Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 13.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 2, 3, 5, 6, 8, 9 og 11. B.i. 12 ára.
HUGSAÐU STÓRT
kl. 3.30, 6, 8.30 og 11.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
3 barnalegir menn
3 börn - 3 -falt gaman!
Léttgeggjuð grínmynd
l i
l
j í
ÓÖH
„Tvímælalaust besta
sumarmyndin...“
SV MBL
"Afþreyingarmyndir
gerast ekki betri."“
ÞÞ.FBL.
„Geðveik mynd.
Alveg tótallí brilljant“
FRUMSÝNING
Toppmyndin í USA
Stærsta opnun á Will Smith mynd!
Missið ekki af svakalegum
spennutrylli af bestu gerð.
30 þúsund gestir
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 12 ára.
SV MBL
"Afþreyingarmyndir gerast ekki
betri."“
ÞÞ.FBL.
„Geðveik mynd.
Alveg tótallí brilljant“
ÓÖH
„Tvímælalaust besta
sumarmyndin...“
FRUMSÝNING
Toppmyndin í USA
Stærsta opnun á Will
Smith mynd!
Missið ekki af svakalegum
spennutrylli af bestu gerð.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 3.40.
30 þúsund gestir
Papana þarf ekki að kynnafyrir tónelskum Íslend-ingum en sveitina skipaþeir Dan Cassidy, Ey-
steinn Eysteinsson, Georg Ó. Ólafs-
son, Matthías Matthíasson, Páll Eyj-
ólfsson og Vignir Ólafsson.
Síðustu tvær hljómplötur þeirra
félaga, með lögum Jónasar Árnason-
ar, hafa verið þaulsætnar á vinsælda-
listum hér á landi og um helgina
kemur út nýjasta plata sveitarinnar,
Leyndarmál frægðarinnar, en þar
gefur að heyra 14 lög Bubba Mort-
hens í Papa-búningi.
Um tilurð og aðdraganda nýju
plötunnar segir Páll:
„Við vorum mikið að velta fyrir
okkur hvað við ættum að gera eftir
Jónasar-plöturnar þegar Bubbi kom
til mín með þessa hugmynd. Mér
fannst hún alveg fáránleg!“ við-
urkennir hann og Matthías sam-
sinnir.
„Ég skellihló þegar ég heyrði
þessa hugmynd fyrst. Okkur fannst
þetta alveg óhugsandi. Maður hreyfir
ekki við kónginum.“
„Ég sagði Bubba bara að gleyma
þessu en hann lætur sjaldnast segja
sér fyrir verkum,“ segir Páll.
„Hann settist því niður með gít-
arinn og spilaði fyrir mig svona 20 af
lögunum sínum og sýndi mér teng-
inguna. Hann er auðvitað þjóðlaga-
söngvari og það erum við einnig.
Hann náði að sannfæra mig en þá tók
við að sannfæra restina.“
Matthías segir að endanleg
ákvörðun um að gefa plötuna út hafi
eiginlega ekki verið tekin fyrr en bú-
ið var að taka hana upp.
Vinnsluferli plötunnar hófst á því
að Paparnir settust niður og hlýddu á
öll lög Bubba Morthens sem gefin
hafa verið út, en þau eru rúmlega
400.
„Við völdum um 50 lög, svo 30 af
þeim og enduðum svo með 14 lög sem
við erum virkilega ánægðir með,“
segir Matthías.
Af lögunum 14 hafa tvö ekki komið
út áður en Bubbi samdi þau sér-
staklega fyrir Papana og hina vænt-
anlegu plötu.
Bubbi Morthens er einhver þekkt-
asti og afkastamesti tónlistarmaður
Íslandssögunnar og mörg laga hans
fólki afar hjartfólgin. Paparnir ráðast
því ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur. Finnst þeim þetta ekkert
hættulegt?
„Jú, þetta er auðvitað alveg stór-
hættulegt,“ segir Matthías og hlær.
„En það verður ekki aftur snúið úr
þessu,“ segir Páll. „Það sem skiptir
máli er að Bubbi er sáttur og að hug-
myndin kemur þaðan. Við hefðum
aldrei haft hugmyndaflug í það að
láta okkur detta þetta í hug. Okkur
fannst þetta aftur á móti mjög spenn-
andi og ögrandi verkefni.“
„Ég held að við gerum Bubba góð
skil á plötunni,“ segir Matthías.
Bubbi sjálfur er búinn að heyra
plötuna og segist sáttur við útkom-
una.
„Sumt finnst mér alveg brilljant en
annað finnst mér síðra. En það er
bara eins og gengur og gerist,“ sagði
hann í viðtali við blaðamann á dög-
unum.
„Mér finnst fínt að menn vilji spila
lögin mín og menn hafa fullan rétt til
að gera það með sínu nefi.“
Bubbi segir mörg laga sinna eiga
vel heima hjá Pöpunum og segir það
ekki skrýtið að heyra lögin sín í nýj-
um búningi.
„Maður heyrir lögin kannski öðru-
vísi og sér þau á annan hátt,“ segir
hann.
1. Öldueðli
„Þegar við hlustuðum á lagið var
það einróma samþykki að þetta væri
lag fyrir Papana og var þetta fyrsta
lagið sem allir voru algjörlega sam-
mála um. Það er mikill „papismi“ í
þessu lagi.“
2. Strákarnir á Borginni
„Við vorum svolítið efins um þetta
lag í upphafi. Okkur fannst við ekki
geta gert neitt við það og vildum ekki
spila það nákvæmlega eins og það
var áður. Eysteinn trommuleikari
kom svo með þá góðu hugmynd að
snúa laginu alveg við og það er spilað
á röngunni ef svo má segja.“
3. Söngurinn hennar Siggu
„Þetta er eina lagið á plötunni sem
Bubbi á ekki, en hann á textann. Það
er skemmtilegur gítarleikur í laginu
og við setjum það í nettan jameson-
búning. Það mikið fjör og sum-
arstemning í laginu. Við þurftum í
raun bara að æfa þetta lag einu sinni,
það steinlá hjá okkur.“
4. Vorvísa
„Þetta er annað nýju laganna sem
Bubbi samdi sérstaklega fyrir þetta
tilefni. Þetta er svona nett ádeila á
það sem hefur verið að gerast í þjóð-
félaginu. Þetta er ofsalega írskt lag
hjá honum og passar okkur mjög vel.
Það var mjög gaman að fá þessi
tvö lög frá honum. Þau setja ákveð-
inn svip á plötuna.“
5. Aldrei fór ég suður
„Það hljómar aðallega öðruvísi hjá
okkur án þess að við séum að breyta
laginu mikið.
Lagið var samið á ákveðnu tímabili
hjá Bubba, þegar ákveðinn hljómur
var í tísku sem kannski gengur ekki
allt of vel í dag.
Við tökum lagið til baka í óraf-
magnaða útgáfu og hröðum því að-
eins. Það er mjög nakið og þurrt hjá
okkur.“
6. Skyttan
„Þetta er frábært lag og við gerð-
um í raun mjög mikið við það. Við
Tónlist | Paparnir gefa út plötu með tónlist Bubba Morthens
Morgunblaðið/Jim Smart
Paparnir flytja lag af nýju plötunni sinni í Íslandi í dag. Hún inniheldur fjórtán lög, öll eftir Bubba Morthens.
Gerum Bubba
góð skil
Um helgina kemur út ný plata með Pöp-
unum þar sem þeir taka lög Bubba Mort-
hens upp á sína arma. Paparnir Páll Eyj-
ólfsson og Matthías Matthíasson leiddu
Birtu Björnsdóttur í gegnum lögin á disk-
inum, Leyndarmál frægðarinnar.