Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 46
DAGBÓK
46 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
80 ÁRA afmæli. Ídag, sunnu-
daginn 25. júlí, er átt-
ræður Þórður Pét-
ursson húsasmíða-
meistari á Ísafirði.
Hann er fæddur og
uppalinn í Hafnardal
við Ísafjarðardjúp.
Þórður og eiginkona hans, Helga
Marselíusdóttir, bjóða vinum og
vandamönnum að þiggja veitingar af
þessu tilefni, í Faktorshúsinu Hæsta-
kaupstað, á afmælisdeginum kl. 16 til
18.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
60 ÁRA afmæli. Ídag, sunnu-
daginn 25. júlí, er sex-
tug Pálína Oswald.
Af því tilefni býður
hún vinum og vanda-
mönnum að fagna
þessum tímamótum
með sér á heimili
sínu, Smárarima 100, kl. 17-20 í dag.
60 ÁRA afmæli. Ídag, sunnu-
daginn 25. júlí, er sex-
tug Kolbrún Hauks-
dóttir, starfsmaður
Íslandsbanka. Hún og
eiginmaður hennar,
Gunnar Þorláksson,
verða erlendis á af-
mælisdaginn.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 korgur, 4 hætta,
7 erfið, 8 meðvindur, 9
gljúfur, 11 hetju, 13 stak-
ur, 14 trylltur, 15 málmur,
17 tóbak, 20 augnhár, 22
hund, 23 talan, 24 svelg-
inn, 25 híma.
Lóðrétt | 1 skarpskyggn, 2
minnist á, 3 mann, 4 sleip-
ur, 5 farkosti, 6 duglegur,
10 angan, 12 skaut, 13
bókstafur, 15 ómerkileg
manneskja, 16 hamingju,
18 ysta brún, 19 koma
skapi við, 20 vísa, 21 tíma-
bilin.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 framlágur, 8 lofar, 9 annar, 10 iðn, 11 týran, 13
gærur, 15 skran, 18 hagur, 21 err, 22 gefin, 23 eldur, 24
hamingjan.
Lóðrétt | 2 ráfar, 3 mærin, 4 ágang, 5 unnur, 6 flot, 7 frúr,
12 ana, 14 æfa, 15 segl, 16 rofna, 17 nenni, 18 hregg, 19
gedda, 20 rýrt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hæfileikar þínir til hvers konar list-
sköpunar eru með mesta móti þessa
dagana. Notaðu tækifærið á meðan
það varir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú færð stórtækar hugmyndir um
breytingar á heimilinu í dag. Vertu
óhrædd/ur við að bretta upp ermarnar
og ráðast í verkið. Þú munt fá þá
hjálp sem þú þarft á að halda.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Farðu varlega í að skipta þér af mál-
um annarra í dag. Þótt þér gangi gott
eitt til mun viðkomandi líklega líta á
það sem afskiptasemi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert tilbúin/n til að leggja hart að
þér til að ná markmiðum þínum. Þú
ert einnig staðráðin/n í að kaupa eitt-
hvað í dag. Það getur hreinlega ekk-
ert stöðvað þig.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert sjálfsörugg/ur og sannfærandi í
dag og hikar ekki við að vinna að tak-
marki þínu. Þú kemur auga á nýja
möguleika og ný not fyrir gamla hluti.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú heldur dauðahaldi í eitthvað á svip-
aðan hátt og þú gerðir þegar þú varst
barn. Reyndu að skoða hegðun þína í
raunsæju ljósi þannig að þú getir lært
eitthvað nýtt um sjálfa/n þig.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Leitaðu samvinnu við aðra til að ná
árangri í mikilvægu máli. Reyndu að
haga málum þannig að kraftar þínir
komi ekki síður öðrum til góða en
sjálfri/sjálfum þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Metnaði þínum eru engin takmörk
sett þessa dagana. Þér finnst þú geta
flutt fjöll. Treystu á sjálfsöryggi þitt
því það sem þú gerir mun að öllum
líkindum færa þér fjárhagslegan
ávinning.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú getur framkvæmt næstum hvað
sem er þessa dagana. Áætlanir þínar
varðandi ferðalög og framhalds-
menntun ættu að ganga eins og í
sögu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú hefur gott lag á að fá fólk til liðs
við þig í dag og því eru miklar líkur á
að þú munir hljóta þá aðstoð og fjár-
mögnun sem þú þarft á að halda.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Samskipti þín við annað fólk ættu að
ganga sérstaklega vel í dag. Fólk tek-
ur mikið mark á því sem þú segir.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú þarft að gæta þess að ganga ekki
fram af sjálfri/sjálfum þér með vinnu í
dag. Mundu að kapp er best með
forsjá.
Stjörnuspá
Frances Drake
Ljón
Afmælisbörn dagsins:
Hafa auðugt ímyndunarafl og sterka rétt-
lætistilfinningu og kunna þá list að halda
sig í nútíðinni. Nánustu sambönd þeirra
verða í brennidepli á árinu.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Félagsstarf
Hæðargarður 31 | Púttarar Hæðargarðs
standa fyrir heimsókn í félagsmiðstöðina
Árskóga þriðjudaginn 27. júlí kl. 13.30.
Upplýsingar hjá Helgu Guðbjörnsdóttur
553 4003 og Guðfinnu Þórarinsdóttur
553 3811.
Fréttir
Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2–4, í
fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum
mánudaga kl. 13–17. Úthlutun á vörum
þriðjudaga kl. 14–17. Netfang dalros@isl-
andia.is.
Kirkjustarf
Strandarkirkja í Selvogi | Kirkjudagar í
Strandarkirkju. Dagskráin hefst með
messu kl. 14.
Háteigskirkja | Eldri borgarar. Félagsvist á
morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma
511 5405.
Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20. Tek-
ið er við bænarefnum virka daga frá kl. 9–
17 í síma 587 9070.
Þorlákskirkja | TTT-starf í kvöld, sunnu-
dag, kl. 19.30.
Mannamót
Gamli bærinn í Laufási | Starfsdagur við
Gamla bæinn í Laufási. Hefst kl. 14.
Klink & Bank | Markaður. Opinn frá 13–18.
Myndlist
Gestavinnustofa Gilfélagsins | Joachim
Stallecher mun sýna vatnslitaverkin sem
hann hefur unnið sl. vikur frá kl. 13-17. Síð-
asti sýningardagur.
Edinborg á Ísafirði | Pétur Tryggvi Hjálm-
arsson gull- og silfursmiður og Hlynur Þór
Magnússon skrifari opna sýningu kl. 17.
Sýningin nefnist Silfurljóð og má þar líta
verk smíðuð úr orðum og málmi. Sýningin
mun taka stöðugum breytingum auk þess
sem gestir koma fram.
Safnasafnið Svalbarðsströnd | Valdimar
Bjarnfreðsson. Síðasti sýningardagur.
Leiklist
Furulundur | í Heiðmörk. Stútungasaga kl.
16.
Skemmtanir
Bar 11 | Bíókvöld kl. 21. Sýndar verða valdar
myndir eftir Tim Burton.
Söfn
Árbæjarsafn | Heyjað á túninu við Árbæ.
Gestum velkomið að taka þátt í heyskapn-
um. Húsfreyjan í Árbæ býður upp á lumm-
ur og á baðstofuloftinu verða saumaðir
roðskór.
Mjaltir eru kl. 16.30. Karl Jónatansson leik-
ur á harmóníku í Dillonshúsi. Í Listmuna-
horni safnsins sýnir Jórunn Dóra Sig-
urjónsdóttir töskur og púða úr skinni og
leðri.
Útivist
Útivist | gengur frá Draumadal með fram
Bláfjöllum vestan megin og um Jósefsdal,
á milli Vífilsfells og Sauðadalahnúka. Brott-
för er frá BSÍ kl. 10.30.
Tónlist
Hallgrímskirkja | Bandaríski orgelleikarinn
Gary Verkade leikur m.a. verk eftir Sweel-
inck og Bach kl. 20.
Stykkishólmskirkja | Áshildur Haralds-
dóttir heldur tónleika á vegum Sum-
artónleikaraðar í Stykkishólmskirkju. Flutt
verður tónlist frá ýmsum tímabilum hinnar
vestrænu tónleikasögu. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 17.
Hóladómkirkja | Laufey Sigurðardóttir
fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari.
Tónleikarnir hefjast kl. 15.
Akureyrarkirkja | Fjórðu Sumartónleikar í
Akureyrarkirkju. Flytjendur eru tékkneski
tónlistarhópurinn Musica ad Gaudium. Þau
munu einnig leika í kvöldmessu í Akureyr-
arkirkju kl. 20.30.
Deiglan á Akureyri | Lövststakken kl. 21:
Norsku tónlistarmennirnir: Benna Hauge,
gítar, mandólín og banjo, Per Halvorsen,
gítar og bassa, og Stein Nielsen á fiðlu,
flytja: Blue grass, þjóðlagadjass og kelt-
neska tónlist.
Staðurogstund
idag@mbl.is
FÆREYSKU rokkhljómsveitirnar 48 pag-
es og Speaker, sem hafa verið á þeysireið
um landið og leikið á ólíkum stöðum, ljúka
tónleikaferð sinni á tónleikum á Grand
Rokk í kvöld. Ásamt þeim leikur hin ærsla-
fengna sveit Heiða og heiðingjarnir og
einnig hin endurreista sveit Dýrðin, sem
meðal annars inniheldur Magga „strump“
en hann gerði garðinn frægan hér áður
fyrr með hljómsveitinni California Nest-
box.
Á myndinni eru „Heiðingjarnir“ Elvar Geir
Sævarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir,
eða Heiða. Heiða, sem vakti fyrst veru-
lega athygli með Unun, hefur haft í mörgu
að snúast í ár. Hún tók þátt í Evr-
óvisjónkeppninni hér á landi í vor, gekk í
pönkrokksveitina Dys, gerði disk með
spunninni tónlist við ljóð Charles Buk-
owski og er nú, í enda árs, kominn fram
með spánnýja plötu sem er eignuð Heiðu
& Heiðingjunum.
Tónleikarnir á Grand Rokk hefjast kl. 22
og það er 20 ára aldurstakmark.
Morgunblaðið/Júlíus
Færeyskur sunnudagur
Evrópumótið í Málmey.
Norður
♠D532
♥ÁKG72
♦K95
♣4
Vestur Austur
♠KG106 ♠Á984
♥963 ♥1084
♦876 ♦DG1043
♣762 ♣8
Suður
♠7
♥D5
♦Á2
♣ÁKDG10953
Svíarnir Fredin og Lindkvist spila
flókið kerfi, þar sem opnun á einu laufi
getur verið eitt af þrennu: (1) jöfn
hönd með 11-13 punkta, (2) 11-16 með
lauf og stuttan tígul, eða (3) 17+HP
og allar skiptingar. Þessi opnun er
augljóslega nokkuð veik fyrir inn-
ákomum, en jafnvel þótt andstaðan
hafi hægt um sig er nægt svigrúm til
misskilnings. Þeir félagar lentu í
happasælum misskilningi í þessu spili
gegn Ítölum:
Suður gefur; enginn á hættu.
Vestur Norður Austur Suður
Lauria Lindkvist Versace Fredin
-- -- -- 1 lauf
Pass 1 spaði Pass 1 grand
Pass 2 grönd Pass 3 lauf
Pass 3 tíglar Pass 3 grönd
Pass 4 hjörtu Pass 7 grönd
Pass Pass Pass
Laufið er eins og fyrr er rakið og
svarið á spaða lofar hjartalit og já-
kvæðum spilum (nema hvað!). Eitt
grand opnarans sýnir sterku spilin og
tvö grönd á móti lofa fjórlit í spaða.
Þrjú lauf er biðsögn og með þremur
tíglum hefur norður lýst skiptingunni
að fullu: 4-5-3-1. Þá loks kom að eðli-
legri sögn, þremur gröndum. Lind-
kvist taldi sig eiga fyrir slemmuboði
og breytti í fjögur hjörtu. Fredin túlk-
aði sögnina sem svo að styrkur makk-
ers lægi í hjarta og spaða (úr því norð-
ur sagði ekki fjóra tígla) og teiknaði
upp í huganum spaðaás og ÁK í
hjarta, en þá eru þrettán slagir á borð-
inu.
Víkur þá sögunni til Versace í aust-
ur. Hann harmaði að eiga ekki út, en
þorði ekki að dobla, því hann óttaðist
að makker tæki dobl sem beiðni um
útspil í hjarta (sem er hinn raunveru-
legi fyrsti litur blinds). Versace pass-
aði því og vonaði það besta. En Lauria
var skiljanlega ekki ginnkeyptur fyrir
að spila út frá KG í spaða og byrjaði á
tígli. Fredin gat þá lagt upp.
Á hinu borðinu sögðu Bocchi og
Duboin sex lauf, sem er hinn rétti
samningur á spilin, svo Svíar unnu
„aðeins“ 11 IMPa.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Staður og
stund á forsíðu mbl.is.
Meira á mbl.is
Sængurfataverslun,
Glæsibæ • Sími 552 0978
Sængur, koddar
og dýnuhlífar