Morgunblaðið - 25.07.2004, Page 45

Morgunblaðið - 25.07.2004, Page 45
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 45 Opið mánudaga - föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 12-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. Rýmingarsala Rýmum til fyrir nýjum vörum 15-30% afsláttur Ingibjörg Dagmar Gunnarsdóttir nuddfræðingur Hef hafið störf á snyrtistofunni Gyðjunni. Býð alla viðskipavini velkomna. Klassískt nudd, slökunar- nudd, partanudd, gyðjunudd, sælunudd og heitsteinanudd. Skipholti 50d, sími 553 5044 Kristskirkja í Landakoti var vígð 23. júlí1929. Það var Vilhjálmur van Rossum,hollenskur kardínáli og sérlegur sendi-maður Píusar páfa XI., sem vígði dóm- kirkju hins nýstofnaða postullega umdæmis á Ís- landi. Tveimur dögum síðar veitti hann séra Marteini Meulenberg, nýskipuðum biskupi við kirkjuna, biskupsvígslu í kirkjunni. Í dag, sunnudag, verður þessara atburða, sem staðfestu kirkjulegt sjálfstæði kaþólska trúar- samfélagsins á Íslandi, minnst í hátíðarmessu í Landakotskirkju sem hefst kl. 10.30. Þar sem atburðirnir varða allt kaþólska bisk- upsdæmið, en ekki eingöngu Landakotssókn, verða farnar pílagrímagöngur trúaðra frá Mar- íukirkju í Breiðholti og Jósefskirkju í Hafnarfirði til dómkirkjunnar, til þess að taka þar þátt í heil- agri messu. Kirkjubyggingin þótti á sínum tíma brautryðj- endaverk, byggð í gotneskum stíl úr steinsteypu. Upphaflega var gert ráð fyrir háum turnspírum á turnþaki hennar en þak turnsins var aldrei full- gert. Var kirkjan nývígð stærsta guðshús á Ís- landi. Þar er að finna marga fagra gripi, meðal annars gjafir frá Píusi páfa XI sem gefnar voru við vígslu hennar. Annan merkisatburð ber upp á um þessar mundir en það er 60 ára prestsafmæli, „demantsafmæli“, séra Húberts Oremusar. Hald- ið var upp á það sl. sunnudag og söng séra Ore- mus þá hátíðlega messu í dómkirkjunni. Tveir meðbræður hans, sem komu frá Hollandi, sungu messuna með honum. Séra Oremus kom til landsins árið 1978 og hef- ur starfað hér síðan. Hann lærði íslensku í Há- skóla Íslands og þjónaði í tíu ár í sókn heilags Jós- efs í Hafnarfirði, sem aðstoðarprestur og sóknarprestur. Síðan 1988 hefur hann búið í prestahúsinu í Landakoti og þjónað við kirkjuna í Landakoti. Hann var inntur eftir því hvað hefði orðið til þess að hann kom til Íslands. „Ég kom til Íslands fyrir 26 árum þegar ég sneri aftur til Hollands eftir 16 ára dvöl í Miðaust- urlöndum. Þar starfaði ég fyrst í fimm og hálft ár í Istanbúl í Tyrklandi við kennslu og sálgæslu. Eft- ir það var ég kallaður til Egyptalands og var þar í tíu og hálft ár sem kennari og sóknarprestur. Ég kom aftur til Hollands í september 1977 þar sem ég ætlaði mér að starfa áfram. En þá fóru að berast fréttir frá Íslandi um að presta vantaði, sem væru tilbúnir til að vera til langframa og læra tungumálið.“ Þetta varð til þess að séra Oremus lét í ljós áhuga á að koma hingað þegar þáverandi Reykja- víkurbiskup, Henrik Frehen, sóttist eftir prestum fyrir biskupsdæmi sitt. Hátíð | 75 ár frá vígslu Landakotskirkju og 60 ára prestsafmæli Pílagrímagöngur til dómkirkju  Séra Húbert Oremus fæddist 20. júlí árið 1917 í bænum Zeist í Hollandi. Hann nam heimspeki og guðfræði í Panningen í Suður- Hollandi og fékk þar prestvígslu 19. júlí 1944. Hann nam kínversku við Sorbonne-háskólann í París og starfaði eftir það sem prestur og kennari í Hollandi, Tyrklandi og Egyptalandi uns hann kom til Íslands. Hér hefur hann starfað frá 1978.Umgengnisvenjur Íslendinga MÉR til mikillar armæðu hefur um- gengnisvenjum Íslendinga hrakað til muna á síðustu árum. Það fólk sem heldur í útilegur yfir sumartímann virðist ekki bera meiri virðingu fyrir umhverfi sínu en svo að það skilur eftir sig heilu hrúgurnar af rusli. Ef svo heldur fram sem horfir verða vin- sælustu ferðamannastaðir landsins orðnir að ruslahaugum innan tíðar. Þetta er ólíðandi og ekki til eft- irbreytni. Náttúruunnandi Slanguryrði og fjölmiðlar ARNAR hafði samband við Velvak- anda og vildi koma þeirri skoðun sinni á framfæri að slanguryrði ættu ekki að sjást í íslenskum fjölmiðlum. Hann segir slanguryrði skaða ís- lenska tungu og fjölmiðlar ættu að sinna því hlutverki að vernda tungu- mál okkar en ekki stuðla að aukinni notkun slanguryrða af ýmsum toga. Hví? GUÐMUNDUR hafði samband við Velvakanda og sagðist hafa fengið nóg af því að ávallt væri verið að níð- ast á íslenska málinu. Að hans sögn gerist það oft að þegar íslenskur texti er settur á erlendar kvikmyndir stendur „því“ þar sem á að standa „hví“. Góðir þættir Steinunnar ÉG ER mjög ánægð með frammi- stöðu útvarpskonunnar Steinunnar Harðardóttur á Rás 1. Þættir henn- ar, Út um græna grundu, eru vel heppnaðir og ég reyni að missa ekki af þeim. Hanna Ingvarsdóttir Hálsmen tapaðist HÁLSMEN tapaðist í Hafnarfirði eða í Reykjavík fyrir skömmu. Um er að ræða gullhálsmen með javesteini (jade). Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 551 3282 eða 899 3382. Fundarlaun í boði. Kettlingur fannst íGarðabæ KETTLINGUR fannst á Garðaflöt í Garðabæ hinn 22. júlí sl. Hann er ekki nema nokkurra mánuða gamall, hvítur að lit með svartan blett á höfð- inu sem nær yfir annað augað. Þá hefur hann svarta rófu. Upplýsingar í síma 565 3464 eða 565 7503. Kettlingar fást gefins TVEIR kettlingar, högni og læða, fást gefins. Högninn er svartur að lit en læðan svört og hvít. Kettlingarnir eru báðir rúmlega níu vikna gamlir, sætir og skemmtilegir. Upplýsingar í síma 699 1866. Kettlingur fæst gefins RÚMLEGA tveggja mánaða gömul læða fæst gefins á gott heimili. Hún er grá og hvít að lit og hvers manns hugljúfi. Upplýsingar í síma 561 8854. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Gestir á Eldborgarhátíðinni skildu heldur illa við tjaldsvæðið. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Bg5 Re4 5. Bh4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. cxd5 Dxd5 8. e3 c5 9. Df3 Dd8 10. Bc4 O-O 11. Re2 cxd4 12. exd4 Dc7 13. Bb3 Rc6 14. O-O e5 15. Had1 Ra5 16. Bd5 Be6 17. Bxe6 fxe6 18. De4 Dc4 19. f3 exd4 20. cxd4 Rc6 21. Hd2 Hac8 22. Hfd1 Bh6 23. Hb2 b6 24. Bf2 Ra5 25. Be3 Bg7 26. Rf4 e5 27. Rd5 Hcd8 28. Re7+ Kh8 29. Hc2 Df7 30. Hc7 Bf6 Staðan kom upp á hol- lenska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Ivan Sokolov (2690) hafði hvítt gegn Friso Nibjoer (2578). 31. Hxa7! exd4 31... Bxe7 hefði ekki geng- ið upp vegna 32. Dxe5+ Bf6 33. Hxf7 Bxe5 34. Hxf8+ Hxf8 35. dxe5 og hvítur vinnur. 32. Bxd4 Dg7 33. Rxg6+! hxg6 hvítur hefði unnið eft- ir 33... Dxg6 34. Bxf6+. 34. Hxg7 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. UNGUR ljósmyndari, Björn Erlings- son, hefur gefið út ljósmyndabókina Ísland – allra veðra von. Bókin er byggð upp sem ferðasaga sem Björn hefur sett saman með ljósmyndum sínum og texta. Hvort tveggja er sprottið úr þeim víðáttum sem óbyggðirnar hafa að geyma og úr þéttbýlinu þar sem menn hafa fund- ið sér dvalarstað. Ljósmyndirnar, sem bókina prýða, sýna þann marg- breytileika sem í íslenskri veðráttu birtist. Myndirnar eru teknar á öll- um árstímum, við mismunandi birtu- og veðurskilyrði; í rigningu, snjó, hvassviðri og þoku. Höfundur bókarinnar hefur sjálf- ur hannað bókina, fært í umbrot, og að lokum bundið inn hvert og eitt eintak með handverki sínu. Bókin er gefin út á íslensku, ensku og þýsku. Útgefandi bókarinnar er Bókbands- stofan Kjölur. Allra veðra von Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.