylja manni um hjartarætur. Fari hún í friði, friður guðs hana blessi. Ástvin- um vottast einlæg samúð við brottför hennar. Auðunn Bragi Sveinsson. Þegar hugurinn hvarflar til baka er hann fullur af góðum minningum. Það var tilhlökkunarefni að byrja í Eskihlíðarskóla haustið 1958. Kenn- arinn tók á móti okkur, vingjarnleg, brosmild en ákveðin. Það fóru sælu- dagar í hönd. Og eftir því sem tíminn líður, sjáum við betur hversu lánsöm við vorum að fá Áslaugu sem kennara í sex vetur. Hún kenndi okkur að lesa, skrifa og reikna. Forskriftin hennar var skýr og falleg, sjálf var hún lista- skrifari. En sá fjöldi sem við teikn- uðum af kortum og skrifuðum á „Til hamin-g-j-u með afmælið!“ Við vorum rúmlega 30. Sum áköf, önnur seinni, en hún fann hverjum og einum verkefni og agavandamálin voru leyst á þann hátt að óþekktar- ormurinn var sendur til Magnúsar skólastjóra sem bauð upp á mjólk- ursopa og klapp á bakið. Öllum var sinnt. Hún virkjaði þá áhugasömu til að hjálpa þeim sem þurftu lengri tíma og það var ljóst að þótt einhver væri lengi að reikna var hann örugglega bestur í fótbolta. Hrekkjusvín voru vænstu manneskjur, það þurfti bara að fara vel að þeim. Hún söng alltaf með okkur eitt lag í byrjun skóla- dags. Óskiljanlegt er hvernig við komumst hjá því að ganga í skáta- hreyfinguna. Sýnir það kannski hversu laus við hún var við áróður? En við áttum að læra sem mest og best og vera góð hvert við annað. Hún lét okkur læra ljóð. Við skoð- uðum borgina og teiknuðum Alþing- ishúsið og Landsbókasafnið. Við fór- um út á Álftanes að tína hagalagða, skeljar og blóm. Skrifuðum ritgerðir um þessar ferðir. Sömdum sögur og leikrit. Nokkrar stelpur fengu reglu- lega frí til að syngja í kór. Bekkjar- félagar sem voru að læra á blokk- flautu komu með hljóðfærin sín í skólann. Afgerandi upplifun fyrir undirritaða. Hvílíkur happafengur hverju barni, fjölskyldu og samfélagi að hafa slíkan kennara. Það gilti ekki að vera betri en næsti maður, heldur að gera eins vel og hver og einn gat. Mikið vildum við gera henni til hæfis og mikil gæfa væri það öllum börnum að fá kennara sem er vel að sér, frjór, umburðarlyndur og góðviljaður eins og hún. Sesselja Halldórsdóttir. Mín var gæfa að fá að kynnast Ás- laugu og að hafa þegið með þökkum höfðinglegt boð um að ganga í hirð hennar og Sophusar. Þeir sem nutu áheyrnar Áslaugar smituðust óhjákvæmilega af því and- lega fjöri og lífskrafti, sem ríkti í kringum hana. Eftir því sem kynnin urðu nánari varð sífellt ljósara að margt í hennar hugarfari væri sér- staklega æskilegt til eftirbreytni. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana beita ófögrum orðum um eitt eða neitt, hvorki óhöpp né tilfallandi atburði og þá ekki heldur við fólk eða um það. Ég heyrði hana aldrei fara með lastmæli um menn, kom eins fram við alla, kannaðist ekki við til- gerð og gætti þess að stíga ekki á annarra strá; henni var tamara að leggja til líknarhönd og víkja málum til betri vegar. Án vafa munu fleiri ungir hirð- menn átta sig þessum eftirsóknar- verðu kostum Áslaugar á þeim nýju og björtu brautum er hún nú heiðrar með veru sinni. Sophusi, systkinunum og hinni stóru samhentu fjölskyldu votta ég innilega samúð mína og sendi hlýjar kveðjur. Ragnar Hjálmarsson. Í kyrrð var stríð þitt háð og fall þitt hljótt. Þú hetja í krossför lýðsins, sofðu rótt! (E. Ben.) Nú þegar Kalli vinur minn hefur sagt upp vistinni reikar hugurinn 35 ár aftur í tímann. Ég kynntist honum þegar ég kom gestur á heimili hans í Heiðarhvammi við Vatnsveituveg 11 ára gömul. Hann tók mér strax vel og talaði jafnan við mig eins og fullorðna manneskju og jafningja. Ég varð fljótlega nokkurs konar heimiliskött- ur í Heiðarhvammi. Þar var gott að vera. Eftir kvöldkaffið sofnuðum við við nið Elliðaánna og vöknuðum á morgnana við fuglasöng, heimabak- að brauð og kakó. Heimilislífið var frjálslegt, andrúmsloftið afslappað og rými fyrir allar skoðanir. Mér lík- aði mjög vel við heimilisfólkið allt, ekki síst Kalla. Hann var margfróð- ur, kunni skil á alls konar hlutum sem voru mér framandi og var áhugasamur um hvað við aðhöfð- umst. Velferð barnanna var honum ofarlega í huga og það málefni rætt í þaula aftur og aftur. Fjölskyldan var stór og lífsbaráttan nokkuð hörð þótt aldrei heyrðist æðruorð þar um frá þeim hjónum Kalla og Siggu. Þau unnu hörðum höndum til að láta enda ná saman og oft var lítið afgangs til að gera sér dagamun. Að skulda kom ekki til greina á þeim bæ. Stöku sinn- um var þó farið á gömlu dansana eða slegið upp veislu í litlu stofunni í hús- inu við Stífluna. Þá var spilað á harm- KARL GUÐLAUGSSON ✝ Hannes KarlGuðlaugsson bú- fræðingur fæddist að Fróðhúsum í Borg- arfirði 2. júní 1923. Hann lést 29. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 20. júlí. ónikku og sungið fram á rauðanótt. Við vorum ekki rekin inn í her- bergi heldur var okkur frjálst að vera í stofunni eins og okkur sýndist. Þetta voru dýrðardag- ar. Kalli var búfræðing- ur að mennt en hafði þó aldrei hug á að gerast bóndi. Bændaskólinn var það nám sem hann hafði efni á á sínum tíma og hann var alla tíð þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að mennta sig. Hann hafði skýra sýn á málefni líðandi stundar og skemmtilegar skoðanir á lífinu og til- verunni. Hann var ekki allra, skipti ógjarnan um skoðun á fólki eða fyr- irbærum og þótt hann væri nokkuð þungur í lund hafði hann ríka kímni- gáfu sem naut sín vel á góðum stund- um. Þau Sigga fluttu úr Heiðar- hvammi árið 1985 og bjuggu eftir það að Háaleitisbraut í Reykjavík. Síðustu árin glímdi Kalli við vax- andi heilsuleysi og sinnti Sigga hon- um heima af alúð og samviskusemi. Í janúar sl. var langtímavistun hins vegar óhjákvæmileg vegna stöðugt hrakandi heilsu hans og vistaðist hann þá á vegum Hrafnistu á Vífils- stöðum. Þrátt fyrir frábæra umönn- un þar kom heilsa hans í veg fyrir að hann nyti boðlegra lífsgæða þessa síðustu mánuði. Mig grunar að hann hafi dáið sáttur og að leiðarlokum þakka ég hlýhug í minn garð í 35 ár. Ég mun ylja mér við ljúfar minning- ar um Kalla þegar hann var upp á sitt besta, ég sé hann fyrir mér á góðum stundum í Heiðarhvammi og heyri hann segja, hraðmæltan að venju: „Hulda. Nú er kátt í kofanum, nú er svei mér kátt í kofanum.“ Innilegar samúðarkveðjur til Siggu og fjölskyldunnar allrar. Hulda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.