Morgunblaðið - 25.07.2004, Side 40
MINNINGAR
40 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR,
Kambaseli 64,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 14. júlí.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykja-
vík þriðjudaginn 27. júlí kl. 15.00.
Kolbrún Ýr Jóhannsdóttir, Sigursteinn Gunnarsson,
Ásgeir Örvarr Jóhannsson, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir,
Óðinn Örn Jóhannsson, Claudia A. Wilson
og barnabörn.
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR ELLINGSEN,
áður til heimilis á Ægisíðu 80,
lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð fimmtu-
daginn 22. júlí.
Óttar B. Ellingsen, Stefanía L. Jónsdóttir,
Steingrímur Ellingsen, Anna Birna Jóhannesdóttir,
Lára María Ellingsen, Erlingur Aðalsteinsson,
Björg Ellingsen, Broddi Broddason.
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæra
ÁRNA BRYNJÓLFSSONAR,
Grænumörk 1,
Selfossi.
Börn og aðstandendur hins látna.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JAKOB JÓNSSON,
bóndi,
Varmalæk,
lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 22.
júlí.
Jarþrúður Jónsdóttir,
Birna Jakobsdóttir, Halldór Bjarnason,
Jón Jakobsson, Kristín Guðbrandsdóttir,
Helga Jakobsdóttir, Hallgeir Pálmason,
Sigurður Jakobsson, Heiðbjört Ósk Ásmundsdóttir,
Magnea K. Jakobsdóttir, Ragnar Andrésson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÚN E. ÓLADÓTTIR,
Njarðvíkurbraut 32,
Innri-Njarðvík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara-
nótt fimmtudagsins 22. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju
fimmtudaginn 29. júlí kl. 14.00.
Páll Kristinsson,
Kristinn Pálsson, Björg Valtýsdóttir,
Elín M. Pálsdóttir, Sigurður S. Guðbrandsson,
Vilhelmína Pálsdóttir, Ingólfur Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Það var erfitt að fá
fregnirnar af því að
þú værir farinn frá
okkur. Ekkert okkar
óraði fyrir því að eiga
ekki eftir að hitta þig
aftur. Eftir lifa minningarnar um
góðar samverustundir í gegnum
árin.
Ég kom inn í fjölskylduna fyrir
um fimmtán árum þegar við Kjart-
an yngsti sonur þinn hófum sam-
vist okkar og strax frá fyrsta degi
MAGNÚS KJARTAN
ÁSGEIRSSON
✝ Magnús KjartanÁsgeirsson
fæddist 1. apríl
1944. Hann varð
bráðkvaddur laug-
ardaginn 10. júlí
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Garðakirkju 19.
júlí.
var mér tekið sem
einni af fjölskyldunni.
Í gegnum árin hefur
þú alltaf verið mér
svo góður og eru mér
minnisstæðir morgn-
arnir sem við sátum
og drukkum kaffi og
spjölluðum um hitt og
þetta. Alltaf varst þú
reiðubúinn að hjálpa
ef eitthvað bjátaði á.
Ekki stóð á hjálp
þinni þegar við Kjart-
an keyptum okkar
fyrstu íbúð og vorum í
endurbótum og áfram
mætti lengi telja. Mikil gleði ríkti
þegar nafni þinn kom í heiminn og
var ljóst frá fyrsta degi að þið ætt-
uð eftir að ná vel saman. Magnús
Ari litli sá ekki sólina fyrir honum
afa sínum og áttuð þið margar
góðar stundir saman. Þið áttuð
sameiginlegt áhugamál sem var
verkfæri og bátar og átti litli gutt-
inn sælustundir með þér í afabát
eins og hann kallaði hann sem eru
honum ógleymanlegar.
Elsku tengdapabbi, orð fá ekki
lýst söknuði okkar. Mig langar að
þakka þér fyrir allar góðu stund-
irnar með þér sem ég mun aldrei
gleyma. Mig langar að kveðja þig
með þessum fallegu orðum úr
Ferðalokum Jónasar Hallgríms-
sonar:
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
Helga Hrönn.
Elsku bróðir, þá er komið að
kveðjustund. Minningabrotin
hrannast upp, hvert öðru ljúfara.
Lítil stelpa á eftir stóra bróður
sannfærð um að hann muni alltaf
vernda hana gagnvart hættum
heimsins, aldrei skammað, ekki
einu sinni hastað á, ávallt hjálpað,
huggað og glatt. Og stór varstu
hvernig sem á það er litið. Ekki
bara hávaxinn og myndarlegur svo
litla systir var að rifna af stolti,
heldur einnig stórhuga og með
stórt hjarta. Engan þekki ég sem
höfðingjahugtakið hæfir betur.
Fyrsta minningin úr gamla hús-
inu. Komið kvöld og þið Óskar
háttaðir og komnir upp í kojur og
kallið: „Mamma, soðið vatn og
sultubrauð“ og ég fékk líka.
Í heimsókn á Fáskrúðsfirði með
pabba og mömmu. Hraða mér nið-
ur á bryggju þar sem þú ert um
borð í Vininum, orðinn fullgildur
sjómaður þá 16 ára, ég bara átta.
Þú skælbrosandi eins og alltaf,
hlýlegur og góður, fæ ekki síður
athygli en fullorðna fólkið, gaukar
að mér aurum og ferð með mig í
sjoppuna. Finnst ég aðalstjarnan á
staðnum með stóra bróður mér við
hlið. Ekki slæm tilfinning það.
Tíminn líður. Þú komin með
kærustu, hana Sigurbjörgu, sem
hefur það fallegasta hár sem sú
stutta nokkru sinni hefur séð,
ljóst, mikið og sítt. Prinsinn fékk
þar prinsessuna, fannst mér. Þið
að fara á rúntinn á Fordinum, oft-
ar en ekki er mér boðið með. Þá er
alltaf stoppað í sjoppunni og ég fæ
pylsu og sinalco, ís eða hvaðeina
sem ég bið um. Er mikið öfunduð
af vinkonum mínum sem ekki áttu
svona stóran bróður. Nýt þess að
eiga tvo, þig og Óskar, ólíkir en
alltaf samheldnir og bestu vinir og
hvor öðrum betri við litlu systur.
Verð ykkur ævinlega þakklát.
Og enn líða árin. Sú litla full-
orðnast og ævintýraþráin vaknar.
Heimurinn er stór og fullur af
áhugaverðum stöðum og hlutum
sem þarf að kanna. Við á Ítalíu og
ég gelgjan hef mestan áhuga á að
djamma. Þú skilur það, ekkert að
predika en þið Sigurbjörg viljið
skoða umhverfið og þá mörgu
áhugaverðu staði sem þar er að
finna. Man ekkert eftir djamminu
en gleymi aldrei ferðum okkar um
Róm. Náðir að kveikja áhuga minn
á mannlífinu, hinum mörgu sögu-
legu minjum og stórbrotnu bygg-
ingum enda sérlega skemmtilegur
sögumaður. Fann þá að við ættum
það sameiginlegt að hafa mikla
flökku- og ævintýraþrá. Sá líka að
þú varst óvenju ratvís og áttir ein-
staklega auðvelt með öll mannleg
samskipti, sama hver í hlut átti
eða hverrar þjóðar viðkomandi
var. Eiginleiki sem átti eftir að
koma sér vel síðar bæði í lífi og
starfi.
Við í eldhúsinu hjá mömmu. Þú
segist hafa mætt snemma til að
vera viss um að fá eitthvað af
hvítu kökunum áður en ég kláraði
þær. Tökum okkur smá samræðu-
rispu af gömlum vana og höfum
gaman af. Ræðum þjóðmálin, snið-
ugar hugmyndir og segjum ferða-
sögur. Mamma snýst í kringum
okkur og bætir á borðið.
Fannst verst hve erfitt var oft
að ná í þig, þú alltaf á sjónum og
langtímum saman á fjarlægum
slóðum, Kamtsjatka, Afríka,
Arabalönd. Yrði of langur listi upp
að telja. Gaman að hlusta á þig
segja frá því sem fyrir augu bar í
þeim ólíku menningarheimum sem
þú kynntist. Mun ætíð sakna þess
að heyra þig segja frá. Og æv-
intýralegar voru frásagnirnar oft,
því þú upplifðir meira en flestir,
lést drauma þína rætast. Nokkuð
sem mér finnst til eftirbreytni.
„Gústa mín, ég skal bara segja
þér, að það er ekkert sem ég ekki
get og ekkert sem ég ekki kann,“
sagðir þú við mig glottandi, einu
sinni sem oftar. Ég mótmælti að
sjálfsögðu enda höfðum við það
gjarnan fyrir sið að vera sem
minnst sammála, jafnvel þó svo að
undir niðri værum við það. Annað
var bara ekki nógu skemmtilegt.
Ég verð þó að viðurkenna að það
var fátt sem þú ekki gast gert, því
laghentari mann hef ég aldrei
þekkt. Gilti þá einu hvort um var
að ræða eldamennsku, vélavið-
gerðir, húsbyggingar eða að taka á
móti barninu þínu með smá aðstoð
frá Rósu ljósmóður. Allt lék í
höndunum á þér og fannst mér
þessum eiginleika ansi ójafnt skipt
á okkur systkinin. Aldrei stóð á
þér að hjálpa ef þú varst í landi og
oft varstu beðinn. Það var tákn-
rænt fyrir þig að láta það verða
eitt þitt síðasta verk að gera við
sláttuvélina fyrir mömmu, kvöldið
áður en þú fórst í síðustu sjóferð-
ina enda alltaf sérstök tengsl á
milli ykkar.
Elsku Kjartan, ég vil þakka þér
allar góðu minningarnar sem þú
hefur gefið mér, fyrir þann hlý-
hug, góðmennsku og örlæti sem þú
og Sigurbjörg ávallt hafið sýnt
mér og dætrunum. Þú gerðir
heiminn betri og lífið bjartara. Við
systkinin sjáum nú á eftir kærum
bróður.
Elsku mamma, Sigurbjörg, börn
og fjölskyldur. Missir ykkar er
mestur. Megi minningin um góðan
dreng ylja ykkur um ókomin ár.
Ég kveð þig, elsku bróðir, en
vona að við eigum eftir að taka
okkur smá rispu þótt síðar verði.
Þín systir
Ágústa.
Elsku Kjartan frændi, nú ertu
farinn. Við kveðjum þig með sökn-
uði en minnumst þín jafnframt
með bros á vör. Þannig mundir þú
líka vilja hafa það. Minningarnar
eru flestar úr eldhúsinu hennar
ömmu, þar sem þú sast í gamla
stólnum hans afa og borðaðir flat-
kökurnar hennar ömmu. Það var
einmitt þitt uppáhald, flatkökur
með miklu smjöri og vænni slettu
af kæfu. Alltaf þegar við vorum
litlar og komum í heimsókn, þá
breiddir þú út faðminn og skelltir
okkur í kjöltuna. Grófa skeggið
kitlaði oft en gerði þig svo vinaleg-
an.
Þú varst mikill sögumaður, enda
lent í ýmsu skrautlegu um ævina.
Einnig gerðir þú mikið af því að
rökræða við mömmu sem sat yf-
irleitt við hinn enda eldhúsborðs-
ins. Þið nutuð þess að vera ósam-
mála, einungis til þess að krydda
samræðurnar.
Það kom einnig ósjaldan fyrir að
þú gaukaðir að okkur systrum ein-
um rauðum og sagðir okkur að
fara í sjoppuna og kaupa eitthvað
gott. Þá leið okkur eins og við
værum milljónerar. Já, elsku
frændi, þú varst góður og örlátur,
ekki síst við okkur börnin.
Þú varst líka í okkar huga hetj-
an og hraustmennið sem stýrðir
stórum skipum gegnum úfinn sjó-
inn og náðir alltaf landi, ævintýra-
maðurinn sem ferðaðist um allan
heiminn, skrappst til útlanda eins
og við á milli bæjarhluta, auk þess
að koma eiginlega í staðinn fyrir
afa sem við misstum svo ungar. Og
hvílíkur „afi“. Alltaf góður og hlýr,
stór og sterkur með stórt hjarta.
Okkur fannst sem þú kynnir allt
og gætir allt og enginn skildi börn-
in betur en þú.
Elsku Sigurbjörg, Pálmi, Garð-
ar, Diddi, Dana og fjölskyldur. All-
ar góðar vættir veri með ykkur.
Hvíldu í friði, elsku frændi, og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þínar frænkur,
Gunnhildur og Ásgerður.
Það er alveg ótrúlegt hvað þú
ert heppinn með menn í sambandi
við þessa útgerð þína, sagði pabbi
við mig þegar við höfðum hitt
Magnús skipstjóra í fyrsta skipti.
Hann var mannþekkjari hann
pabbi minn og hafði rétt fyrir sér.
Hafnarröstin hafði verið leigð í
verkefni til Grænlands og ég ráðið
Magnús sem skipstóra. Verkefni
Magnúsar var ótrúlega vandasamt
þar sem þetta litla gamla skip átti
að vera fljótandi frystihús við
Grænland á vegum Dana sem aldr-
ei hafði komið að slíku verkefni áð-
ur. Fylla átti skipið af grænlensku
verkafólki sem ekkert kunni til
verka. Kaupa átti fisk á miðunum
sem enginn vissi hvort myndi veið-
ast eða fást keyptur. Þetta var æv-
intýraför hin mesta.
Magnús var réttur maður á rétt-
um stað í verkefnið og var það
samdóma álit mitt og Dananna að
fáir eða engir hefðu getað leyst
þetta betur. Af einstakri eljusemi
kom hann skipinu til Grænlands,
tók um borð tuttugu Grænlend-
inga og kenndi þeim að frysta fisk.
Hann var í samskiptum við tugi
skipstjóra og útgerðarmenn, fékk
hjá þeim fiskinn og myndaði tengsl
sem gerðu hann frægan fyrir
þægilega nærveru, umburðarlyndi
og skemmtilegheit. Hann frysti
700 tonn um borð í skipinu og salt-
aði ótrúlegt magn af hrognum á
nokkrum mánuðum.
Magnús stóð vaktina frá því að
við pabbi slepptum bátnum í maí
2002 þar til við bundum hann í
Hafnarfirðinum fimm mánuðum
seinna – á hverjum einasta degi
hugsaði hann um bátinn eins og
hann ætti hann sjálfur, gekk í öll
verk og hélt öllu gangandi í kring-
um sig á einstaklega jákvæðan
hátt. Hann sagði mér að hann
hafði einungis einu sinni komist í
gönguferð upp í bæinn þar sem
þeir lönduðu alltaf þegar fullfermi
var komið. Það var alltaf svo brjál-
að að gera og svo vildi ég ekki fara
langt frá bátnum, sagði hann og
brosti á sinn einlæga hátt.
Magnús er með eftirminnilegri
mönnum sem ég hef kynnst á lífs-
leiðinni og skilur eftir sig minn-
ingu um fjalltraustan dugnaðar-
fork sem var meistari í
mannlegum samskiptum og ein-
stakt ljúfmenni. Hans verður sárt
saknað.
Lúðvík Börkur Jónsson.