Morgunblaðið - 25.07.2004, Page 47

Morgunblaðið - 25.07.2004, Page 47
MENNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 47 Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn Þriðjudagstónleikar 27. júlí kl. 20:30 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is Musica ad Gaudium; Andrea Brozáková sópran, Jaromír Tichý flauta, Václav Kapusta fagott, Alena Tichá semball og Eydís Franzdóttir óbó. Tékknesk barokktónlist og verk eftir Sweelinck, Geminiani, Bezdek og Händel. 3. ágúst kl. 20:30 Margrét Árnadóttir selló og Lin Hong píanó. Verk eftir R. Schumann, B. Adolphe og C. Franck. FRÍ SÓLGLER GLERAUGU fylgja þegar keypt eru ný OPTICAL STUDIO RX - SMÁRALIND OPTICAL STUDIO SÓL - SMÁRALIND OPTICAL STUDIO KEF - KEFLAVÍK OPTICAL STUDIO DF - LEIFSSTÖÐ Sólgler* í þínum styrkleika er kaupauki með öllum nýjum gleraugum. Við pöntun fylgir frítt par af sólglerjum í þínum fjærstyrkleika í eigin umgjörð eða við bjóðum þér nýja á hagstæðu verði. * Styrkleiki 0 til – 6.00 / 0 til + 4.00, sjónskekkja til 1.00. L I N D B E R G H ann virðist dæmi- gerður Breti að sjá, hæglátur og alvörugefinn, en í augunum blikar hinn sérstaki lág- stemmdi húmor sem hefur gert sögur hans af kven- spæjaranum Mma Precious Ra- motswe að metsölubókum um víða veröld. Nú er fyrsta bókin um þenn- an óvenjulega spæjara, Kven- spæjarastofa nr. 1, komin út í ís- lenskri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Alexander McCall Smith, 55 ára virtur lagapró- fessor við Ed- inborgarhá- skóla, sendi frá sér fyrstu bók- ina um Mma Ramotswe fyrir sex árum og síðan hafa þrjár fylgt í kjölfarið og sú fimmta mun vera á leiðinni. Sögusvið bókanna er lítið þorp í Afríkuríkinu Botswana og þar hefur Mma Ramotswe sett upp kven- spæjarastofu nr. 1 og beitir mann- gæsku sinni, kvenlegu innsæi og stundum tilviljanakenndri heppni við að leysa þau mál sem þorpsbúar færa henni til úrlausnar. „Mér þykir vænt um alla sem Guð hefur skapað, en sérstaklega þykir mér vænt um fólkið sem býr hér. Þetta er fólkið mitt, bræður mínir og systur. Það er skylda mín að hjálpa þeim að leysa gáturnar í lífi þeirra. Það er köllun mín,“ segir Mma Ram- otswe í upphafi fyrstu bókarinnar og þetta gefur tóninn fyrir það sem á eftir kemur. Vinir hennar aðstoða hana við einkaspæjarastörfin, sér- staklega bifvélavirkinn J.L.B. Mate- koni sem hún á eftir að trúlofast í næstu bók en enn hefur ekkert orðið úr hjónabandi þeirra og segir McCall að það sé yfirleitt það fyrsta sem les- endur hans spyrji hann um. Hvenær þau ætli að giftast. Ekki strax, svarar hann. McCall Smith er sagður náótrúlega vel að lýsaandrúmslofti og þjóð-arsálinni í Botswana og þrátt fyrir að bókin sé – með réttu – kölluð einkaspæjarasaga dregur hann sjálfur úr því og segist ekki hugsa um þær sem slíkar. „Ég lít á þær sem sögur af konu sem hefur ratað í hlutverk spæjarans. Það er kannski dálítið dularfullt, svona út af fyrir sig.“ McCall Smith er af skosku foreldri en fæddur og uppalinn í Ródesíu sem nú heitir Simbabve og stundaði há- skólanám í lögfræði í Skotlandi. Hann bjó um nokkurt skeið í Botsw- ana þar sem hann átti stóran þátt í setja á fót lagadeild við háskólann í höfuðborginni. Þekking hans á dag- legu lífi íbúanna og reynsla hans frá æskuárunum er uppspretta skrifa hans og hann hefur sjálfur sagt í við- tali að það hafi glatt hann mikið að vita hversu mikilla vinsælda bæk- urnar njóta meðal almennings í Botswana. „Botswana er mjög sér- stakt land og fólkið þar er ein- staklega elskulegt. Það ber mikla virðingu fyrir lögunum og sjálfu sér og öðru fólki.“ Helga Soffía Einarsdóttir þýðandi bjó í Tansaníu til 14 ára aldurs og segist þekkja vel þann heim sem McCall Smith lýsir. „Hann nær geysilega góðum tökum á andrúms- lofti og hugarfari fólksins og stíll bók- anna er alveg frábær. Hann skrifar í stíl sem minnir bæði á enskuna sem þarna er töluð og einnig á Setswana, þjóðtunguna í Botswana, svo stund- um verður textinn eins og nánast þýddur úr Setswana á ensku. Þetta er frábærlega vel gert og gæðir frá- sögnina mjög sannfærandi blæ.“ Helga Soffía segir að Kven- spæjarastofan nr. 1 sé skemmtileg- asta þýðingarverkefnið sem hún hafi fengið og hún er þegar komin vel á veg með þýðingu næstu bókar, Tár gíraffans, en hinar þrjár sem eftir fylgja heita Morality for Beautiful Girls, The Kalahari Typing School for Men og The Full Cupboard of Life. McCall segist ekki hafa hugsað sér í upphafi að bækurnar yrðu fleiri en ein en tvær ástæður væru fyrir því að hann héldi áfram að skrifa um Mma Ramotswe. „Mér líkaði svo vel við persónuna að ég gat ekki sleppt henni. Að yfirgefa hana í lok fyrstu bókarinnar hefði verið líkt því að yf- irgefa vin sinn í miðri frásögn. Það er dónaskapur. Svo eru líka svo margir lesendur sem hafa ánægju af bók- unum og það væri sannarlega illa gert að segjast ekki ætla að skrifa meira.“ McCall hefur reyndarskrifað einar tuttugubækur á ferli sínum,bæði fagbækur um lög- fræðileg efni og einnig barnabækur sem notið hafa vinsælda. Hann er mikils metinn sem lögfræðingur og er einn helsti ráðgjafi breskra stjórn- valda um lagalegar og siðfræðilegar hliðar álitamála er snerta lækn- isfræði, erfðafræði og lífefnafræði. Hann segir það fullkomlega leyfilegt að skrifa skáldsögur um siðfræði á þessum tímum og telur íbúa Botsw- ana gefa gott fordæmi hvað það varð- ar. Hann verður grafalvarlegur þegar hann er spurður hvernig persóna Mma Ramotswe hafi orðið til. „Ég sá einu sinni þriflega konu elta kjúkling í bakgarði við hús í Botswana. Konan geislaði af kátínu en kjúklingurinn var niðurdreginn. Þá hugsaði ég með mér að ég gæti vel hugsað mér að skrifa bók um glaðlega konu sem væri þrifleg í vexti.“ Margir lesenda McCalls virðast trúa því fullum fetum að Mma Ram- otswe sé raunveruleg persóna og hann hefur nóg að gera við að svara alls kyns fyrirspurnum í nafni henn- ar. Erindin eru oft jafn hversdagsleg og málin sem Mma Ramotswe fær til úrlausnar og hér er eitt lítið dæmi um hversu snjöll hún er að leysa mál sem rekur á fjörur hennar. Sp.: Ég keypti nýlega notaðan bíl. Hann var í lagi í nokkrar vikur en svo bilaði hann. Hvað á ég að gera? Sv.: Ja, hérna. Þetta er mjög al- gengt vandamál. Hr. J.L.B. Mate- koni segir að það eina sem hægt er að gera við bíl sem er bilaður sé að gera við hann. Ég held að þetta sé mjög gott ráð. Hr. J.L.B. Matekoni er mjög skynsamur. McCall Smith býr í Ed-inborg ásamt eiginkonusinni og tveimur dætr-um. Hann er einn af stofnendum sinfóníuhljómsveitar áhugamanna sem nefnist The really terrible orchestra (hljómsveitin hræðilega) og leikur þar á fagott. Konan hans Elisabeth leikur á þver- flautu í sömu hljómsveit. Hann kveðst hafa gaman af að leika á fag- ottið en leiki þó ekki á allt hljóðfærið því sér sé einstaklega illa við háu nót- urnar og nemi ávallt staðar við háa Dið. „Hærra fer ég ekki.“ Glaðleg kona með þriflegan vöxt ’McCall Smith er sagður ná ótrúlega vel að lýsa andrúmslofti og þjóðarsálinni í Botswana.‘ „Sögur af konu sem hefur ratað í hlutverk spæjarans,“ segir Alexander McCall Smith um kvenspæjarann Mma Ramotswe. AF LISTUM Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.