Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 49
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 49
! " # $ % & % ' ' ( ) * $ + , - . / , / 0 % 1 2 ( ( 3 ( ( ! 4 1 2 ( ( 3 ( ' 5 5 5 . $ * # % . $ * # 6 . $ * # %
7. 8
9
: 8
;
8
7
<
=
= 8
8
7
:
88;
CLAIR Figliolia-Searl er banda-
rískur listaverkasafnari sem í
gegnum árin er búin að fylla heim-
ili sitt af miklum fjölda listaverka. Í
fyrra óx listaverkaeign hennar hins
vegar um þriðjung eftir að hún
kynntist listamanninum Pino, sem
býr sjálfur til mjög raunverulegar
stafrænar eftirmyndir olíuverka
sinna, sem selst hafa fyrir allt að
8,5 milljónir króna.
„Þær litu svo raunverulega út og
ég hafði ekki efni á að kaupa frum-
myndirnar,“ hefur Wall Street
Journal eftir Figliolia, sem nú hef-
ur keypt einar sex eftirmyndir af
verkum Pino – á 220 þúsund krón-
ur stykkið.
Að sögn Wall Street Journal fer
þeim listamönnum sem gera eft-
irmyndir eigin verka sífellt fjölg-
andi og má finna þessar starfrænu
eftirprentanir í fjölda gallería víðs
vegar um Bandaríkin. Eftirmynd-
irnar falla ofarlega á gæðaskala
eftirprentana enda unnar með staf-
rænni prenttækni, svo nefndri
„giclée“-tækni sem dregin er af
franska orðinu úða. Giclée-tæknin
er þegar orðin umdeild innan lista-
heimsins enda gerir hún listamönn-
um kleift að endurgera verk sín í
miklu magni með tiltölulega litlum
tilkostnaði. Stuðningsmenn tækn-
innar segja tækniþróunina þar með
hafa gert listmarkaðinn lýðræð-
islegri – þeir sem áður hafi ekki
haft efni á að kaupa dýr listaverk
komist nú mun nær því. Gagnrýn-
endur fullyrða hins vegar að eft-
irmyndirnar séu lítið annað en of-
metnar eftirprentanir og þó að
„giclée“-verkin hafi unnið hylli
efnaminni listunnenda þá er enn
óvíst hvers konar fjárfesting verkin
eiga eftir að reynast.
„Við seljum ekki slíka hluti hér,“
segir Mary Sechrist Bartow, einn
yfirmanna prentlistadeildar
Sotheby’s í New York. „Ég kalla
þetta fínar eftirprentanir.“
Þeir listamenn sem nýtt hafa sér
tæknina segja verkin eiga skilið að
vera metin sem raunveruleg lista-
verk. Eftirmyndirnar eru líka yf-
irleitt aðeins prentaðar í takmörk-
uðu upplagi og oft á tíðum
númeraðar og áritaðar af lista-
manninum. Stundum bætir lista-
maðurinn jafnvel við nokkrum
pensilstrokum til viðbótar til að
auka á áferðina og gefa verkinu
sinn eigin svip. Innan listheimsins
halda margir því þá fram að þegar
listamaður leggur nafn sitt við verk
þá eigi ekki að draga gildi verksins
í efa. „Þetta er list,“ hefur blaðið
eftir Victor Wiener, óháðum
listaverkamatsmanni í New York.
Hvort sem þau teljast list eða
ekki list þá hefur eftirspurn eftir
„giclée“-verkum aukist umtalsvert
á sl. árum. Harvest Productions
Ltd. prentsmiðjan í Kaliforníu seg-
ir aukninguna nema um 20% á ári
sl. sex ár og samkvæmt útreikn-
ingum Hewlett-Packard á mark-
aðurinn fyrir stafræna list eftir að
tvöfaldast á árabilinu 2003 til 2007
og aukast þar með úr rúmlega 20
milljörðum króna á ári í tæpa 43
milljarða.
Ekki eru þó allir sérfræðingar
sannfærðir um ágæti „giclée“-
verkanna. „Ég mun aldrei setja eft-
irprentun í safnið,“ segir Marilyn
Kushner, yfirmaður prentverka,
teikninga og ljósmynda við Brook-
lyn-safnið í New York. „Ef stafrænt
verk er hins vegar hið upp-
runalega, eða verkið er meðhöndl-
að á þann hátt að úr verður nýtt
listaverk þá mun ég endurskoða
málið.“
Listamenn sem nýta sér tæknina
í miklum mæli fullyrða að hún hafi
hjálpað bæði fjárhagslega og eins
við að gera þá sýnilegri. Þannig fór
listamaðurinn Pino að fikta með
tæknina 2001, en Pino er þekktur
fyrir sakleysislegar myndir af kon-
um og börnum ekki síður en sjóð-
heitar bókakápur á skáldsögum
Danielle Steel. Í ár mun hann fram-
leiða einar 3.000 eftirprentanir af
verkum sínum og eru um 70%
tekna hans tilkomin vegna eft-
irmyndanna.
Þó að erfitt sé spá fyrir um hver
framtíð „giclée“-verkanna á eftir
að verða ber í dag nokkuð á því að
þau seljist fyrir hærra verð en lista-
maðurinn sjálfur setti á þau upp-
runalega. Ekki eru hins vegar allir
vissir um að þær vinsældir endist.
„Þegar allt kemur til alls þá er eft-
irmynd eftirmynd, segir Jon Cone,
forstjóri stafræna prentmiðla stúd-
íósins Cone Editions Press Ltd. og
bandaríski listamaðurinn Mark
Ryden sem áður seldi endurgerðir
mynda sinna í miklum mæli hefur
dregið verulega úr framleiðslunni.
Því þó eftirmyndirnar hafi vissu-
lega komið sér vel fyrir fjárhaginn
þá finnst Ryden í dag „eitthvað
hallærislegt“ við gerð þeirra.
Clear Hearts, Grey Flowers eftir bandaríska listamanninn Mark Ryden.
Um 100 „giclée“-eftirgerðir voru gerðar af myndinni sem nú er uppseld.
Þegar list-
in líkir eft-
ir listinni
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Lærdómsrit mánaðarins í júlí eru eftir
rómverska stjórnskörunginn Markús
Túllíus Cíceró, Um vináttuna og Um
ellina. Í ritunum fjallar hann á gam-
ansaman en jafnframt alvarlegan hátt
um vináttuna, ástina, hjónabandið,
æskuna og ellina. Cíceró hefur einatt
verið talinn holdgervingur rómverskrar
menningar, enda sameinuðust í hon-
um tvö megineinkenni á gullöld Róm-
ar, veraldlegar róstur og andleg afrek.
Á þessum tíma hrundi lýðveldið og
grunnur var lagður að einveldi keis-
aranna. Gegn þeirri þróun barðist hann
hatrammlega. En á sama tíma skrifaði
hann mörg verk sem öll má telja grund-
vallarrit í menningarsögu Vesturlanda,
enda voru þau lesin og endurlesin alla
fornöld, í gegnum miðaldir og svo ný-
öldina allt að okkar dögum.
Í ritinu Um ellina leggur Cíceró í
munn Kató eldra, einum skörungi róm-
verska lýðveldisins, heimspekilega
rökræðu við tvo unga menn um æsku
og elli og einkum þó um þann vanda
að lifa svo lífinu að ellin verði að sama
hnossi og hvert annað æviskeið. Og
þar með fjallar bókin um mörg önnur
áleitnustu umhugsunarefni allra
manna, svo sem um dauðann og hvort
hann sé mönnum böl eða blessun.
Kjartan Ragnars þýddi á íslensku og
inngangur og skýringar eru eftir Eyjólf
Kolbeins. Ritstjóri: Þorsteinn Gylfa-
son.
Um vináttuna er samræða um ein-
kenni sannrar vináttu og gildi hennar í
daglegu lífi, hversu mikilvæg hún sé
manninum, hversu ónýtt lífið sé án vin-
áttu. Með samræðu sinni vildi Cíceró
draga niður úr háloftunum strangar
kennisetningar grískra stóumanna og
heimfæra á annasamt líf Rómverja,
höfðingja veraldar. Cíceró samdi ritið á
því skeiði lífs síns sem þessi fyrrum
máttarstólpi rómverska lýðveldisins
mátti sín lítils í stjórnmálum, reyndar
skömmu áður en hann var myrtur af
fjandmönnum sínum, alltaf minnugur
duttlunga gæfunnar og mikilvægis
sannrar vináttu. Margrét Oddsdóttir
þýddi á íslensku og inngangur er eftir
Svavar Hrafn Svavarsson. Ritstjóri:
Þorsteinn Hilmarsson.
Lærdómsrit mánaðarins