Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 48
MENNING
48 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Sumarkvöld við orgelið
í Hallgrímskirkju
25. júlí kl. 20.00:
Gary Verkade frá Svíþjóð leikur
verk eftir Bach,
Sweelinck og Tournemire.
Sun . 25.07 20 .00 ö r fá sæ t i laus
Fös . 06 .08 20 .00
Lau . 07 .09 20 .00
Fös . 13 .08 20 .00
Lau . 14 .09 20 .00
ATH ! ATRIÐ I Í SÝNINGUNNI
ER EKKI FYRIR V IÐKVÆMA
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
MIÐASALAN er opin á fame.is,
á þjónustuborði Smáralindar
og í síma 528 8008
JÓNSI
SVEPPI Yfir 12.000 miðar seldir
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
Fös. 6. ágúst kl. 19.30 Lau. 7. ágúst kl. 19.30
Fim. 12. ágúst kl. 19.30 Fös. 13. ágúst kl. 19.30
Lau. 14. ágúst kl. 18.00 Fim. 19. ágúst kl. 19.30
Fös. 20. ágúst kl. 19.30 Sun. 22 ágúst kl. 19.30
7-Sýn úr norðri nefnist sumarsýning
Norræna hússins sem stendur til 29.
ágúst næstkomandi. Um er að ræða
samýningu sjö myndlistarkvenna frá
Norðurlöndum, þeirra Jóhönnu
Bogadóttur og Valgerðar Hauks-
dóttur frá Íslandi, Outi Heiskanen og
Ullu Virta frá Finnlandi, Helmtrud
Nyström og Ullu Fries frá Svíþjóð og
Sonju Krohn frá Noregi. Norræna
húsið er fyrsti áfangastaður sýning-
arinnar áður en hún heldur til Nor-
egs, Danmerkur og Finnlands.
Allar myndlistarkonurnar utan ein
hafa áður sýnt verk sín hér á landi og
allar hafa þær unnið til viðurkenn-
inga og sýnt mikið á alþjóðlegum
vettvangi. En þær þekkja líka vel
hver til annarrar og hafa starfað sam-
an í ólíku samhengi. Sýning þeirra í
Norræna húsinu myndar nokkurs
konar samtal sjö myndlistarkvenna
sem horfa á heiminn úr norðri og tjá
þá sýn á persónulegan hátt. „Við
vinnum hver um sig á eigin for-
sendum, en engu að síður liggur sam-
eiginlegur þráður í gegnum verkin á
sýningunni. Allar tökum við á ein-
hvern hátt á spurningunni um stöðu
manneskjunnar í heiminum og sam-
spili manneskju og náttúru,“ segir Jó-
hanna Bogadóttir. En nálgunin er
gjarnan heimspekileg, þar sem kunn-
ugleg minni eða mótíf eru látin skír-
skota til breiðara samhengis, þ.e.
horft er á það sem er framandi í
gegnum hið kunnuglega. Í mál-
verkum Jóhönnu Bogadóttur takast
form og litir á og endurspegla átök
andstæðra afla í náttúrunni. „En fyr-
ir mér verða þessi átök myndhverfing
fyrir tilveru manneskjunnar,“ segir
Jóhanna. Líkt og sjá má á málverkum
á borð við „Brotinn heimur“ er sú til-
vera mörkuð grimmum átökum, sem
við hér í norðrinu og örygginu viljum
e.t.v. ekki alltaf horfast í augu við.
Hið persónulega og hið almenna
Sonja Krohn frá Noregi notar
hefðbundin mótíf og portrettmyndir
til þess að koma áleiðis hugleiðingum
um stöðu manneskjunnar í heim-
inum. Skírskotunin er bæði tímalaus
og samtímaleg, eins og t.d. í trérist-
unni „Madonna“, þar sem mad-
onnumynd í anda rússneskra íkona er
sett í samhengi við stríðsátök sam-
tímans fyrir botni Miðjarðarhafs.
„Mannsmyndirnar eru margar hverj-
ar sóttar í hefðbundnar fyrirmyndir,
eins og t.d. íkonagerð, en þar tek ég
minni úr trúarlegri list og færi þau í
veraldlegt samhengi. Þá notast ég
alltaf við raunverulegar fyrirsætur og
reyni að láta myndirnar af þessum
manneskjum segja eitthvað um lífið í
heild,“ segir Krohn.
Fyrir Valgerði Hauksdóttur er
myndlistin aðferð til þess að hugsa
um heiminn og stöðu okkar í honum,
þar sem hvert líf er ákaflega stutt, en
um leið hluti af stærri heild. Þetta
leitast Valgerður við að endurspegla í
collage-verkum, sem samsett eru úr
ljósmyndum og efnum sem hún hefur
tekið eða safnað víðs vegar um heim-
inn. Eitt verkanna inniheldur m.a.
jafn ólíka þætti og mynstraða efn-
isbúta frá Indlandi og ljósmyndir af
fólki sem var að skoða og upplifa Ís-
land í fyrsta sinn. Valgerður undir-
strikar í þessu samhengi þann skiln-
ing á yfirskrift sýningarinnar, að þar
sé ekki aðeins horft úr norðri á fjar-
lægar slóðir. „Þetta ferli felst einnig í
því að líta til baka á okkar eigin bak-
grunn,“ segir Valgerður.
Helmtrut Nyström frá Svíþjóð
vinnur með hið persónulega, jafnvel
ævisögulega, sem blandast í verkum
hennar hinu óræða og hættulega. „Í
grunninn nota ég ljósmyndir, sem ég
ráðskast með þannig að veruleikinn á
myndunum fær örlítið ókennilegan
blæ. Sum mótífanna sæki ég í mína
eigin ævisögu, en í framsetningunni
er þetta þó ekki mín saga, eða mitt
heimili, heldur einhver stærri saga og
um leið eitthvað ókunnugt,“ segir Ny-
ström. Mörg verkanna sýna heim
barnsins, heim sem barnið vill ganga
að sem öruggum og vísum, en á þó
ekki ávallt því láni að fagna.
Staða listamannsins
Outi Heiskanen er meðal þekkt-
ustu myndlistarmanna Finna en í list-
sköpun sinni finnur hún innblástur í
mörkunum milli mannlegrar tilveru
og tilveru annarra lífvera. Þar lætur
hún áhorfendum eftir stóran hluta
túlkunarinnar. Þannig vinnur Outi út
frá samtímanum og skapar m.a. óræð
tengsl við andatrú fortíðarmenningar
okkar. Finnska listakonan Ulla Virta
er sú eina í hópnum sem ekki hefur
sýnt verk sín áður hér á landi, en í
verkum sínum horfir hún gagnrýnum
augum á stöðu manneskjunnar í nú-
tímanum. Líkt og í verkum margra
listakvennanna á sýningunni eru við-
fangsefnin sótt í þann veruleika sem
Virta þekkir. Þar leitast hún þó ekki
við að líkja eftir umhverfinu, heldur
að túlka skynjun sína á því, og fanga
þannig fegurðina, ljótleikann og
hverfula tilfinningu augnabliksins.
Sænska listakonan Ulla Fries hef-
ur skapað sér mikla sérstöðu með
listsköpun sinni, en ofurnatúralískar
og nostursamlegar koparstungur
hennar vekja í senn forvitni og tilfinn-
ingu fyrir vísindalegri nákvæmni.
„Ég kem úr fjölskyldu grasafræð-
inga, og ólst upp við að skoða mynd-
skreytingar í náttúrufræðibókum
föður míns, en teikningarnar voru sá
hluti vísindaritanna sem heilluðu mig
mest,“ segir Ulla. „Ég hef ekki getað
slitið mig frá þessu raunvísindalega
tungumáli sem ég ólst upp við, en
reyni að veita einhverju persónulegu
inn í það, tjá þá forvitni og tilfinn-
ingar sem þær vöktu með mér. Þessi
samblöndun persónulegrar tjáningar
og vísindalegrar nákvæmni birtist
glöggt í koparstungunni „Heimspek-
ingurinn“, forvitnilegri mynd af leð-
urblöku sem hefur tekið á sig mann-
legt yfirbragð. „Veran býr yfir
einhverjum leyndardómi sem hún
verndar og felur nærri sér, en reynir
á sama tíma að bjóða öðrum að kynn-
ast. Það er kannski táknrænt fyrir
stöðu og tjáningu listamannsins,“
segir Ulla að lokum.
Meðal verka á samsýningunni 7-sýn úr norðri er „Heimspekingurinn“, kop-
arstunga eftir sænsku myndlistarakonuna Ullu Fries.
Morgunblaðið/Ásdís
Ulla Fries, Valgerður Hauksdóttir, Helmtrud Nyström, Jóhanna Boga og Sonja Krohn við verk sín í Norræna húsinu.
Úr öryggi
norðursins
Á samsýningu sem nú stendur yfir í Nor-
ræna húsinu staldra sjö norrænar myndlist-
arkonur við og horfa á heiminn í kringum
sig og um leið á eigin bakgrunn. Heiða
Jóhannsdóttir ræddi við þær um kunnugleg
og framandi viðfangsefni.
heida@mbl.is
TÉKKNESKI tónlistarhópurinn
Musica ad Gaudium er nú staddur
hér á landi og heldur hér þrenna
tónleika. Það er Eydís Franzdóttir
óbóleikari sem stendur fyrir komu
hópsins til landsins, en hún mun
koma fram með honum sem gesta-
hljóðfæraleikari í nokkrum verkum.
Eydís segir að hópurinn hafi sér-
hæft sig í tónlist frá endurreisnar-
og barokktímabilinu. Hann sé afar
virtur á sínu sviði og mikill fengur sé
í komu hópsins til Íslands. „Hann
hefur hlotið fjölda viðurkenninga,
meðal annars margoft gert upptökur
fyrir tékkneska útvarpið, og haldið
fjölda tónleika í Tékklandi og ná-
grannalöndum,“ segir hún.
Í Musica ad Gaudium eru Andrea
Brožáková sópransöngkona, Alena
Tichá semballeikari, Jaromír Tichý
flautuleikari og Václav Kapusta fa-
gottleikari. Allt er þetta tónlist-
arfólk í fremstu röð, hver á sínu
sviði. Hópurinn hefur starfað síðan
árið 1987 og farið mjög víða, en hann
er með höfuðstöðvar sínar í Pilzen í
Vestur-Tékklandi.
Eydís Franzdóttir var 1. óbóleik-
ari tékknesku útvarpshljómsveit-
arinnar í Pilzen á árunum 1992–
1994. Hún lék oft sem gestur með
Musica ad Gaudium á þeim árum en
haustið 2002 hófst samstarf þeirra
að nýju er hópurinn bauð henni að
vera gestur þeirra á tónleikum í ráð-
húsinu í Pilzen. Eydís hefur komið
fram á tónleikum víða um Evrópu,
Norður-Ameríku og á Íslandi. Hún
er m.a. meðlimur í Caput-hópnum
og skipuleggjandi og óbóleikari
Poulenc-hópsins.
Undirbúningur í tvö ár
Spurð um tildrög heimsóknar Mu-
sica ad Gaudium segir Eydís: „Ég
bjó í Tékklandi fyrir tíu árum og
spilaði þá nokkrum sinnum með
hópnum. Árið 2002 var mér svo boð-
ið að spila með honum aftur, í Pilzen,
og þá vaknaði sú hugmynd hvort
ekki væri möguleiki á að hann kæmi
hingað. Við höfum verið að undirbúa
það síðan þá.“
Fyrstu tónleikarnir verða á laug-
ardaginn, í Kálfatjarnarkirkju á
Vatnsleysuströnd, kl. 14. Þá spilar
hópurinn í Akureyrarkirkju á
sunnudaginn kl. 17 og í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudag kl.
20.30.
Á efnisskránni verður aðallega
barokktónlist, en einnig verða nýrri
verk, meðal annars einleiksverk fyr-
ir sembal eftir tékkneska tónskáldið
Jiri Besdek.
Tónlist | Musica ad Gaudium heldur þrenna tónleika hér á landi
Morgunblaðið/Þorkell
Musica ad Gaudium ásamt Eydísi Franzdóttur.
Barokkmeistarar frá Tékklandi